Fréttablaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 31. ágúst 2001 FÖSTUPAGUR Bresk stjórnvöld setja ný lög: Banna auglýsingar vændiskvenna VÆNDISAUCLÝSINCAR Símaklefi í miðborg Lundúna uppfullur af vændisauglýsingum. Norrænir ráðherrar: Norræna lyfja- nefndin aflögð heilbricðismál Norrænu heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herrarnir ákváðu á fundi sínum .í Mariehamn á Álandseyjum í vik- unni að leggja niður Norrænu lyfjanefndina. Nefndin verður lögð niður í mars á næsta ári en forsvarsmenn ráðuneytanna í lyfjamálum munu eftir sem áður hittast á fundum um lyfjamál. Á fundinum var einnig sam- þykkt að breyta áherslum Nor- rænu tannheilsustofnunarinnar og beina starfsemi hennar fyrst og fremst að rannsóknum og þró- unarstarfi. ■ !Sfsas$isamsiífm$fiamstistxts%*m&íismssí^AmxwMX,YM\'m'tMtieí!íSíiiaíex«(8f»ss&i>sm!S{í&!si%e lonpon.ap Stjórnvöld í Bretlandi hafa skorið upp herör gegn auglýs- ingaspjöldum vændiskvenna í símaklefum. Ný lög hafa verið sam- þykkt þess efnis að gerist menn sekir unt að setja upp slík spjöld eiga þeir yfir höfði sér rúmlega 700 þúsund króna sekt eða sex mánaða fangelsisvist. Lögin munu taka gildi á morgun. Mikið hefur verið um auglýsingaspjöld sem þessi í síma- klefum í miðborg Lundúna og í Brighton undanfarin ár, þrátt fyrir að uppsetning þeirra hafi verið með öllu ólögleg. Að sögn símafyrirtæk- isins British Telecom, fjarlægja starfsmenn þess um 150 þúsund auglýsingaspjöld fyrir vændi úr símaklefum í London á ári hverju og nemur kostnaðurinn við það um 36 milljónum króna á ári. Um 13 milljón slíkra auglýsingaspjalda eru framleidd á ári hverju í Bret- landi, en þess má geta að vændi er löglegt í landinu. ■ Utanríkisráðherra: Fordæmi árásir alpjóðamál Félagið Ísland-Palest- ína stendur nú fyrir undirskrifta- söfnun á heimasíðu sinni þar sem skorað er á Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra að fordæma árásir ísraelshers á Palestínu- menn, ólöglegt landrán og eyði- leggingu palestínskra heimila og eigna. Þá er þess farið á leit að utan- ríkisráðherra krefjist þess þegar í stað að íbúum Palestínu verði tryggð alþjóðleg vernd auk þess sem þrýst verði á Ísraelsríki að standa við gerða samninga og fara að samþykktum Sameinuðu þjóð- anna og alþjóðalögum. ■ 1 A í ! Ljóskastari nýtt frá HELLA 6.998 kr. Vörunr: 010 1F8006800221 Nú eru þessi tæki og tól á frábæru tilboðsverði í Bílanausti út september. Meöan birgðir endast Vertu vel upplýstur tg&tútii. 'fSá,- Reykjáv DsíÞ-aut. Akurevn Grófinni, Keflávtk Lyncjási. Egilsstóðurr, Áiaugarvegi, Hornaíirð Norrænir bæjarstarfsmenn: Saka stjórnvöld um múgsefjun velferðarkerfið Á ráðstefnu for- ystumanna starfsmanna bæjarfé- laga á Norðurlöndum sem haldin var í Svíþjóð fyrir skömmu var fjallað um þá tilhneigingu sem er víða í þessum löndum að einka- væða ýmsa þætti í almanna- og vel- ferðarþjónustu og reka þessa þjón- ustu eins og hvert annað fyrirtæki. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir hugmyndir manna í þessum efnum beri vott um múgsefjun þar sem vegið sé að heilbrigðri skynsemi, hagsmunum skattborgara, notenda og starfs- fólks. Á ráðstefnunni hefði verið lögð áhersla á að stjórnvöld á hverjum stað viti hvað þau séu að gera áður en þau ráðast í kerfis- breytingar á þessu sviði en láti ekki stjórnast af einhverjum trú- arbrögðum. Hann segir að þessar kerfis- breytingar leiði til mismunnar og annars konar þjónustu. Það sé ekki í ætt við það velferðar- kerfi sem Norð- urlandaþjóðirn- ar hafa verið að smíða á 20. öld- inni. Hann segir að opinberir starfsmenn á Norðurlöndum hafi miklar áhyggj- ur af þessari þróun. ■ ÖGMUNDUR JÓNASSON FORMAÐUR BSRB Segir að vegið sé að heilbrigðri skynsemi með kerfisbreyting- um í velferðar- þjónustu Orkuveitan: Rekstrarformið ekkert trúaratriði borgin Hrannar B. Arnarsson borgarfulltrúi segir að áformuð hlutafélagavæðing Orkuveitunn- ar hafi ekki verið rædd innan raða Samfylkingar í R-listanum sem hóps hvað sem síðar verður. Hins vegar sé ljóst að það þarf að ræða breytt rekstrarform á fyrirtæk- inu sé ætlunin að stækka þjónustusvæðið og taka fleiri inn eins og gert var með Akranesveiturnar. Hann segir að í sínum huga sé það ekkert trú- aratriði hvers konar form verður á rekstrinum. Aðal- atriðið er að rekstrarform- ið henti starfseminni. Hann segir að fyrir sinn smekk sjái hann ekki að neinar ógnir felist í hlutafélagaforminu. Það sem skiptir einna mestu er að stjórnunin sé í hönd- um þeirra sem falið er almannavald hverju sinni og fyrirtækið starfi og þjóni almenningi eins vel og kostur er. Hann telur að menn séu al- mennt sammála um þessi markmið. Innan R- listans sé jafnframt eng- inn með það í huga að hlutafélagavæða Orku- veituna með það fyrir að einkavæða hana síðar meir. ■ HRANNAR B. ARNARSSON BORGARFULLTRÚI Engin áform um að einkavæða Orkuveit- augum una LAURA ASHLEY Nýjar haustvörur. * 10% kynningarafsláttur af öllum púð- um og sængurverasettum vikuna 18. sept. * Ýmis önnur tilboð alla vikuna. LAURA ASHLEY Bæjarlind 14-16, Kópavogi. S. 551 6646 T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.