Fréttablaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 18
18
FRÉTTABLAÐIÐ
31. ági)St 2001 FÖSTUDAGUR
HVAÐ ÆTLARÐU AÐ
GERA UIVl HELGINA?
Páll V. Bjarnason,
arkitekt og formaður Torfusamtak-
anna
Ég verð í Kaupmannahöfn að mála og gera í
stand íbúð fyrir dóttur mína. Það er vissulega
tilbreyting í því, en mig myndi langa til að fara
á Þjóðminjasafn Dana, en ég efast um að ég
hafi tíma til þess.
DANSINN DUNAR
Dansdagur Dansráðs íslands verður haldinn á Ingólfstorgi á morgun. Dagskráin verður að
vanda fjölbreytt og skemmtileg. I tilefni af dansdeginum er kynntur dans ársins sem er af-
rakstur keppni milli danskennara. Dans ársins í ár er saminn af Irmu Gunnarsdóttur og
gefst fólki kostur á að kynnast honum og stíga nokkur lauflétt spor á Ingólfstorgi klukkan
14:30 á morgun.
Tónleikar í Salnum:
Skálholtsmessa Hróðmars
tónleikar Skálholtsmessa Hróð-
mars I. Sigurbjörnssonar verður
flutt í Salnum í Kópavogi sunnu-
dagskvöldið 2. sept kl. 20.00.
Flytjendur eru Marta G. Hall-
dórsdóttir.sópran, Finnur
Bjarnason, tenór, Benedikt Ing-
ólfsson, bassi og Caput undir
stjórn Gunnsteins Ólafssonar.
Skálholtsmessa var saminn að
tilstuðlan Sumartónleika í Skál-
holti og frumflutt þar í júlí árið
2000. Messan er í átta köflum, í
fjórum þeirra er notast við hina
hefðbundnu latnesku messutexta
þ.e.a.s. í Kyrie, Gloria, Sanctus
og Agnus dei en í hinum fjórum
eru textarnir fengnir úr gömlum
íslenskum handritum. Nú standa
MESSUTÓN-
SKÁLD
Skálholtsmessa
Hróðmars Inga
Sigurbjörns-
sonar verður
flutt í Salnum í
Kópavogi á
sunnudags-
kvöld.
yfir upptökur á Skálholtsmessu
Hróðmars og er fyrirhuguð út-
gáfa hennar á vegum Smekk-
leysu vorið 2002. Messan tekur
um 40 mínútur í flutningi. ■
Óperan Z-ástarsaga í Keflavík:
Gestir verða að mæta í lopapeysu
LEIKSTJÓRINN
Helga Vala Helgadóttir er leikstjóri óperunnar Z-ástarsaga. Æfingar hafa staðið með
hléum í sumar en aðeins eru áætlaðar tvær sýningar, annað kvöld og á sunnudags-
kvöld, í Dráttarbrautinni í Keflavík.
ópera Um helgina verður frum-
flutt ný ópera, Z-ástarsaga, eftir
Sigurð Sævarsson. Óperan er
samin upp úr samnefndri bók Vig-
dísar Grímsdóttur og verður
frumsýnd annað kvöld í Dráttar-
brautinni í Keflavík á menning-
arnótt í Reykjanesbæ, svokallaðri
ljósanótt.
Norðuróp, félag um óperu-
flutning, sem hefur það að mark-
miði að kynna óperur fyrir al-
menningi stendur að sýningunni.
Norðuróp var stofnað á Akureyri
í fyrra og fyrsta verkefnið var
barnaóperan Sæmi Sirkusslanga
sem var sett upp þar í samvinnu
við Leikfélag Akureyrar. í sumar
stóð félagið fyrir óperuhátíð í
Reykjanesbæ þar sem fluttur var
óperueinþáttungurinn Gianni
Schicci eftir Puccini og Sálu-
messa eftir Sigurð Sævarsson.
Sigurður stjórnar sjálfur tón-
listinni í uppfærslunni en leik-
stjóri sýningarinnar er Helga Vala
Helgadóttir. Burðarhlutverkin,
Önnu og Zetu, syngja þær Jóhanna
Linnet og Ingveldur Yr Jónsdóttir
og Bryndís Jónsdóttir syngur hlut-
verk systurinnar Arnþrúðar. „Val-
geir, maður Arnþrúðar, var lengi
inni en svo reyndist ekki vera
grundvöllur fyrir því svo hann var
skrifaður út áður en æfingar
hófust,“ segir Helga Vala og hlær.
Að sögn Helgu Völu er Sigurð-
ur Sævarsson afar hrifinn af
verkum Vigdísar Grímsdóttur og
las hann bókina Z með það í huga
að búa til óperu. „Hann er búinn
að vera að vinna í óperunni síðan
bókin kom og var enn að breyta
henni í gær,“ segir Helga Vala.
Saga Vigdísar er afar dramatisk
og velta má fyrir sér hvort ekki sé
mikið svartnætti í óperunni.
„Siggi er lunkinn við að gera þetta
bjart þrátt fyrir dramatíkina."
Hins vegar segir Helga Vala að
vetrinum sé komið vel til skila í
Dráttarbrautinni því þar sé ansi
kalt. „Fólk verður að mæta í lopa-
peysunni og alls ekki í galakjól."
Einungis er búið að fastsetja
tvær sýningar á Z-ástarsögu og
aðspurð um framhaldið segir
Ilelga Vala: „Hver veit? Framtíð-
in verður að segja til um það
hvort verða heimsyfirráð eftir
þessar tvær sýningar?"
