Fréttablaðið - 17.09.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.09.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 17. september 2001 MÁNUDACUR Friðarviðræðum enn frestað: Asakanir ganga á víxl Franski sendiherrann í Israel: Ummælum mótmælt jerusalem. ap ísraelski utanríkis- ráðherrann, Avil Gil, kallaði frans- ka sendiherrann, Jacques Huntzin- ger, á sinn fund og mótmælti harð- lega þeim ummælum sem hann lét falla síðastliðinn föstudag í veislu sem forseti ísrael, Moshe Katsav hélt. Lét Huntzinger hafa eftir sér að hryöjuverkaárásirnar á ísrael tengdust deilum ísrael og Palestínu og væru því ekki sambærilegar árásinni á Bandaríkin sem leiddi til bana fjölda saklausra íbúa. Sendi ísraelski utanríkisráðherrann ein- nig formleg mótmæli til frönsku ríkisstjórnarinnar í París. ■ irn»rrii[iririninrfiíiriinTriiríiri"ir'iir'iimr"n"~rrrTiBiiiirrfiiiiitiniiriifnwrfiiif«iminiiiiiiiiMmi»iiwiiiiiiii>iiiia[iwijii»mi>i«»iiiMi JERÚSALEM. ap ísraelar réðust í gærmorgun með herlið og skrið- dreka inn í þorpið Ramallah í Palestínu. Einn Palestínumaður lét lífið. Árásin var svar ísraelsmanna við árás Palestínumanna á Jer- úsalem seint í gærkvöldi þar sem einn ísraelsmaður var myrtur og annar særðist, að sögn ísraelska hersins. Skotárásir gengu á víxl í nokkra klukkutíma og sögðu Palestínumenn 25 sinna manna hefðu særst. Fundi leiðtoganna Yassers Arafat og Shimon Peres, sem átti að fara fram í dag, var frestað, vegna andstöðu Ariels Sharons, forsætisráðherra ísra- els. George Bush, forseti Banda- ríkjanna, hafði hvatt til fundar- ins á föstudag. Sharon sagði í gær að ekkert yrði af fundinum nema því að- eins að átökunum linni í tvo sól- arhringa fyrst. Sharon lítur svo á að Arafat sé hryðjuverkamað- ur og koma eigi fram við hann sem slíkan. Palestínumenn segja hins vegar fsraelsmenn hafa aukið árásir sínar í skjóli þess að heimurinn er upptekinn af árá- sum hryðjuverkamanna í Banda- ríkjunum. ■ FÆR EKKI AÐ HITTA PERES Arafat lagar höfuðfatið á blaðamannafundi í gær, en Ariel Sharon lætur nú ekkert tækifæri ónotað til að ítreka þá skoðun sína, að Arafat sé ótíndur hryðjuverkamaður. Kínversk yfirvöld: Hafa náð samkomulagi við WTO pekinc. ap Kínversk yfirvöld hafa náð samkomulagi við samninga- menn Heimsviðskiptastofnunar- innar (WTO) um skilmála aðildar landsins að stofnuninni. Samning- arnir, sem náðust á laugardag, greiða fyrir fullri aðild Kínverja að WTO sem á að koma til fram- kvæmda snemma á næsta ár. Von- ast kínverskir ráðamenn að með því að opna markaðinn hleypi það af stað efnahagslegum umbætum í landinu sem unnið hefur verið að í nær tvo áratugi. Samkomulagið gerir það að verkum inn- og út- N°7 Frí kennsla, afsláttur og kaopaukar á þriöjudap Lyf&heiisa Domus Medica kl. 14-18 Hafnarfjörður - Vitni Lýst er eftir vitnum aö umferðaróhappi, sér- staklega karlmanni sem kom að slysstað. Þarna varð stúlka á reiðhjóli fyrir bifreið á gangbraut, við gatnamót Hringbrautar og Lækjargötu. Mánudaginn 3. september kl: 16.50. Vitni eru vinsamlega beðin að gefa sig fram við lögregluna í Hafnarfirði. Á námskeiðinu kynnast þáttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráóa má við gagnrýni • Hverning finna má lausnir í árekstrum • Hverning læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal Innritun og nánari upplýsingar í símum Sálfræðistöðvarinnar 562 3075 og 552 1110 frá kl. 11-12 Atvinnuhúsnæði Til leigu við Skipholt um það bil 600 fm. glæsilegt húsnæöi. Tilvalið fyrir félagasam- tök, dansskóla, sjúkraþjálfara. Ýmsir aðrir möguleikar fyrir hendi t.d. líkamsræktar- stöð og fl. Húsnæðið er á götuhæð, gott aðgengi og bílastæði. Laust nú þegar. Nánari upplýsingar f sfma: 581 4315/ 896 2250/ 896 3114. Einkavæðing Símans: Kynningar- fundur á Net- inu í dae Búast má við fl Skriður að komast á rannsókn hryðjuverkanna í I og hundruð ti viðskipti Kynningarfunoúr um