Fréttablaðið - 26.09.2001, Side 10

Fréttablaðið - 26.09.2001, Side 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 25. september 2001 MIÐVIKUDAGUR Lækjarskóli í Hafnarfirði: Samið við Istak og Nýsi sveitarstiórnir Bæjarráð Hafnar- fjarðar hefur ákveðið að ganga til samninga við Nýsi hf. og Istak hf. um byggingu og rekstur nýs Lækj- arskóla á Sólvangssvæðinu sem einkaframkvæmd. Fyrirtækin áttu lægsta tilboðið í útboði. Minnihluti Samfylkingarinnar greiddi atkvæði gegn málinu í bæj- arráðinu þar sem hann telur fram- kvæmdirnar „óheyrilega dýrar og óhagstæðar.“. Meirihluti Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks segir lægsta tilboðið hins vegar hafa ver- ið tæpu 1% yfir kostnaðaráætlun sem hljóti að teljast mjög ásættan- legt. ■ FERÐIR Tafir og breytingar hafa orðið á ferðaáætlun íslenskra ferðamanna í nágrannalöndum Afganistans vegna ástandsins í þeim heimshluta. Fólkið er í ferð á vegum Ferðahornsins í Nanoq og amar ekki að því þótt ferðaáætlanir hafi raskast nokkuð. Aðstandendum eru veittar upplýsingar í síma 575- 5200 eða í netfangi ferda- hornid@ute.is. ■ Dulkóðun tölvupósts: Lögreglan fái varalykla new york. flp Nú þegar Banda- ríkjamenn og nánast heims- byggðin öll er með hugann við hættuna á hryðjuverkum hafa umræður hafist um það hvort rétt sé að skylda höfunda dulkóðunarforrita til þess að af- henda lögreglunni afkóðunar- lykla þannig að hún geti lesið dulritaðan tölvupóst þegar brýnt þykir. Ekki þarf að orðlengja það, að hugmyndir í þessa veru eru umdeildar í ljósi þess að kröfur um persónuleynd hafa orðið æ ákveðnari á síðustu misserum. Paul Zimmerman, höfundur dulkóðunarforritsins Pretty Good Privacy, er í hópi þeirra sem barist hafa fyrir persónu- leynd. Hann taldi sig hafa unnið mikinn sigur í þeirri baráttu fyr- ir tveimur árum þegar banda- rísk stjórnvöld samþykktu út- flutning öflugra dulkóðunarfor- rita án þess að krefjast þess að varalyklar verði afhentir stjórn- völdum. Árásirnar þann 11. september breyttu mjög afstöðu margra í þessu máli, enda er fullyrt að hryðjuverkamennirnir hafi not- að dulkóðaðan tölvupóst til þess að skipuleggja óhæfuverkin. ■ BARÁTTUMAÐUR FYRIR PERSÓNULEYND Paul Zimmerman er höfundurinn að dulkóðunarforritinu „Pretty Good Privacy", sem er ein allra vinsælasta aðferðin við að dulrita tölvupóst nú á dögum. Arnar Sigurmundsson: Fylgjandi því að fiskvinnslan fái kvóta ENDURSKOÐUNARNEFNDIN „Við höf- um verið fylgjandi því að hægt yrði að flytja kvóta á fisk- vinnslustöðvar“, segir Arnar Sigurmundsson, formaður Sam- taka fiskvinnslustöðva. „Tví- höfðanefndin lagði til á sínum tíma að hægt yrði að flytja kvóta til fiskvinnslustöðva en það náði ekki fram að ganga þá. Við vor- um fylgjandi þessari færslu þá og höfum verið það síðan.“ Arnar sagði að tillögur endurskoðunar- nefndar hefðu ekki verið ræddar í stjórn samtakanna og því of snemmt að lýsa afstöðu til þeirra. „Það skiptir öllu mál að betri sátt skapist um fiskveiðistjórn- ina en það verður að gæta þess að þetta hafi ekki íþyngjandi áhrif á greinina." Aðspurður hvort hann teldi nokkrar líkur á að sátt næðist við sjómenn um tillögurnar sagði hann að það væri tími til kominn að sjó- mannaforystan slíðraði sverðin og það yrðu útgerðarmenn reyndar líka að gera. „Ef við náum aukinni sátt um fiskveiði- kerfið á grundvelli þessara til- lagna er það öllum fyrir bestu,“ sagði Arnar. ■ RAÐAUGLÝSINGAR FRETTABLAÐIÐ ftfum m tetir m þé M skipél. Sérstakleqa er óskað eftir einstakiinqum sen Vinnutími er frá klukkaii 8 eða II morgnana til kl. 13 réttan adila. igási 17 21 mn laá netinu wwvv.10-1; tMt.. f 0 10-11 verslanirnareru á eftirfarandi stöðum á sfór-Reykjavíkursvæðinu: Austurströnd. Seltjarnarnesi ♦ Austiirstræti, Reykjavík (Miðbær) • Amarbakki, Reykjavík (Breiðholt) • Laugalaek. Reykjavik • Glæsibæ, Reykjavík Lágmúla. Reykjavfk • Sporhamrar, Reykjavik (Grafarvogur) • Langirimi, Rey'kjavík (Grafarvogur) Barónstíg, Reykjavík • Efstalandi, Reykjavík (Grímsbær) Seljavegi, Reykjavfk (við Loftkastalann) • Engihjalla. Kópavogi • Hjallabrekku. Kópa’/ogi • Lyngási. Garðabæ • Firði, Hafnarfirði (Miðbær) Melabraut, Hafnarfirði (Holtið) • Slaðarbergi, Hafnarfirði Vantar þig aukavinnu? Viö erum ungt og kraftmikiö fyrirtæki sem vantar fólk til úthringinga. Viö bjóöum upp á góö laun, notalegan vinnustaö og tækifæri til aö vinna meö hressu og skemmtilegu folki. Vinnutími F frá kl. 18 - 22. Upplýsingar í síma: 562 6500 eöa 690 1441. / ••• simver^ Okkur vantar blaðbera í Skerjafjörð, Skjóiin, Miðbæinn og Vesturgötu í Reykjavík. I Einnig Arnarnes og Flatirnar í Garðabæ Umsóknir sendist á valdimar@postflutningar.is eða til Póstflutninga, Suðurhrauni 3, 210 Garðabæ, merkt „blaðberi“ — SUÐURHRAUNI 3 • 210 GARÐABÆ SÍMI: 595 6500 • FAX: 595 6503 e-mail: postflutningar@postflutningar.is Símasala Dagvinna/Kvöldvinna Vegna aukinna verkefna getum við bætt við okkur fólki til lengri eða skemmri tíma. Starfið felst í sölu til fyrirtækja og stofnanna í gegnum síma á daginn, og úthringinga til einstakiinga á kvöldin. Góð starfsaðstaða og góð laun í boði, fyrir rétta fólkið. Vinnutími 9-17 eða 18-22 virka daga. Uppl. í síma 588 8600

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.