Fréttablaðið - 17.09.2001, Page 2

Fréttablaðið - 17.09.2001, Page 2
KJÖRKASSINN ERFIÐARA FLUG Þorri kjósenda býst við erfiðari flugferðalögum I kjölfar hertra ör- yggisráðstafana. Verður erfiðara að ferðast með flugi vegna hertra ðryggisráðstafana? Niðurstöður gærdagsins á www.vlsir.is 54% Spurning dagsins í dag: Ertu sammála því að líta á árásina á Ameríku sem árás á fsland? Farðu inn á vísi.is og segðu þlna skoðun JOSÉ CARRERAS „Það er mér mikil ánægja að koma hingað í fyrsta skipti", segir Carreras, sem í gær- kvöldi hitti forseta Islands. Laugardalshöll: Carreras og Diddú í kvöld tónieikar Stórtenórinn, José Car- reras, kom hingað til landsins í gær. Carreras mun, í kvöld, syng- ja á tónleikum í Laugardalshöll ásamt Diddú, Sinfóníuhljómsveit íslands og kór íslensku Operunn- ar. Nokkuð óvenjulegt þykir að Carreras skuli koma fram með sinfóníuhljómsveit sem hann þekkir ekki til. Eftir að hafa hlust- að á flutning hljómsveitarinnar sendi hann þau boð að hann myndi með mikilli ánægju syngja með hljómsveitinni. Stjórnandi Sinfón- íuhljómsveitarinnar verður David Gimenez sem jafnframt er systur- sonur Carreras. ■ Osama bin Laden segist saklaus: Omar lejdir mér þaðekki DUBAÍ, SAMEINUÐU ARABÍSKU FURSTA- DÆMUNUM. ap „Ég legg áherslu á að ég hef ekki framið þennan verknað, sem virðist hafa verið framinn af einstaklingum af eigin hvötum," sagði í yfirlýsingu frá Osama bin Laden, sem hann sendi frá sér í gær. Þar neitar hann því alfarið að hafa nokkurn hlut átt að máli í árásunum á Bandaríkin í síð- ustu viku. „Ég hef svarið hollustueið [við Mohammad Omar, leiðtoga Talibana], sem leyfir mér ekki að framkvæma svona hluti héðan frá Afganistan." Þetta er í annað sinn sem bin Laden neitar aðild að árásunum á New York og Washington, en bandarískir ráðamenn segjast engu að síður sannfærðir um að hann hafi skipulagt árásirnar og eru staðráðnir í að hefna sín. ■ HINN GRUNAÐI Osama bin Laden segist vera vanur því að Bandaríkin kenni sér um í hvert sinn sem „óvinir þeirra gera árás." FRÉTTABLAÐIÐ 17. september 2001 W.ÁNUDAGUR Vélstjórum fækkað í lagafrumvarpi: Helgi Laxdal segir vélstjóra aldrei samþykkja 35% fækkun sjávarútvegsmál „Sú staða er komin upp núna að sam- gönguráðuneytið leggur til sömu fækkun í áhöfnum fiskiskipa og var upp á borð- inu síðasta vor. Það er ljóst að þetta getum við aldrei sætt okkur við,“ segir Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félags íslands, en margir töldu að meginforsenda kjarasamnings þeirra í vor hafi verið að frumvarp til laga um áhafnir skipa tæki þyrfti ekki að koma til fækkunar hjá vélstjórum. Þá gengu forystumenn sjó- manna svo langt að ásaka Vélstjórafélagið um að hafa gengið í lið með útgerðar- mönnum um að fækka há- setum á fiskiskipum. Helgi segir svo ekki vera, átt hafi éftir að semja um fiski- mannahlutann. Vélstjórar „.. , hafi hinsvegar vonast eftir VþLs'sKnd. £ að St-ÍÓrnVÖld SæJU að HELGI LAXDAL Trúi því ekki að trumvarpið ekki til áhafna á fiskiskipa og því „Vélstjórum á fiskiskipum gæti fækkað um allt að 30-35% sam- kvæmt upplýsingum sem ég fékk í síðustu viku á fundi Siglingaráðs. Ég veit ekki hvert framhaldið verður, við eigum að skila greinar- gerðum um málið innan skamms og ég trúi því ekki að litið verði framhjá okkar sjónarmiðum," seg- ir Helgi og tekur fram að engar viðhlítandi skýringar hafi borist vélstjórum frá ríkinu um nauðsyn fækkunar. Engin ákveðin dæmi hafi verið nefnd því til stuðnings að aukin sjálfvirkni og