Fréttablaðið - 21.08.2001, Síða 16

Fréttablaðið - 21.08.2001, Síða 16
FRÉTTABLAÐIÐ 21. ágúst 200i ÞRIÐJUDACUR HÁSKÓLABÍÓ Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 THE VIRGIN SUICIDE kl. 6 og 10 j BRIDGET JONES S DIARY kl. 4,6, 8 og 10j jTlLL SAMMANS kl. 4 og 8 j SAGA-I ÁLFABAKKA 8, SÍMI 587 8900 www.samfilm.is Sýnd m/ ensku tali kl. 4, 6, 8 og 10 vit 258 Sýnd m/ íslensku tali kl. 4 og 6 vrr 265 Sýnd kl. 4,6,8 og 10 vit257 jJURASSlC PARK III kl. 4, 6, 8 ogTÖ| (SHREK m/íslensku tali kl.4og6líllS Ibridget jones diaries kl. 8 og 10||j»S {SHREK m/ensku tali kl. 4,6,8 og löj ^ ÍPEARL HARBOR ki.il ÍB5 BESTA PLATAN SELMA BJÖRNSDÓTTIR söngkona Flautar með aríum „Ég hlusta alla daga á Töfraflautuna eftír Mozart. Ég er að semja dansa við uppsetningu íslensku Óperunnar, sem verður frumsýnd 22. september. Báðar aríur Næturdrottningunnar eru í uppá- haldi en ég er langt frá því að geta sungið með. í staðinn flauta ég." ■ BÍÓ í BANDARÍKJUNUM O flMERICAN PIE 2 O RUSH HOUR 2 O RAT RACE O THE OTHERS O the PRINCESS DIARIES T O CAPTAIN CORELLI'S MANDOLIN CIi> ▼ ▼ ▼ O PLANET of the apes O AMERICAN OUTLAWS O JURASSIC PARK J O LECALLY blonde PENELOPE CRUZ Hlutverk hennar sem kærasta vekur meiri athygli en hlutverkið í Captain Corelli's Mandolin, þar sem hún leikur hina grísku Pelagia. Kvikmyndagestir vestra: Fáir áfrum- sýningar kvikmyndir Unglingagrínmyndin American Pie 2 var um helgina aftur aösóknarmesta myndin í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að tæplega helmingi færri hafi séð hana heldur en fyrir viku síðan. Þetta er í fyrsta skipti frá því að Pearl Harbor var upp á sitt besta sem mynd er tvær vikur á toppi listans. Allar tíu helgarnar sem á milli hafa komið hefur glæný mynd verið frumsýnd út um öll Bandaríkin og fólk flykkst að sjá hana. Þær myndir sem voru frum- sýndar um helgina fengu væga aðsókn. Gamanmyndin Rat Race, sem er leikstýrt af Jerry Zucker, einum þeirra sem gerðu Airplane, lenti í þriðja sæti. Hin rómantíska Captain Corelli’s Mandolin, sem Nicolas Cage og Penelope Cruz leika aðalhlutverkin, í lenti í sjöt- ta sæti. Henni er leikstýrt af John Madden, sem leikstýrði Shakespe- are In Love á sínum tíma, og fjall- ar um ástarsamband hinnar grísku Pelagia og ítalska höfuðs- mannsins Corelli á Grikklandi í seinni heimstyrjöldinni. Loks lenti vestrinn American Outlaws, þar sem Colin Farrell leikur sjáif- an Jesse James, I áttunda sæti. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI Fyrirtækið sem þýr til Malibu romm fékk frábæra hugmynd á dögunum. Það er í kynningarferð fyrir rommið um Bandaríkin með ferðakarókígræjur í sturtuklefa. Sturtan er þó ekki ekta heldur með gervihljóði og vatni. Það sem toppar allt er mað- urinn sem fyrir- tækið fékk til að syngja í sturtu- klefanum, Fabrice Morvan, fyrrum meðlimur Milli Vanilli. „Við spurð- um okkur um hver í tónlistarbrans- anum getur sungið en er einnig í aðstöðu til að gera mikið grín að sjálfum sér?“ sagði talsmaður Malibu rommsins. „Fabrice var efstur á listanum." Auk þess að syngja í sturtu er Morvan, sem er 35 ára, að taka upp plötu þar sem hann syngur sjálfur lögin. Milli Vanilli þurfti að skila til baka Grammy verðlaunum sem hljóm- sveitin vann árið 1990 vegna þess að Fabrice og Rob Pilatus höfðu aldrei sungið nein af lögunum á plötunni. Þeir áttu nokkra smelli, þ.