Fréttablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 16. október 2001 FRETTABLAÐIÐ 9 Stúlka úr Öskjuhlíðarskóla hlýtur verðlaun: Auður Lilja teiknaði besta Gluggagæginn VERÐUflUN Gull- og silfursmiðjan Erna ehf, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Félag íslenskra myndlistarkennara hefur undan- farin ár staðið fyrir samkeppni 11 til 12 ára barna um jólasveina- mynd á jólaskeið. í ár var röðin komin að Gluggagægi og komu verðlaunin sem nú voru veitt í sjö- unda sinn, í hlut Auðar Lilju Ámundadóttur 11 ára nemanda í Öskjuhlíðarskóla. Alls bárust um 200 myndir í keppnina í ár frá nemendum fjölmargra grunn- skóla, „Valið var einfalt. Þetta var einfaldlega besta myndin," segir Guðrún Þórsdóttir, kennsluráð- gjafi á Fræðslumiðstöð Reykja- víkur sem átti sæti í dómnefnd- inni. Auður Lilja Ámundadóttir er stolt þegar hún sýnir jólaskeiðina sem prýdd er mynd hennar og það er erfitt að komast að henni vegna þess að skólafélagar hennar þyrp- ast að henni með hamingjuóskum. Auði Lilju finnst gaman að teikna. „Mér finnst líka gaman að lita,“ segir hún og henni finnst skemmtilegt að læra í skólanum. „Ég er byrjuð að gera púða í handavinnu," segir Auður Lilja sem greinilega situr ekki auðum höndum þótt búið sé að gera silf- urskeið með Gluggagæginum hennar. ■ HLAKKAR TIL JÓLANNA Auður Lilja er farin að hlakka til jólanna en hún hlakkar líka til afmælisins. Hún er nefni- lega alveg að verða 12. Setning kirkjuþings í gær: Dreifa má ösku utan kirkjugarða krikjuþinc Samkvæmt frumvarpi sem Sólveig Pétursdóttir, kirkju- málaráðherra, leggur fyrir kirkjuþing, til kynningar og um- sagnar samkvæmt þjóðkirkjulög- unum, er lagt til að heimilað verði að dreifa ösku látinna manna yfir sjó, vatn eða óbyggðir. Sagði Sól- veig að slíkt væri víða heimilt á Vesturlöndum þótt það hafi ekki verið gert hér á landi. Einnig sagði Sólveig að breyta ætti stjórn kirkjugarða þannig að svonefnt kirkjugarðaráð tæki við störfum skipulagsnefndar kirkju- garðanna og stjórnar kirkjugarða- sjóðs. ■ Forstjóri Hagkaupa: Ekki var við samdrátt EFNAHACSMÁL „Enn sem komið er höfum við ekki fundið fyrir sam- drætti. Matvara hefur í gegnum tíðina tekið minni sveiflur en aðr- ir þættir. Hún fer minna niður þegar kemur kreppa og nýtur ekki uppsveiflu þegar góðæri er í gangi. Hins vegar er önnur vara meira háð þessum sveiflum," segir Finnur Árnason, forstjóri Hagkaupa, aðspurður hvort hann hafi orðið var við kreppuein- kenni. Finnur segir að opnun Smára- lindar og árangur Hagkaupa ekki benda til þess að skortur sé á fjármagni í umferð. „Það hefur gengið mjög vel. Við vorum með miklar væntingar en árangurinn er ekki minni en þær.“B Starfsgreinasambandið: Ekkert of mikil svartsýni EFNflHflGSMÁL Halldór Björnsson formaður Starfsgreinasambands íslands segist ekkert vera of svartsýnn á þróun efnahagslífsins fram til áramóta. Hann segist hins vegar telja að einhverjar þreng- ingar geti orðið um að ræða í byrj- un næsta árs ef stjórnvöld aðhaf- ast ekkert og ljá ekki máls á nein- um viðræðum við verkalýðshreyf- inguna. í því sambandi bendir hann á að það hefði verið ein af stjórnviskum helstu foringja sjálf- stæðismanna á viðreisnarárunum að vera í góðu sambandi við verka- lýðshreyfinguna á sama tíma og núverandi forusta þekkir vart annað en góðæri á sínum ferli. Endurskoðun kjarasamninga og horfurnar í atvinnu- og efna- hagsmálum er meðal þess sem verður ofarlega á baugi á fyrsta ársfundi Starfsgreinasambandsins sem haldinn verður n.k. fimmtudag og föstudag. Ekki er bú- ist við neinum átök- um þar en engar kosningar verða á ársfundinum. Aftur á móti er ekki ólíklegt að þungt verði í mönnum vegna verð- bólgunnar og rýrn- andi kaupmáttar. ■ HALLDOR BJÖRNSSON Segist ekki vita annað en að friður sé ríkj- andi innan sambandsins 4Stjörnuríncap Renault cr 'Tj^öiyggisbúníMf Oamleiöandmn a kemur þat> og mtngunarv:l>iaane fékk nývM'0 ekkiá6vartaDM9a;et du fló-rsttbmw;5eu«NCAP 8ry99«P' Car jusessment tEurop«n Ne« e.inkunn sem Ptograml efta • __lnum flokk,. I Crjótháls 1 Sínii 575 1200 Söludeild 575 1220 Opið 9-18 virka daga «g 10-16 laugardaga Mégane Classic kostar frá 1.680.000 kr. Renault Mcganc cr frábærlega vcl búinn bíll scm uppfyllir ströngustu öryggiskröfur - og ckki spillir verðið fyrir. Hann er með öllum nýjasta öryggisútbúnaði, tn.a. 4 loftpúðuni, styrktarbitum, 3ja piuikta lielti fyrii alla farþega, 3 höfuðpúðum í aftursæti, strekkjurum á framsætum, ISOl'LX barnabílstólsfestingum, sérstyrktum top]ti og botni. kmmpusvæði og ABS hemlum. í stuitu máli sagt; hann Iryggir þér og þínmn nteira öryggi á betra verði. Kontdu og prófaðu! REMAUII - býr til bíla

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.