Fréttablaðið - 17.09.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.09.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTABLAÐIÐ Fyrirtæki til sölu, t.d.: • Oriflame á íslandi. Rótgróið umboð fyrir þessar heimsþekk- tu snyrtivörur sem aðeins eru seldar í heimasölu og á Netinu. Lítil fjárfesting. • Verslun, bensínssala og veitin- garekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Mjög góður rekstur. • Rótgróið gistihús/hótel á góðum stað í borginni. 15 her- bergi. Góð viðskiptasambönd. Velta 22 MKR á ári. • Djásn og Grænir Skógar. Pessi óvenjulega og fallega dekurbúð við L^ugaveginn er til sölu fyrir réttan kaupanda. Upplýsingar aöeins veittar á skrifstofunni. Vinsamlega pantið tíma. • Lrtið verktakafyrirtæki í sérhæfðum byggin- gaframkvæmdum. Góð verkefni allt árið. Hentugt fyrir tvo menn, t.d. smiði. Lítil fjárfesting. • öflugt verslunarfyrirtæki meö 175 MKR ársveltu. Það þekk- tasta á sínu sviði. • Fyrirtæki sem á leikjakassa í krám og sjoþpum. Góð fram- legð, auðveld kaup. • Rótgróin innflutningsverslun með tæki og vörur fyrir byggin- gariðnaðinn. Ársvelta 165 MKR. Góður hagnaður. • Óvenjulegt fyrirtæki í bílaþrifum með mikla markaðsmöguleika. Sérstaklega hentugt fyrir dugle- ga námsmenn. • Góð videósjoppa með 4 MKR veltu á mánuði. Auðveld kaup. • Sport og dans pub í úthverfi. Sérstaklega glæsilegur og mjög vinsæll. • Mjög falleg blómabúð í Grafarvogi. Mikil velta og góður rekstur. Ein sú besta í borginni. Auðveld kaup. • Framleiðslufyrirtæki í bílahlutum með góða hagnað. Hentugt fyrir tvo menn. • Sniðugur kjúklingastaður með um 20 MKR ársveltu. • Sólbaðsstofa í Breiðholti. 9 sól- bekkir. Mjög hagstætt verð og möguleiki á skiptum, t.d. á bíl. • Gott kaffihús í miðbænum. • Glæsileg videoleiga og söluturn, ísbúð og grill í stórum verslu- narkjarna. 6 MKR mánaðarvelta og góður hagnaður. Þægilegir greiðsluskilmálar. • Stór pub í miðbænum. Mikil velta. • Þekkt gjafavöruverslun við Laugaveg. • Lítið bílaverkstæði í góðu hús- næði í Hafnarfirði. Vel tækjum búið. • Þekkt sólbaðsstofa, hárgreiðs- lustofa og snyrtistofa í mjög fal- legu húsnæði. • Stór pizzastaður í Hafnarfirði. Hagstætt verð. • Sport-pub í góðu hverfi. Velta 2 MKR á mánuði. Hentugt fyrir kokk. • Vel þekkt saumastofa með ágætum tækjabúnaði í sérhæfðum verkefnum. Langtímasamningur um verkefni. Hentar vel til flutnings út á land. • Hárgreiðslustofa á góðum stað. Hagstætt verð, • Einn af vinsælustu veitin- gastöðum borgarinnar. Mjög góð velta og framlegð. • Lítil videosjoppa í Háleitishverfi. Auðveld kaup • Yfir 100 fyrirtœki til sölu í fles- tum starfsgreinum. • Láttu drauminn rætast um eigin atvinnurekstur, það er auðvei- dara en þú heldur! | - UUUUI IUHUOUIUUI uu \uiau IIUOIII/ I • Sími 533 4300 • Gsm 895 8248 pf 8 17. september 2001 MÁNUPAGUR T öl vufy rirtæki: T ækniframfarir ganga hægar TÖLVUFYRIRTÆKI Samdráttur hefur átt sér stað meðal nokkurra tölvu- fyrirtækja landsins að undan- förnu. Holberg Másson, stjórnar- formaður Netverks plc., segir að nýlegur niðurskurður hjá þeim, þar sem töluverðum fjölda starfs- manna var sagt upp, skýrist af því að skiptin milli farsímakerfa gangi hægar fyrir sig en vonast hafði verið til. Hann segir