Fréttablaðið - 09.10.2001, Qupperneq 1
HERNAÐUR
Ekki óskað
eftir Nató
FRETTABLAÐIÐ
þlNBHDLT
IJvkTl l "aibd'ooisiT't; soN ”
533-3444
STIÓRNMÁL
Friður
íflokknum
bls 22
UMHVERFI
Safha liði
og höggva
skóg
bls 4
118. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 9. október 2001
ÞRIÐJUDAGUR
Alþjóðlegt
MBA-nám
KYNKWCABHJMPJJR f Háskólanum í
Reykjavík, Ofanleiti 2, verður kynn-
ingarfundur um al-
þjóðlegt MBA-nám
kl. 17.15 í dag. Nýr
hópur mun hefja
þetta nám í byrjun
janúar 2002. Deild-
arforseti viðskipta-
deildar ásamt kenn-
urum og núverandi nemendum
kynna námið og svara spúrningum.
Breyttar áherslur
hjá Amnesty
MANMRínmBAMALÍslandsdeiId Am-
nesty International heldur kynning-
ar- og umræðufund í Borgarleik-
húsinu kl. 20 í kvöld. Kynntar
varða niðurstöður heimsþings sam-
takanna en ýmsar áherslubreyting-
ar voru samþykktar á þinginu. Allir
sem áhuga hafa á mannréttindum
eru hvattir til að mæta og kynna
sér starfsemi samtakanna.
ÍVEÐRIÐ í DAcT
REYKJAVÍK Suðvestan 8-13.
Skúrir.
Hiti 5 til 10 stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
fsafjörður © 8-13 Skúrir 07
Akureyri © 13-18 Rigning 08
Egilsstaðir © 13-18 Rigning 08
Vestmannaeyjar © 8-13 Skúrír 07
Lokahnykkur í
Smáralind
smAralind Nú stendur yfir lokaátak-
ið hjá þeim mikla fjölda sem hefur
undirbúið opnun Smáralindar á
morgun. Handtökin verða áreiðan-
lega mörg í dag og líklegt er að ein-
hver hópur muni standa vaktina til
morguns.
Hláturinn lengir lífið
námskeið í dag kl. 17.30 verður hald-
ið hlátursnámskeið í Norræna hús-
inu. Þar mun Ásta Valdimarsdóttir
kennari og bókasafnsfræðingur
kynna hlátursmeðferð indverska
læknisins dr. Madan Kataria.
1KVÖLDIÐ í KVÖLP
Tónlist 18 Bíó 16
Leikhús 18 Iþróttir 14
Myndlist 18 Sjónvarp 20
Skemmtanir 18 Útvarp 21
Loftárásum hcildið
WASHINCTON. KABÚL. ISLAMABAD.
LONDON. ap Bandarísk stjórnvöld
segja að ekkert lát verði á árásun-
um á Afganistan næstu dagana.
Fyrstu árásirnar hófust á sunnu-
dagskvöld. Fjörutíu breskar og
bandarískar herþotur tóku þátt í
árásunum á sunnudaginn, auk
herskipa og kafbáta sem skutu
fimmtíu flugskeytum á skotmörk
í Afganistan. Árásirnar á sunnu-
daginn voru gerðar í þremur hrin-
um og í gær voru bæði árásar-
þjóðirnar og talibanar að meta
skemmdirnar.
Abdul Salam Zaif, sendiherra
Afganistans í Pakistan, sagði að
tuttugu óbreyttir borgarar hafi
látist í Kabúl eftir fyrstu hrinu
árásanna, þar á meðal konur, börn
og gamalmenni. Hann sagði að
fleiri en eitt flugskeyti hafi hæft
svæði þar sem óbreyttir borgarar
búi, þrátt fyrir að Bandaríkin full-
yrði að árásirnar beinist eingöngu
gegn her talibana og bækistöðv-
um hryðjuverkamanna. Þá sögðu
talibanar að þrír hefðu látist í
Kandahar.
Sprengjum var einkum varpað
á flugvelli, bækistöðvar hers tali-
bana og bækistöðvar A1 Qaida,
hryðjuverkasamtaka Osama bin
Ladens. Flugvellir í Kabúl,
Kandahar og Jalalabad urðu fyrir
sprengjum, birgðageymslur tali-
bana í Mazar-al-Sharif, olíu-
geymsla við flugvöllin í Herat og
herbækistöð talibana í Konduz. Þá
var sprengjum varpað á heimili
Mohammads Omar, leiðtoga tali-
bana, í Kandahar og húsakynni
sem Osama bin Laden hefur haft
not af, einnig í Kandahar. Alls
voru skotmörk árásanna þrjátíu
talsins, að sögn breskra stjórn-
valda. Þar af voru þrjú skotmörk í
Kabúl og fjögur önnur nálægt
borgarsvæðum.
