Fréttablaðið - 21.08.2001, Qupperneq 14
14
FRÉTTABLAÐIÐ
21. ágúst 2001 PRIÐJUDAGUR
Símadeildin:
FH-ingar
sigruðu Val
knattspyrna FH-ingar sigruðu Val
2-1 á Hlíðarenda í gærkvöld. Jón
Þ. Stefánsson kom FH yfir á 41.
mínútu, en Kristinn Lárusson
jafnaði metin mínútu síðar. Það
var síðan Jónas G. Garðarsson
sem tryggði FH-ingum öll þrjú
stigin með marki á 66. mínútu.
Með sigrinum er FH nú komið
með 25 stig og situr í fjórða sæti
deildarinnar ásamt Fylki. Vals-
menn eru hins vegar farnir að
nálgast botnbaráttuna, því þeir
eru með 17 stig, einu stigi meira
en Fram og 6 stigum meira en KR,
sem á einn leik til góða. ■
Enski boltinn:
Ranieri
vill Fowler
knattspyrna Claudio Ranieri, fram-
kvæmdastjóri Chelsea, segist enn
hafa áhuga á að fá Robbie Fowler
til liðsins, en leikmaðurinn hefur
verið ósáttur við hlutskipti sitt hjá
Liverpool og átti fyrir skömmu í
útistöðum við Phil Thompson, að-
stoðarframkvæmdastjóra liðsins.
Chelsea bauð 12 milljónir punda
í leikmanninn í desember á síðasta
ári, en ekkert varð úr kaupunum.
Ranieri segir að ef Fowler vilji
fara frá Liverpool muni hann glað-
ur taka við honum.
„Við höfum fjóra góða fram-
herja hérna svo ef Fowler kæmi
myndi ég lenda í smá vanda - en
mér mundi líka sá vandi,“ sagði
Ranieri. ■
DON HUTCHINSON
Sagt er að ástæða þess að Hutchison vilji
fara frá Sunderland sé sú að konan hans
kann afskaplega illa við sig á norðaustur
Englandi.
Don Hutchison til
Rangers:
Ósáttur hjá
Sunderland
knattspyrna Leikmaður Sunder-
land, Don Hutchison, er óánægður
með dvölina hjá liðinu og vill losna,
þrátt fyrir að aðeins eitt samnings-
ár af þremur sé liðið. West Ham lét
strax í ljós áhuga sinn á honum,
enda spilaði hann fyrir það áður en
hann fór til Everton og síðar Sund-
erland. Nú hefur skoska liðið Glas-
gow Rangers einnig bæst í hópinn.
Sagt er að Hutchison, sem er
þrítugur, sé heitur fyrir Rangers,
enda er liðið í Meistaradeild Evr-
ópu og mikilli í sveiflu. Hann sagði
fyrir skömmu að hann vildi ljúka
ferlinum hjá Sunderland en viður-
kennir að tilboð West Ham og
Rangers séu freistandi.
Þjálfari Sunderland, Peter
Reid, vill ekki sjá á eftir Hutchin-
son úr liðinu en talið er að bak-
sviðsátök hafi leitt til þess að
brottför hans var hraðað. Sagt var
að kona Hutchinson kynni afskap-
lega illa við sig á norðaustur
Englandi en Hutchison segir
Stoke City:
Ríkharður í uppskurð?
knattspyrna Ríkharður Daðason,
leikmaður Stoke, gæti þurft að
fara í uppskurð vegna meiðsla
sem hann á við að stríða í hné.
Ríkharður meiddist á æfingu á
undirbúningstímabilinu og hefur
misst af tveimur fyrstu leikjum
liðsins í ensku 2. deildinni. Stoke
tapaði fyrsta leiknum gegn QPR
1-0, en sigraði Northampton 2-0 á
laugardaginn.
Hnéð á Ríkharði var myndað
skömmu eftir að hann meiddist,
en eftir það var tekin sú ákvörð-
un að bíða. Nú er hins vegar ráð-
gert að hann fari í aðra röngten-
myndun á næstu dögum og mun
niðurstaðan úr henni ráða til um
það hvort hann fari í uppskurð
eða ekki.
„Hann fór til sérfræðings á
föstudaginn sem sagði að þetta
gætu verið alvarlegri meiðsli en í
fyrstu var talið,“ sagði Chris
Moseley, sjúkraþjálfi Stoke.
„Hann vill að Ríkharður fari aft-
ur í myndatöku til þess að hægt
verði að greina nákvæmlega
hvers eðlis meiðslin eru.“
Brynjar Gunnarsson er einnig
frá vegna meiðsla og er útlit fyr-
ir að hann missi af leiknum á
morgun gegn Oldham í deildar-
bikarnum. Samt sem áður er talið
að meiðsli Brynjars séu ekki jafn
alvarleg og í upphafi var talið. ■
MEIDDUR
Tekin verður ákvörðun um á næstu dögum hvort Ríkharður Daðason, leikmaður Stoke,
þurfi að fara í uppskurð.