vera niðurskurð hjá fyrirtækjum bæði hér heima og erlendis og þau hafi gripið til mismunandi aðgerða. Sum fyrirtæki segir hann að hafi verið að minnka við sig í húsnæði og einhver hafi jafnvel samið við starfsmenn upp á nýtt. Hann seg- ir það helst vera minni fyrirtæki sem eru að þróa nýjungar á tölvu- og fjarskiptasviði sem eru að draga saman seglin. „Fyrirtæki með undir hundrað starfsmönn- um. Þá hafa stærri fyrirtækin líka verið með einhverjar sparnaðar- aðgerðir," sagði hann. Holberg segir óvissu á markaði gera sum- um fyrirtækjum erfiðara fyrir að Samdráttur í tölvugeiranum kemur harðast niður á smærri fyrirtækjum sem vinna að nýjungum. fjármagna reksturinn því fjár- festar haldi að sér höndum á með- an það ástand varir. „Það er þren- gra um og í Bandaríkjunum og Evrópu hafa margir fjárfestar tekið ákvörðun um að láta hluta þeirra fyrirtækja sem þeir hafa verið að fjármagna einfaldlega eiga sig og sjá hvort þau spjari sig án peninga," sagði Holberg. ■ Brotist inn í þrjú apótek: Framinum svipaö leyti innbrot Brotist var inn í þrjú ap- ótek aðfaranótt sunnudagsins með stuttu millibili. Farið var inn í apótek í austurborginni um tvöleytið og voru tveir sautján ára piltar staðnir að verki og fluttir til frekari yfirheyrslu. Átta mínútum síðar var gerð til- raun til innbrots í apótek í vest- urbænum. Þar var rúða brotin en engu stolið. Um hálf þrjú leytið var tilkynnt um innbrot í apótek í vesturborginni og töluverðu magni af ákveðnu lyfi stolið en ekki fékkst uppgefið af hvaða tegund. ■ UPPSALIR Kostaði fjórar milljónir með landi, raektun, húsum og tækjum. Greitt var 20 milljónum meira fyrir dánarbúsjörðina Kvoslæk, sem að sögn kunnugra er sambærileg Uppsölum. Eins og í hundruðum annarra tilfella Landbúnaöarráðuneytið gagnrýnt af Ríkisendurskoðun vegna skorts á faglegum vinnubrögðum við sölu ríkisjarða. Ráðuneyti og Ríkiskaup vísa á hvort annað þegar beðið er um útskýringar á verklagsreglum. uppsalir í stjórnsýsluúttekt Ríkis- endurskoðunar á starfsemi jarða- deildar landbúnaðarráðuneytis frá árinu 1998 er að finna margvíslega gagnrýni. I niður- stöðum er það með- al annars nefnt að ekki séu til staðar „verklagsreglur um hvernig staðið skuli að jarðasölum og hvernig verð skuli ákvaröaö." Ríkisendurskoðun sér ástæðu til að birta sérstaklega svar ráðuneytisins við þessu: „... meðhöndlun jarðeigna ríkisins [er] tiltölulega flókið ferli og erfitt að koma við algildum reglum.“ Tveggja milljóna króna verð- mat landbúnaðarráðuneytis og Rík- iskaupa á rúmlega 100 hektara landi ríkisjarðarinnar Uppsala í Hvolhreppi hefur vakið athygli. Bent hefur verið á að jörðin Kvos- lækur í Fljótshlíð, sem að sögn kunnugra er sambærileg hvað varðar staðsetningu og landgæði seldist á vordögum fyrir 24 millj- ónir króna. Aðspurður um hvernig staðið var að verðmati Uppsala vísaði Jón H. Ásbjörnsson, deildarstjóri hjá Ríkiskaupum, alfarið á landbúnað- arráðherra. „Okkar verðmat er að- eins tillaga og það er ráðherra sem tekur lokaákvörðun. Ráðuneytið er alls ekki bundið af okkar tillögum," sagði Jón. Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, og Sigríður Norðmann hjá jarðadeildinni vísuðu á Ríkis- kaup um útskýringu verklags- reglna í þessu efni. „Sú ákvörðun hefur verði tekin að fara í öllum til- fellum eftir úttektum þeirra og svo var einnig í þessu tilfelli," sagði Guðni. Sigríður Normann hjá jarða- deild ráðuneytisins staðfesti að fSÓLFUR GYLFl GUÐNI ÁGÚSTS- pAlmason SON Keypti í gegnum Hefðbundin fram- ábúendur sem fluttir kvæmd. voru af jörðinni. mat Ríkiskaupa hafi þótt of lágt og hafi því verið hækkað um helming. Greiðsluseðill sem sendur var til kaupendanna í samræmi við það kom þó aldrei til greiðslu. í stað þess lækkaði ráðuneytið kaupverð- ið aftur niður í tvær milljónir. í þessu tilfelli nýttu þrír aldrað- ir bræður sem lengi höfðu stundað búskap á jörðinni, sér ákvæði í jarðalögum sem heimilar leigulið- um kaup á ábúðarjörðum sínum. Af skjölum málsins má sjá að þeir keyptu jörðina til þess að selja Isól- fi Gylfa Pálmasyni, þingmanni, hana aftur nokkrum vikum síðar. Það má einnig sjá að ísólfur Gylfi, en ekki ábúendurnir, greiddi ríkinu fyrir jörðina. Guðni kannaðist ekki við þessa málavexti. „Málið kemur ekki á mínar fjörur fyrr en ég skri- fa undir sölu til bræðranna og svo aftur um að ríkið neytti ekki for- kaupsréttar.“ Ekki var talið rétt að neyta for- kaupsréttar vegna viðskipta ábú- enda og ísólfs Gylfa Pálmasonar með jörðina vegna áratuga venju. Þetta má skilja af viðbrögðum ráðuneytis og ráðherra. „Síðan kemur að því, eins og í hundruðum annarra tilfella, að þeir sem keypt hafa samkvæmt þessari reglu hafa fullt frelsi til þess að láta reyna á sölu aftur, gefa jörðina eða gera hvað sem þeir vilja,“ sagði Guðni. ■natti@frettabladid.is „Okkar verð- mat er aðeins tillaga og það er ráðherra sem tekur lokaákvörðun. Ráðuneytið er alls ekki bundið af okkar tillög- um" — Á föstudag var tekin fyrsta skóflustunga að viðbyggingu við Hlíðaskóla. Þegar sú bygging er risin verða Hlíðaskóli og Vesturhllðarskóli undir sama þaki og allir grunnskólar Reykja- víkur einsetnir. Borgaskóli og Hlíðaskóli: Nýr skóli vígður og byggt við annan SKÓlabyggingar Borgaskóli í Graf- arvogi var vígður og formlega tekinn í notkun við hátíðlega at- höfn á föstudag. Þetta er fjórða starfsár Borgaskóla en byrjað var að kenna þar í lausum kennslu- stofum. Skólinn er byggður fyrir 350 til 400 nemendur en í vetur eru þar tæplega 320 börn í 17 bekkjardeildum í 1. til 8. bekk. Nýja skólahúsið er tvær bygging- ar með tengigangi og eru hönnuð- ir þess Gláma/Kím arkitektar. Á föstudag var einnig tekin fyrsta skóflustunga að viðbygg- ingu við Hlíðaskóla. Þegar sú við- bygging er risin verða Hlíðaskóli og Vesturhlíðarskóli, sem er skóli fyrir heyrnarlausa og heyrnar- skerta, í samstarfi og í sama hús- næði. Þá verður Hlíðaskóli einnig einsetinn og þar með allir grunn- skólar borgarinnar. Samvinna skólanna tveggja hófst árið 1999 og eru þeir nú Borgaskóli var vígður við hátíðlega athöfn á föstudag. Að lokinni vígslu var foreldrum og öðrum gestum boðið að þiggja veiting- ar foreldrafélagsins og skoða skólahús- næðið. meðal annars með sameiginlega skóladagvist og íþróttakennslu. í Hlíðaskóla eru nú á sjötta hund- rað nemendur í 1. til 10. bekk en í Vesturhlíðarskóla eru 18 nemend- ur, einnig í 1. til 10 bekk. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.