Fréttablaðið - 06.09.2001, Page 15

Fréttablaðið - 06.09.2001, Page 15
»» FIIVIIVITUPAGUR 6. september 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Undankeppni HM 2002: Dcinir lögðu Búlgara knattspvrna Hinn íslensk ættaði Jon Dahl Tomasson skoraði tvö mörk þegar Danir lögðu Búlgara að velli 2-0, í 3. riðli í und- ankeppni HM. Rúmlega 22.000 áhorfendur lögðu leið sína á Armia leikvanginn og fylgdust með heimamönnum tapa í hel- lidembu í Sofíu. I Búlgarar byrjuðu leikinn bet- i ur og á 35. mín skaut framherjinn Dimitar Berbatov rétt framhjá. Tomasson, sem spilar með Feyenoord í Hollandi, skoraði fyrsta mark leiksins á 50. mín- útu þegar hann smeygði sér í gegnum búlgörsku vörnina og kom boltanum framhjá mark- verðinum Zdrakov Zdravkov. Berbatov átti þrumuskot í þverslána á 83. mínútu áður en Tomasson skoraði annað mark sitt í leiknum og tryggði Dönum sigurinn. Búlgarar áttu að vísu eitt gullið tækifæri á síðustu mínútum leiksins þegar Martn Petrov skaut framhjá opnu marki úr meters færi. ■ barAtta Dennis Rommerdahl og Dimitar Berbatov berjast hér um boltann í leik Búlgara og Dana á Armiu vellinum í Sofíu. Danir unnu leikinn með 2 mörkum gegn engu. Frammistaða íslendinganna Arni gautur arason MARKVÖRÐUR. Árni virkaði stundum frekar óöruggur, en hann verður samt varla sakaður um mörkin þrjú. Hann varði einu sinni glaesilega skot af markteig. AUÐUN HELGASON VARNARMAÐUR. Auðun var frekar lítið í boltanum enda sóttu N- írarnir nánast eingöngu upp hægra megin. HERMANN HREIÐARSSON VARNARMAÐUR Hermann var traustur í fyrri hálfleik en tvö marka N-íranna má rekja til sofanda háttar I vörninni. HELGI SIGURÐSSON SÓKNARMAÐUR. Helgi átti dapran dag. Hann hljóp mikið en það kom lítið út úr því. Hann fór illa að ráði sínu þegar hann komst einn inn fyrir hægra megin. PÉTUR MARTEINSSON MIÐJUMAÐUR Pétur líkt náði sér ekki á strik í leiknum frekar en hinir miðjumenn Islenska liðsins. Var samt duglegur. EIÐUR SMARI GUÐJ. SÓKNARMAÐUR Besti leikmaður íslands í leiknum. N-írsku varnar- mennirnir áttu í miklum erfiðleikum með hann enda skapaði hann nánast öll færi Islands. ARNAR VIÐARSSON VARNARMAÐUR Arnar átti í miklum van- dræðum með Keith Gillespie, sem fór nokkrum sinnum illa með hann á kantinum. JÓHANNES K. GUÐJ. MIÐJUMAÐUR Jóhannes komst ekki nægilega vel inn í leikinn og náði ekki að fylgja eftir góðum leikjum á móti Pólverjum og Tékkum. EYJÓLFUR SVERRISSON VARNARMAÐUR Eyjólfur, líkt og hinir varn- armennirnir missti gjör- samlega einbeitinguna í byrjun síðar hálfleiks. ARNAR GRÉTARSSON MIÐJUMAÐUR Arnar sást varla í leiknum, en maður eins og hann þarf að vera miklu meira í boltanum. ANDRI SIGÞÓRSSON SÓKNARMAÐUR Andri, líkt og Helgi, vann ágætlega en það kom lítið út úr því. Þá hefði hann átt að nýta betur færið sem hann fékk um miðbik síðari hálfleiks. LÁRUS ORRI SIGURÐSSON, MAREL BALDVINSSON OG HEIÐAR HELGUSON KOMU INN Á í SÍÐARI HÁLFLEIK OG STÓÐU SIG VEL. c LANDSLIÐSÞJÁLFARINN Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þýskalands, segist ekki geta haldið áfram starfi sínu sem þjálfari ef landslið hans kemst ekki á HM. Þýska landsliðið: Völler hótar uppsögn knattspyrna Rudi Völler segist ætla að hætta þjálfun þýska landsliðsins, nái það ekki að tryggja sér sæti i Heimsmeistarakeppninni sem fram fer í Japan og Suður-Kóreu á næsta ári. Eftir að Þýskaland tapaði 5-1 fyrir Englendingum, um síðustu helgi, hefur þjálfarinn orðið fyrir mikilli gagnrýnni frá fjölmiðlum þar í landi. „Ef við myndum ekki ná sæti á HM yrði pressan á mér hrikaleg. Hún yrði alltof mikil og það myndi ekki þýða fyrir mig að halda áfram með liðið,“ sagði Völler. Þjóðverjar mæta að öllum lík- indum Hvíta-Rússlandi eða Úkra- ínu í umspili um laust sæti. Franz Beckenbauer, fyrrverandi landsliðsþjálfari, segir að Úkraína gæti orðið vandamál fyrir Þjóð- verja. „Við mæta harðri mótspyrnu ef við fáum Úkraínu. Það getur vel verið að við verðum ekki með á HM á næsta ári en ég get ekki ímyndað mér að svo fari.“ ■ Til leigu Tveggja herbergja íbúð + stæði í bílageymslu í Krummahólum. Tveggja mán. fyrirframgreiðsla. Tryggingarvíxill óskast. S. 8939048 í Tónastöðinni finnur þú allt fyrir tónlistarmanninn. j § Einstakt úrval hljóðfæra og nótna, spennandi tónlistarforrit ! auk skemmtilegra fylgihluta. Einungis vandaðar vörur á góðu verði. Fagleg ráðgjöf. Nótnabækur Nótnastatíf I Blásturshljóðfæri | Blokkflautur Taktmælar Fiðlur Gítarar Gítarstillitæki Tölvuhljómborð j Ymis smáhljóðfæri j og margtfleira INTER !£ HAWK.JR *: Svartur/grár. St; 32 - 40 Kr, 2.660,- VINTERSPORT £í»9Q,^^í NOR. ACADEMY Z/H JR Litir: Dökkbiér, grár, raudbrúnn. St: 120- 170 em Kr. 3.900,- St: S - XL Kr. 4.560,- yiNTERSPORT FiRE Litir St: 120 St: S =LY RHIIMO PANT Svaitur khairi. 170 cm Kr. 4.790,- - XL Kr. 5.340,- I ¥ INTEFSPORT I 6890 POmV PUIVIA STREET CAT LEATHER Litir: Hvitur/ silfur. St: 35 - 42 Kr. 6.890,- VINTEFSPORT 6.990 FIREFLY DOWN VEST Litir: Svartur, rauður. St: 120-170 cm. Kr. 6.990,- St: S-XL-cm. Kr. 7.990 - KINTERSPORF Pín frístund - Okkar fag Bíldshöfða »110 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.