Fréttablaðið - 18.09.2001, Qupperneq 10
10
FRÉTTABLAÐIÐ
18. september 2001 PRIÐJUDAGUR
Stjórnarviðræður í Noregi:
Framfaraflokkurinn ekki með
|vidskiptT|
Flugleiðir lækkuðu um 10,5% á
Verðbréfaþingi íslands í gær.
Reyndar voru bara ein viðskipti á
bak við þessa lækkun og ekki
margir sem seldu eða keyptu
bréf í félaginu. Hlutabréf helstu
flugfélaga í Bandaríkjunum
lækkuðu í gær þegar viðskipti
hófust aftur á Wall Street í gær.
—♦—
iðskipti með íslensku krónuna
á gjaldeyrismarkaði í gær
námu 3.1 milljarði króna. I þess-
um viðskiptum veiktist hún um
0,7% gagnvart erlendum gjald-
miðlum. Vísitalan endaði í 140,3
stigum og hefur krónan veikst
um 1,7% frá síðustu mánaðamót-
um. Frá áramótum hefur krónan
veikst um 15,5%
kosnincar i NORECI í Noregi er
talið líklegt að síðasta verk ríkis-
stjórnar Jens Stoltenbergs verði
að leggja fram fjárlagafrumvarp
11. október. Hugsanlegt er talið að
ný ríkisstjórn taki við völdum
strax daginn eftir að fjárlaga-
frumvarpið hefur verið lagt fram
en það er að sjálfsögðu háð því að
tekist hafi að mynda nýjan meiri-
hluta í norska þinginu. Ríkisstjórn
Stoltenbergs gæti þó setið allt þar
til þingið felldi hana sem gerðist
þá eftir að Noregskonungur hefur
flutt stefnuræðu forsætisráð-
herra 18. október.
Hægriflokkurinn, Kristilegi
þjóðarflokkurinn og Vinstriflokk-
urinn ræðast nú í óformlega við
um stjórnarmyndun. Búist er við
að formlegar viðræður hefjist á
næstu dögum ef samkomulag
næst milli flokkanna um stjórnar-
myndun. Flokkarnir þrír hafa
ekki meirihluta í þinginu þannig
að ljóst er að ríkisstjórn þeirra
þyrfti að treysta á stuðning ann-
arra flokka. Framfaraflokknum
hefur þó ekki verið boðið að taka
þátt í viðræðum flokkanna. ■
AFTUR í STJÓRN
Kristílegi demókratinn og tyrrver-
andi forsætisráðherra, Kjell
IWagne Bondevik,er liklega aftur á
leið í ríkisstjórn.
Iðnrannsóknastofnanir:
Verulega dregið
úr ijárveitingum
ríkisstjórn Dregið hefur verulega
úr fjárveitingum til rannsókna-
stofnanna iðnaðarráðuneytisins
síðustu ár, segir Valgerður Sverr-
isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra. Hún lagði fyrir síðasta rík-
isstjórnarfund skýrslu þar sem
farið er yfir hlutverk þessara
stofnana í eflingu rannsókna, ný-
sköpunar og atvinnuþróunar. „Við
teljum stofnanirnar gegna mikil-
vægu hlutverki við uppbyggingu
atvinnulífs og við að framfylgja
stefnu stjórnvalda í þeim efnum,“
sagði hún. „Á þessu ári eru fjár-
veitingar á föstu verðlagi einung-
is helmingur af því sem var árið
1987,“ bætti Valgerður við. ■
Grunaður flugræningi:
Lærði flug-
virkjun í þýsk-
um háskóla
hamborc.þÝskalandi.ap Ráðamenn
í háskóla í Hamborg hafa staðfest
að einn af mönnunum sem grunað-
ir eru um flugránin í tengslum við
hryðjuverkaárásina í Bandaríkj-
unum hafi lært flugvirkjun í skól-
anum. Maðurinn, Ziad Jarrah, var
einn þeirra sem voru um borð í
flugvél United Airlines flugfélags-
ins sem brotlenti í Pennsylvaniu.
