Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2001, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 21.08.2001, Qupperneq 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 21. ágúst 2001 PRIÐJUPAGUR HVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari. Ég mæli með tónlist eftir franska tónskáld- ið Olivier Messiaen. Hann var frábært tón- skáld sem samdi tónlist Guði til dýrðar. Tónlist hans hefur þvi andlega dýpt sem veitir manni sálarfrið. Gróðurvemd í Astralíu: Gestur frá Astralíu LANDGRÆÐSLA Hver er reynslan af virku samstarfi bænda, land- græðslufólks og náttúrverndar- manna í Ástralíu? Þessari spurn- ingu svarar framkvæmdastjóri Alþjóðlegu landverndarsamtaka Ástralíu, Sue Marriott, á Hótel Borg í dag kl. 12.00. ■ RÍKEY INGIMUNDAR LISTSÝNING í PERLUNNI TIL NÆSTU MÁNAÐAMÓTA. Svœðameðferð Námskeið í Reykjavík 3.-21. september Fullt nám sem allir geta lœrt Kennari: Sigurður Guðleifsson Upplýsingar og skráning í síma 587 1164 GSM 895 8972 Flugslysið Skerjafirði. Söfnunarsímar Ef hringt er í eftirtalin númer gjaldfærist af reikningi símans, sem hringt er úr, sem hér segir: Sími 907 2007 - 1.000,- kr Sími 907 2008 - 2.000,- kr Sími 907 2009 - 5.000,- kr Bankar. er no. 1175-05-409940 Gospelsystur Reykjavíkur: Halda í vesturvíking NOKKRAR GOSPELSYSTUR Gospelsystur Reykjavíkur vekja jafnan athygli fyrir hressilega og óvenjulega sviðsfram- komu. tónlist Gospelsystur Reykjavíkur eru á leið til mikillar gospelveislu í New Orleans. Þar tekur kórinn þátt í sjö tónleikum og syngja ým- ist með öðrum kórum eða einar. Með konunum í för er stórsöngv- arinn Egill Ólafsson og fjórir úr- valshljóðfæraleikarar. Gospel- systur taka einnig þátt í sérstöku námskeiði um afró- gospel í New Orleans. í lok fararinnar heldur kórinn tónleika í New York í boði Long Island kórasambandsins og verða tónleikarnir haldnir á ný- legu útisviði hringleikhúss. Stjórnandi Gospelsystra Reykjavíkur er Margrét J. Pálma- dóttir og stofnaði hún kórinn í ÞRIÐJUDAGURINN 21. ÁGÚST FYRIRLESTUR________________________ 12.00 Hádegisfyrirlestur um land- græðslu og gróðurvernd í Ástralíu. Hver er reynslan af virku samstarfi bænda, landgræðslufólks og nátt- úrverndarmanna í Ástralíu? Þess- arí spurningu svarar fram- kvæmdastjóri Alþjóðlegu land- verndarsamtaka Astralíu, Sue Marriott, fyrirlestri á Hótel Borg í dag. Fyrirlesturinn er haldinn fyrir tilstuðlan Landgræðslu ríkisins og Landverndar. ÚTlVIST____________________________ 19.30 1 kvöld, þriðjudaginn 21. ágúst, verður farið í næst síðustu kvöld- gönguna í Viðey í sumar. Farið verður um vesturenda eyjunnar þar sem eru listaverk Richard Serra, merks höggmyndamanns frá Ameriku. Gangan hefst við Viðeyjarkirkju en ferjan úr í Viðey fer úr Sundahöfn. Fólk er beðið um að búa sig eftir veðri og er brýnt að vera á góðum skóm. TÓNLEIKAR__________________________ 20.00 Gospelsystur Reykjavíkur eru á leið vestur um haf að taka þátt í gospelveislu í New Orleans og verður Egill Ólafsson með í för. Þær ætla að kveðja landann með tvennum