Fréttablaðið - 09.10.2001, Side 10

Fréttablaðið - 09.10.2001, Side 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2001 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðíð ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Cunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Slmbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingatkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Rangt og rétt - skaðinn er skeður Tveir þingmenn sátu að spjalli við Þorfinn Ómarsson í laugar- dagsþætti á Rás 1 og sögðu margt af ökuferðum sínum og fundum í nýju stórkjördæmi. Þar kom að ___^ þeir beindu spjót- „Það á að Vm sínum aðRíkis- segja rétt frá. Blöncfal forseti A1. þingis sagði það skoðun sína að fjölmiðlar ættu að segja rétt frá. Hann, gagnrýndi mjög fréttaflutning RÚV af veið- um smábáta, og sagði um leið að hann hefði þá venju að hafna boði um að koma fram í útvarpi til þess að leiðrétta rangar fréttir. „Skað- inn er skeður“, sagði forsetinn, „Það á að segja rétt frá.“ Varla hafði hann sleppt því orði, þegar hann upphófst með skammir út af því að Rikisútvarpið væri að skera þjónustu landshlutastöðva sinna niður við trog, enda þótt það hefði á sínum tíma fengið sér- staka fjárveitingu til þess að sinna henni. Ekki fannst Markúsi Erni Ant- onssyni útvarpsstjóra meiri skaði skeður af þessum staðhæfingum Halldórs Blöndal en svo, að hann lagði það á sig að leiðrétta rang- færslurnar. Hann upplýsti í kvöld- fréttatíma að útvarpið hefði aldrei fengið eyrnamerkt fé til þjónustu landshlutastöðva, heldur varið til þeirra fjármunum eftir efnum og ástæðum. Nú stæði þannig á að auglýsingatekjur hefðu rýrnað um 100 milljónir og þess vegna Mál manna Einar Karl Haraldsson hlýddi á rangar frásagnir þingmanna væri niðurskurðarhnífurinn á lofti. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að þingfréttamenn RÚV væru hættir að láta sjá sig á Al- þingi, og ef til vill væri þar um einhverskonar hefndaraðgerð að ræða vegna þess að afnotagjöld hefðu ekki fengist hækkuð nægi- lega. Einnig það reyndist rangt. Hið eina rétta sem þingmennirnir gátu borið á borð var að mynda- vélum hefði fækkað við útsend- ingu á stefnuræðu forsætisráð- herra. Sannast hér hið fornkveðna að allir þurfa að eiga leiðréttingu orða sinna. Og að trúverðugleiki útvarpsins færi fyrst forgörðum ef það tæki að segja eins „rétt“ frá og þingmenn gera. ■ Lögmaður Kára Stefánssonar snýst til varnar: Mörg Skerjafjarðahús reist í blóra við reglur skipulacsmál Afgreiðslufrestur úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna fyrirhug- aðs hús Kára Stefánssonar í Skeljatanga 9 hefur veirð lengdur um pánuð. Úrskurðarnefndin hafi fellt bráðabirgðaúrskurð um stöðvun nýhafinna framkvæmda á lóðinni 8. ágúst í sumar. Reglum sam- kvæmt hefði endanlegur úrskurð- ur átt að liggja fyrir í gær. Af- greiðslufresturinn var hins vegar framlengdur vegna ábendinga lögmanns Kára um að frá því deiliskipulagi svæðisins var síð- ast breytt fyrir um áratug hafi hús verið reist þar sem ekki upp- fylli skilmála skipulagsins. Þá mun lögmaðurinn draga í efa þá fullyrðingu að húsið standist ekki skipulagsskilmála, m.a. varðandi stöllun hússins. Samkvæmt skipu- laginu má neðri hæð hússins ekki nema meira en helmingi af grunn- fleti þess. Gert mun ráð fyrir að neðri hæðin sé mun stærri en nemur þeirri skilgreiningu og húsið þannig fremur munu geta flokkast sem tveggja hæða hús en ekki sem einnar hæðar hús eins og skipulagið mælir fyrir um. Úrskurðarnefndin mun nú kanna staðhæfingar um að hús í nágrenni Skeljatangans hafi verð byggð á skjön við reglur skipu- lagsyfirvalda. ■ HÚSCRUNNUR KÁRA VIÐ SKELJATANGA Úrskurðarnefnd skipulags- og bygg- ingarmála tekur mánaðar aukafrest til að kanna staðhæfingar oðAl & /frAmtiðin www.odal.is SÍÐUMÚLA 8 • SÍMI 588 9999 / 525 8800 SERBYLI VATNSSTÍGUR m/aukaíbúð Fallegt 150 fm. einbýlishús, hæð og ris ásamt sér aukaíbúð í kjallara. Mikið endurnýjuð eign, m.a. eldhús, lagnir o.fl. Útg. úr eldhúsi á suður sólpall. Góður sérgarður. Góð séríbúð. Uppl. á skrifstofu. BAKKASEL m/aukaíbúð Nýkomið í sölu 