Fréttablaðið - 17.09.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 17.09.2001, Blaðsíða 15
MÁNUPAGUR 17. september 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Fyrsti sigur Montoya í Monza: Barrichello mjög óánægður formúla i Kólumbíski nýliðinn Juan Pablo Montoya vann sinn fyrsta Formúla 1 kappakstur í Monza á Ítalíu í gær. Montoya, sem er 25 ára og ekur fyrir Williams BMW, náði ráspól á laugardaginn og kom í mark 5,1 sekúndu á undan Brasilíu- búanum Rubens Barrichello. Þetta kemur ekki á óvart, Montoya hefur bæði náð ráspólnum og lent í öðru sæti tvisvar áður. Liðsmaður Montoya, Ralf Schumacher, kom þriðji í mark og bróðir hans Michael fjórði. Spán- verjinn Pedro De La Rosa hjá Jagú- ar var fimmti, sem er glæsilegur árangur, og Kanadabúinn Jacques Villeneuve hjá BAR Honda sjötti. Barrichello var mjög óánægður að sigra ekki í sitt annað skipti á heimabraut Ferrari. Þar vóg þungt að Williams liðið tók eitt viðgerðahlé en Ferrari tvö. Annað hlé hans tók 16 sekúndur vegna vandræða með bensíndælu. Báðir ökumenn McL- aren Mercedes, David Coulthard og Mika Hakkinen, féllu úr keppni. Með öðru sæti er Barrichello þrem- ur stigum á eftir Coulthard, sem er með 57 stig í heimsmeistarakeppni ökumanna. Michael Schumacher er með 107 stig. Barrichello segist ætla að ná sætinu af Coulthard til að tryg- gja Ferrari fyrstu tvö sætin. Fyrir kappaksturinn minntust ökumenn og áhorfendur fórnar- lamba hryðjuverkanna í Bandaríkj- unum með mínútu þögn. Jacques Villeneuve var sá eini sem tók illa í þá hugmynd ökumanna um að taka ekki fram úr í fyrstu beygju brautarinnar til minningar um fórnarlömbin og starfsmanns sem lést í árekstri þar í fyrra. „Ég er hingað kominn til að taka þátt í kap- pakstri,11 sagði hann. Monza er ein hraðskreiðasta brautin, í Formúla 1. Meðalhraði Montoya var 239.103 km/klst en Ralf Schumacher fór hraðasta hringinn á meðalhraðan- um 245,140. Næsti kappakstur er í Indianapolis í Bandaríkjunum 30. september og sá síðasti í Japan 14. október. ■ FYRSTA BEYGJAN Montoya leiðir kappaksturinn á Williams BMW bíl í fyrstu beygju kappakstursins í Monza í gær. Honum fylgir fast á hæla Barrichello á Ferrari. Michael Schumacher neyðist til að sneiða beygjuna þar sem Jarno Trulli missir stjórn á Jordan bíl sínum. Ferrari bílarnir eru með svart nef til minningar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Bandaríkjum, líkt og Jagúar og Jordan. Enska tirvalsdeildin: Leeds á toppnum knattspyrna Tíu leikir fói'u fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leeds komst á toppinn með 2-0 sigri á Charlton í gær. Robbie Keane skoraði fyrsta mark sitt á tímabil- inu og Danny Mills skoraði á móti fyrrum ljðsmönnum sínum hjá Charlton. í gær sigraði einnig Chel- sea Tottenham með þremur mörk- um gegn tveimur. Marcel Desailly skoraði sigurmarkið á lokasekúnd- unum en Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 88. mín- útu. Hermann Hreiðarsson og fé- lagar hans hjá Ipswich gerðu jafn- tefli við Blackburn, 1-1. Þá gerðu Aston Villa og Sunderland marka- laust jafntefli. Á laugardag bar hæst leikur Manchester United og Newcastle, sem endaði með 4-3 sigri Newcastle. Leikurinn var æsispenn- andi. Newcastle komst 3-1 yfir en Manchester náði að