Fréttablaðið - 06.09.2001, Síða 10

Fréttablaðið - 06.09.2001, Síða 10
ABl Ai)(f ) Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavlk Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: IP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Visir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgatsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á ménuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAÐSINS | Otrúleg skammsýni Christopher Morden skrifar:_ Alver Frá því ég flutti hingað frá Kanada árið 1999 hef ég fylgst af athygli með umræðum á íslandi um fyrirhuguðar virkjanir og ál- bræðslur. Eins og þér (Helga Kristín Gunnarsdóttir í Bakþönk- um þriðjudaginn 4. sept. sl.) finnst mér þessar áætlanir lýsa ótrú- legri skammsýni. Svona þróað land eins og ísland og svona vel menntuð þjóð getur gert kröfur til annars en að framleiða ál. Eftir því sem mannkyni fjölgar þarf fólk meira á því að halda (og er til- búið að greiða hærra verð fyrir) að njóta þess sem eftir er af nátt- úrulegri fegurð heimsins. Rauna- legast er þó að fylgjast með því að þrýstingurinn á að byggja þessar stíflur og bræðslur yfirskyggir umræðu um alla aðra kosti. Það yrði einnig raunin ef af þessum gríðarfjárfestingum yrði. Aldrei hef ég t.d. lesið um það að til greina kæmi að lækka tekju- og virðisaukaskatt á svæði eins og Austurlandi til þess að auka efna- hagsumsvif þar og beina fólki frá suðvesturhorninu. Og hvað er orð- ið um þá hugmynd að hefja beint flug frá útlöndum til Egilsstaða sem einnig gæti ýtt undir þróun á Austurlandi. Ég vona að þú haldir áfram skrifum um þetta mál. ■ ATHUGASEMD Aukin umsvif Erna Nielsen skrifar: sveitarfélöc Vegna fréttar um málefni SSH í blaðinu í gær er rétt að fram komi að fv. fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitarfé- lag á höfuðborgarsvæðinu (SSH) taldi sig hafa örugg loforð fyrir fjárframlögum vegna girðingar umhverfis höfuðborgarsvæðið frá Vegagerðinni og Landbúnaðar- ráðuneytinu. Ekkert hefur komið fram að svo verði ekki, en á með- an verða samtökin að snúa sér til aðildarsveitarfélaganna. Umsvif vegna aksturs fatlaðra skólanem- enda hafa aukist verulega og skýrir það að hluta fjárvöntun samtakanna. Tekið skal skýrt fram að þessi mál koma ekkert við starfslokum fv. framkvæmda- stjóra, þar sem hann óskaði sjálf- ur eftir því að láta af störfum s.l. vor eftir 13 ára farsælan feril. ■ 10 FRÉTTABLAÐIÐ 6. september 2001 FIMMTUDAGUR Spennukarlar gera hróp að Seðlabankanum væntingarnar" —^ Sturlungar gengu fram en hor- fðu aftur, sagði Sigurður Nor- dal. Því fór sem fór með þeirra veldi. Forsætisráðherra hefur í ' + allri vinsemd bent „Viðmunum Seðlabankanum á taka strax út á að fhafnn eiP að horfa fram a veg- inn eh ekki á það sem liðið er. Það er auðvitað þægilegast fyrir ráð- herrann og alla hina sem bera ábyrgð á „gífurlegri umframeftir- spurn síðustu missera sem kemur fram í aukinni verðbólgu og við- skiptahalla", eins og Már Guð- mundsson aðalhagfræðingur Seðlabankans orðar það í grein í Morgunblaðinu. í raun er nýja kerfið þar sem bankinn er sjálf- stæður og ber ábyrgð á fram- kvæmd verðbólgumarkmiða, sem sett eru í samráði víð stjórnvöld, kjörið fyrir þá sem vilja skjóta sér undan ábyrgð. Fyrst spila menn góðærið, m.a. með væntingum um „eilífa" neysluveislu, upp í verðbólgu og óstöðugleika, ríkisútgjöld hækka ár frá ári, sveitarfélögin eyða um efni fram, ríkið er leiðandi í launahækkunum, almenni vinnu- markaðurinn getur ekki