Fréttablaðið - 26.09.2001, Side 22

Fréttablaðið - 26.09.2001, Side 22
22 i FRÉJTTABLAÐIÐ 26( september 2061 IVIIDVIKgÐAGUiR HRAÐSOÐIÐ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Utanríkisráðherra Aðildarríkin upplýst um stöðuna HVAÐ er helst á dagskrá fundar vam- armálaráðherra aðildarrikja Atlantshafs- bandalagsins í Brussel í dag? „Ég geri ráð fyrir því að þjóðirnar sem aðild eiga að Atlantshafsbanda- laginu verði upplýstar um stöðu máia í heiminum. Þá er fundurinn líka sér- stakur að því leyti að hann er sá fyrsti meðal forystuþjóða bandalags- ríkjanna síðan að lýst var yfir virkni 5. greinar stofnsáttmála bandalags- ins. Þessi fundur snýst þannig fyrst og fremst um þessa nýju stöðu og um hryðjuverkastarfsemi í heiminum." 0 ATTU von á að teknar verði ákvarðanir um aðgerðir vegna hryðjuverkanna í Banda- ríkjunum á fundinum? „Ég á ekki sérstaklega von á því að teknar verði nokkrar ákvarðanir. Atl- antshafsbandalagið hefur lýst yfir stuðningi við Bandaríkin og ég á von á því að sá stuðningur verði áréttaður á fundinum, en síður að teknar verði ákvarðanir.1' r ATTU von á því að fullur einhugur verði um þann stuðning meðal bandalagsþjóð- anna? „Já ég á von á því. Ég vil enda minna á að fundur leiðtoga Evrópubanda- lagsins tók mjög eindregna afstöðu í þessum málum til stuðnings Banda- ríkjunum." HVERNIG snýr ákvarðanatökuferlið að okkur komi til þess að ákveðnar verði ein- stakar aðgerðir? „Fyrst er að vita hvort að einhverjar aðgerðir eiga eftir að eiga sér stað, en það er alveg óvíst að gripið veröi til aðgerða. Þess vegna tel ég ótíma- bært að tjá mig um hvernig að ákvarðanatökunni yrði staðið.“ HVERNIG snýr yfirlýsing Ceorge Bush, Bandarikjaforseta, um að peningar stofnana og einstaklinga með tengsl við hryðjuverkamenn verði frystir að okkur? „Ég tel þetta afskaplega skynsamlegt skref, að koma í veg fyrir að hryðju- verkamenn geti nálgast fjármuni sína og torvelda þeim á allan mögu- legan hátt að athafna sig.“ Halldór Ásgrímsson er utanríkisráðherra þjóðar- innar og situr fund varnarmálaráðherra NATO- ríkjanna í Brussel í Belgiu. Páíinn á ferð um Mið-Asíu: Lætur ekki stríðs- ógnir stöðva sig astana.jerevan.ap Jóhannes Páll II. páfi lét hryðjuverkin í Bandaríkj- unum ekki raska áætlunum sínum og hefur verið á ferð um Mið-Asíu- ríki frá því um síðustu helgi. Á laugardaginn hélt hann til Kasakstan, þar sem hann dvaldi í fjóra daga og hitti meðal annars Nursultan Nazarbajev forseta. Kasakstan á reyndar ekki landamæri að Afganistan, en leið- togar landsins hafa engu að síður áhyggjur af uppgangi öfgamanna og straumi flóttamanna til lands- ins. í gær hélt páfi svo áfram för sinni og kom til Armeníu, sem árið 301 varð fyrst ríkja heims til að taka upp kristna trú. Hann hyggst einnig skoða minnismerki um eina og hálfa milljón Armena sem féllu fyrir hendi lyrkja á árunum 1915- 23, og tala Armenar jafnan um þá atburði sem þjóðarmorð. Páfi er orðinn 81 árs og heilsu hans hefur hrakað á síðustu árum. PÁFINN f KASAKSTAN Páfi klappar klappar háskólanemum I Astana, höfuðborg Kasakstans, lof i lófa. Hann er með einkenni parkinsons- veiki, handskjálfta og drafar í tali. Það mátti meðal annars merkja af því að honum tókst ekki að klára ræðu sem hann hugðist flytja í heimsókn sinni til armensku postu- lakirkjunnar í gær, og þurfti prest- ur að ljúka lestri ræðunnar fyrir hann. Páfi hefur í för sinni fordæmt hryðjuverk en jafnframt hvatt menn til að forðast stríð. