Fréttablaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 14
14 FRETTABLAÐIÐ 31. ágúst 2001 FÖSTUPACUR Landsleikur Englands og Þýskalands: Gerrard lykilinn að sigri? Leikmannakaup: Blanc skrif- aði undir knattspyrna Laurent Blanc, franski varnarmaðurinn, hefur skrifað undir eins árs samning við Manchester United. Blanc, sem á að fylla skarð hollenska varnarmannsins Jaap Stam sem var seldur til Lazio, gekkst undir læknis- skoðun í gær og í kjölfarið var samningurinn kynntur. Hann verð- ur því löglegur með ensku meist- urunum í Meistaradeildinni. ■ knattspyrna Margir af lykil- mönnum enska landsliðsins eiga við meiðsl að stríða en Sven Gör- an Eriksson þarf ekki að leita langt yfir skammt ef hann vill sigra í leiknum við Þjóðverja á laugardaginn kemur í riðla- keppni fyrir HM 2002. Steven Gerrard, hinn 21 árs gamli leik- maður Liverpool, hefur spilað fimm landsleiki og í öllum leikj- unum hefur liðið farið með sigur úr býtum, þar með talið 1-0 sigur á Þjóðverjum á Evrópumótinu í fyrra. í þeim tólf leikjum sem Gerr- ard hefur misst af, vegna meiðs- la, hefur England aðeins sigrað þrisvar sinnum. Gerrard er byrjaður að spila aftur en eftir leikinn gegn Bolton, s.l. mánudag, þurfti hann tvo daga til að jafna sig þar sem vöðvar í líkama hans eiga það til að stífna upp. Hann telur sigurmöguleika Englands mikla á laugardaginn kemur. „Þjóðverjar eru sigurvissir eftir sigurinn í síðasta leik, en þetta snýst um framtíðina ekki fortíðina," sagði Gerrard, en Englendingar verða að sigra í leiknum ef þeir ætla að komast upp úr riðlinum. „Ef þeir líta raunsætt á málið sjá þeir að við erum mun sterkari en þegar við mættum þeim á Wembley og við spilum mun betur en þá. Ég held að þeir séu svolítið hræddir við okkur enda sá Rudi Völler [lands- liðsþjálfari Þýskalands] Liver- pool sigra Bayern um daginn.“ ■ STEVEN CERRARD Gerrard er byrjaður að spila knattspyrnu á ný en hann hefur ekki jafnað sig að fullu. Hér sést hann í leik gegn Bolton Wanderes sl. mánudag. Bolton vann leikinn 2-1. Stoichkov: Léleg kaup á Zidane? KNATTSPYRNA HrÍStO StOÍChkoV, fyrrum leikmaður Barcelona, fer harkalegum orðum um kaup Real Madrid Zinedine Zidane. Hann lík- ir kaupunum við kaupin á Anelka „Kaupin á Zidane voru gerð til að þóknast aðdáendunum," sagði Stoichkov. „Zidane er ekki rétti maðurinn fyrir Madrid. Hann mun gjalda fyrir öfundina sem fyllti hina leikmennina þegar hann vann heimsmeista- og Evrópumeistara- titilinn, var kjörinn besti leikmað- ur heims og Evrópu. Hann fær aldrei frið.“ Stoichkov var valinn besti mað- urinn í sögu búlgaskrar knatt- spyrnu." ■ ’ÉWIaiífiilaWii! RAUÐA HVERFIÐ opnar OPNUNARTILBOD á öllum vörum ástarlífsins Opið 12 -20 • Laugardaga 12-18 Sími: 5112109 • Grettisgata 3 „ Verðum að vinna til að eiga möguleika“ Hermann Hreiðarsson segir að Tékkarnir séu með heimsklassalið en íslenska liðið eigi vel mögu- leika á sigri, sérstaklega ef það fái ekki mark á sig snemma í leiknum. Þá segir hann að þó Jan Koller sé góður leikmaður sé hann engan veginn erfiðasti mótherji sem hann hafi leikið gegn. knattspyrna Mikið mun mæða á Hermanni Hreiðarssyni og félög- um hans í vörn íslenska liðsins, sem tekur á móti Tékkum á morg- un klukkan 14 á Laugardalsvelli í undankeppni heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu. Tékk- arnir eru með mjög öflugt lið með hinn stóra og stæðilega Jan Koller, leikmann Dortmund, í fararbroddi í framlínunni, en hann skapaði oft mikinn usla í vörn íslenska liðsins í fyrri leik liðanna í Teplice i Tékk- landi í fyrra, sem Tékkarnir unnu 4-0. Hermann sagði að honum litist vel á leikinn. „Þetta er náttúrlega erfiðasti leikurinn í riðlinum," sagði Her- mann. „Við töpuðum stórt fyrir þeim úti en við ætlum að reyna að bæta upp fyrir það á Laugardals- vellinum. Við verðum að vinna til að eiga einhvern möguleika í riðlin- um.