Fréttablaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 22
22
FRÉTTABLAÐIÐ
31. ágúst 2001 FÖSTUDAGUR
HRAÐSOÐIÐ
ÓSKAR HARALDSSON,
formaður SÍNE
Tapa ekki
a gengis-
breytingu
HAFA námsmenn orðið illa fyrir barð-
inu á lélegu gengi krónunnar?
í sjálfu sér hafa námsmenn ekki tap-
að á því að krónan hefur veikst und-
anfarið. Lánin eru veitt í erlendri
mynt og því hafa þeir ekki farið illa
út úr veikingu krónunnar. Það er
frekar að þeir hafi grætt.
með skólagjöld fyrir erlenda
HVAÐ
skóla?
Þau eru miðuð við íslenska upphæð
og því hafa íslenskir námsmenn orð-
ið meira varir við gengisþróunina er
kemur að þeim. SÍNE kom athuga-
semd um þetta á framfæri við stjórn
Lánasjóðs íslenskra námsmanna,
LÍN, þar sem við erum með okkar
fulltrúa. Við fengum mjög góð við-
brögð við athugasemdinni, bæði hjá
Birni Bjarnasyni, menntamálaráð-
herra og Gunnari Birgissyni, for-
manni stjórnar LÍN. Það var gengið í
að leiðrétta þessi mál og það verður
gert innan tíðar.
HVAÐA þjónustu býður SÍNE náms-
mönnum erlendis?
Námsmenn leita til okkar með ýms-
ar fyrirspurnir, til dæmis um náms-
lán og annað slíkt. Við höfum gefið
út bækling þar sem farið er yfir
ýmis atriði sem gott er að hafa í
huga þegar haldið er utan til náms.
Við höfum líka samið um ýmsa af-
slætti fyrir okkar félagsmenn, eins
og til dæmis lækkun á flutnings-
gjöldum og flugfargjöldum. Um 90%
námsmanna sem fara erlendis, eða
um 1650 manns, eiga aðild að SÍNE,
sem eru frjáls félagasamtök.
HVERJIR eru vinsælustu áfanga-
staðir íslenskra námsmanna?
Bandaríkin og Norðurlöndin, einkum
Danmörk, eru vinsælust nú sem
fyrr.
Óskar Haraldsson er formaður Sambands ís-
lenskra námsmanna erlendis, SÍNE. Hann lærði
verkfræði í Bandarikjunum og Svíþjóð. Heima-
síða Sl'NE er www.sine.is. Á henni er að finna
ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir námsmenn
sem eru á leið utan í nám.
Vantar bfla vegna
gífulegrar sölu!
Clinton í Brasilíu:
Skoðar
náttúruna
sao paulo. ap. Bill Clinton, fyrrver-
andi forseti Bandaríkjanna, er á
ferð um Brasilíu um þessar mund-
ir. Meðal þess sem Clinton skoðaði
voru Iguacu-fossarnir. Fossarnir,
sem eru á lista Sameinuðu þjóð-
anna yfir mestu náttúruverðmæti
heims, eru eitt helsta aðdráttarafl
ferðamanna í Brasilíu. Clinton er
á ferð með leikaranum Anthony
Hopkins. Þeir félagar skoðuðu
fossana sem liggja á landamærum
Brasilíu, Argentínu og Paragvæ.
Clinton ætlaði sér að heimsækja
þjóðgarðinn þegar hann var í op-
inberri heimsókn í landinu árið
[FRÉTTIR AF FÓLKI i
Olína Þorvarðardóttir, nýráð-
inn skólameistari Mennta-
skólans á ísafirði, líður eins og
forsjónin hafi
dregið sig aftur
til Isafjarðar.