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI rátt fyrir að Árni Johnsen hafi sagt af sér þingmennsku og formennsku í byggingarnefnd Þjóðleikhússins ór hann ekki alger- lega hættur að að þjóna þjóðinni. Árni hefur um hríð átt sæti í Flugráði og situr þar enn. Til dæm- is mun þingmað- urinn fyrrverandi hafa mætt á síðasta fund ráðsins fyrr í þessum mánuði. Sagt er að Árni hafi verið fremur þegjanda- legur þar til í lok fundar að hann hreyfði við stöðu flugsamgangna við Vestmannaeyjar. Meðal úr- ræða sem þar munu hafa verið til umræðu var sá kostur að ríkið tæki upp fjárstyrki við áætlana- flug til Eyja. Ingimar Jónsson framkvæmda- stjóri Pennans hf. hefur verið ráðinn forstjóri Kaupáss hf. Ingi- mar er 40 ára, viðskiptafræðing- ur að mennt. Kona hans er Ingibjörg Rósa Friðbjörns- dóttir og eiga þau 3 börn. Ingimar mun taka við starfi forstjóra Kaupáss um miðj- an október næstkomandi. Hláturinn lengir lífið er sagt og þeir sem því trúa ættu ef til vill að hlusta á morgunþátt, Ásgeirs Páls á útvarpi Sögu á morgnana. Þangað mætir nefni- lega Bjarni Þór Sigurðsson, hlát- urleiðbeinandi frá Lífi og Leik, alla virka morgna og kennir hlát- urfræði. Bjarni Þór mun vera menntaður hláturfræðingur en námið byggist upp á fornum ind- verskum fræðum. Málið í kringum kandidatsrit- gerð Vilhjálms Vilhjálms- sonar hefur eðlilega vakið upp ýmsar vangavelt- ur á meðal há- skólanema. Einn þeirra, Sif Sig- marsdóttir, einn ritstjóra vefsins politik.is segir eina ályktun sem af því megi draga vera þá að um- sjónarmaður ritgerðarinnar, Stef- án Már Stefánsson, og prófdóm- ari hafi gerst sekir um vítavert gáleysi. „Stofnun sem kallar sig háskóla verður að gera fræðileg- ar kröfur. Er umsjónarkennari og prófdómari ákveða að fella ekki nemanda sem styðst ekki að neinu marki við fræðileg vinnu- brögð í lokaritgerð eru þeir að gengisfella Háskóla íslands, allt nám innan veggja hans, allt starf sem fer fram við skólann, alla þá sem stunda þar nám sem og þá sem þaðan hafa lokið námi. Um- rædd lokaritgerð var upp á 40 blaðsíður. í henni var ekki vitnað til heimilda þó aftast hafi verið að finna heimildaskrá og þriðj- ungur hennar er sagður stolinn. Óháð ritstuldinum hefði slík rit- Þarfir lesblindra eru af ólíkum toga Vaka stendur fyrir rádstefnu um málefni lesblindra í Lögbergi í dag. Að mati Astu Sóllilju Sigurbjörnsdóttur, sem á sæti í undirbúnings- nefndinni, eru engar samræmdar reglur til um aðstoð við lesblinda stúdenta. Þörf er á skýrari reglum varðandi próftöku. HLUTI UNDIRBÚNINGSNEFNDARINNAR. Úrræði fyrir lesblinda eru oft á tiðum undir hverjum og einum kennara komin. Fyrir lesblinda getur skipt sköpum að fá bókalista fyrr í hendurnar því langan tíma getur tek- ið að skanna bækurnar í forrit sem auðveldar þeim lesturinn. Ásta Sóllilja, sem sæti á í nefndinni, er