“ Hermann sagði að Tékkarnir væru með heimsklassalið. „Það er valinn maður í hverju rúmi og svo eru þeir náttúrlega með þennan stóra mann þarna frammi (Koller).“ Að sögn Hermanns munu ís- lensku varnarmennirmr þurfa að hafa góðar gætur á Koller í föstum leikatriðum, því hann væri hættu- ÁTÖK Helgi Sigurðsson og Hermann Hreiðarsson berjast um boltann á landsliðsæfingu í Laugar- dalnum i gær. Á morgun mun Hermann hins vegar þurfa að kljást við Jan Koller, hinn stóra og stæðilega Tékka. legastur í þeim. Hermann sagði að þó Koller væri góður væri hann engan veginn erfiðasti mótherji sem hann hefði leikið gegn. „Hann er góður knattspyrnu- maður, en maður reynir bara að finna einhverja veikleika hjá hon- um. Hann er t.d. ekki mjög íljótur." Hermann sagðist telja líklegt að íslenska liðið myndi byrja á að lig- gja dálítið aftarlega á vellinum og verjast. „Við höfum verið að gera það gegn þessum sterkari þjóðum, en í síðustu leikjum höfum við verið að halda boltanum betur innan liðsins og það er mjög jákvætt. Við sýnd- um það á móti Búlgörum að við get- um vel gert það og það er bara von- andi að við náum líka að gera það gegn Tékkunum." Hermann sagði að gegn jafn- sterkum þjóðum og Tékkum væri mikilvægt að fá ekki á sig mark snemma í leiknum. íslenska liðið hefði flaskað á því í fyrri leiknum og því hefðu Tékkarnir gengið á lagið og unnið leikinn örugglega. Hann sagði að nú væri öll pressan á Tékkunum og að ef þeir skoruðu ekki snemma í leiknum myndi skapast spenna og óþolinmæði í lið- inu, sem íslenska liðið ætti að geta nýtt sér. Hermann sagðist vera nokkuð sáttur með gengi íslenska liðsins í undankeppninni fram að þessu, en að ákveðin óheppni hefði elt liðið, t.d. hefði það verið að missa leik- menn útaf að óþörfu. Hann sagði að það hefðu verið ákveðin vonbrigði að ná ekki stigi út úr leiknum gegn Dönum, en þeir unnu þann leik 2-1. Þá hefði liðið átt að sigra heima- leikinn gegn Búlgörum og jafnvel ná stigi í Búlgaríu. ■ . ^ BHS Ræstingar í Borgarholtsskóla Ræstingafólk óskast í Borgarholtsskóla eftir kl. 16.00 virka daga. Upplýsingar hjá ræstingarstjóra, Ásgerði Kristjánsdóttur, á staðnum eðaísíma 535-1700 kl. 8-16. Skólameistari \___________________________________________V VIIRiKIRl Ernest & Julio Gallo QALLO.VlKA 30.ASUST-5.SEPT. Draumalið þjálfara: Báðir völdu Guðna Bergs knattspyrna Þjálfarar efstu liða Símadeildar karla voru fengnir til að stilla upp draumaliðum fyrir landsleikinn gegn Tékkum á morg- un. Þeir voru ekki bundnir þeim hópi sem Atli Eðvaldsson valdi._ Njáll Eiðsson, þjálfari ÍBV, ákvað að láta lið sitt leika leikskipu- lagið 4-3-3. „Öll efstu liðin í íslenska boltan- um spila þessa taktík svo ég læt lið- ið mitt gera það,“ sagði Njáll, en hann valdi tvo Eyjamenn í liðið, auk þess sem hann lætur nýliða á miðj- una. Aðspurður hvemig leikurinn færi sagði Njáll. „Með þessu liði myndum við vinna leikinn 2-0 því Birkir fær að sjálfsögðu ekki mark á sig.“ Olafur Þórðarson, þjálfari ÍA, ákvað einnig að nota liðsuppstilling- una 4-3-3. Hann valdi Þórð Guðjóns- son og Gylfa Einarsson í lið sitt, auk Rúnars Kristinssonar, sem er að vísu meiddur. „Ég tel það bara hentugra fyrir okkur að vera með öfluga rniðju," sagði Ólafur um uppstillinguna. „Það er samt aldrei að vita hvernig leikurinn færi með þessu liði." ■ Lið Njáls: ' Birkir Kristinsson Hlynur Eyjólfur Guðni Hermann Stefánsson Sverrisson Bergsson Hreiðarsson Arnar Crétarsson Jóhannes Karl Cuðjónsson Arnar Þór Viðarsson Helgi Sigurðsson Eiður Smári Cuðjohnsen Tryggvi Guðmundsson Tryggvi Cuðmundsson Eiður Smári Guðjohnsen Þórður Cuðjónsson Gylfi Einarsson Rúnar Kristinsson Arnar Grétarsson Hermann Cuðni Eyjólfur Lárus Orri Hreiðarsson Bergsson Sverrisson Sigurðsson JJQ ÓlafS' Árni Gautur Arason

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.