tónleikum í kvöld. Með kórnum leikur hljómsveit undir stjórn Stefáns S. Stefánssonar. Tónleikarnir verða endurteknir kl. 22.00 21.30 Jazz trióið Flís heldur tónleika á Húsi málarans í kvöld. Tríóið er skipað þeim Helga Sv. Helgasyni á trommur, Davíð Þ. Jónssyni á pí- anó og Valdimar K. Sigurjónssyni á kontrabassa. Þetta eru kveðju- tónleikar bandsins á þessu ári en trommarinn heldur nú utan til náms á hljóðfæri sitt. Tríóið leikur tónlist úr öllum áttum og lofar góðu stuði sem enginn ætti að missa af. SÝNINGAR___________________________ Forn tré í Eistlandi er yfirskrift sýning- ar á Ijósmyndum sem eistneski Ijós- myndarinn Hendrik Relve hefur tekið. í Norræna húsinu eru 18 Ijósmyndir til sýnis I anddyri hússins. Sýningin er sett upp í tengslum við Menningarhá- tíð Eystrasaltsríkjanna á Norðurlöndum sem stendur yfir frá 1. september til 1. nóvember 2001. Sýningin er opin dag- lega kl. 9 til 17, nema sunnudaga kl. 12 til 17. Sýningin stendur til 23. sept- ember. september 1997. í upphafi voru kórfélagarnir 50 en nú syngja 120 konur í kórnum. Kórinn syngur kórtónlist frá ýmsum löndum og ýmsum tímabilum en leggur meg- ináherslu á negrasálma og tónlist tengda Afríku með tilheyrandi trumbuslætti og dansi. Fyrsti geisladiskur Gospel- systra Reykjavíkur kom út um helgina en hann var tekinn upp í vor. Á diskinum syngia Anna Sigga Helgadóttir, Egill Olafsson, Katrín Ósk Einarsdóttir, Magga Pálma og Páll Rósinkrans. Útsetn- ingar og undirleikur eru undir stjórn Stefáns S. Stefánssonar. Gospelsystur kveðja landann 1 Hafnarborg, menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar, stendur yfir sýning á Ijósmyndum sænska Ijósmyndarans Hans Malmberg, en hann var á sinni tíð í hópi fremstu blaðaljósmyndara Svía. Ljósmyndasýningin ísland 195T sýnir ís- lendinga við leik og störf jafnt í sveit sem í borg á árunum 1947-1951. Sýn- ingin er i samvinnu Hafnarborgar og Þjóðminjasafns íslands og er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. Sýningin stendur til 27. ágúst með tvennum tónleikum í kvöld, kl. 20 og 22. Með kórnum leikur MYNPLIST_________________________ Gunnar Gunnarsson sálfræðingur og myndlistamaður sýnir í Lóuhreiðrinu í Kjörgarði. Sýningin er opin virka daga frá 9 til 18 og stendur út september. Myndlistarmaðurinn Diana Hrafnsdóttir hefur opnað sýningu á verkum sínum i Selinu, Galleri Reykjavík, Óðinsgötu- megin. Díana sýnir tréristur sem unnar eru á þessu ári og ber sýningin yfirskrift- ina Undir niðri. Sýningin er opin frá kl. 13 hljómsveit undir stjórn Stefáns S. Stefánssonar. ■ til 18 virka daga og kl. 13 til 16 laugar- daga. Sýningin stendur til 25. ágúst 2001. Margrét Reykdal sýnir málverk í Sverrissal Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, sýning á málverkum Margrétar Reykdal. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga og hún stendur til 27. ágúst. Árni Rúnar Sverrisson opnaði um helg- ina málverkasýningu í Galleri Reykjavík Menning og afþreying í Lónkoti: A slóðum Sölva Helgasonar STAÐARHALDARI I LÓNKOTl Ólafur Jónsson nýtur útsýnisins yfir Skagafjörðinn af útsýnispalli sínum. I Lónkoti hefur verið byggð upp öflug ferðaþjónusta með fjölbreyttri afþreyingu og menningarstarf- FERÐflMENNiNG Þegar hafgolan leg- gst til hvílu síðdegis tekur kvöldstillan við í Skagafirði og álaga- og sögueyjarnar Málmey og Drangey spegla ásamt Þórð- arhöfða mynd sína í haffletin- um. Þarna er Lónkot í Sléttu- hlíð, þar sem Ólafur Jónsson staðarhaldari og f jölskylda hans hafa byggt upp veitinga- og gistihús og staðið fyrir margs konar menningarstarfsemi. Ólafur segir að þetta sé fyrsti sveitabærinn á landinu þar sem komið hefur verið upp fullbúnu veitingahúsi. Handbragðið úr eldhúsinu er líka fagmannlegt og bleikjan úr lóninu er ljúffeng og mátulega steikt. Ferðaþjónustan í Lónkoti er 10 ára gömul og á hverju ári bætist eitthvað við. Árið 1995 var veitingastofan opnuð og heit- ir hún eftir Sölva Ilelgasyni sem fæddur er í Sléttuhlíðinni og var fluttur þangað helsjúkur úr Hegranesinu á heimaslóðir eftir áratuga landsfrægt flakk. Veit- ingastofan var opnuð á afmæli Sölva og um leið var afhjúpaður minnisvarði eftir Gest Þor- grímsson. Myndir Sölva prýða veggina í veitingastofunni, en til hliðar við hana er rekið gallerí, þar sem hanga býsna Sölvalegar myndir Daða Guðbjörnssonar. Um næstu helgi opnar Haukur Halldórsson myndlistarmaður sýningu í Lónkoti. Það er erfitt að láta sér leið- ast í Lónkoti. Boðið er upp á siglingar út í eyjar, golfvöllur er á staðnum og bleikjuveiði í lóninu. í risavöxnu tjaldi er sýning á höggmyndum Páls á Húsafelli og segir Ólafur tjald- ið mikið notað undir margs konar viðburði. „Tjaldið sjálft er skoðunarvert mannvirki. 580 fermetrar, tekur 550 manns og líklega það stærsta á landinu." Það hefur líka verið vel nýtt, því Ólafur hefur staðið fyrir listahátíðum og haldin hafa verið stór ættarmót og böll í því. Fleiri mannvirki eru á svæðinu, því útsýnisturn þar sem eru borð og stólar er vest- an við gistihúsið. „Þarna tel ég nú að ég sé með fegursta útsýni í Skagafirði og eitt það feg- ursta á öllu landinu," segir Ólafur. Ekki er ástæða til að draga úr þeirri fullyrðingu. haflidi@frettabladid.is A VIÐHALD ■ FASTEIGNA ehf. Tökum að okkur alla almenna húsamálun, sandspörtlun, húsaviðgerðir og háþrýstiþvott. -Bjóðum upp á föst verðtilboð eða tímavinnu. -Leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð og snyrtilega umgengni -Fáðu fagmenn í verkið og hafðu samband símar: 8982786 & 8622628 gallerí @hlemmur. is: Tengsl manns og náttúru myndlist Guðrún Vera Hjartar- dóttir sýnir fígúratífa skúlptúra í gallerí@hlemmur.is, Þverholti 5 í Reykjavík. Sýningin ber yfirskriftina Rætur og eru skúlptúrarnir gerðir eru út frá löngun listamannsins til að skil- ja tengsl manneskjunnar við nát- túruna. Sýningin stendur til 9. sep- tember og er opin frá kl. 14.00 til 18.00, fimmtudaga til sunnu- daga. ■ MAÐUR MEÐ RÆTUR Skúlptúrar Guðrúnar Veru eru fígúratífir þótt brugðið sé á leik með raunveruleik- ann.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.