tækni geri fækkun nauðsynlega. ■ Kærur vegna fasteigna- og brunabótamats: Fimm þús- und kærur hafa borist brunabótamat Um fimm þúsund kærur höfðu borist Fasteignamati ríkisins síðastliðinn föstudag. Fjöldi kæra hefur nær tvöfaldast frá því á föstudaginn í síðustu viku. Að sögn Hauks Ingibergssonar, for- stjóra Fasteingamatsins, var ljóst að langflestar kærur myndu berast síðustu dagana áður en að frestur- inn rynni út. Skila má inn kærum til Fasteignamatsins í dag, þar sem að fresturinn rann út um helgi. Það má því gera ráð fyrir að kærustaflinn stækki enn frekar. ■ CHENEY, BUSH OG POWELL George W. Bush Bandaríkjaforseti ásamt Dick Cheney varaforseta og Colin Powell utanríkisráðherra. Bandaríkin búa sig undir stríd Friðarsinnar hjáróma í Frakkar ÁRÁS Á amerÍKU Bandarískir ráða- menn voru herskáir í tali í gær. Ge- orge W. Bush hét því að Bandaríkin myndu „losa heiminn við illvirkj- ana.“ Hann sagði þá sem réðust á „byggingar fulla af saklausu fólki" .-♦... í Washington og . George W. New York hafa Bushhétþví ..lýst yfir stríð á að Bandaríkin hendur Bandaríkj- myndu „losa unum- Þeir hafa heiminn við §ert hræðileg mis- illvirkjana." tokf. , Dick Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, sagði engan vafa leika á því að Osama bin Laden ætti hlut að máli í hryðjuverkunum og sagði að Afganistan væri hugsanlegt skot- mark í hernaðaraðgerðum. Colin Powell utanríkisráðherra sagði talibanastjórninna í Afganist- an standa frammi fyrir því að fram- selja bin Laden eða fá makleg mála- gjöld ella. Bush hafði átt fund með ríkisstjórn sinni og ráðgjöfum í Camp David á laugardaginn þar sem lögð voru á ráðin um viðbrögð Bandaríkjanna við hryðjuverkun- um, en hann var kominn aftur til Washington í gær. Bandaríkjunum hafa borist loforð um stuðning við hernaðaraðgerðir frá ýmsum lönd- Bandaríkjunum. Talibönum settir úrslitakostir. vara við of hörðum viðbrögðum. FYRIR TlU ÁRUM Þessi mynd var tekinn árið 1991 af þeim Dick Cheney, þáverandi varnarmálaráðherra, George Bush eldri, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Colin Powell, þáverandi yfirmanni bandaríska herráðsins. Persaflóastríðið stóð þá sem hæst um, jafnt í Evrópu sem Asíu og víð- ar. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, lýsti í gær yfir afdráttar- lausum stuðningi við Bandaríkja- forseta. Sendinefnd Pakistana heldur í dag, mánudag, á fund Talibana í Afganistan. Sendinefndin ætlar að gefa þeim þriggja daga frest til að framselja hryðjuverkamanninn Osama bin Laden, eða horfast í augu við árásir á landið að öðrum kosti. Ýmsir hafa þó orðið til að vara við því, að brugðist verði við með vanhugsuðum og hörkulegum aðgerðum. Alain Richard, varnar- málaráðherra Frakklands, sagðist þess fullviss að Bandaríkin myndu bregðast við af ábyrgð, en varaði jafnframt við því að valdbeiting ein dygði ekki til að stöðva starfsemi hryðjuverkamanna. Friðarsinnar í Bandaríkjunum hafa jafnvel hvatt til þess látið verði kyrrt liggja og allar hernað- araðgerðir teknar af dagskrá. Þess- ar raddir hafa þó verið heldur hjáróma. Meðan mannfjöldinn í New York söng ættjarðarlög um helgina mátti heyra stöku friðar- sinna söngla „Give peace a chance". Barbara Lee, demókrati frá Kaliforníu, var eini bandaríski þingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn því að veita forsetanum heim- ild til hernaðargerða sem viðbrögð við hryðjuverkunum og taldi í því felast of mikið valdaafsal af hálfu þingsins. gudsteinn@frettab!adid.is