Fréttablaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2001 ÞRIÐJUDAGUR HVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? Ingveldur Ýr Jónsdóttir söngkona „Ég mæli með söng í hjarta." Islandsdeild Amnesty: Niðurstöður heimsþings kynntar kynnincarfundvr íslandsdeild Amnesty International efnir til kynningar-og umræöufundar í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20. Huld Magnúsdóttir, formaður deildarinnar, mun kynna þær stefnubreytingar sem sam- þykktar voru á nýafstöðnu heimsþingi Amnesty International. Heimsþing Am- nesty International eru haldin annað hvert ár og eru æðsta ákvörðunarvald samtakanna. Ýmsar áherslubreytingar í starfi samtakanna voru sam- þykktar á síðasta þingi. Allir sem áhuga hafa á mannréttinda- starfi Amnesty International eru hvattir til að mæta. ■ Hádegisfundaröð Sagnfræðingafélagsins: Þjóð eða óþjóðalýður? fyrirlestur Gauti Kristmannsson þýðingafræðingur heldur í dag fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Islands sem nefnist „Þjóð eða óþjóðalýður? Tog- streitan um Kelta og norræna menn um 1800“. í fyrirlestrinum veltir Gauti fyrir sér muninum á þjóðum og óþjóðalýð. Litið verður á mótun þjóðernislegrar orðræðu við upphaf þjóðernishyggju á 18. öld, og hvernig þjóðir - raunveru- legar eða ímyndaðar - tóku að skil- greina sig sem einingar með fag- urfræðilegum og mannfræðileg- um meðulum. Skoðað verður hvernig þjóðir fóru loks að þýða þá orðræðu inn í bókmenntir sínar sem við það verða sérstæðar og einstakar. Dæmi eru tekin af Kelt- um og „norrænum" Bretum sem á síðari hluta 18. aldar beittu þess- um meðulum af miklu kappi til að átta sig á því hverjir þeir væru og hverjir ekki. Gauti Kristmanns- son útskrifaðist með BA-próf í ensku frá HÍ. Hann lauk meistara- próf frá Edinborgarháskóla í skoskum bókmenntum og dokt- orsprófi í þýðingafræðum frá Jo- hannes Gutenberg-háskólanum í Mainz. Doktorsritgerð hans fjall- ar um áhrif þýðinga á tilurð þjóðarbók- mennta í Bretlandi og Þýskalandi 1750-1830. Hann hefur starfað sem þýðandi um langt skeið og er nú forstöðumaður Þýðingaseturs Hugvísindastofnunar HÍ. Fundur- inn fer fram í stóra sal Norræna hússins, hann hefst kl. 12:05 og lýkur stundvíslega kl. 13:00. Fundurinn er opinn öllu áhuga- fólki um sögu og er aðgangur ókeypis. ■ ÞRIÐJUDAGURINN 9. OKTÓBER FUNDIR____________________________ 20.00 íslandsdeild Amnesty International efnir til kynningar- og umræðufundar í Borgarleik- húsinu. 20.30 Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð í Kópavogi heldur félags- fund í veitingahúsinu Catalína Hamraborg 11. Á dagskrá eru komandi bæjarstjórnarkosningar og framboð vegna þeirra. Allir félagsmenn VG og stuðnings- menn eru velkomnir. NÁMSKEIÐ_________________________ 17.30 Hlátursnámskeið í Norræna hús- inu. Ásta Valdimarsdóttir kenn- ari og bókasafnsfræðingur kynnir hlátursmeðferð indverska læknis- ins dr. Madan Kataria. Aðgangs- eyrir kr. 1000. Hluta af ágóða verður varið til líknarmála. FYRIRLESTRAR______________________ 12.05 Gauti Kristmannsson þýðinga- fræðingur heldur fyrirlestur á há- degisfundi Sagnfræðingafélags fslands í Norræna húsinu. Fyrir- lesturinn er öllum opinn. Tjón af völdum hryðjuverkaárásanna: Verðmæti listaverka áætlað 10 milljarðar WORLD TRADE CENTER Frá því að hryðjuverkaárásirnar voru gerð- ar á World Trade Center bygging- arnar, 11. september s.l., hefur verið reynt að henda reiður á efnahagslegtu tjón skemmdar- verkanna. Samkvæmt mati sér- fræðinga tryggingafélagsins AXA Art, sem sérhæfir sig í tryggingum á listaverkum, er talið að verðmæti listaverka, sem glötuðust í árásunum, nemi allt að 10 milljörðum íslenskra króna. Axa Art hefur þegar lagt til hliðar um 20 milljónir Bandaríkjadoll- ara vegna hugsanlegra trygginga- bóta. Bent hefur verið á að tjónið gæti verið mun meira þegar tekið er með í reikninginn nærliggjandi byggingar sem einnig urðu fyrir skakkaföllum. „Spurningin er hversu umfangsmikið tjónið er í öðrum byggingum eða vegna hreinsunaraðgerðanna," segir forstjóri AXA, Dr. Dietrich von Frank, í samtali við hið banda- ríska tímaritið Art Newspaper. Á meðal helstu viðskiptavina AXA í WTC er verðbréfafyrirtækið Cantor Fitzgerald en á skrifstof- um þess voru 300 höggmyndir eftir Rodin auka annarra verka. ■ GRÍÐARLEGT TJÓN Á meðal helstu viðskiptavina tryggingafé- lagsins AXA i WTC var verðbréfafyrirtæki sem státaði af 300 höggmyndum eftir Rodin auka annara verka. Talið er að tjóníð sé mun meira ef nærliggjandi byggingar eru teknar með í reikninginn. Fáðu meira út úr sjónvarpinu þínu Pantaðu áskrift núna í síma 515 6100 Einn, tveir og elda Miðvikudaga kl. 19:30 Og þú hélst að keppnisíþróttir og matreiðsla ættu enga samleið Nýr þáttur þar sem tvö lið mætast og elda til sigurs. Frumsvning 24. október F Góða skemmtun!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.