á.m. Girl You Know It’s True og Blame It on the Rain. Rob Pilatus lést úr neyslu eiturlyfja 1998. DRAUMKENND OG SEIÐANDI Björk Viggódóttir hljómborðs- og bassaleikari, Guðmundur H. Viðarsson bassaleikari, Heimir Örn Hólmarsson trommari og Hákon Aðalsteinsson gítarleikari skipa hljómsveitina Lúna. Þau halda útgáfutónleika I Tjarnarbió á föstudag kl. 20. Forsala miða á tónleikana, sem kosta 1000 krónur, er í Hljómalind. Flýtum okkur ekki Smekkleysa gefur út fyrstu plötu hljómsveitarinnar Lúna, Leyfðu mér að þegja þögn þinni, nú í vikunni. Hljómsveitin spilar tilraun- arokk og segir mikla grósku í því um þessar mundir. TÓnlist Hljómsveitin Lúna hefur verið nokkuð áberandi á sviðum bæjarins í sumar og gefur nú í vikunni út sína fyrstu plötu. „Við byrjuðum að taka plötuna upp í júní í fyrra og kláruðum hana fyrir tveimur mánuðum," segja Guðmundur bassaleikari og Heimir Örn trommuleikari. Plat- an var tekin upp í Stúdíó Of- heyrn. Þegar hún var komin langt á leið fóru þeir félagar með af- raksturinn til Smekkleysu, sem ákvað að gefa plötuna út. „Það er góður stimpill á hljómsveitina að platan skuli vera gefin út af Smekkleysu," segja þeir félagar. „Við vildum koma þessu gamla efni frá okkur þannig að við getum haldið áfram að þróa tónlistina okkar. Platan heitir Leyfðu mér að þegja þögn þinni,“ segir Guðmundur og bætir við að það sé nánast ómögulegt fyrir út- lendinga að bera það fram. Lítið er sungið á plötunni en nokkur Ijóð eru flutt auk einnar smásögu, sem var upprunalega samin sem draumur. „Hún er átta laga en á móti kemur að lögin eru öll lengri en hið venjulega popplag. Við erum ekkert að flýta okkur, leyf- um tónlistinni að byggjast upp. Þetta eru ekki útvarpsvæn lög sem eiga varla eftir að toppa neina vinsældarlista. Það er leið- inlegt þegar góð lög eru bara þriggja mínútna, getur verið erfitt að lifa sig inn í þau.“ Guðmundur og Heimir segja Lúnu vera rómverska tunglgyðju og þess vegna passi nafnið vel við tónlist hljómsveitarinnar. „Við spilum draumkennda og seiðandi tónlist, þetta er hálfgert jaðar- rokk, tilraunarokk. Það er mikil gróska í þessarri tónlistargrein hér heima. Það spila nokkrar hljómsveitir svipaða tónlist, t.d. Úlpa, Náttfari, Dögun og Kakt- us.“ Á föstudaginn kl. 20 heldur Lúna útgáfutónleika í Tjarnarbíó. Þar ætlar hljómsveitin að spila plötuna auk nýs efnis. „Við vilj- um sjá sem flesta víðsýna tónlist- arunnendur á útgáfutónleikun- um,“ segja strákarnir. Forsala miða er í Hljómalind. halldor@frettabladid.is Vá! Þetta kallo ég slæmt skap! Irska söngkonan Sinead O’Connor giftist kærastanum sínum, blaða- manninum Nick Sommerlad, fyrir þremur vikum síð- an. O’Connor, sem var vígður prestur af kaþólska þisk- upnum Michael Cox fyrir tveimur árum og tók þá nafnið Móðir Bernadette Mary, kynntist Sommerlad í febrúar. Hann er blaðamaður fyrir Britain’s Press Association fréttastofuna og flutti til Dublin í febrúar. Fljótlega eftir það kynntist hann söngkonunni. „Við vorum ekki lengi að verða ást- fangin," sagði Sommerlad, sem er 27 ára, þegar hann kynnti trúlofun þeirra í júní. „Við höfum bæði ver- ið með alls konar fólki í gegnum tíðina en erum mjög hamingjusöm núna.“ O’Connor á tvö börn úr fyrri samböndum, Jake 13 ára úr hjóna- bandi með trommaranum John Reynolds og Roisin fimm ára úr sambandi við John Waters, dálka- höfund fyrir Irish Times. NABBI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.