ísólfur Gylfi Pálmason: Fékk atvinnustyrk til skógræktar SKÓGRÆKT Björn B. Jónsson hjá Suðurlandsskógum, landgræðslu- og skógræktarverkefni ríkisins, staðfesti að ísólfur Gylfi Pálma- son, alþingismaður, hafi fengið fjárstyrk nú í ár til plöntukaupa, en gaf ekki upplýsingar um fjár- hæð styrksins. Stjórn Suðurlands- skóga bókaði um mitt síðasta ár að stjórnaformaður verkefnisins, ísólfur Gylfi Pálmason, hyggðist segja af sér formennsku áður en hann festi kaup á jörð og hæfi þátttöku í skógræktarverkefninu. Björn segir landbúnaðarráðuneyt- inu hafa verið tilkynnt um afsögn fSÓLFUR GYLFI Var formaður stjórnar Suðurlandsskóga árið 2000. Heildarátaks- fjárhæðin það árið var 63 m.kr. og af henni runnu 40 m.kr til Suð- urlandsskóga. ísólfs Gylfa með bréfi nú í vor. Með þessu hafi þingmaðurinn viljað koma í veg fyrir að hann sæti báðum megin borðsins. ísólfur Gylfi keypti jörðina Uppsali í Hvolhreppi um síðustu áramót af fyrrum ábúendum þar. Þeir höfðu eignast jörðina með vís- an í 38. grein jarðalaga sem veitir leiguliðum kauprétt að ábúðarjörð- um sínum. Þar eru eftirfarandi skilyrði sett: „Ákvæði þessarar greinar taka þó ekki til jarða ... sem eru líklegar til að verða nýttar til annars en búrekstrar, svo sem fólkvangar, sumarbústaðalönd eða til annarra útilífsnota." Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, hefur bent á að ísólfur Gylfi, með skógrækt sinni á Uppsölum, stundi búrekstur og fullnægi þannig laga- skilyrðum. Einnig bls. 8. Ný lög um fasteigna- og brunabótamat: _r Utkoman var okkur ekki ljós brunabótamat „Enginn í nefnd- inni gerði sér grein fyrir því að þetta myndi koma svona út fyrir heildina," segir Sigurður Helgi Guðjónsson formaður Húseig- endafélagsins, sem átti sæti í nefnd sem samdi reglugerðina sem byggir á lögum um bruna- bótamat. Að sögn Sigurðar Helga hefði mátt kynna þessar breyting- ar á fasteigna- og brunabótamati mun betur, og jafnvel fara hæg- ar í sakirnar. Á sigurður sínum tíma hafi helgi guð- hinsvegar ekki jónsson þótt ástæða til Fyrningin leit sak-þess> en(ja hafi leysislega ut i g^j verið talið að orðin m ög'flókin um byltingakennd: í framkvæmd. ar breytingar væri að ræða. Hann tel- ur að þingmenn hafi ekki áttað sig á framkvæmdinni. „Allar reglur sem varða skatta og skyldur og íþyngja borgurunum eiga að vera á hreinu og túlkaðar þröngt," segir Sigurður Helgi. „Grunnreglur eiga að vera skýr- ar.“ Hann segir að nákvæmari útfærsla á því hvernig fyrningin ætti að vera, hefði verið mun ákjósanlegri. „Fyrningin lítur sakleysislega út í lögunum og reglugerðinni, en verklagsregl- urnar gera hana flókna," segir Sigurður Helgi. Einnig bls. 13. STUTT I Ingvi Hrafn Óskarsson var kjörinn nýr formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna á þingi sambandsins á Seltjarnar- nesi um helgina. Iályktun þingsins er lögð áher- sla á að tekjuskattar einstak- linga og fyrirtækja verði lækk- aðir verulega og stimpilgjöld af- lögð. SUS telur krónuna hindrun fyrir íslenskt efnahagslíf. Ekki verði hjá því komist að taka upp sterkan gjaldmiðil í stað hennar. SUS telur afskipti ríkisvalds- ins að húsnæðismálum ein- staklinga óþörf. Umræða vegna brunabóta- og fasteignamats sýni að Fasteingamat ríkisins sé úrelt stofnun. Þá hvetja ungir sjálfstæðis- menn til þess að stjórnvöld undirbúi einkavæðingu vega- kerfisins þar sem því verði komið við. Nútímatækni geri slíka einkavæðingu fýsilegan kost.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.