Fréttablaðið - 17.09.2001, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 17.09.2001, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 17. september 2001 FRÉTTABLAÐIÐ MARKAÐIR í KÍNA OPNAST Kínverskur maður virðir fyrir sér gjaldmiðla frá ýmsum löndum á sýningu sem haldin var í Peking á tækni og tólum til nota í bankaviðskiptum. flutningur til Kína mun stór- aukast og að breytinga muni gæta í heimsviðskiptum. Erlendir viðskiptamenn hafa lengi beðið eftir aðild Kina að WTO og séð hana sem inngöngu- leið að nýjum og ómettuðum markaði fyrir vörur sínar. Með aðildinni gefst einnig kínverskri alþýðu nú kostur á að nálgast vör- ur sem áður voru ófáanlegar, allt frá bifreiðum til tískufatnaðar. Aðildin hefur einnig í för með sér að slakað verður á reglugerðum varðandi öll bankaviðskipti og margmiðlun. ■ Bandaríkjaforseti gaf hernum fyrirmæli: Skjóta mátti niður farþegaflugvélar ÁRÁSIN Á BANPARÍKIN Eftir að tvær flugvél- ar höfðu flogið á turna World Trade Center í New York síðastliðinn þriðjudag, gaf George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, bandarískum herflug- mönnum fyrirmæli um að skjóta niður all- ar farþegaflugvélar sem ekki yrðu við til- mælum um að halda VARAFORSETINN Dick Cheney I sjónvarpsviðtali í gær. sig fjarri Washington. Frá þessu skýrði Dick Cheney, vara- forseti Bandaríkj- anna, í sjónvarps- þætti í gær. „Veistu, núna segir fólk að þetta sé hræðileg ákvörðun,“ sagði Cheney. „Og vissulega er hún það. En svo fór að við þurftum ekki að framkvæma hana.“ ■ gÉS NAR I PENTAGON bandaríska varnarmálaráðuneytisins I Washington. eiri handtökum andaríkjunum. 25 manns eru nú í haldi vegna málsins viðbótar er leitað. Meðal þeirra 25, sem í haldi eru, eru tveir menn sem teknir voru fastir á járnbrautarstöð í Fort Worth í Texas. Mennirnir tveir, Mohammed Jaweed Azmath og Ayub Ali Khan, báðir um fimmtugt, voru yfirheyrðir og síðan var flogið með þá til New York. Þeir höfðu farið um borð í flugvél á þriðjudagsmorg- un í Newark í New Jersey, á svip- uðum tíma og fjórum flugvélum var rænt. Flugvélin, sem þeir voru í, fór aldrei á loft vegna þess að öll flugumferð var bönn- uð. Mennirnir tveir voru hand- teknir á miðvikudagskvöld og fundust á þeim hnífar, svipaðir þeim sem talið er að flugræningj- arnir hafi notað. Bandaríska alríkislögreglan FBI leitar nú að meira en hund- rað manns, sem talið er að hafi upplýsingar um hryðjuverkin síðastliðinn þriðjudag. Rannsóknin fer einkum fram í New Jersey, Texas, Florida, New York og Massachusetts í Banda- ríkjunum, en einnig hafa þræðir hennar legið til Evrópu, ekki síst Þýskalands þar sem þrír flug- ræningjanna bjuggu um hríð. Ýmis sönnunargögn hafa fundist þar sem virðist mega tengja til Bandaríkjanna. ■ Ný lög um fasteigna- og brunabótamat: Þingmenn gerðu sér ekki grein fyrir afleiðingunum BRUNABÓTAMAT „Allir þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði, en engar umræður urðu um það á þingi“, segir Jóhanna Sigurðar- dóttir. „Þetta voru mistök og þing- menn gerðu sér ekki grein fyrir því hvað fólst í þessu.“ Að sögn Jóhönnu má sjá á nefndaráliti efnahags-og viðskiptanefndar og umræðum sem fóru fram um þetta mál, að þingmenn hafi ekki gert sér grein fyrir áhrifum eða afleiðingum breytinganna. Þess vegna þurfi að taka málið upp aft- ur. Jóhanna segir að frumvarpinu hafi verið greitt atkvæði án þess að umræða hafi farið fram um megin afleiðingar þess. Hvorki hafi verið rædd áhrifin varðandi veðhæfni eigna eða hvaða áhrif lögin gætu haft varðandi vátrygg- ingaverðmæti. „Það er eins og þeir sem sitji í efnahags- og við- skiptanefnd hafi ekki gert sér grein fyrir þeim breytingum sem þarna urðu,“ segir Jóhanna. Hún segir að nokkur samstaða sé um það innan efnahags- og viðskipta- nefndar að brunabótamat sé ónot- hæfur grundvöllur undir veð- hæfni eigna. Einnig sé hún með í undirbúningi frumvarp að breyt- ingum sem hún muni kynna fyrir nefndinni. ■ Breytingar á reglum um fasteigna- og brunabótamat: Engar umræður áttu sér stað brunabótamat Að sögn Ögmundar Jónassonar, formanns þingflokks Vinstri-grænna áttu engar umræð- ur sér stað á þingi á sínum tíma um breytingar á fasteignamatinu. „Nýjar reglur um brunabótamat eru nú til skoðunar í efnahags - og viðskiptanefnd þingsins og óskað hefur verið eftir nánari úttekt á því máli í heild sinni“, segir Ögmundur. „Það þarf að grípa til gagnráðstaf- ana varðandi þessi mál og ég er að hvetja til þess að það verði gert", segir Ögmundur. Ljóst er að breyt- áþingi ingin á fasteignamatinu hækkar skattstofna ríkis og sveitarfélaga og veldur almenningi verulegum búsifjum. Að sögn Ögmundar er ástæðuna fyrir því að finna í stjórn- arráðinu og þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur ráðist í á liðnum misserum. „Það þarf að taka hús- næðismálin og skattalöggjöfina sem snýr að þessu til gagngerar endurskoðunar", segir Ögmundur. „Það er verið að kanna þessi mál til hlítar og ekki eru öll kurl komin til grafar enn“. ■ Heildarlausnir fyrir fyrirtækið Trygg gæði - Gott verð! 1000kg. 2500 kg. LaE®RnS 1000 kg. Isoldehf. Umboðs- og heildverslun Nethyl3-3a -1 WReykjavík Sími 5353600- Fax 5673609 Sparaðu bakið réttri vinnuhæð Netverslun - www.isold.is Bónstöðin Birta Tökum að okkur að: • Bóna • Massa • Djúphreinsa • Teflonhúða BÓNSTÖÐIN BIRTA Skipholti 11-13 Sími 533 2828 Straumur Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík, s. 560 8900 Mánudaginn 15. október 2001 verða hlutabréf í Fjárfest- ingarfélaginu Straumi hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Veróbréfaskráningu íslands hf. í samræmi við ákvöróun stjórn- ar Fjárfestingarfélagsins Straums hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi veróa engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrir- tækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um raf- ræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. tekin til rafrænnar skráningar. Þau eru gefin út á nafn hluthafa og útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur hlutabréfa í félaginu sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé rétti- lega fært í hlutaskrá Fjárfestingarfélagsins Straums hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Fjár- festingarfélagsins Straums hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík eða í s(ma 560 8900. Komi í Ijós við slíka könnun að eig- endaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönn- ur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð rétt- indi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildar- samning við Verðbréfaskráningu íslands hf., fyrir skrán- ingardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á aó ferli raf- rænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikn- ingsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikn- ingsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni við- komandi hluthafa. Stjórn Fjárfestingarfélagsins Straums hf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.