Eiturly fj ciney slan
stærstu mistökin
Diego Armando Maradona segist hafa sært marga með eiturlyfjaneysl-
unni, sérstaklega konuna sína og dætur. Hann er með 18 gervihnatta-
diska heima hjá sér til þess að geta fylgst með knattspyrnu á hverjum
degi. Rivaldo er besti knattspyrnumaður heims í dag að hans mati.
knattspyrna Diego Armando
Maradona, einn allra besti ef ekki
besti knattspyrnumaður allra
tíma, segir í viðtali á heimasíðu
Alþjóðaknattspyrnusambandsins
(www.fifa.com), að hann eigi enn
erfitt með að sætta sig við að vera
ekki að leika knattspyrnu. Hann
segir að stærstu mistökin sem
hann hafi gert í lífinu hafi verið að
taka inn eiturlyf.
„Ég hef gert mörg mistök í líf-
inu og þjáðst vegna afleiðinga
þeirra,“ sagði Maradona. „Eitur-
lyfjaneyslan voru stærstu mistök-
in. Með henni særði ég marga, sér-
staklega konuna mína og dætur.
Ég á eftir að sjá á eftir því alla tíð
að hafa ánetjast eiturlyfjum en
það gerir mig samt ekki að ein-
hverju skrímsli. Ég hef unnið mig
út úr þessum vítahring og er nú
sáttur við sjálfan mig.“
Maradona sagði að versti tím-
inn í lífi hans hefði verið þegar
knattspyrnuferlinum með Napolí
á Ítalíu hefði lokið. Honum lauk
skyndilega þegar upp komst um
eiturlyfjaneyslu hetjunnar,
mannsins sem allir Napolíbúar
dáðu og elskuðu. Maradona fékk
15 mánaða keppnisbann og fór frá
Napolí með skottið á milli lapp-
anna.
„Ég mun aldrei gleyma þessu.
Leikmennirnir voru þeir einu sem
höfðu samband við mig og þökk-
uðu mér fyrir það sem ég hafði
gert fyrir liðið og borgina. Ég
heyrði hins vegar ekki múkk frá
Á LEIÐ í MEÐFERÐ
Maradona fór nýlega I meðferð vegna eit-
urlyfjaneyslu, en segist nú vera búinn að
ná sér og að hann sé heill heilsu.
stjórn félagsins og mér fannst ég
ekki eiga skilið að vera kvaddur
með þessum hætti. Þrátt fyrir allt
þetta á ég enn góðar minningar frá
þeim tíma sem ég átti í Napolí og
ég mun aldrei gleyma fólkinu og
þann stuðning sem það veitti mér.“
Aðspurður sagði Maradona að
góðu minningarnar úr fótboltan-
um væru fleiri en hinar slæmu.
Hann sagði að bestu minningarnar
væru frá upphafi ferilsins eða
þegar hann lék með argentínska
unglingalandsliðinu í lokakeppni
Heimsmeistarakeppninnar í Jap-
an árið 1979.
„Við vorum með ótrúlega
sterkt lið og unnum titilinn með
stæl. Þetta var fyrsti stóri titillinn
minn. Ég var mjög ungur og fullur
af metnaði og draumum um fram-
tíðina. Það sást vel í leikjum okkar
hvað við höfðum gaman af því að
leika knattspyrnu. Við sendum
boltann margsinnis í gegnum klof-
ið á andstæðingum okkar, lékum á
varnarmenn og skoruðum frábær
mörk. Við lékum yndislega knatt-
spyrnu.“
Maradona sagðist enn fylgjast
mjög mikið með knattspyrnu.
Hann færi reglulega á leiki með
Boca Juniors á La Bombonera
vellinum í Buenos Aires og þá
væri hann með sinn eigin sjón-
varpsþátt um knattspyrnu.
„Ég horfi á fótbolta heima hjá
mér á hverjum degi. Ég er með 18
gervihnattadiska þannig að ég get
horft á knattspyrnuleiki úti um
allan heim. Ég get meira að segja
horft á leiki í írösku deildinni."
Rivaldo er sá leikmaður sem
Maradona hefur mestar mætur á í
dag.,
„Eg elska það að horfa á hann
leika. Að mínu mati er hann eini
leikmaðurinn sem maður hefur
virkilega gaman af að horfa á.
Hann er sífellt að koma manni á
óvart. Ég hef einnig mikið álit á
Luis Figo, en hann er ekki enn orð-
inn fullmótaður knattspyrnumað-
ur.“
Þegar hann var spurður að því
hvort kaupverð leikmanna væri
ekki orðið alltof hátt svaraði hann
því neitandi. Hann sagði hins veg-
ar að félögin fengju alltof stóran
hluta af kaupverðinu. Leikmenn
fengju kannski 10% sem væri
Ferillinn í
hnotskurn
Fæddur: 30. októbeÉjwfei%|nús f
Argentínu.