hamið launaskrið og afleiðingin af allri yfirspennunni er nánast óhjá- kvæmilegur samdráttur. Og þá sameinast ráðherrar og aðilar vinnumarkaðarins um að hrópa niður hávaxtastefnu Seðlabank- ans sem er afleiðingin af því að MáJ.manna Einar Karl Haraldsson | fjallar um þrýstinginn á Seðlabankann vaxtapíning á að vega upp lausa- tökin í útgjöldum hins opinbera. Dregnar eru fram margskonar vísbendingar um að stóra stoppið sé framundan í atvinnulífinu verði vöxtunum ekki fírað niður. Seðlabankinn vill hins vegar sjá það ótvírætt að umframeftir- spurn eftir vinnuafli sé úr sögu, útlánaþensla banka sé í rénun og verðbólgan sé að gefa eftir, áður en hann mildar fyrirsjáanlegan samdrátt með lækkun vaxta. Með- al annars vegna þess að verði slakað of snemma á klónni mun- um við taka strax út á vænting- arnar, gengið lækka enn og verð- bólgan sprengja kjarasamninga í loft upp í febrúar. Spurningunni um það hvorir sjá lengra fram í tímann, „spennukarlarnir" eða Seðlabankastjórarnir, verður ekki svarað fyrr en eftir á. En líklegt er að Seðlabankinn standist þrýst- inginn fram í október. n ■i ~ o. „ f Gamlar virkjanahugmyndir Nýju virkjanakostirnir eru þekktir. Eru inn í rammaáætlun um virkjanakosti svo lengi sem virkj- anaaðilar skila upplýsingum til framkvæmdanefndar. Rammaáætlunin einungis leiðbeinandi. orka „Þessir kostir eru þekktir, afl þeirra og orkuvinnslumöguleikar," segir Jónas Elíasson, verkfræðing- ur og prófessor, um þá nýju virkj- anakosti sem sagt hefur verið frá í fjölmiðlum undan- farið. Jónas á sæti í framkvæmda- nefnd um ramma- áætlun á nýtingu vatnsafls og jarð- varma á Islandi, sem hefur það hlutverk að raða virkjanakostum í æskilega röð með tilliti til efnahags- legs ávinnings og Siv Friðleifsdóttir um rammaáætlun: Til að ná sáttum virkjun „Ég tel rammáætlun þá, sem verið að hefja vinnslu á núna, Maður, nýting, náttúi’a, mjög mikilvæga og mjög mikil- vægt að fara í þá vinnu til að ná sáttum," sagði Siv Friðleifs- dóttir umhverf- isráðherra á Al- þingi 14. febrúar 2000. „Ég teldi ekki rétt að fara i stærri virkjan- ir án þess að búið væri að ná sáttum um þá rammaáætlun eða afgreiða hana sem heild eða ná niðurstöðu í henni í heild.“ SIV FRIÐLEIFS- DÓTTIR Ekki rétt að fara í stærri vírkjanir án rammaáætlunar. Til sölu eða leigu Smiðjuvegur 6 Eitt besta verslunarhúsnæði borgarinnar er til sölu eða leigu. 1369 fermetrar í vel hirtu húsi og á áberandi stað á hornlóð. Inn- keyrsludyr og mikil bílastæði. Húsnæðið er glæsilegt og nýinn- réttað. Möguleiki að skipta því upp í allt að fjóra hluta. Sími 533 4300 GSM 895 8248 & 896 5048 FASTEIGNASALA VIRKJANAKOSTIR KANNAÐIR Orkubú Vestfjarða, Orkuveita Reykjavíkur, Hitaveita Suðurnesja og Landsvirkjun kanna nýja virkj- anakosti víða um land. JÓNAS ELÍAS- SON Virkjunaraðilarnir verða að skila upplýsingum til framkvæmda- nefndar um rammaáætlun varðandi orku- vinnslumöguleika. umhverfisverndar. „Allar þessar virkjanahug- myndir eru mjög gamlar. Það er til mjög gott yfirlit yfir alla virkjana- kosti sem fýsilegir eru á vatnsafli og jarðhita. Einungis á eftir að út- fæi’a nánar hvernig þær virkjanir yrðu gerðar," segir Jónas og telur skynsamlegt að bíða með endan- legt útlit á virkjun og virkjunartil- högun þangað til komið er að því að virkja. Breytt tækni og markaður gæti bi’eytt upphaflegum forsend- um. Jónas segir stefnt að því að skila rammaáætluninni næsta ár. Áætl- unin byggist á upplýsingum frá virkjunaraðilum sem faghópar á vegurn