Ólína lætur þessi
orð falla í viðtali
við bæjarblað ís-
firðinga, Bæjar-
ins besta. Ólína
segir að henni
hefði aldrei dottið í hug þegar
hún lauk stúdentsprófi frá MÍ að
hún ætti eftir að snúa þangað aft-
ur, „en svona eru nú tilviljanirnar
stundum og forsjónin," segir
Ólína.
s
Ibúar Reykjavíkur og nágrennis
eru rétt búnir að jafna sig eftir
Menningarnóttina. Suðurnesja-
menn standa hins vegar fyrir
Ljósanótt á morgun, sem er eins
konar keflvísk útgáfa af menning-
arnótt. Á fréttavef Víkurfrétta má
sjá að boðið verður upp á ratleik á
morgun þar sem athygli verður
vakin á menningarstöðum bæjar-
ins. Leikurinn hefst við bókasafn-
ið og lofar Hulda Björk Þorkels-
dóttir, forstöðumaður bókasafns-
ins, að leikurinn sé svo laufléttur
að allir ættu að geta tekið þátt.
Stefán Hrafn Hagalín, einn rit-
stjóra Kreml, fer mikinn í
gagnrýni sinni á Samfylkinguna í
nýjum pistli.
Hann segir mik-
inn eldhug og
blóðþorsta kom-
inn í unga jafnað-
armenn sem séu
afar leiðir á and-
leysi og upp-
gjafatón Samfylk-
ingunnar. Stemm-
ingin sé svo slæm að það minni á
síðustu daga Alþýðuflokksins og
er þá mikið sagt. Stefán segir
flokkinn dæmdan til smæðar fari
hann ekki að sækja fylgi til
hægri, svo lengi sem það verði
ekki gert þá dæmist hægrikratar
til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn,
það sé illskásti flokkurinn fyrir
þá í núverandi stöðu.
Tveir nýir leikarar stíga sín
fyrstu spor á fjölunum í Borg-
arleikhúsinu í vetur. Gísli Örn
Garðarsson (f. 1973) mun leika
Umba í Kristnihaldi undir Jökli.
Hann útskrifaðist frá Leiklistar-
deild Listaháskólans sl. vor. Ásta
Sighvats Ólafsdóttir (f. 1972)
leikur Smælkið í ævintýraleikriti
Þorvalds Þorsteinssonar, Blíð-
FÉLAGAR Á FERÐ
Bill Clinton og Anthony Hopkins við Iguacu fossana í suðurhluta Brasilíu.
1997 en hætti við á síðustu stundu.
Talið var að slök öryggisgæsla
hefði þá komið í veg fyrir að hann
heimsótti garöinn. Clinton virtist
hins vegar ekki hafa áhyggjur af
öryggisgæslunni núna, hann var
afslappaður og tók fjölda mynda.
■
Gerhard Schröder:
Heimsækir
gröf föður síns
cluj. ap Kanslari Þýskalands, Ger-
hard Schröder, hefur í hyggju að
heimsækja gröf föður síns í Rúm-
eníu í næsta mánuði. Búist er við
því að 18. september næstkom-
andi muni Schröder halda til
þorpsins Ceanu Mare þar sem
talið er að faðir hans, Fritz
Schröder sé grafinn. Þorpið er í
Transilvaníu héraði í Rúmeníu.
„Ég býð hans með eftirvæntingu,"
sagði presturinn í þorpinu Daniel
Crisan, í samtali við blaðamenn.
Schröder, hitti aldrei föður sinn.
Hann féll fyrir hendi Rúmena í
október 1944 en Schröder fæddist
í apríl það árið. ■
Losnum við þeytinginn
Listakot er einkarekinn leikskóli. Þar er áhersla lögð á kennslu í list-
greinum. 50 börn eru í skólanum sem var gamall draumur skólastjórn-
enda.
AÐ LEIK f SKÓLANUM
f garðinum leika börnin sér allan ársins hring. Nágrannar leikskólans eru að sögn stjórn-
enda hinir ánægðustu með sambúðina við börnin.
leikskóli „Við viljum minnka
álagið sem er á foreldrum en þeir
eru oft að þeytast með börnin um
allan bæinn,“ segja forsvars-
menn leikskólans Listakots.