Landslið: Argentínska landsliðið. 91
leikur og 34 mörk.
-Argentlnska U21 landsliðið. 15 leikir
og 8 mörk.
Félagslið: Argentinos Juniors frá 1976
til 1980. 166leikirog 116 mörk.
-Boca Juniorsfrá 1981 til 1982.40 leik-
ir og 28 mörk.
-Barcelona frá 1982 til 1984. 58 leikir
og 38 mörk.
-Napolí frá 1984 til 1991. 259 leikir og
115 mörk.
-Sevilla frá 1992 til 1993. 29 leikir og 7
mörk.
-Newell's Old Boys árið 1993. 5 leikir.
-Boca Juniors frá 1995 til 1997. 29 leik-
ir og 7 mörk.
Þjálfari: Deportivo Mandiyú árið 1994.
Rasing Club árið 1995.
Viðurkenningar: Heimsmeistari 1986.
-Heimsmeistari U20 1979.
-Ameríkubikarinn 1983, 1987 og 1989.
ftEvrppukeppni félagsliða I§89-
Argentínskur meistari 1981.
Spænskur bikarmeistari 1983.
-ftalskur meistari 1987 og 1990.
-ítalskur bikarmeistari 1989.
-Knattspyrnumaður ársins í Argentínu
1979, 1980, 1981, 1986 og 1990.
-Knattspyrnumaður S-Ameríku 1979,
1980, 1986, 1989, 1990 og 1992.
-Besti argentínski knattspyrnumaður
allra tíma 1993.
-Besti íþróttamaður heims 1986.
-Markakóngur [talíu 1988.
-Markakóngur Argentínu 1978, 1979
og 1980.
Bönn: 15 mánaða bann 1991 vegna
lyfjaneyslu.
-15 mánaða bann 1994 vegna lyfja-
neyslu.
-Tekin fyrir lyfjaneyslu 1997 og leggur
'cóna á billuoa.
mm X WWt? ■ -igSf:
Gagnrýnir nútímaknatt-
spyrnu:
Of mikil
áherslaá
taktík
knattspyrna Diego Maradona
gagnrýnir þróun knattspyrnunnar
og segir hana ekki vera næstum
jafnskemmtilega og áður. Nú væri
megináherslan lögð á taktík, varn-
arleik, líkamlegan styrk og þol
leikmanna á kostnað knatttækni
og sóknarknattspyrnu.
„Ég held að ástæðurnar fyrir
þessu séu helst þær að í mörgum
löndum er knattspyrnan ekki
lengur stunduð í bakgörðum húsa
eða á leikvöllum," sagði Mara-
dona. „Þessir staðir, sem hafa alið
af sér góða knattspyrnumenn í
gegnum tíðina, eru einfaldlega
ekki jtil stayarjí. mörgyip |sprgum í
dag.“ ; ' : 't'
bann vegna lyfjaneyslu.
alltof lítið, því það væru þeir sem
trekktu að áhorfendur og gerðu
félögum kleift að gera stóra aug-
lýsingasamninga og sjónvarps-
samninga. Hann sagðist samt
undrast mjög hversu hátt verð fé-
lög greiddu fyrir meðal góða leik-
menn.
„Það er eitthvað sem ég mun
aldrei skilja."
Eins og áður sagði sagðist
Maradona sjá mikið eftir því að
hafa tekið inn eiturlyf. Hann sagð-
ist samt vera við góða heilsu í dag.
„Ég æfi daglega og læknisskoð-
anir hafa sýnt að það amar ekkert
að mér. Ég mun vonandi verða hér
á þessari jörð í góðan tíma til við-
bótar og stefni að því að nota
þennan tíma til þess að gefa eitt-
hvað aftur til knattspyrnunnar.
Hún hefur gefið mér svo mikið.“
trausti@frettabladid.is
Mara-
dona sagði
að það sem
honum findist
hvað mest sláandi í nútímaknatt-
spyrnu væri sú staðreynd að leik-
mönnum skorti virðingu fyrir
boltanum. Hann sagði að Alþjóða-
knattspyrnusambandið ætti að
beita sér fyrir því að auka knatt-
tækni og leikni hjá ungum leik-
mönnum.
„Stundum þegar ég horfi á leiki
velti ég því fyrir mér hvort þetta
séu leikmenn inni á vellinum eða
vélmenni. Það er alltof mikil áher-
sla lögð á taktík. Vissulega er hún
mikilvægur hluti af leiknum en
hún má samt ekki hafa hamlandi
áhrif á hann og þvinga tæknilega
góða leikmenn til þess að draga
sig inni í skelina.“ ■