Fréttablaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 31. ágúst 2001 FÖSTUDAGUR FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsimi: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Simbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Astralska ríkisstjórnin kallar yfir sig skömm Fyrir nokkru var fjallað um það í fjölmiðlum að víða í borgum Bandaríkjanna kinoki læknar og hjúkrunarfólk sér við að bregðast við kalli ef slys eða áfall á sér stað ......4... vegna ótta við eft- „Fyrsta skylda irmá>- ADæm' séu sjófarenda er um, Það aö Þegar að bjarga fólki kallað er a storum ' 6 samkomum vegna bráðatilfellis: Er læknir hér?, að enginn gefi sig fram. Þetta gerist vegna þess að æ algengara verður að þeir sem bregðast við eins og eðlilegt er og reyna að veita fólki í lífshættu að- stoð, megi búast við að flækjast í málaferli þar sem farið er fram á skaðabætur vegna meintra mis- taka eða rangra viðbragða. sem er í hafs- nauð." ----£--- Neitun áströlsku ríkisstjórnar- innar að taka við 460 flóttamönn- um frá Afghanistan, Pakistan og Sri Lanka, sem Arne skipstjóri „heppni“ á norska skipinu Tampa bjargaði úr hafsnauð við Jólaeyju í ástralskri landhelgi, hefur svip- uð áhrif á alþjóðavettvangi. Fyrsta skylda sjófarenda er að bjarga fólki sem er í hafsnauð. Það er ótækt að eftirmálin og af- leiðingarnar bitni á þeim eða fjar- lægu heimalandi þeirra. Ástr- alska ríkisstjórnin kallar yfir sig skömm alþjóðasamfélagsins og brýtur augljóslega þjóðréttar- venjur og neyðarrétt á hafinu með því að leyfa ekki landgöngu í næstu höfn. Hugsanlegt er að Flóttamanna- hjálp Sameinuðu þjóðanna skerist -MáLmaima Einar Karl Haraldsson skrifar um bjögunarskylduna í leikinn og finni bráðabirðga- lausn á þeim vanda sem upp er kominn. Margar ríkisstjórnir ótt- ast að allar flóðgáttir bresti ef það fréttist að flóttamenn eigi auð- velda leið inn í lönd þeirra. En þá kröfu verður að gera að þær stan- di við alþjóðasáttmálann um stöðu flóttamanna. Ekkert aðildarríkja hans má reka af höndum sér flóttamann til landa þar sem frel- si hans og lífi er stefnt í voða. Um tólf milljónir flóttamanna eiga nú undir högg að sækja í heiminum. Vandinn fer ekki minnkandi og alþjóðlegir glæpa- hringir senda stóra hópa fólks í sjálfsmorðsferðir með loforðum um að smygla þeim til annarra landa. Vonandi verður „Tampas" málið til þess að málefni flótta- manna og ný úrræði til þess að ráða fram úr flóknum vandamál- um komist í brennidepil á alþjóða- vettvangi. ■ | BRÉF TIL BLAÐSINS~|~ Horfiðfrá hrœðsluáróðri í vímuefnaforvörnum +80 aurar fyrir Hverri bensinlítra inn á Safnkoi DREIFING Átak þarf að gera í blaðburðinum, segir bréfritari. Ungi maðurinn á myndinni vinn- ur verk sitt hinsvegar greinilega vel. Betri blaðburð preifing Þau eru orðin æði mörg símtölin sem ég er búinn að hring- ja úr af dreifingu á Fréttablaðinu, en það kom ekki nema endrum og sinnum. Þegar svo búið var að hringja í tugi skipta, fór blaðið að koma daglega, en þá hent niður utan við dyrnar, sem þó er bréfa- lúga á og þar rignir allt í kássu. Ég hringdi í Póstdreifingu og kvartaði yfir þessu og vildi fá nýtt blað. Því var neitað og mér sagt að blaðið fengi ég ókeypis og ég yrði þá bara að sækja nýtt blað sjálfur niður á Fréttablað. Ég benti þeim á að þau fengju greitt fyrir að dreifa þessu. Eg veit um önnur heimili sem fá blaðið með höppum og glöppum. Ég er alinn um við það að vinna það verk sem ég tek að mér og reyna að gera það sómasamlega, því vorkenni ég ekki öðrum að gera það. Það er engin afsökun þó krakkar séu í út- burði, þau geta alveg labbað niður tíu tröppur. Dreifingin þarf að taka sig á og bæta þjónustuna. Gunnar Thorsteinsson Hulda Valdís Valdimarsdóttir er verkefnastjóri í Gufunesbæ, sem er frístundamiðstöð ungmenna í Grafarvogi. Hún vinnur við að bjóða ungmennum jákvætt og uppbyggilegt frístundastarf. Geirsgöti hjarta miöbæjar tsso Ohufelagiðhf UNGMENNI Finnst þér eins og ung- menni í dag verði meira vör við umtal og meðferð vímuefna hjá fé- lögum sínum? Nei, ekki meira. Þessi þróun er ekki eitthvað sem er að gerast ein- mitt núna. Flest ungmennin vita um einhverja eða eru vinir vina einhverra sem hafa prófað eitthvað annað en áfengi. Sérstaklega þegar komið er i 10. bekk því það breytist ansi mikið frá 8. bekk hvað þetta varðar. Ég efast ekki um að krakkar á þessum aldri geta útvegað