Fréttablaðið - 09.10.2001, Síða 19

Fréttablaðið - 09.10.2001, Síða 19
ÞRIÐJUDAGUR 9. október 2001 FRÉTTABLAÐIÐ Printemps de Septembre: Islendingur vekur athygli mynplist Verk Bjargeyjar Ólafs- dóttur myndlistarkonu sem sýnt er á listasýningunni Printemps de Septembre (vor í september) í Toulouse hefur vakið athygli þarlendra. Gagnrýnandi franska stórblaðsins Le Monde minnist sérstaklega á verk hennar í gagnrýni um sýninguna og er því hælt mjög. Fjölmargir lista- menn, frá Evrópu og Bandaríkj- unum, taka þátt í sýningunni sem sett var saman af Val Willi- ams. „Þetta skiptir auðvitað máli fyrir mig þegar kemur að því að koma sér áfram í listaheimin- um,“ segir Bjargey. Hún sýnir stuttmyndina Falskar tennur á sýningunni í Toulouse. Sýningin Vor í september hefur verið haldin í fjölmörg ár í Frakk- landi. Þetta er hins vegar í fyrs- ta skipti sem hún er haldin í Tou- louse, áður var hún haldin í bæn- um Cahor. Þar er Bjargey reynd- ar einnig með verk á sýningu. „Það heitir Bedlam, sem þýðir bæði óreiða og geðsjúkrahús. Verkið er samansett úr 14 risa- stórum ljósmyndum." ■ BJARGEY ÓLAFSDÓTTIR Sýnir í Frakklandi og Finnlandi um þessar mundir. MYNPLIST___________________________ Hugleikur Dagsson listamaður og kvik- myndagagnrýnandi sýnir verk í Gallerí Nema Hvað, Skóavörðustíg 22c Sýning- in stendur yfir dagana 6.-11. október og er opið frá klukkan 14-18. Vera Sörensen listamaður opnaði síð- astliðinn laugardag málverkasýningu ( sýningarsal Gallerí Reykjavík. Sýningin er opin virka daga frá kl 13.00 til 18.00 og laugardaga frá 11.00 til 16.00. Kristín Reynisdóttir hefur opnað sýn- ingu á verkum sínum í Þjóðarbókhlöð- unní. Þetta er fjórða sýningin í sýninga- röðinni Fellingar sem er samstarfsverk- efni Kvennasögusafnsins, Landsbóka- safns Islands - Háskólabókasafns og 13 starfandi myndlistarkvenna. Opnunar- tími Kvennasögusafnsins er milli klukk- an 9 og 17 virka daga og eru allir vel- komnir. Jón Valgard Jörgensen myndlistarmað- ur sýnir verk sín í Félagsstarfi Gerðu- bergs. Sýndar eru landslagsmyndir, fantasíur, portrait teikningar og dýra- myndir. Sýningin stendur til 9. nóvem- ber. Opnunartímar sýningarinnar: mán. - fös. kl. 10-17 og um helgar kl. 13-16. Linda Oddsdóttir hefur opnað sína fyrstu einkasýningu á Cafe Presto Hlíða- smára 15. Á sýningunni eru eingöngu olíumálverk sem eru unnin á þessu ári. Myndefnið er aðallega sótt í náttúru landsins. Opnunartfmar virka daga frá 10 til 23 og um helgar frá 12 til 18. Sýn- ingin stendur til 19 október. Sýning á verkum Hjörleifs Sigurðssonar listmálara stendur yfir í Listasafni Kópa- vogs. Sýndar eru vatnslitamyndir sem hvíla að mestu leyti á sérkennum japön- sku pappírsarkanna. Sýningin er opin daglega nema mánudaga milli 11-17. Kristján Guðmundsson hefur opnað einkasýningu í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Sýningin er opin 10 - 17 alla daga nema miðvikudaga 10 - 19. í Listhúsinu í Laugardal stendur yfir málverkasýning Elisabetar Stacy Hurley. Elisabet er af íslenskum ættum en er búsett í Bandaríkjunum. Sýningin stendur til 31. október. Sýningin Sjálfbær þróun stendur nú í Nýlistasafninu. Sýningin er liður í átaksverkefni Nýlistasafnsins sem kennt er við Grasrót og hefur að mark- miði að kynna verk efnilegra lista- manna sem eru að stíga sín fyrstu sjálfbæru þróunarskref á sviði listarinn- ar. Sýningin er opin milli kl. 12 og 17 alla daga nema mánudaga. Björg Örvar sýnir náttúrulífsmyndir í sýningarsal verslunarinnar Álafoss, Álafosshvos í Mosfellsbæ. Opið er virka daga kl. 9 til 18 og laugardaga kl. 9 til 16 og stendur sýningin til 27. október. Þóra Sigurþórsdóttir leirlistarkona sýnir í Gullsmiðju Hansínu Jens að lauga- vegi 20b. Yfirlitssýning Errósafnsins stendur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Sýn- ingin er opin alla daga kl. 10 til 17 en til kl. 19 á miðvikudögum. Hún stendur til 7. október. Svipir lands og sagna er yfirskrift sýn- ingar á verkum Ásmundar Sveinssonar I Listasafni Reykjavíkur, Ásmundar- safni. Á sýningunni eru verk sem span- na allan feril listamannsins. Safnið er opið daglega kl. 10 til 16 og stendur til 10. febrúar á næsta ári. Fáðu meira út úr sjónvarpinu þínu Pantaðu áskrift núna í síma 515 6100 ísland í dag Daglega kt. 19:00 Bætir eftirtekt - takist einu sinni á dag Guðrún Gunnarsdóttir og Snorri IVlár Skúlason eru sannkallaðir heimilisvinir íslensku þjóðarinnar og taka púlsinn á mannlífinu í fslandi í dag. ¥4 Góða skemmtun!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.