jafna. Fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, Alan Shearer, skoraði síðan sigurmarkið stuttu fyrir leikslok. Mikill hiti komst í leikmenn Manchester eftir það og var Roy Keane rekinn af leikvelli fyrir að henda boltanum í höfuðið á Shearer. Þurftu liðsmenn hans að teyma hann út af til að hann myndi ekki æða í Shearer. Þetta er í níunda skipti sem Keane, sem er fyrirliði Manchester, fær rautt spjald á jafn mörgum árum með fé- laginu. Á laugardag sigraði Arsenal Ful- ham með þremur mörkum gegn einu. Liverpool sigraði Everton, ein- nig með þremur mörkum gegn einu og Leicester sigraði Derby með þremur mörkum gegn tveimur. Ósætti voru nokkuð áberandi um helgina, fyrir utan Keane og Shear- er lenti leikmönnum Chelsea og Tottenham og Leicester og Derby saman. ■ FÓRNARLAMBANNA MINNST Fyrir alla knattspyrnuleiki á Stóra-Bretlandi um helgina minntust leikmenn og áhorfendur, líkt og annars staðar, fórnarlamba hryðjuverkanna í Bandaríkjunum sl. þriðjudag með einnar mínútu þögn. HAÍIDNIVIBHATOKAH m FASTVEROINI Vandaðri víbrun Minni skil í steypu wwwTheoJs ÞJ &CO Ármúla 29 /108 Reykjavík Símar: 553-8640 / 568-6100 Bréfasími: 588-8755 1. deild karla: Þór og EiA upp knattspyrna Á laugardaginn fór fram síðasta umferð í 1. deild karla í knattspyrnu. KA tryggði sér sæti í Símadeild karla að ári þegar liðið gerði jafntefli við Þrótt, 2-2. Leikur- inn fór fram á Val- bjarnarvelli og var hreinn úrslitaleik- ur um hvort liðið kæmist upp um deild. Það virtist liggja í loftinu hvort liðið átti að fá sæti í Símadeild þar sem Þróttarar skoruðu öll mörk leiksins. Á Akureyri fékk Þór, sem var búið að tryggja sér sæti, Víkinga í heimsókn. Heimamenn fóru létt með leikinn, sigruðu með þremur mörkum gegn engu, og var afhentur 1. deildarbikarinn eftir leikinn. ÍR náði að bjarga sér frá falli niður í 2. deild með því að sigra Leiftur með þremur mörkum gegn einu. Tinda- stóll þarf hinsvegar að fylgja ná- grönnum sínum í KS niður eftir að liðin gerðu jafntefli á Siglufirði. Þá fékk Dalvík Stjörnuna í heimsókn norðui’. Garðbæingarnir sigruðu auðveldlega, með fjórum mörkum gegn engu. Orri Hjaltalín, leikmaður Þórs, og Hreinn Hringsson, leikmaður KA, urðu markahæstir í deildinni. Þeir skoruðu báðir 16 mörk, Orri í 17 leikjum og Hreinn í 16. Garðar Jóhannsson er þriðji markahæsti, með 15 mörk og Jóhann Þórhalls- son, leikmaður Þórs, fjórði með 13 ■ 1- DEILD KARLA Lið Leikir U ) T Mörk Stig Þór Ak. 18 13 2 3 53:19 41 KA 18 11 4 3 43:21 37 Próttur 18 10 5 3 32:19 35 Stjarnan 18 9 5 4 41:23 32 Leiftur 18 7 2 9 27:30 23 Víkingur 18 6 4 8 32:31 22 Dalvík 18 7 1 10 30:42 22 ÍR 18 4 8 6 31:41 20 Tindastóli 18 4 4 10 25:44 16 KS 18 O 3 15 14:58 3 AÍH#*ÍH Engifcrvörur fra Eurovita Mafeciii já Staölaö engiferextrakt engiferextrakt og glukósamín súlfat engiferextrakt og omega-3 fitusýrur græðandi og mýkjandi krem ZINAXIN ZINGLUSIN MARECGR EXIMIN Fótakrem frá Eurovita wvtíiv HIRUDERM viö minniháttar mar- blettum á fótum. REVENA viö þreytu og pirringi í fótum. Lyfja Lágmúla mán. 17/9 kl. 13-17 Lyfja Setbergi þri. 18/9 kl. 13-17 Lylja Smáratorgi mið. 19/9 kl. 13-17 LYFJA fyrir heilsuna Ráögjöf fyrir EIJROVITA vörurnar veröa í: ÞÍN VERSLUN ÉT Utsalan er hafin ÞINN LEIKUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.