Fréttablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 16. október 2001 ÞRIÐIUPACUR ! HVAÐA PLÖTU ERTU AD HLUSTA A Sögumar um Bangsímon þýddar á yfir 40 tungumál: Bangsímon fagnar 75 ára afmæli Magnús Ver Magnússon kraftajötunn Ég er að hlusta á nýjustu plötu Rammstein og þykir hún góð. Ég hef alltaf verið svolítið hrifinn af svona þungu. ■ bækur Frægasti bangsi mannkyns- sögunnar, Bangsímon (Winnie the Pooh) fagnar 75 ára afmæli um þessar mundir. Sögurnar um Bangsímon hafa notið fádæma vinsælda í áratugi og verið þýdd- ar á rúmlega 40 tungumál. Vegleg afmælishátíð var haldin bangsa til heiðurs síðastliðinn sunnudag. Fjöldi aðdáenda Bangsímon safn- aðist saman við The Pooh Sticks brúna í Ashdown skógi í Sussex en þar átti höfundurinn A A Milne sumarbústað. Brú þessi kom reyndar fyrir í sögunum um Bangsímon og var þá staðsett í hinum margfræga Hundrað mílna skógi. Arið 1979 lét sonur höfundar, Cristopher Robin Mil- ne, endurgera brúna og var hún opnuð almenningi það sama ár. Bangsímon var upphaflega nefndur í höfuðið á amerískum svartabirni, Winnie, sem var til sýnis í dýragarðinum í London. Bangsímon kom fyrst fyrir sjónir almennings árið 1925 þegar dag- blaðið London Evening News birti SÆLKERI Bangsímon veit fátt betra en að lepja hunang úr skál. Á myndinni með Bangsímon er Mike Ridley, verslunareigandi í Hartfield. smásöguna „Vitlaus tegund af bý- flugum á jóladag" (The Wrong Sort of Bees in a Christmas Eve). Ótal sögur um Bangsímon fylgdu í kjölfarið áður en Disney kvik- myndafyrirtækið tók hann upp á sína arma og færði hann í teikni- myndabúning. ■ BYGGTÁ BÓKASÖLU í EYMUNDSSON VIKUNA 8-14. OKTÓBER O Pálmi Jónasson fSLENSKIR MILUARDA- MÆRINGAR Cþ J.K. Rowling HARRY POTTER OG LEYNIKLEFINN Q J.K. Rowling HARRY POTTER OG VISKUSTEINNINN O Þórarinn Eldjárn þýddi MOLDVARPAN SEM VILDI VITA HVER SKEIT Á HAUSINN Á HENNI tfj J.K. Rowling HARRY POTTER OG FANGINN FRÁ AZKABAN Háskóli Islands ALMANAK HÁSKÓLANS fþ Sigurgeir Sigurjónsson AMAZING ICELAND fjþ Dalai Lama BETRI HEIMUR Q DÖNSK-fSLENSK / ÍSLENSK-DÖNSK ORÐABÓK í) Marianne Fredriksson ^ ANNA, HANNA & JÓHANNA Á íslensku í Eymundsson: Milljarða- mæringar vinsælir bækur Það tók íslenska milljarða- mæringa eftir Pálma Jónasson ekki nema þrjá daga í sölu til að ná topp- sæti metsölulistans í Eymundsson. Bókin hefur hlotið mikla athygli og jákvæð viðbrögð lesenda. Annar milljarðamæringur er áberandi á listanum, J.K. Rowling. Eftirvæntingin eftir fjórðu bókinni um Harry Potter, Harry Potter og eldbikarinn, er mikil og rjúka fyrri þrjár bækurnar út í samræmi við hana. Hún kemur út innan tíðar og er 734 blaðsíður að lengd. ■ ÞRIÐJUDAGURINN 16. ÖKTÓBER SAMKOMUR_________________________ 20:30 Sagnakvöld með írska seiðmann- inum Shivam O'Brien á Kaffi Reykjavik, efri hæð. Shivam segir kynngimagnaðar sögur sem opna leið inn í heim dulúðar, hetju- dáða og frelsunar. Hann fær til liðs við sig nokkra tónlistarmenn sem aðstoða við að töfra fram seiðmagnað andrúmsloft Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 800. FUNPIR___________________________ 12.15 Röskva boðar til opins fundar með forystumönnum stjórnmála- flokkanna. Umræðuefnið er skólagjöld við Háskólann. Frum- mælendur eru: Ólafur Örn Har- aldsson, Sigríður Anna Þórðar- dóttir, Margrét Frímannsdóttir, Steingrimur J. Sigfússon, og Þor- varður Tjörvi Ólafsson, formaður Stúdentaráðs HL Fundurinn fer fram i stofu 101 í Lögbergi. 