Fréttablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 1
ÍÞRÓTTIR Stœrðfrœðingur með markmanns- hanska bls 14 FÓLK Leggekki | árar í bát 568 5000 . á þínum vegum FRETTABLAÐIÐ 1 1 123. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 16. október 2001 ÞREÐJUDAGUR Dæmt í deilu ÖBÍ og Davíðs pómur Héraðsdómur Reykjavíkur kveður í dag upp dóm í máli Ör- yrkjabandalags íslands gegn for- sætisráðuneytinu. ÖBÍ krefst þess að fá aðgang að minnisblaði til nefndar sem falið var að túlka ör- yrkjadóminn svonefnda. VG í Reykjavík með aðalfund stjórwmál Vinstri grænir í Reykja- vík halda aðalfund í Norræna hús- inu kl. 20 og ræða meðal annars um borgarmál og væntaniegan lands- fund. IVEÐRIÐ f DACl REYKJAVÍK Fremur hæg suð- austlæg átt 5-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku skúrir. '*’*'*• Hití 6 til 11 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI fsafjörður Q 15-23 Rigning Ql Akureyri O '3 Léttskýjað Q 9 Egilsstaðir O 5-8 Skýjað 9 Vestmannaeyjar o 5-10 Léttskýjað 09 Stúdentar funda með þingmönnum stúdentar Röskva heldur opinn fund í stofu 101 í Lögbergi kl. 12.15 með þingmönnum stjórnmálaflokkanna til að ræða um skólagjöld við há- skólann. Þingmenn halda framsögu en síðan verða umræður og spurn- ingar. Nýjungagirni og skipulag fyrirlestur Rögnvaldur J. Sæ- mundsson ræðir um hina klassísku togstreitu milli nýjungagirni og aukins skipulags innan uppvaxandi tæknifyrirtækja í hádegisfyrirlestri Háskólans í Reykjavík kl. 12.05. |KVÖLDIÐ í KVÖLD| Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 (þróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvað les fólk á aldrinum 25 til 29 ára? Meðallestur 25 til 29 ára á virkum dögum samkvæmt könnun PriceWaterhouse- Coopers frá september 2001 70.000 eintök 78% fólks les blaðið IFJÖLMIÐLAKÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS VAR FRAMKVÆMD DAGANA 17. TIL 28. SEPTEMBER 2001. Fiskverð hækkað til áhafna í föstum viðskiptum Ágreiningur var um verð á fiski milli Granda hf. og áhafnarinnar á Ásbirni RE 50. Urskurðar- nefnd sjómanna og útvegsmanna skilaði áliti um 15% hækkun þorsks og 13% hækkun karfa sem hefur bein áhrif á kjör sjómanna og gæti haft áhrif á kvótaverð. siávarútvegsmál Verð á þorski og karfa í beinum viðskiptum útgerð- ar og sjómanna hækkar sam- kvæmt niðurstöðu úrskurðar- nefndar sjómanna og útvegs- manna frá því 4. október. Úrskurð- urinn kemur í framhaldi af því að áhöfnin á Ásbirni RE 50 skaut samningum sínum við Granda hf. til nefndarinnar. Samkvæmt nið- urstöðunni hækkar verð á slægð- um þorski á bilinu 2 til 5 kQó um 15 prósent og á karfa um 13 prósent. Breytingarnar taka gildi frá þeim degi sem bókað er í úrskurðar- nefnd og eru ekki afturvirkar. Helgi Laxdal formaður Vél- stjórafélags íslands, sem á sæti í úrskurðarnefndinni, segir niður- stöðuna hafa víðtæk áhrif á kjör sjómanna. „Breytingar hjá þeim sem á eftir koma verða ekki lægri en úr- skurðurinn," sagði hann og bætti við að nefndin starfi samkvæmt nýjum lögum sem hafi orðið til í framhaldi af kjarasamningum Vélstjórafélags- ins sl. vor. „Mér sýnist þetta þýða að meðalverð á þorski þurfi að hækka um 15 prósent til að við náum þeim mark- miðum sem við sömdum um.“ NIÐURSTOÐUR ÚRSKU RÐARN EFN DAR Almennar niðurstöður úrskurðarnefnd■ arinnar á verði / beinum viðskiptum: Slægður þorskur: 1516 hækkun. kr/kg 95 110 115 120 Stærð 2kg 3 kg 4 kg 5 kg Karfi: 13% hækkun. - 700 gr. 51,20 kr/kg +700 gr. 42,80 kr/kg Helgi segir að hækkunin hafi bein áhrif á kjör sjómanna. „Ég tel þetta vera stórar fréttir. Við höf- um aldrei komist áfram í þessum verðum fyrr en núna. Nú virðist það vera að ganga eftir sem við vorum að semja,“ sagði hann og taldi líklegt að kvótaverð myndi lækka í kjölfarið. „Því ef kvóta- verðið lækkar ekki eiga margir þeir bátar sem þurfa að kaupa allan sinn veiði- rétt sér enga framtíð." Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Granda hf., segir niðurstöðu úr- skurðarnefndarinnar vera í sam- ræmi við gerðardóm frá því í júní sem kveði á um að nást skuli á næstu árum ákveðið hlutfall af meðalverði á fiskmörkuðum og í beinum viðskiptum. „Úrskurðar- nefndin var þarna að leggja af stað með að draga línuna að þessu markmiði og þá er það þannig að sumir eru á línunni, sumir geta verið fyrir ofan og aðrir fyrir neð- an. Þá er það verðlagsstofu skipta- verðs að vinna að því að menn fari á þetta meðalverð," sagði hann og taldi að hjá Granda hækkaði þorskur um rúm 12 prósent og karfi tæp 13, en breytingarnar væru misjafnar milli útgerða. „Ufsinn lækkar hins vegar um ein 5 prósent, þannig að meðaltals- hækkunin hjá Granda er um 10 prósent," sagði hann. oli@frettabladid.is Bandaríkin: Miltisbrand- ur til Daschle WASHiNGTON. ap George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að Tom Daschle, leiðtogi öldungardeildar bandaríska þings- ins, hefði fengið bréf í gær sem innihélt miltisbrand. Starfsfólk þingmannsins sem komst í tæri við bréfið var sent í rannsókn en niðurstöðu hennar lágu ekki fyrir. Bush sagði á blaðamannafund- inum að „hugsanleg tengsl" væru á milli Osama bins Ladens og milt- isbrandstilfellanna undanfarna daga. Fáeinum klukkustundum eftir að bréfið hafði borist skrif- stofu Daschle voru gefnar út til- skipanir og starfsfólki þingsins meinað að opna bréf, þar til þau höfðu verið könnuð nánar. ■ Norðurbandalag í sókn: - Ébúar Kabúl flýja til ljalla undan lofitárásum WASHINGTON. ap Gífurlega harðar loftárásir voru gerðar á Kabúl, höfuðborg Afganistan í gær og einnig borgina Kandahar. íbúar Kabúl flýðu til fjalla í leit að skjóli fyrir loftárásunum. Árásunum var beint gegn vopnabúrum talibana norður af borginni og í kringum flugvöllinn. Hermenn talibana gátu lítið gert til að verjast árás- unum sem voru gerðar úr svo mik- illi hæð að ekki heyrðist í flugvél- unum sem vörpuðu sprengjunum. Varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, Donalda H. Rumsfeld, sagði að stjórn talibana réði enn yfir flugvélum og þyrlum sem ekki hefði tekist að eyðileggja. Rumsfeld sagði að fullyrðingar talibana um að árásir Bandaríkja- manna hefðu valdið miklu mann- falli á meðal óbreyttra borgara ættu ekki við rök að styðjast, þó óhjákvæmilegt væri að óbreyttir borgarar féllu í árásum. Norðurbandalagið greindi frá því í gær að liðssveitir þeirra nálg- uðust borgina Mazar-e-Sharif og að allt að 4.000 liðssveitir talibana hefðu gefist upp fyrir Norður- bandalaginu. Borgin er sú stærsta í norður Afganistan og þjóðflokk- ur úzbeka er þar í meirihluta, Tali- banar eru flestir úr hópi pashtuna. Þeir náðu borginni á sitt vald fyrir þremur árum. Talsmenn talibana vísuðu fullyrðingum Norður- bandalagsins um uppgjöf á bug. ■ | ÞETTA HELST | Eyþór Arnalds mun hætta sem forstjóri Íslandssíma um næstu áramót. Talið er að hann hyggist snúa aftur í borgarpóli- tíkina í Reykjavík. bls. 2. ---$---- Gera þurfti leit að fimm rjúpnaskyttum á fyrsta degi rjúpnavertíðarinnar á Öxarfjarð- arheiði í gær. Allar komu þær fram heilar á húfi. bls. 2. Samfylkingin í Hafnarfirði birt- ir ekki fyrst um sinn úrslit skoðanakönnunar vegna uppstill- ingar framboðslista í sveitar- stjórnarkosningum. bls. 2. Víða um heim hefur komið upp ótti við miltisbrand í kjölfar sýkinga í Bandaríkjunum. Fjöl- mörg dæmi eru um „prakkara- strik“ sem valdið hafa miklum ótta. bls. 2.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.