sér ólögleg vímuefni ef þau hafa áhuga á því en það er örugg- lega ekkert meira en verið hefur. Eru viðhorf ungmenna jákvæð- ari til vímuefna nú en áður? Finnst þeirn þetta flott? Ég held að það fari mjög mikið eftir kunningjahópi og umhverfinu sem þau lifa og hrærast í. Margir þessara krakka eru að æfa íþróttir og eru að taka þátt í uppbyggilegu félagsstarfi og þar er ekki viður- kennt að þetta sé eitthvað flott. Aðrir krakkar, sem hafa fá áhuga- mál og eru í þannig félagsskap, finnst frekar neysla þessara efna í lagi. Skiptir félagsskapur þá mestu máli? Ekki er prédik- að yfir ung- mennunum heldur leitast við að bjóða upp á upp- byggilegar og skemmtilegar frístundir. |ORÐRÉTT Samdráttur framundan, vaxtalœkkun hrýn vextir „Enn eitt óvissuatriðið snýr að mati á verðbólguþróun að und- anförnu og ekki síður horfunum framundan. Er verðbólgan á nið- urleið eða uppleið? Flest bendir til þess að framundan sé tímabil hratt minnkandi verðbólgu og að sú aukna verðbólga sem gætt hef- ur á síðustu mánuðum hafi verið tímabundið verðbólguskot sem fyrst og fremst hafi mátt rekja til gengislækkunar krónunnar frem- ur en innlends eftirspurnarþrýst- ings. Að öllu samanlögðu er það mat fjármálaráðuneytisins að fremur sé ástæða til að óttast samdrátt í efnahagslífinu en ofþenslu. Þannig bendir flest til þess að hagvöxtur á yfirstandandi ári verði minni en síðustu spár og fari niður fyrir 1% og á næsta ári gæti landframleiðsla jafnvel, að öðru óbreyttu, dregist saman. Við þess- ar aðstæður hljóta megináherslur í hagstjórn að miða að því að bæta rekstrarskilyrði atvinnulífsins og stuðla þannig að auknum hagvexti og traustu efnahagsumhverfi. Annars vegar með lækkun vaxta. Hins vegar með lækkun skatta. Sú staðreynd að áhrif slíkra aðgerða skila sér alla jafna með nokkurri töf út í efnahagslífið gerir ákvarð- anatöku í þessum efnum enn brýnni en ella.“ Vefrit fjármálaráðuneytisins 30. ágúst 2001 GEIR A. HAARDE Skatttekjur, veltutengdir skattar, innflutn- ingstölur og heildarvelta í atvinnugreinum benda til byrjandi samdráttar, segir fjár- málaráðuneytið. Mismunandi sýn á þenslu eða samdrátt fer eftir þvi hvaða viðmiðun- artimabil menn velja. UPPBYGGILEGT STARF MEÐ UNGLINGUM í GUFFUNESBÆ í GRAFARVOGI Víðtækt unglingastarf í félagsmiðstöðvum miða að því að beina kröftum ungmenna í jákvæðan farveg í bland við almenna fræðslu. Unglingar eru orðnir þreyttir á orðinu „forvarnir" og hætt er að boða mikilvægi góðs lífstíls og í staðinn farið að virkja krafta unglinga, sem hefur forvarnargildi I sjálfu sér. Já, þau eru á þeim aldri þar sem hópþrýstingur og félagsskapur skiptir miklu máli og oft hafa fé- lagarnir meiri áhrif en foreldrar og aðrir fullorðnir. Það getur haft mjög mikil áhrif ef þú ert í félags- skap við krakka sem finnst þetta ekki vera neitt tiltökumál. Hvað gerið þið til að beina krökkum inn á heilbrigðar brautir? Hérna í hverfinu reynum við að vera með félagsmiðstöðvar inni í skólunum, sem eru með unglinga- deildir. Þá reynum við að vera með það fjölbreytta dagskrá að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Það sama á við um íþróttafé- lögin og kirkjuna. Við erum hluti af þeirri flóru. Er besta forvörnin þá að láta ungmennin hafa nóg fyrir stafni? Ekki endilega nóg fyrir stafni heldur að þau geti tekið þátt í skemmtilegu og uppbyggilegu starfi þar sem tekin er afstaða gegn neyslu ólöglegra vímuefna og að sá lífstíll sé ekki flottur. Þau þurfa að hafa það val en auðvitað skiptir einnig máli tengsl við for- eldra og ýmislegt annað. Við höfum verið að hverfa frá því að segja það flott að velja heil- brigðan lífsstíl. Við erum ekki að hamra endalaust á „ekki reykja", ekki drekka“, heldur bjóðum frek- ar upp á eitthvað jákvætt og upp- byggilegt, sem hefur í sjálfu sér forvarnargildi. Er þá búið að hverfa frá hræðsluáróðrinum? Já, ég held það. Það var fyrir nokkrum árum meira þannig. Þetta hefur breyst svolítið því ungling- arnir eru svolítið þreyttir á að Fjöldi 16 ara unglinga á Sjúkrahúsinu Vogi 1996-2000 1996 997 1998 1999 2000 heyra orðið forvarnir og dæsa. Það hefur verið notað svo mikið en auð- vitað verður slíkt að vera til staðar líka. Við höfum verið að færa okk- ur yfir í að hafa nóg úrval af já- kvæðum og uppbyggilegum tóm- stundum þar sem viðkomandi í heilbrigðu umhverfi. bjorgvin@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.