20.00 Hugsjónir í íslenskri póiitík er yfirskrift tmm-kvölds sem haldið er á SúFistanum. Frummælandi er Guðmundur Steingrímsson, heimspekingur og höfundur greinarinnar Allt sama tóbakið? í nýjasta hefti tmm. Öllum er frjálst að taka þátt í umræðunum. 20.00 Skógræktarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu halda opinn fræðslu- fund i stóra sal Ferðafélags fs- lands í Mörkinni 6. Guðmundur Magnússon, kennari og hand- verksmaður og Ólafur Oddsson, kynningar- og fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins, kynna fjöl- þættar nytjar skógarins. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrými leyfir. Boðið upp á kaffi. FYRIRLESTRAR_____________________ 12.05 Rögnvaldur J. Sæmundsson M.Sc. heldur fyrirlestur í Háskól- anum i Reykjavík er nefnist Rannsóknir á uppvexti tæknifyr- irtækja - baráttan milli nýjunga- girni og aukins skipulags. Rögn- valdur er einn af stofnendum Flögu en stundar nú doktorsnám við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg. Fyrirlesturinn er opinn öllum. SÝNINGAR_________________________ Elísabet Ásberg opnaði á laugardag sína sjöttu einkasýningu í sýningarsal Gallerí List, Skipholti 50d. Þar sýnir hún lágmyndir unnar úr silfri, nýsilfri, tré og Lýst eftir jólaskrauti Jólaundirbúningurinn er hafinn í Árbæjarsafni. Þar verður sýning á jólaskrauti 20. aldarinnar í desember og nú er verið að safna skrauti í eigu Islendinga. JÓLIN KOMA l’ris Ólöf Sigurjónsdóttir skoðar jólaskraut þessa dagana og vonast til þess að sem flest- ir sendi sér jólaskraut. söfn Þó að jólin virðist vera langt undan er undirbúningur jólanna hafinn að minnsta kosti á einum stað á höfuðborgar- svæðinu, Árbæjarsafninu. Þar situr íris Ólöf Sigurjónsdóttir og skipuleggur sýningu á jóla- skrauti sem verður opin safn- gestum í desember, en þá er Ár- bæjarsafnið opið í tvær helgar. „Við eigum ekki mjög mikið af jólaskrauti og því lýsum við eftir framlögum frá fólki. Við munum að sjálfsögðu velja og hafna úr því sem berst inn, en allt skraut sem við þiggjum verður skráð í eigu safnsins og saga skrautsins sömuleiðis, í hvaða samhengi það var notað og hvar það var keypt.“ íris segir að það hafi tíðkast alla 20. öldina að fólk skreytti hús sín fyrir jólin, áður fyrr hafi skrautið verið hógværara en þekkist í dag. „Það verður sérstaklega spennandi að sjá jólaskraut frá fyrri hluta aldarinnar því mjög lítið er vitað um hvernig jóla- skraut fólk átti á þeim tíma. Einnig er forvitnilegt að sjá mismunandi gerðir af jóla- skrauti. Það eru ýmsir stílar í jólaskrauti, sumir eru mjög mikið í amerískum stíl, aðrir meira í skandinavíska stílnum." Að sögn írisar er komin hefð fyrir því á Árbæjarsafninu að hafa opið tvær helgar. „Það er alltaf troðfullt hjá okkur og mikil stemming. Gestum er gef- inn kostur á því að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og þau voru í gamla daga. Við bök- um laufabrauð og steypum kerti. Skólakrakkar koma líka í skoðunarferðir til okkar í des- ember og þær ferðir hafa verið mjög vinsælar." Jólaundirbúningurinn á Ár- bæjarsafninu er löngu hafinn og segir íris að jólastemmning- in sé þegar farin að svífa yfir vötnum þar. „Ég er komin í jóla- skap