Fréttablaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 1
SKOTÁRÁS Fá að bæta ráð sitt bls 8 CLINTON Kynnir sér náttúruna bls 22 VELFERÐ Er á götunni með barnið bls 2 £f3 ÖRYGGISMIÐSTÖÐ ÍSLANDS HEIMAGÆSLA Sfmi 530 2400 FRETTABLAÐIÐ 1 1 91. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 31. ágúst 2001 FOSTUOAGUR Skipulagsstofnun og álverið úrskurður Skipulagsstofnun úr- skurðar væntanlega í dag um mat á umhverfisáhrifum vegna álvers í Reyðarfirði. Hörður Torfa í óperunni tónleikar Árlegir hausttónleikar Harðar Torfason- ar verða haldnir í fslensku óperunni í kvöld og hef jast þeir klukkan níu. IVEÐRIÐ í DAGl c? **»v REYKJAVÍK Vaxandi suðaus- tanátt á morgun, 10-15 m/s og rigning undir kvöld. Hiti 5 tii 13 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður © 5-8 Skýjað O10 Akureyri © 3-5 Skýjað o10 Egilsstaðir © 3-5 Skýjað O10 Vestmannaeyjar © 3-5 Skýjað O11 Farsi í leikhúsinu leikhús Farsinn Með vífið í lúkun- um er sýndur í Borgarleikhúsinu. Höfundurinn er Ray Cooney og með hlutverkin fara helstu gaman- leikarar landsins. Sýningin hefst klukkan átta. Tékkarnir koma knattspyrna Tékkneska landsliðið kemur til landsins í dag; en á morg- un mun það Ieika gegn íslandi á Laugardalsvellinum kiukkan 14. Leikurinn er liður í undankeppni Heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Knattspyrnusam- bands íslands er mjög óalgengt að landslið mæti til leiks aðeins degi fyrir leik. IKVÖLDIÐ í KVÖLDI Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvað les fólk á aldrinum 25 til 49 ára? Meðallestur á virkum dögum. 70.000 eintök 70% fóíks les blaðið 125 TIL 67 ÁRA LESA FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI SAMKVÆMT \ I KÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS FRÁ JÚLl 2001. nnTHiiamfnniHTTiTinin? Stærstu fyrirtækin 5 árfesta í fiskeldinu Sóknarfærin fyrst og fremst í eldisfiski, segir Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Islandslax. Hundruðu milljóna fjárfesting Samherja, UA og íleiri. Ogn við íslenskan sjávarútveg en einnig tækifæri.Villtur fiskur í framtíðinni markaðssettur sérstaklega fyrir hærra verð. sjávarútvegur „Það er útlit fyrir að eldisfiskur muni skipta meira og meira máli í framtíðinni og við á íslandi þurfum að vera með líka,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfé- lags Akureyringa, en fyrirtækið hefur hafið tilraunir með þorsk- eldi og er einnig stór hluthafi í lúðueldi við Eyjafjörð. „Fyrir utan sókn eldislax þá eru að koma inn tegundir svo sem leirgedda í Bandaríkjunum og beitarfiskur bæði vestan hafs og austan." Guð- brandur segir að þrátt fyrir sókn- ina sé mikilvægt að fara varlega í fjárfestingu á þessu sviði, ekki megi gleyma biturri reynslu á níunda áratugnum. Finnbogi Jónsson, stjórn- arformaður íslandslax, seg- ir samkeppnisstöðu eldis- fisks gagnvart villtum fiski sterka vegna stöðugleika í framboði. Kaupendur geti að öllu jöfnu treyst á af- hendingu. „Við sjáum fyrir okkur mikinn vöxt bæði í laxi og öðrum tegundum á næstu árum.