Sendiherra talibana í Pakistan
S:
MEÐ BROS A VOR
fbúar ( hinni stríðshrjáðu Kabúl sýna hér brot úr sprengjunum sem varpað var á borgina í fyrrinótt. Margir íbúanna virðast hafa látið árás-
irnar lítt á sig fá, enda hafa þeir búið við striðsástand meira eða minna undanfarna tvo áratugi.
sagði Omar hafa lifað af árásirnar,
en ekki kom fram hvort hann hafi
verið á heimili sínu þegar árásirnar
hófust. Sendiherrann sagði einnig
að bin Laden hefði sömuleiðis lifað
af árásirnar, en sem fyrr er ekki
vitað hvar hann er niðurkominn.
Yfirmaður breska herráðsins
sagði í gær að margar búðir
hryðjuverkamanna gætu hafa
verið tómar, en þær yrðu a.m.k.
ekki nothæfar í bráðina. Þær
væru flestar á afskekktum stöð-
um sem erfitt væri að komast til
og því enginn hægðarleikur að
reisa þær á ný.
Talibanar sögðust í gær hafa
skotið niður eina af árásarflugvél-
unum, en Rumsfeld landvarnaráð-
herra Bandaríkjanna sagði það
ekki rétt. ■
áfram næstu daga
Á þriðja tug óbreyttra borgara féll í fyrstu lotu, svo vitað sé. Sprengjur féllu á flugvelli,
bækistöðvar hryðjuverkamanna og hernaðarmannvirki talibana.
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
FRÉTTABLAÐIÐ
Hveru margir
á aldrinum
25 til 49 ára
fengu dagblað
heim til sín
í morgun?
Þeir sem sögðust fá
Fréttablaðið heim til
sín og áskrifendur að
Morgunblaðinu
samkvæmt könnun
PriceWaterhouse-
Coopers frá
september 2001.
94,4%
70.000 eintök
78% fólks les blaðið
FJÖLMIÐLAKÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS VAR
FRAMKVÆMT DACANA 17. TIL 28. SEPTEMBER 2001.
Smáralind opnuð á morgun:
Telur niður klukkustundirnar
viðskipti Verslunarmiðstöðin
Smáralind opnar á morgun og
eru verslunareigendur og
starfsfólk í óða önn að gera
verslanir sínar klárar. Eydís
Hilmarsdóttir, framkvæmda-
stjóri DEA, sagðist nokkurn
vegin tilbúin fyrir opnunina
en eitthvað smávægilegt eftir.
„Ég er full tilhlökkunar og er
farin að telja niður klukku-
stundirnar þangað til að verð-
ur opnað.“ Sagðist Eydís hafa
gengið um Smáralindina seint á
mánudagskvöldið og sýnst flesta
farna að raða inn vörum. Ekki ætti
það við um alla því enn mætti sjá
GERT KLÁRT
Thelma Víglundsdóttir starfsmaður DEA,
lét Ijósmyndara Fréttablaðsins ekki trufla
sig við vinnuna þegar hann var á ferð í
Smáralind í gær.
á nokkrum stöðum fólk vera
að mála. „Ég hef nú engar
sérstakar áhyggjur því það
er alkunna hversu íslenskir
iðnaðarmenn eru rosalegir á
endasprettinum."
Eydís sagði verslunina
DEA, sem á latnesku þýðir
gyðja, bjóða upp á kvenfatn-
að þar sem markhópurinn
eru konur komnar yfir 25 ára
aldurinn. „Ég hef lengi unnið
í tískuheiminum og fundist
vanta verslun sem brúar bilið
milli unglingaverslana og versl-
ana sem selja fatnað á eldri kon-
ur.“ sagði Eydís. ■
I ÞETTA HELST |
Deila er risin milli borgaryfir-
valda og Hrafns Gunnlaugs-
sonar um skipulagsmál í Laugar-
nesi. bls. 2
—♦—
Skattabreytingar gagnast síst
láglaunafólki í eigin húsnæði.
bls. 4
118 fórust í hræðilegu flugslysi
á Ítalíu. bls. 8
—♦—
Mannanafnanefnd hafnar sum-
um nöfnum en sættist á önn-
ur. bls. 13.