Listakot er einkarekinn leiksskóli
sem leggur áherslu á kennslu
listgreina. Hann er staðsettur við
Holtsgötuna í gömlu fallegu húsi
sem stjórnendur skólans, þær
Margrét Sveinsdóttir, Sigríður H.
Sveinsdóttir og Heiður Þorsteins-
dóttir eru mjög ánægðar með.
„Garðurinn er líka alveg ynd-
islegur og skjólgóður," segja þær
og blaðamaður samþykkir það
eftir að hafa virt hann fyrir sér.
Þær Margrét, Sigríður og Heiður
segja gamlan draum hafa verið
að rætast þegar þær settu skól-
ann á laggirnar fyrir sjö árum
síðan. Skólinn hefur breyst tals-
vert síðan þá, í fyrstu voru börn
frá tveggja ára aldri í leikskólan-
um en á síðasta ári voru eingöngu
fjögurra og fimm ára börn í leik-
skólanum.
„Hann er núna miklu nær því
sem við stefndum að í upphafi. Nú
eru hér eingöngu börn foreldra
sem hafa virkilega áhuga á því að
hafa börnin í skóla sem þessum,"
segja þær og bæta við að á næsta
ári verði sex ára bekk bætt við
skólann. „Það er ekkert gaman að
þessu nema að starfið sé metnað-
argjarnt og taki breytingum."
Um fimmtíu börn eru í skólan-
um og fá þau auk kennslu í list-
greinum, kennslu í íslensku,
stærðfræði og náttúrufræði. Tals-
verður munur er á kennslu fjög-
urra og fimm ára barna, þau yngri
eru í 16 kennslustundum á viku og
eru nær allir tímar 20 mínútur.
Fimm ára börnin eru hins vegar í
23 kennslustundum á viku þar
sem flestir tímar eru 40 mínútur.
„Þau eru mjög örugg í undir-
stöðuatriðunum þegar náminu
lýkur hér,“ segja þær. „Börnin
sem luku náminu hér síðasta vor
voru mjög stolt og ánægð með
sig, ekkert hrædd við að fara í
grunnskólann."
Fyrir utan skólastarfið er
Listakot leikskóli og börnin geta
verið þar allan daginn. Þær Mar-
grét, Sigríður og Heiður segja
eitt markmið skólans vera að
draga úr því álagi sem er á for-
eldrum og börnum. „Foreldrar
þjást oft af samviskubiti vegna
þess að þeim finnst þeir verða að
gera svo mikið með börnunum
sínum, þeir gleyma því að það er
nauðsynlegt að slappa af.“
sigridur@frettabladid.is
finni, sem byggir á samnefndri
bók hans. Ásta lærði leiklist í
London og er þetta í fyrsta sinn
sem hún leikur á íslandi.
Soffía Jakobsdóttir, leikkona
hefur tekið að sér starf
fræðslufulltrúa Leikfélagsins.
Hún mun hafa umsjón með viða-
miklu barnastarfi Leikfélagsins
og íslenska dansflokksins. Einnig
mun hún hafa umsjón með allri
starfskynningu og þess háttar.
Fræðslufulltrúi er tengiliður
milli leikhússins og leikskóla,
skóla, félagsmiðstöðva, menning-
ar, og fræðslumiðstöðva.
í fréttatilkynningu leikhússins
segir að aðalhlutverk fræðslu-
fulltrúans sé meðal annars að
færa leikhúsið nær þeim sem
þekkja það ekki og leiða fólk inn
í töfra þess og vinnu leikhús-
fólks.
Klukkan er sex hérna
segir þú
sé hjá
ykkur í Kazakstan?"
KVOLDSIGLING FYRIR SÆLKERA
Hvítvín & skel í Hvalfirði
Siglt frá Ægisgarði á laugardögum kl. 18.00
www.whalewatching.is