Fréttablaðið - 17.09.2001, Page 16

Fréttablaðið - 17.09.2001, Page 16
í BÍÓ ÞRÁINN BERTELSSON kvikmyndagerðarmaður • Bros lengi, lengi „f minnsta salnum í Háskólabíói er skemmtilegusta myndin í bænum, Sam- an (Tillsammans) eftir Lukas „Fucking Ámál" Moodysson, ungan leikstjóra sem er að verða skærasta stjarna Norð- urlanda á sviði kvikmyndagerðar. Þessi mynd fylgir manni. Hlátur alla leið út úr bióinu, bros lengi, lengi..." ■ HEAVIER THAN HEAVEN Charles R. Cross vann bókina upp úr um 400 viðtölum við vini, vandamenn og aðra, sem þekktu Kurt Cobain. Ný bók um ævi Kurt Cobains: Gantaðist um sjálfs- morð í æsku TÓNUST „Ég ætla að verða heims- frægur tónlistarmaður, drepa mig, og kveðja heiminn í dýrðar- ljóma.“ Þessi orð á hinn 14 ára gamli Kurt Cobain að hafa sagt við vin sinn, samkvæmt bókinni „Heavier than Heaven". Bókin er skrifuð af Charles R. Cross og fjallar um hina stuttu ævi söngv- ara hljómsveitarinnar Nirvana, sem framdi sjálfsmorð árið 1997, þá 27 ára að aldri. Cross er 44 ára gamall fyrirverandi tónlistar- blaðamaður fyrir The Rocket Music Magazine sem gefið er út í Seattle, heimabæ Nirvana. Sú mynd sem Cross dregur upp af söngvaranum er fjarri því að vera ein lofsdýrkun út í gegn, heldur leggur hann sig fram við að draga fram raunsæa og mann- lega mynd af Cobain. Til þess vann Cross bókina upp úr um 400 viðtölum við vini, vandamenn og aðra sem áttu einhver samskipti af söngvaran. En besta innsýn inn í hugarheim söngvarans barst honum svo frá Courtney Love, eftirlifandi ekkju söngvarans og barnsmóður, sem veitti honum að- gang að áður óséðum dagbókum söngvarans. ■ 16 FRETTABLAÐIÐ 17. september 2001 MÁNUDAGUR HASK0LABIÓ HACATORCI, SIMI 530 1919 Þar sem allir salir eru stórir £11.1 ” Towkv.C NIKY Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 ffÍLL SAMMANS kl. e| Irugarts in paris M !the VIRGIN SUICIDE kl. 101 BIDGET JONES'S DIARY kl. 8 og ,o| JURASSIC PARKIII kl. 6 og 81 snjtöáiM i s»"dki 6.8og ,0 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 VIT 251 jCATS & DOGS m/ ensku tali kL 8^151^1 PLANET ÖFTHE ÁPES kl. 5.40,8 og löiÖIPl jSHREK m/ íslensku tali ... |THE EAST&THE FURIÖUS kL5J5,8 og löiölpíl ÍSHREK m/ ensku tali kLÍPSt |CATS & DOGS m/ íslensku tali kl. 61|yií| IKISSOFTHEDRAGON KLÍoim FRÉTTIR AF FÓLKI Hryöjuverkaárásin á Bandarík- in virðist ætla hafa töluverð áhrif á kvikmyndaheiminn. hlú berast fregnir af því að í kjölfar þeirra hafi kvik- myndaver Sony ákveðið að breyta endir á tveimur stórmyndum sem væntanlegar eru í kvikmyndahús á næsta ári. Þetta eru myndirnar Men In Black 2 og Spiderman en í þeim báðum voru fyrirhugaðar senur sem tengdust á einhvern hátt World Trade Cent- er turnunum. Sýninshorn úr Spiderman myndinni sem þegar var byrjað að sýna í kvikmynda- húsum hefur verið afturkallað, þar sem senan frá turnunum var á meðal þeirra atriða sem sýnt var úr. Tónlistarmenn hafa margir hverjir verið aó tjá skoðanir sínar á atburðum síðastliðinna daga á heimasíð- um sínum. Moby var æfareiður og sakaði FBI og CIA fyrir að hafa brugðist skatt- borgurum með því að stöðva ekki árásina við fæð- ingu. David Bowie lét aðdáendur sína vita að hann væri óhultur og sagði hræöilega þögn og tilfinningardoða svífa yfir borginni, en hann hefur