“ Hann játar að starfsemin í Grindavík hafi gengið brösulega en segir að samt sé engan bilbug að finna á mönnum. Miklar vonir séu til FINNBOGl JÓNSSON Samherji greiddi 51 milljón fyrir 15% í Islands- laxi og vex eign þeirra í 65%. dæmis bundnar við fyrir- hugaða sjókví við Vest- mannaeyjar sem ráðgert er að setja niður næsta vor. Einnig kemur fyrirtækið að fiskeldi í Öxarfirði og Mjóa- firði. „Það er mikil sókn farin í gang og við ætlum ekki að fara varhluta af henni,“ seg- ir Elfar Aðalsteinsson, for- stjóri Hraðfrystihúss Eski- fjarðar. Félagið er ekki með í laxeldi en hefur þegar haf- ið tilraunir með ýmsar teg- undir hvítfisks. Hann tekur fram að þessi þróun verði ekki endilega á kostnað villts fisks þegar til lengri tíma er litið. „Það er fyrir- sjáanlegt í nánustu framtíð að við förum í auknum mæli að aðgreina villtan fisk frá eldisfiski á mörk- uðum erlendis. Það eru þegar vís- bendingar um að við getum mark- aðssett okkar hefðbundnu afurðir sérstaklega og fengið betra verð fyrir,“ segir Elvar. Allt ber þó að sama brunni. „Staðreyndin er að það er vöntun á sjávarafurðum í heiminum og eina leiðin til að svara kröfum markað- arins um meiri fisk er ræktun," segir Guðbrandur. matti@frettabladíd.is EKKI ER ALLT SEM SÝNIST Þessir rétttrúuðu Gyðingar tóku í þátt í mótmælum gegn Israelsríki I Durban í Suður-Afríku, þar sem ráð- stefna gegn kynþáttafordómum hefst í dag. „Sannir rabbínar hafa ávallt verið andvígir zíonisma og Ísraelsríki" stendur á einu skiltanna. .Suður-Afríka: Umdeild ráðstefna SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Ráð- stefna Sameinuðu þjóðanna gegn kynþáttafordómum, sem hefst í dag í Suður-Afríku, var orðin ein allra umdeildasta ráðstefna sem Sameinuðu þjóðirnar hafa haldið löngu áður en hún hófst. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri SÞ., hafði vart við í gær að taka á móti umkvörtunum leið- toga ýmissa þjóðernisminnihluta sem höfðu áhyggjur af því að málstaður þeirra yrði útundan á ráðstefnunni. Bandaríkin hafa ákveðið að senda ekki utanríkisráðherra sinn á ráðstefnuna, heldur ein- göngu nefnd embættismanna, ekki síst vegna óánægju þeirra með hugsanlega fordæmingu á zí- onisma í lokayfirlýsingu ráð- stefnunnar. ísraelsmenn ætla alls ekki að mæta. ■ BSRB og forstöðumaður Hagfræðistofnunar HI: Lottóverðbólgcin er innistæðulaus FÓLK I \ Geir ætlar l v / sér mikið efnahagsmál Tryggvi Þór Herberts- son, forstöðumaður Hagfræðistofn- unar HÍ, segir hækkun neysluverðs- vísitölunnar í síðustu mælingu Hag- stofunnar að stórum hluta óþarfa því rangt hafi verið að hækka vísi- töluna vegna hækkunar á lottó- miðum. Miðaverðið hækkaði vegna hærri vinninga. „Hagstofan segir kostnað heimil- anna vegna þessa hækka en það er ekki rétt því að vinningarnir koma aftur til heimilanna. Fólk er aðeins að kaupa sér stærri vinninga og ráð- stöfunartekjur heimilanna lækka ekkert við það,“ segir Tryggvi Þór. Gunnar Gunnarsson, hagfræð- ingur BSRB, hefur lýst sama við- horfi í blaðagrein. Eiríkur Hilmarsson, staðgengill Hagstofustjóra, segir að Hagstofan standi við sína útreikninga og muni skýra síðar forsendurnar að baki þeim. ■ ÍÞRÓTTIR „Verðum ab sigra til að eiga möguleika“ | ÞETTA HELST | Vextir eru ekki of háir að mati Tryggva Þórs Herbertssonar forstöðumanns Hagfræðideildar Háskóla íslands. bls. 2 Samkomulagið við íslenska erfðagreiningu bindur ekki hendur lækna. bls. 4 Erlendir f járfestar kynna sér Landssímann, en sala hefst innan skamms. bls. 11 N: orrænir bæjarstarfsmenn saka yfirvöld um múgsefjun. bls. 12

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.