Fréttablaðið - 09.10.2001, Síða 22

Fréttablaðið - 09.10.2001, Síða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2001 ÞRIÐJUDAGUR HRAÐSOÐIÐ EIRÍKUR TÓMASSON aðstoðaryfirlögregluþjónn Leiðir merktar að Smáralind HVERNIG sér Lögreglan í Kópavogi fyrír sér umferðina við Smáralind á morgun? Opnunarhátíðinni er dreift á fimm daga og við bindum vonir við að um- ferðarálagið dreifist á þá alla. Það verður talsvert fjölmenn löggæsla þama og umferðarmannvirkin í kring em öflug og flytja mikið. Við munum fyrst og fremst reyna að tryggja að þegar bílastæði fyllast, eða tappar myndast þar sem ekið er inn stæði, muni það ekki skila sér út í umferðar- æðarnar í kring. Það verður gert með því að beina umferðinni fram hjá. HVE mörgu fólki er búist við á opnunarhá- tfð Smáralíndar? Það er erfitt að segja. Menn hafa horft á að 50.000 manns komu í Kringluna þegar hún opnaði. Það er búist við tölu- vert fleiri í Smáralind en á móti kemur að opnunarhátíðin dreifist á fimm daga. HVERSU margir lögreglumenn verða í kríngum Smáralind næstu daga? Á þriðja tug lögreglumanna verður við Smáralind þessa fimm daga sem opn- unarhátíðin stendur. HVAÐA aðrar ráðstafanir hafa veríð gerðar? Við verðum með stjómstöð í húsinu. Þannig að auk lögreglumannanna verða um 40 starfsmenn á bílastæðum með aðsetur þar. Umferðarráð verður einnig í stjómstöðinni og kemur upp- lýsingum í Útvarp umferðarráðs ef þörf krefur. HVERJU viftu koma á framfærí við þá sem ætla í Smáralind á morgun? Aðkomuleiðimar em byggðar upp þan- nig að það er best að koma Reykjanes- brautina og Hafnarfjarðarveginn en ekki keyra í gegnum Kópavog. Teng- ingar em góðar af Hafnarfjarðarvegin- um um Amarnesveginn. Af Reykjanes- brautinni em fráreinar við Ak-Inn og á móts við Elkó. Þetta em bestu leióimar að Smáralind og þær verða merktar. Ef bílastæðin fyllast verður þeim lokað og þá þýðir ekkert annað en að reyna aft- ur seinna. Þetta stendur í fimm daga og húsið verður opið áfram. Menn era ekki að missa af neinu. Þeir sem búa í nágrenninu gætu fengið sér gönguferð frekar en að taka bílinn og svo er alltaf möguleiki að taka strætó. Eiríkur Tómasson er aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi og hefur lagt nótt við dag síðustu sól- arhringa við að undirbúa stjómun umferðar við Smáralind á morgun og næstu daga. Desmond Tutu fagnar sjötugsafmæli: Gagnrýnir afskipta- leysi afHIV höfðaborg.ap. Desmond Tdtu, erki- biskup, friðarverðlaunahafi Nóbels og þjóðardýrlingur í Suður- Afríku, fagnaði á sunnudag sjö- tugsafmæli sínu með hvatningará- varpi til samlanda sinna. Hann minnti landsmenn á að þeim hefðu tekist að sigrast á kyn- þáttaaðskilnaðarstefnunni og hvat- ti þá til að takast af hugrekki á við þau brýnu verkefni sem barátta gegn eyðni, fátækt, glæpum og spillingu hafa fært þjóðinni í fang. „Okkur tókst að gera það sem enginn hélt að gæti gerst. Allir bjuggust við að þetta land yrði vettvangur blóðbaðs," sagði T\itu í sjónvarpsviðtali. Tútu varð tákn- mynd sáttastefnunnar milli hvíta minnihlutans og svarta meirihlut- ans í kjölfar þess að aðskilnaðar- stefnunni var steypt og sat í for- sæti Sannleiks- og sáttanefndar- innar í landinu. í viðtalinu gagnrýndi Tútu jafn- framt óbeint tregðu núverandi stjórnvalda í landinu til að takast á við þann vanda sem að steðjar SAMEININGARTÁKN Tutu gagnrýndu afstöðu Mbeki, forseta Suður-Afríku, sem hefur efast um að rekja megi eyðni til HlV-smits og fer sér hægt í að takast á við vandann. vegna eyðni, en 4,7 milljónir krabbameini í blöðruhálskirtli en manna í landinu ganga með HIV- sagði í viðtalinu að líðan sín væri veiruna í blóði sínu. Tbtu þjáist af góð. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI Aannað þúsund sjálfstæðismenn koma saman til landsfundar í Laugardagshöll á fimmtudag. Ekki er búist við mikl- um átökum; helsta spennuefnið er hvort Davíð Odds- son fái undir eða yfir 95% atkvæða í formannskjöri. Landsfundurinn er skrautsýning þess- arar miklu valda- stofnunar og jafnframt verður tækifærið notað til að ýta úr vör baráttu flokksmanna á hinum póli- tíska vetri. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir og félagar hennar í R-listan- um verða því sjálfsagt í áberandi aukahlutverki og má búast við að í ályktunum verði beint að Reykja- víkurborg þungum skotum fyrir mál eins og hlut sveitarfélaga í þenslu hins opinbera, Línu.Net og lóðaframboð í borginni til að undir- byggja kosningabaráttuna næsta vor. Olafur F. Magnússon, borgarfull- trúi og virkjanaandstæðingur, hefur boðað að hann ætli að láta til sín taka á fundin- um og láta reyna á afstöðu flokks- manna til virkjana á hálendinu norðan Vatnajökuls. Ljóst þykir að hann muni tala mjög fyrir daufum eyr- um. Helst að kolle- ga hans úr læknastétt, Katrín Fjeldsted, muni taka undir. Virkj- anaandstæðingar eru á bekk með sérvirtingum í Sjálfstæðisflokkn- um en vegna þeirra vinsælda sem sérviskan sú á að fagna meðal fólks á höfuðborgarsvæðinu er talió lík- legt að lögð verði áhersla á að gera út um málið í bakherbergjum og forðast að hleypa af stað miklum deilum um það á gólfi Laugardals- hallarinnar fyrir augum allra landsfundarfulltrúa og fjölmiðla. Kemur Árni Johnsen á lands- fundinn? Hann hefur ekki misst af fundi áratugum saman og oftar en ekki stjórnað fjöldasöng í lokahófi fundar- ins. Árna var fagn- að heitt og innilega þegar hann söng brekkusönginn á þjóðhátíð um versl- unarmannahelgi. Það verður fróð- legt að fylgjast með móttökunum sem hann fær hjá flokkssystkinum sínum á landsfundinum. Friður í flokknum Kjartan Gunnarsson hefur verið framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins í 21 ár. Hann hefur yfirumsjón með landsfundi flokksins sem hefst á fimmtudag. Þar mætir þverskurður þjóðarinnar. KJARTAN GUNNARSSON „Áður fyrr dró kalda stríðið mjög öflugar víglínur á milli manna og sú barátta hreif mjög ungt fólk," segir Kjartan sem segir að í breyttri heimsmynd hafi baráttumál ungs fólks i flokknum breyst, en áhugi þess á stjórnmálum ekki. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN 34. Lands- fundur Sjálfstæðisflokksins hefst á fimmtudag. Þá koma yfir 1000 sjálfstæðismenn saman til að „móta stefnu flokksins og kjósa sér forystu," eins og Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri flokksins orðar það. Kjartan hefur verið fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins í 21 ár. Einn hluti star- fa framkvæmdastjórans er að hafa yfirumsjón með undirbún- ingi landsfundarins. „Starf fundarins er í tiltölulegu föstum skorðum. Hann er haldinn á tveggja ára fresti og undirbúinn með góðum fyrirvara,“ segir Kjartan sem bendir á að ýmis- legt er varðar verklag hafi breyst í framkvæmdastjóratíð hans. „Það hefur til dæmis verið gripið til þess nú að kynna ályktanir sem teknar verða til umfjöllunar á heimasíðu flokk- ins.“ Flokksmenn alls staðar af landinu hittast á fundarstað Sjálfstæðisflokksins, Laugar- dalshöll, á fimmtudag. „Ég tel að af öllum mögulegum funda- höldum á landinu sé þarna ör- uggasti þverskurður lands- manna saman kominn," segir Kjartan sem segir þátttakendur í landsfundinum hafa mikil áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokks- ins. „Ef menn myndu skoða ályktanir landsfundarins síðast- liðin ár og stefnu þeirra ríkis- stjórna sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur átt aðild að á sama tíma þá myndu menn sjá að mjög mörgum þeirra hefur ver- ið hrint í framkvæmd.“ í framkvæmdastjóratíð sinni hefur Kjartan starfað með þremur formönnum Sjálfstæð- isflokksins, Geir Hallgrímssyni, Þorsteini Pálssyni og Davíð Oddssyni. „Þeir eru mjög ólíkir menn en aílir miklir sómamenn sem hafa lagt sig alla fram við að vinna hugsjónum Sjálfstæð- isflokksins brautargengi," segir Kjartan sem segir samtarf for- manns og framkvæmdastjóra þurfi „að vera mikið og náið“ til að það beri árangur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í rúmlega tíu ár í ríkis- stjórn undir forsæti Davíðs Oddssonar og hefur tíminn í rík- isstjórn haft mikil og góð áhrif á Sjálfstæðisflokkinn að mati Kjartans. „Sjálfstraust Sjálf- stæðismanna hefur aukist mjög og stjórnarsetan hefur einnig treyst mjög friðinn í flokknum. Þetta hefur verið friðsamlegur tími,“ segir Kjartan sem hefur ekki annað í hyggju en að halda áfram störfum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. „Það hefur að minns- ta kosti enginn sagt mér upp og ekki hef ég lagt inn uppsagnar- bréf.“ sigridur@frettabladid.is Alþjóðlegt MBA nám P G M Opinn kynningarfundur u im MBA nám Nánari upplýsingar ueitir: María Kristin Gylfadóttir, uerkefnastjóri MBA náms, í Háskólanum í Reykjauík, í dag, kl. 17.15 V í síma 510 G2G2 eða rnba@ru.is. Námið hefst í janúar 2002 HASKOLINN í REYKJAVIK RLYKJAVIK UNIVERSITY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.