Fréttablaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 11
FÖSTUPAGUR 31. ágúst 2001 FRÉTTABLAÐIÐ Milosevic fær lögmann: Kvartar undan atlætinu haac. ap Slobodan Milosevic kom í gær fyrir dómara hjá stríðs- glæpadómstól Sameinuðu þjóð- anna í Haag, þar sem honum var skýrt frá því að hann verði ákærð- ur fyrir þjóðarmorð í Balkanstríð- unum. Dómarinn skipaði einnig svo fyrir að Milosevic fengi lög- mann, en hann hefur neitað að til- nefna sjálfur lögmann handa sér og viðurkennir reyndar alls ekki lögmæti dómstólsins. Milosevic var óspar á stóru orðin í garð dómstólsins í gær og sagðist ekki hafa fengið góða meðhöndlun í vörslu hans. „Mér er stöðugt sýnd mismunun, frá MILOSEVIC ÞIGGUR KAFFIBOLLA Myndin var tekin af sjónvarpsskjá í fjöl- miðlaherbergi dómstólsins í gær, þegar Milosevic komu öðru sinni fyrir dómara. fyrsta degi,“ sagði Milosevic. „Hvers vegna þurfið þið að fylgj- ast með samtölum mínum við dótturson minn, sem er tveggja og hálfs árs.“ Hann kvartaði undan því að hafa ekki aðgang að fjöl- o miðlum og reyndi hvað eftir ann- | að að koma pólitískum sjónar- | miðum sínum á framfæri fyrir = dómstólnum í gær. ■§ Dómarinn, Richard May, var | greinilega orðinn þreyttur á tali " Milosevic og þaggaði ítrekað nið- ur í honum. Hann frestaði að lok- um réttarhöldunum þótt Milos- evic hefði greinilega ekki lokið máli sínu. ■ Sala hefst í næsta mánuði: Erlendir Qárfestar kynna sér Símann EINKAVÆÐINC Er- lendir fjárfestar koma hingað til lands eftir helgi til að kynna sér hvort Síminn sé áhugaverður fjár- festingarkostur. Heiðrún Jóns- dóttir, forstöðu- maður upplýs- inga- og kynning- armála Símans, segir að 14. sept- ember næstkom- andi verði gert opinbert hverjir koma til með að bjóða í fyrirtækið. Ríkisstjórnin HEIÐRÚN JÓNSDÓTTIR Eftir helgi kynnum við Símann fyrir er- lendum fjárfestum og 13. september verður haldinn kynningarfundur fyrir innlenda fjár- festa í Múlanum. kemur saman næsta þriðjudag og þá er gert ráð fyrir að mat ríkisins á verðmæti Símans verði gefið út. Búnaðarbanki íslands mun sjá um útboðslýsingu á Símanum og birtist hún 13. september. Sama dag verður haldinn fundur og íslensk- um fjárfestum kynnt salan á Sím- anum. PriceWaterHoseCoopers sér um framkvæmd sölunnar fyrir hönd nefndar um einkavæðingu og er samningsaðili við bæði íslenska og erlenda f járfesta. Frosti Bergsson, forstjóri Op- inna kerfa, hefur lýst yfir áhuga á kaupum á 10-15% í fyrirtækinu. Ef til þess kemur, að hann vilji meira en þann 10% hlut sem ætlaður er innlendum fjárfestum, verður hann annað hvort að leita eftir samstarfi við erlenda aðila eða kaupa af al- menningi þeirra hlut. ■ HVERNIG SKIPTIST SALAN Áfangi 1a 15% til starfsmanna og almennings. Áfangi 1b 10% til innlendra fjárfesta. Áfangi 2 25% til erlendra fjárfesta Eftir annan áfanga er gert ráð fyrir að íslenska ríkið eigi 51% i fyrirtækinu en hluthafar 49%. Áfangi 3 Áhersla á dreifða sölu til almennings og fjárfesta. NÆSTU SKREF í SÖLU SÍMANS 4. september Ríkisstjórnin gefur út verðmæti Símans. 13. september Útboðslýsing Búnaðarbankans á Simanum gerð opinber. 13. september fslenskum fjárfestum kynntur Síminn. 14. september Gert kunngjört hvaða erlendu aðilar hafa hug á að bjóða í Símann. 19. september Sala hefst til almennings og innlendra fjárfesta. 21. september Sölu lýkur til almennings. Eftir 21. september Svokölluð fegurðarsamkeppni milli tilboða erlendu fjárfestana. púndur. DIAMOND Hlaupahjól 1 Vönduð GISMO Devíl II 1 Verð núkr. 6.900 I Verð áður 11.500 Vönduð hjól 26“, 21 gíra hfól með Shimano gírum Verð frá kr. 19.900 ^taðgreitt 18.905 l/erslunin W i AI4RKIÐ! % Armúla 40 • Sími: 553 5320 • www.markid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.