242 fm. endaraðhús með frístandandi bílskúr. Húsið er neðarlega í lokuð- um botnlanga. Á hæðinni eru 2 stofur, garð- skáli, eldhús, bað og forstofuherbergi. A efri hæð 3 svh., bað og yfirbyggðar svalir útúr hjónaherberginu. I kjallara er 3ja herbergja íbúð með sérinngangi (laus strax). Ahv. hagstæð lán samt. uþb. 10 millj. BAKKASTAÐIR Steinsteypt 175 fm. einbýli á einni hæð með innb. 39 fm. tvöf. bílskúr. Húsið skiptist í and- dyri, 3 rúmgóð svh., góðar stofur, glæsilegt eld- hús, baðherbergi með sturtu og baðkari. Þvottah. og geymsla með útg. á baklóð. Glæsi- legar, sérsmíðaðar kirsuberjainnréttingar. Húsið er klætt utan með viðhaldsfrírri klæðningu og er að mestu leyti fullbúið. Verð 21,9 millj. Ahv. 8,5 millj. húsbr. 40 ára. 4ra HERBERGJA STELKSHÓLAR Björt og fín 4ra herb. 100 fm. íbúð á 1. hæð t.v. (slétt inn) í litlu fjölbýli. Rúmgott hol, gott eldhús m/góðum borðkrók, 3 svh. m/innb. skápum og gott baðherb. m/nýrri innréttingu. Stofan björt og rúmgóð með útg. á hellulagða sérverönd og garð. Nýtt eikarparket á holi, stofu, 2 svh. og eldhúsi. Þvh. á hæðinni. Sameign í góðu ástan- di m.a. nýmáluð og teppalögð. Verð 11,9 millj. Áhv. húsbr. og Lsj. samt. 6,8 millj. FROSTAFOLD Glæsileg 4ra herb 120 fm. íbúð á 1. hæð í 4ra íbúða húsi. Húsið stendur innst í botnlanga. Rúmgott anddyri með fallegum innb. fatask., eldh. með vönduðum innr. með granítborðplöt- um og innf. AEG tækjum. Góð borðst. við út- byggðan glugga og stór stofa með stórum suð- ursvölum útaf og góðu útsýni. Á svh. gangi eru 2 rúmg. svh. bæði með innb. fatask., rúmg. flísalögðu baðherberb. með fallegri innr. og góðu þvottah. Á teikn. er gert ráð fyrir 3ja svh. úr holi/stofu. Vandað Merbau parket og granít- flísar á gólfum. Sameign falleg utan sem innan. Verð 15,9 millj. Áhv. Byggsj.lán 5,0 millj. LINDARHVAMMUR - Hfj. Nýkomin í einkasölu fín tæpl. 80 fm. risíbúð á Siessum einstaklega góða stað við opið svæði. búðin er með góðum kvistum og talsverðu út- sýni. Hol, eldhús, baðherbergi, 2 svefnherbergi og góð stofa. Merbau parket á gólfum. Áhv. 5,1 millj. til 40 ára með 5,1 % vöxtum. Verð 8,9 millj. NYBYGGINGAR VÍKURHVERFI - GRAFARVOGI - LJÓSAVÍK Nýkomin í sölu skemmtilega skipulögð raðhúsalengja á góðum stað í hverfi sem óðum er að verða fullbyggt. Húsin eru á einni hæð, ca. 187 fm. miðjuhús með einföldum bílskúrum og ca. 197 fm. endahús með tvöf. bílskúrum. Þessum húsum verður skilað vand- lega fullbúnum utan sem innan að undanskildum gólfefnum öðrum en flísal. baðherbergjum. Hér er stutt í alla skóla og þjónustu. Hafið samband strax og fáið teikningar. Kaupendum sem ákveða sig fljótt, býðst að hafa áhrif á lita- og innréttingaval. Afh. fyrirhuguð í feb. - marz 2001. VANTAR - VANTAR - VANTAR BREIÐHOLT - 2ja herbergja. • GRAFARVOGUR - allar tegundir. • SELÁS - 3ja og 4ra herbergja íbúð. Helgi U. Hermannsson • helgi@odai.is Lögg. fasteigna- og skipasali odal@odal.is Óli Antonsson • oli@odal.is Sölustjóri FISKVINNSLA Hefur átt undir högg að sækja gagnvart öðrum atvinnugreinum Sjávarútvegur: Einhæf ímynd og lítil kynning atvinnulíf Svo virðist sem al- menningur og þá einkum ungt fólk þekki lítt til þess fjölbreyti- leika sem felst í störfum í sjávar- útvegi. í skýrslu nefndar um framtíð fiskvinnslunnar kemur fram að það sé umhugsunarefni að lítil markviss kynningarstarf- semi á sér stað innanlands um sjávarútveg og mikilvægi hans fyrir íslenskt þjóðarbú en sjávar- afurðir voru um 64% af útflutn- ingi landsmanna í fyrra. Af þeim sökum m.a. hefur fólk þá ímynd af greininni að hún mótist af ein- hæfni í störfum. í tillögum nefndarinnar er því lagt til að ráðist verði í átak til kynningar á sjávarútvegi sem að- allega verði beint að grunn- og framhaldsskólastigi þar sem lögð verði áhersla á þá fjölbreyttni sem starfsval innan hans getur falið í sér. f því sambandi er m.a. bent á að þjóðfélagsbreytingar síðari ára hafa gert það að verk- um að sífellt færri eiga þess kost að kynnast greininni með sama hætti og áður á sama tíma og greinin þarf sífellt að hafa gott vinnuafl. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.