og safnkennararnir sömu- leiðis." sigridur@frettabladid.is sandblásnu gleri. Sýningin stendur til 27 október og er öllum opin. Opnunartími er virka daga frá 11-18 og laugardaga 11-18. Vettvangsrannsókn Kristínar Loftsdótt- ur mannfræðings meðal WoDaaBe fólksins í Níger er til sýnis í Þjóðarbók- hlöðu. Yfirskrift sýningarinnar er: „Horn- in íþyngja ekki kúnni" og stendur hún til 9. nóvember. Handritasýning i Stofnun Árna Magnús- sonar, Árnagarði við Suðurgötu. Sýningin er opin kl. 14 til 16 þriðjudaga til föstu- daga til 15. maí. Á ferð um landið með Toyota er yfir- skrift sýningar Fókuss, Ijósmyndaklúbbur áhugamanna. Sýningin er í salarkynnum nýrra bíla Toyota við Nýbýlaveg í Kópa- vogi. Ljósmyndir á sýningunni voru tekn- ar á ferð klúbbsins um Suðurlandshá- lendið, i Þjórsárdal, Veiðivötnum, Dóma- LEIKHUS Godot á nýju sviði Farsíma- og punktur.is kynslóð- in á „jakkalökkunum“, eins og umhverfisráðherra segir, bíður eftir Godot. Ef við erum nógu staðföst að bíða eftir nýju lífi verðum við hólpin. Á meðan láta aðrir sér ekki nægja að bíða, held- ur fara hjá og breyta engu - nema til hins verra. Og við gerum okk- ur biðina bærilega með samskipt- um og uppátækjum. Grimmdin og aumkunin verður ef til vill meiri þegar vinirnir Estragon og Valdi- mar eru leiknir sem aldnir um- renningar. En hin unga sveit á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu gefur sýningunni á verki Beckets skírskotun til okkar viðsjárverðu Beðið eftir Godot eftir Samuel Becket Leikstjóri: Peter Engkvist Leikarar: Benedikt Erlingsson, Björn Ingi Hilmarsson, Halldór Gylfason og Hilmir Snær Guðnason. stríðs- og samdráttartíma sem teknir eru við af skeiði uppsveiflu og verðbréfaljóma. Leikstjórn, leik-, og hljóðmynd mynda sterka heild og yndi er að horfa á fagmennsku og fína túlk- un leikaranna. Allir eru þeir kostulegir og skemmtilegir, en Benedikt Erlingsson þó alveg ein- stakur. Nýja sviðið á örugglega eftir að nýtast Borgarleikhúsinu vel. Einar Karl Haraldsson dal, Landmannalaugum, Fjallabaksleið og víðar. Sýningin er opin á opnunar- tíma söludeildar Toyota. MYNDLIST____________________________ Vera Sörensen listamaður hefur opnað málverkasýningu í sýningarsal Galleri Reykjavík. Sýningin er opin virka daga frá kl 13.00 til 18.00 og laugardaga frá 11.00 til 16.00. Sýningin "Hver með sínu nefi" stendur yfir í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Að sýningunni standa fimm myndlistar- menn. Galleríið er opið milli klukkan 13 og 17, frá þriðjudegi til sunnudags. Sýn- ingin stendurtil 21. október. Kristín Reynisdóttir sýnir verk í Þjóðar- bókhlöðunni. Þetta er fjórða sýningin í sýningaröðinni Fellingar sem er sam- starfsverkefni Kvennasögusafnsins, Landsbókasafns Islands - Háskólabóka- safns og 13 starfandi myndlistarkvenna. Opnunartími Kvennasögusafnsins er milli klukkan 9 og 17 virka daga og eru allir velkomnir. Jón Valgard Jörgensen sýnir i Félags- starfi Gerðubergs. Sýndar eru landslags- myndir, fantasíur, portrait teikningar og dýramyndir. Sýningin stendur til 9. nóv- ember. Opnunartimar sýningarinnar: mán. - fös. kl. 10-17 og um helgar kl. 13-16. Linda Oddsdóttir hefur opnað sína fyrstu einkasýningu á Cafe Presto Hlíða- smára 15. Sýningin stendur til 19 októ- ber.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.