Einnig hefur komið í ljós að annar
maður, grunaður um að hafa rænt
flugvélinni sem flaug á syðri turn
World Trade Center byggingarinn-
ar, hafi tekið þátt í þýsku tungu-
málanámskeiði í háskólanum í
Bonn á árunum 1997 til 1998 undir
nafninu Marwan Lekrab. Sagðist
hann vera frá Sameinuðu arabísku
furstadæmunum. ■
Sinntu ekki ákalli leigu-
taka um viðhald í átta ár
íbúð Félagsþjónustunnar hefur verið dæmd óíbúðarhæf og heilsuspill-
andi. Heilbrigðiseftirlitið og barnaverndaryfirvöld höfðu sent ábend-
ingar um endurbætur til Félagsþjónustunnar.
húsnæðismál „Mér finnst þessi
ummæli mjög niðrandi," sagði
leigutaki íbúðar við Bergþórugötu
sem Umhverfis- og heilbrigðis-
nefnd Reykjavíkur hefur sett
leigubann á þar sem hún er talin
óíbúðarhæf og heilsuspillandi.
Leigutakinn, sem ekki vildi láta
nafn síns getið, vísar til ummæla
Árnýjar Sigurðardóttur, heil-
brigðisfulltrúa, sem birtist á for-
síðu Fréttablaðsins 14. september
sl. þess efnis að ekki hafi verið
hægt að sinna viðhaldi á íbúðinni
vegna íbúanna.
Leigutakinn flutti í íbúðina árið
1989 og segir hana þá hafa verið í
ágætu standi. Á því tímabili sem
Félagsbústaðir tóku við eigninni
árið 1993 og fram til dagsins í dag
hafi í engu verið sinnt ákalli um
viðhald. Segist leigutaki hafa tvis-
var sinnum skrifað undir húsa-
leigusamninga á þessu tímabili og
í bæði skiptin bent á nauðsyn á
viðhaldi. Hafi barnaverndaryfir-
völd lagt fram skriflega ábend-
ingu árið 1996 þess efnis að þörf
fyrir stærri íbúð væri brýn. Auk
þess hafi Heilbrigðiseftirlitið
komið í tvígangi á þessu tíma og í
seinna skiptið lýst hana óíbúða-
hæfa. Segir leigutaki hótanir um
útburð hafa knúið á um síðara mat
Heilbrigðiseftirlitsins. Leigutak-
inn segist hafa stöðvað greiðslur
til Félagsþjónustunnar árið 1998
vegna þessarar forsögu auk þess
sem þörfin fyrir stærri íbúð væri
brýn. Leigutaki segist vera mjög
ósáttur við vinnubrögð Félags-
þjónustunnar og sagði útburðar-
mál sitt verða tekið fyrir í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur 1. október.
í bréfi Heilbrigðiseftirlitsins
til Umhverfis- og heilbrigðis-
nefndar Reykjavíkur segir að
íbúðin hafi reynst heilsuspillandi
vegna viðhaldsskorts og íbúarnir
þrír búi við aðstæður sem séu
óviðunandi. Vatn leki frá sturtu-
BERGÞÓRUGATA
Leigutakinn segir sér liða illa yfir því að
hafa ekki borgað leigu í tæp þrjú ár en að
hún hafi þurft að grípa til þessa örþrifarás
þar sem hún hafi reynt allar aðrar leiðir.
Segist hún hafa verið skuldlaus fram að
þeim tíma að hún ákvað að stöðva
greiðslurnar.
klefa og salerni og 15 cm vatns-
hæð milli glerja í gluggum. Gólf-
efni séu ónýt og öll íbúðin þarfnist
málningar og almennra viðgerða.
kolbrun@frettabladid.is
Sérhæfð fasteigna-
sala fyrir atvinnu-
og skrifstofu-
húsnæði
STOREIGN
FASTEIGNASALA
Lágmúli 7, Reykjavík • Simi 55 12345
Arnar Sölvason,
framkvæmdastjóri
Jón G. Sandholt,
sölumaður
Gunnar Jóh. Birgisson hrl.
löggiltur fasteignasali
Sigurbjörn Magnússon hrl.
löggiltur fasteignasali
Til leigu atvinnuhúsnæði við Eldshöfða 9, Reykjavík
Eignin skiptist
eftirfarandi:
Kjallari 635 m2 lofthæð
2.8 m, 2 innkeyrsluhurðir
gegnum akstur.
Jarðhæð 656,7 m2 auk
83 m2 millilofts, góð
lofthæð, tvær
innkeyrsluhurðir.
2. hæð 184,0m2 skrif-
stofa, kaffistofa og
starfsmannaaðstaða.
í húsnæðinu er
fullkomið
loftræstikerfi og
góð lýsing.
Húsnæðið hentar
mjög vel undir hvers
konar iðnaðar- og
framleiðslufyrirtæki.
_
Til greina kemur að
bjóða leigutaka fyrstu
tvo mánuði leigufría.