Sýningarnar í Dráttarbraut-
inni í Keflavík á morgun og á
sunnudaginn hefjast kl. 19 bæði
kvöldin.
steinunn@frettabladid.is
Raflína
rafteiknistofa
Hólmaslóð 4
S: 562 3010
S: 694 7705
Flugslysið Skerjafirði.
Söfnunarsímar
Ef hringt er í eftirtalin númer
gjaldfærist af reikningi símans,
sem hringt er úr, sem hér segir:
Sími 907 2007-1.000,- kr
Sími 907 2008 - 2.500,- kr
Sími 907 2009 - 5.000,- kr
Bankar. er no. 1175-05-409940
FÖSTUDAGURINN
31. AGUST
LEIKHÚS_____________________________
20.00 Leikritið Diskópakk eftir írska
leikskáldið Enda Walsh er sýnt í
hinu nýja leikhúsi Vesturport við
Vesturgötu. Karl Ágúst Úlfsson
þýðir verkið, leikstjóri er Egill
Heiðar Anton Pálsson og leikarar
eru Nanna Kristín Magnúsdóttir
og Víkingur Kristjánsson.
SKEMIVITANIR________________________
22.00 Geir Ólafsson og Furstarnir
halda sýningu á Broadway í
kvöld, Nights on Broadway.
Hljómsveitina skipar landslið ís-
lenskra tónlistarmanna og gesta-
hljóðfæraleikarar koma einnig
fram. Meðal gestasöngvara má
nefna Önnu Siggu og Ruth Regin-
alds. Húsið opnar kl. 21.
11.30 í kvöld leikur Batterí á Vídalín
ásamt trompetleikaranum Snorra
Sigurðarsyni og tenórsaxófónleik-
aranum Steinari Sigurðarsyni.
Sessionin stendur tíl 3 í nótt og
verður sviðið opið fyrir gesti. Batt-
eri verður einnig á Vídalín annað
kvöld.
Fyririestrar________________________
12.00 Skyndikynni við Erró í Listasafni
Reykjavíkur - Hafnarhúsinu.
Flutt er stutt kynning um yfirlits-
sýninguna og verk listamannsins
en sjónum sérstaklega beint að
einstökum verkum með það fyrir
augum að gestir fái lykil að allri
sýningunni. Miðað er við að
skyndikynnin standi í um tuttugu
mínútur. Kaffistofa Listasafnsins
verður með sérstakt tilboð í há-
deginu.
Sl'ÐUSTU FORVÖÐ_____________________
Á Sjóminjasafni fslands i Hafnarfirði
stendur nú sýning grænlenska lista-
mannsins Johannesar Kreutzmann.
Hann sýnir málaðar tréskurðarmyndir.
Sýningin er opin milli kl. 13 og 17 og
lýkur á sunnudaginn.
fslenskar þjóðsögur og ævintýri er
þema sumarsýningar Safns Ásgríms
Jónssonar við Bergstaðastræti 74 í
Reykjavík. Á sýningunni eru margar af
frægustu þjóðsagnamyndum lista-
mannsins og þar má sjá vinnustofu,
heimili og innbú hans. Sýningunni lýkur
á morgun og er opin kl. 13.30 til 16.00.
í Listasafni Reykjavíkur -
Kjarvalsstöðum er sýning sem ber
nafnið Flogið yfir Heklu. Sýningarstjóri
er Einar Garibaldi Eiríksson myndlistar-
maður og prófessor við Listaháskóla
fslands. Sýningin er opin alla daga kl.
10 til 17 og lýkur á sunnudaginn.
Sumarsýning Listasafns fslands nefnist
Andspænis náttúrunni. Á henni eru
verk eftir Islendinga í eigu safnsins og
fjallar hún um náttúruna sem við-
fangsefni Islenskra listamanna á 20. öld.
Opið er frá kl. 11 til 17. Sýningunni lýkur
á sunnudaginn.
WIYNDLIST____________________________
I Listasafni Kópavogs stendur sýning-
in Ars Baltica - List frá Eystrasaltslönd-
unum. Á sýningunni eru tæplega 50
listaverk frá ríkislistasöfnum í Eistlandi,
Lettlandi og Litháen. Málverkin gefa all-
góða mynd af listþróuninni í löndum
þremur á síðustu öld. Sýningin stendur
til 9. september og hún er opin alla
daga nema mánudag frá 11-15.
Björg Örvar sýnir náttúrulífsmyndir í
sýningarsal verslunarinnar Álafoss, Ála-
fosshvos í Mosfellsbæ. Opið er virka
daga kl. 9 til 18 og laugardaga kl. 9 til
16 og stendur sýningin til 27. október.
f miðrými Listasafns Reykjavíkur Kjar-
valsstöðum stendur sýning kanadíska
listmálarans Louise Jonasson. Sýningin
ber yfirskriftina Minningar um ey eða
Island Souvenir. Myndir Louise eru
sterk sjálfstæð listaverk og fer hún
ótroðnar slóðir við gerð verka sinna.
Sýningin stendur til 9. september. Kjar-
valsstaðir eru opnir alla daga kl. 10 til 17
en á miðvikudögum er opið til kl. 19
Yfirlitssýning Errósafnsins stendur í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
Sýningin er opin alla daga kl. 10 til 17
en til kl. 19 á miðvikudögum. Hún sten-
dur til 7. október.
hausttónleikar 2001
íslenska óperan klukkan 21.00
fimmtudagskvöld 6.september föstudagskvöld 7. september miðasala í verslunum máls og menningar laugavegi 18 og sidumúla 7-9