búið í borginni um árabil. Hann sagði New York búa svipaða London búa að því leiti að fólk hugsaði og framkvæmdi hluti snöggt en ótt- aðist að þögnin myndi á næstu dögum breytast í gífurlega reiði. Tjöldin risu aftur í leikhúsunum á Broadway á fimmtudags- kvöldið eftir að myrkraðir salirnir höfðu staðið mannalausir í tvo daga. Leikhúsin vottuðu fórnar- lömbum árásanna virðingu sína með misjöfnum hætti, en í mörg- um þeirra var farið fram á einna mínútu þögn áður en tjöldin risu. Á sumum sýningum mættu fram- leiðendur upp á svið áður en sýn- ingarnar hófust og bentu á að í leikhúsi væri sterkt afl sem teng- di fólk saman, og að hlátur væri sterkt sameiningarafl og stoð í sorginni. m * V ! mjim l^rir kaHár • Þrja FENGU BÓLSTRAÐ UPPTÖKUVER Eigandi innréttaða bílsins, sem er notaður sem upptökuver Spritz, er hæstánægður með þann heiður að lána bílinn fyrir sjónvarpið. Hann keyrir í bæinn frá Hvalfjarðarströnd þegar Jón og Hemmi taka upp. Partýþáttur á Popptíví Jón Mýrdal og Hemmi feiti taka upp sjónvarpsþáttinn Spritz fyrir Popptíví í Chevy ‘78. Þeir eru duglegir að sletta úr klaufunum og reyna að fá áhorfendur með í spilið með því að halda partýleik. sjónvarp Sjónvarpsþátturinn Spritz hefur göngu sína á Popp- tíví á miðvikudagskvöld. Um- sjónarmenn þáttarins eru þeir Jón Mýrdal og Hermann Fannar Valgeirsson, Hemmi feiti, og von- ast þeir til að halda þættinum út í allan vetur. Hann er klukkutíma langur og er þemað litríkt fólk og partýhöld. „Spritz gerist að miklu leyti aftan í innréttuðum sendiferða- bíl, Chevy ‘78,“ útskýrir Jón Mýr- dal. „Hann átti fyrst að vera í hjólhýsi en það var erfitt að finna almennilegt hjólhýsi með skömmum fyrirvara. Þá sást sendiferðabíllinn góði á bensín- stöð og við vorum látnir vita. Eig- andi hans er strákur af Hval- fjarðarströnd, sem er hæstá- nægóur með þann heiður að lána bílinn fyrir sjónvarpið. Hann keyrir í bæinn í hvert skipti sem við þurfum að nota hann.“ Aftan í bílnum eru gestir tekn- ir tali. í fyrsta þættinum á mið- vikudag eru gestirnir meðlimir rappsveitanna Quarashi og X Rottweilerhunda. „Við vilj- um ekki fara hina hefðbundnu leið með viðmælendur, taka bara þá inn sem hafa eitthvað að aug- lýsa. Þrír menn aðstoða okkur til skiptis, Laddi, Nonni og Tobbi. Þeir sitja og spjalla með okkur eða bara þegja.“ í Spritz er í hverri viku valin ein veisla, sem þeir Jón og Hemmi fara í og taka upp. „Partýieikur Spritz virkar þannig að fólk skráir veisluna sína inn á heimasíðu Sprite. Síðan mætum við þangaó hlaðnir gjöfum til að NABBI ZrúXTiUtA lífga upp á mannskapinn og myndum.“ „Síðan má ekki gleyma Óvita- leikhúsinu Skrímslareður," segir Jón. Óvitaleikhúsið samanstend- ur af nokkrum drengjum, sem framkvæma alls kyns áhættuat- riði í anda bandaríska sjónvarps- þáttarins Jackass. „Þeir eiga það til að vera mjög súrir, þeir gaur- ar.“ „Síðan förum við líka á djam- mið og finnum ljóskur til að koma í þáttinn og mætast í Spurninga- keppni ljóskunnar,“ segir Jón. Það lítur því allt út fyrir það að þáttastjórnendur séu undir áhrif- um mest allan þáttinn. „Ekki alltaf, kannski í partýunum. Við erum ekki með þennan þátt ein- ungis til þessa, bara smá.“ haildor@frettabIadid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.