framkvæmdanefndarinnar leggja mat sitt á sem innlegg í end- anlega uppröðun virkjanakosta. Sú uppröðun getur aldrei orðið annað en leiðbeinandi fyrir stjórnvöld. „Hér á landi er föst hefð fyrir því að í hvert skipti sem er virkjað þarf að leggja fram sérstök virkj- analög með samþykkt Alþingis. Iðnaðarráðherra veitir svo virkj- analeyfi samkvæmt þeim lögum og orkulögum. Hvort einhver ramma- áætlun liggi fyrir eða ekki breytir þessu ekki. Þó að eitthvað sé ekki tekið inn í rammaáætlun nú, og komi upp einhvern tíma seinna, þá getur Alþingi sem æðsta vald tekið upp hvaða virkjanaáætlun sem er og samþykkt virkjanalög um hana,“ segir Jónas Elíasson. bjorgvin@frettabladid.is Skipulagsstofnun um rammaáætlun: Heildarstefnu vantar virkjanir „Við umfjöllun um Kárahnjúkavirkjun verður að hafa í huga í þessu sambandi að hér er um að ræða framkvæmd sem hefur áhrif á náttúrufar, sam- félag og efnahag á landsvísu og svæðisbundið," segir Skipulags- stofnun í úr- skurði sínum um matsskýrslu Landsvirkjunar. „Þar af leiðandi ætti ekki að taka bindandi afstöðu framkvæmdarinnar einangr- STEFÁN THORS Skipulagsstjóri segir skorta heild- arsýn í virkjuna- málum. til að, heldur £ skýru samhengi við helstu orsakaþætti og afleiðing- ar. Skipulagsstofnun bendir í þessu sambandi á eftirfarandi kosti. í fyrsta lagi umhverfismat heildstæðrar áætlunar á helstu orkuvinnslukostum í landinu og stefnumörkun um nýtingu þeir- ra, svo sem forgangsröðun kosta, staðsetningu og heildarnýtingu. Að slíkri áætlanagerð er nú unn- ið undir merkjum Rammaáætl- unar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Ilinsvegar liggur ekki enn fyrir stefna um hve mikið af þeirri orku sem telst fræðilega nýtanlegt skuli virkja, né á hvaða forsendum það skuli gert með tilliti til kostnaðar, tímasetningar, nýtingar orkunn: ar og áhrif af orkuvinnslunni." í öðru lagi telur Skipulagsstofnun vanta skipu- lagsáætlanir á Austurlandi með tilliti til virkjana þar og heild- stætt umhverfismat um líkleg umhverfisáhrif Noral verkefn- anna allra. ■ ORÐRÉTTl Ferðamennska ekki undirstaða kárahnjúkar „Hafa ber í huga að svæðið stendur mjög hátt og opn- ast þess vegna seint á sumrin fyr- ir ferðamenn vegna snjóa og aur- bleytu. Segja má að tími hefð- bundinnar ferðamennsku á áhrifasvæði Kárahnjúkvirkjunar geti varla talist lengri en 6 vikur á ári, en veiðitími hreindýra stend- ur nokkuð lengur fram á haustin." „Hvað sem því líður þá er það staðreynd að svæðið hefur verið mjög vannýtt sem ferðamanna- svæði þrátt fyrir talsverða mark- aðssetningu í rúman áratug og bætt vegakerfi. Þannig hefur fjöl- di ferðamanna nánast staðið í stað í meira en áratug, ef undan eru skildar dagsferðir sfðastliðinna tveggja sumra vegna mikillar hvatningar um að fara um svæð- ið.“.... „Þá er það ennfremur stað- reynd að hlutar svæðisins eru einsleitir yfir að líta og óraunhæft að ætla að þeir muni njóta mikilla vinsælda til gönguferða." „Svæðið er vinsælt meðal ferðamanna á sumrin en erfiðara hefur reynst að byggja ferðaþjón- ustuna sem heilsársgrein og mið- að við núverandi forsendur verð- ur að telja ólíklegt að ferðaþjón- usta geti orðið undirstaða byggð- ar á Austurlandi." Úr greinargerð um efnísþætti sem fylgir stjórnsýslukæru Landsvirkjunar vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Kára- hnjúkavirkjunar. AUSTURLAND Landsvirkjun telur að ferðamennska verði ekki undirstaða byggðar á Austurlandi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.