lengst til hægri. málþinc „Hugmyndin kviknaði þegar frambjóðendur Vöku voru í stofukynningu síðastliðinn vetur. Til okkar kom lesblind stelpa og spurði okkur hvað við ætluðum að gera fyrir lesblinda í Háskólan- um. Við settumst niður með henni og heyrðum sögu hennar og sáum að þetta var eitthvað sem þurfti að vinna í. Við ákváðum að halda þessu utan við kosningabaráttuna þannig að umræðan færi ekki for- görðum og halda veglega ráð- stefnu um haustið," segir Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir sem á sæti í undirbúningsnefnd Vöku - félags lýðræðissinnaðra stúdenta, sem stendur að ráðstefnu um les- blindu sem fram fer í Lögbergi, stofu 101 í dag kl. 15. „Það eru einhver úrræði tiltæk fyrir lesblinda nú þegar. Þau fá stækkuð próf og geta látið lesa fyrir sig spurningar. Það sem truflaði okkur hins vegar mest var þegar stelpan, sem kom til okkar, sagði að önnur úrræði væru meira og minna undir hverjum kennara komin og hver- su langt hann vildi ganga,“ segir Ásta Sóllilja. Hún segir engar samræmdar verklagsreglur til um aðstoð við lesblinda nema að takmörkuðu leyti og þetta sé brýnt að athuga. Hjalti Hugason, formaður kennslumálanefndar, Steingrím- ur Ari Arason, framkvæmda- stjóri lánasjóðsnefndar, Marta Birgisdóttir, lesblindur meistar- námsnemi, Gyða Stefánsdóttir sérkennari, Rannveig Lund, for- stöðumaður lestrarmiðstöðvar KHÍ og Jónína Kárdal námsráð- gjafi við H.í. flytja framsögu á ráðstefnunni en að því loknu verða pallborðsumræður. „Það sem vildum gera var að halda þessa ráðstefnu til að upp- lýsa fólk og stúdenta um hver réttur þessa fólks er. Að fá til okk- ar fagfólk og fólk sem hefur þekkingu á þessu til að sjá hver möguleg úrræði eru og hver stef- na Háskólans er í þessum málum. í framhaldi af því getum við síðan sett fram einhver raunhæf mark- mið sem hægt er að ná og koma til móts við þarfir lesenda," segir hún. Ásta Sóllilja bendir á að þarfir lesblindra séu af ýmsum toga og úrræðin sömuleiðis. Meðal ann- ars geti skipt sköpum að birta bókalistana fyrr, þar sem langan tíma geti tekið fyrir lesblinda að skanna lesefnið í ákveðið forrit sem hjálpar þeim að lesa. Eitt af stærri markmiðunum sé hins vegar að móta samræmdar og skýrari reglur varðandi próftöku. kristjangeir@frettabladid.is gerð ekki átt að þykja fullnægj- andi sem kandídatsritgerð í lög- fræði,“ segir Sif og eflaust marg- ir henni sammála. Ríkið var of gráðugt þegar Síminn var verðlagður segir Vef Þjóðviljinn og hnýtir eins og venjulega í fjármálaráðherra, Geir Haarde, sem honum þykir mikil eyðslukló. Almenningur sýndi kaupunum enda lítinn áhuga, „Almenningur er ef til vill ekki spenntur fyrir því að kaupa hlutabréf á uppsprengdu verði af ríkinu jafnvel þótt menn eigi þá kost á að fá afslátt vegna hlut- bréfakaupa af uppsprengdum sköttunum," segir Vef-Þjóðviljinn og leggur til að bréfin sem ekki seldust verði gefin. „Ríki sem tekur á sig 2700 milljarða króna ábyrgð ætti að geta séð af hluta- bréfum upp á 10 milljarða." ÞRUÐA „Þvo hendurnar?! Af hverju þarf ég að þvo hendurnar? Ég er að nota hníf og gaffal!"

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.