einkavæðingu Símans var haldinn í gær á Hótel Loftleiðum. Var þetta í fyrsta skipti, eftir að útboðs- og skráningarlýsing fyrir einkavæð- ingu Símans var gerð opinber, að al- menningi gafst kostur að fá nánari útlistanir um helstu áhrif einka- væðingarinnar og hvernig staðið yrði að sölu hlutafjár ríkisins. Framsögu höfðu Sturla Böðvars- son, samgönguráðherra, Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Símans, Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Símans og Hreinn Loftsson, for- maður einkavæðingarnefndar. Þess má geta að kynning fyrir fjárfestum vegna einkavæðingar- innar verður send beint út á Netinu í dag kl. 17. Hægt verður að fylgj- ast með kynningunni á vefsíðunum bi.is, simi.is og mbl.is. ■ I STUTT I T ögreglan á ísafirði rannsakar JLmú þrjár líkamsárásir sem kærðar voru um helgina. Að sögn talsmanns lögreglunnar var ekki um alvarlegar líkamsmeiðingar að ræða en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um einstök mál nema það að þau tengdust öll ölvun. Bæjarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að óska eftir við- ræðum við hreppsnefnd Hvítár- síðuhrepps um sameiningu sveitar- félaganna frá og með upphafi næsta kjörtímabils. washington. ap Einhver skriður virðist vera að komast á rannsókn lögreglunnar í Bandaríkjunum á hryðjuverkunum síðastliðinn þriðjudag. Einn maður var hand- tekinn á föstudag og í gær var gefin út handtökuskipun á hendur öðrum manni, en vonast er til þess að báðir mennirnir geti gefið miklar upp- lýsingar um það sem gerðist. Alls eru tuttugu og fimm manns hafðir í haldi í Bandaríkj- unum í tengslum við rannsókn SKEMMDIl Þessi mynd var tekin af skrifstofu í bygging málsins, en þeir hafa þó ekki verið ákærðir og eru í haldi vegna gruns um brot á innflytjendareglum. „Við erum að byrja að átta okk- ur á því hvernig þessi hryllilegi glæpur var framinn,“ sagði John Ashcroft, dómsmálaráðherra, um helgina. „Við erum komin á það stig að fleiri handtökuskipanir verða gefnar út og oftar,“ sagði Mindy Tlicker, talsmaður dómsmálaráðu- neytisins. Hún vildi þó ekkert segja um það hvort einhverjir af þeim 25, sem í haldi eru, séu grunaðir um að hafa tekið þátt í hryðjuverkun- um. „Við erum að byrja að átta okkur á því hvernig þessi hryllilegi glæpur var framinn," ——♦— Leigja 19 manna vélar fyrir Vestmannaeyjaflug: Húsavíkingar skora á Jórvík samgöngur Flugfélagið Jórvík er nú að ganga frá leigu á tveimur 19 manna Jet Stream farþegaþotum. Vélarnar ætlar Jórvík að nota í væntanlegt áætlanaflug félagsins til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði. Að sögn Jón Grétars Sigurðs- son, framkvæmdastjóra Jórvíkur, er vonast til að Jet Stream vélarn- ir komi til landsins í lok október. Jórvík mun hins vegar hefja áætl- unarflug sitt til Vestmannaeyja og Hafnar 1. október nk. en þann dag hættir Flugfélag íslands að fljúga á þessa áfangastaði. Jón Grétar segir að Jórvík hafi tvær tíu manna og tveggja hreyfla vélar til umráða sem fyrst í stað verði nýttar í þetta flug. Gert er ráð fyrir að Jórvík fljú- gi þrjár ferðir daglega til Eyja og eina til Hafnar í vetur. Jón Grétar segir að fargjaldakerfið verði mjög einfalt: Aðeins eitt fargjald verði í boði sem gildir fyrir aðra leið. Hann vill ekki upplýsa að sinni hvert fargjaldið verður á þessa tvo staði en segir aðeins að það verði „mjög hagstætt." Aðspurður um önnur framtíð- aráform félagsins segir Jón Grét- ar: „Við fáum margar áskoranir frá Húsavík." Ekkert áætlunar- flug hefur verið Húsavíkur um nokkurt skeið og Jón Grétar bend- Ekkert áætlunarflug er til bæjarins sem nú biðlar til flugfélagsins Jórvíkur um flugsamgöngur. ir á þá miklu uppbyggingu í ferða- áætlunarflug að nýju til bæjarins. iðnaði sem verið hefur þar sem Hann segir hins vegar allt óákveð- rök fyrir því að tekið verði upp ið í þessum efnum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.