Fréttablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 16. október 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Fjárhagur félaga: Chelsea tap- ar milljarði knattspyrna Chelsea tapaði um 950 milljónum króna á síðasta fjárhagsári og dróst veltan saman um 10% frá því árið á undan. Ástæður tapsins eru m.a. taldar vera þær að liðinu tókst ekki að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu og þá var árangur þess í Evrópukeppni félagsliða mjög slakur á síðasta keppnistímabili. Einnig þurfti félagið að greiða upp samninginn við Gianluca Vi- alli, sem var rekinn frá félaginu á síðasta tímabili. Ken Bates, stjórnarformaður Chelsea, viðurkenndi að hann STAMFORD BRIDGE Ken Bates segir að bjartari tímar séu framundan á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea. væri óánægður með tapið, en sagðist hafa fulla trúa á því að fé- laginu tækist að snúa dæminu við á þessu ári. Bjartari tímar væru framundan á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea. ■ Houllier korninn til meðvitundar: Tekur Daglish við Liverpool? KENNY DAGLISH Hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri Liverpool árið 1991 vegna of mikillar streitu. knattspyrna Gerard Houllier, framkvæmdastjóri Liverpool, komst til meðvitundar í gær eftir að hafa gengist undir 11 tíma hjartaaðgerð á laugar- daginn. Houllier var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa kvart- að undan verki í brjósti í hálf- leik í leik Liverpool og Leeds og í kjölfarið var hann fluttur á sjúkrahús. Houllier, sem er 54 ára, er nú á góðri bataleið en honum verður haldið á gjörgæslu í nokkra daga í við- bót. Phil Thompson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Liverpool, mun stjórna liðinu í næstu leikjum en ekki er búist er við því að Houlli- er hefji störf á ný fyrr en eftir einhverja mánuði og jafnvel ekki fyrr en eftir áramót. Roy Evans, fyrrverandi framkvæmdastjóri Liverpool og núverandi framkvæmda- stjóri Swindon, sagðist telja að Liverpool myndi reyna að fá Kenny Daglish til að stjórna liðinu á meðan Houllier væri frá vegna veikinda. Daglish var mjög sigursæll á meðan hann stjórnaði liðinu á sínum tíma, en það er kannski kald- hæðnislegt að hann hætti skyndilega sem framkvæmda- stjóri þess árið 1991 vegna of mik- illar streitu. ■ NBA: Jordan með 18 stig á 12 mínútum körfuknattleikur Michael Jord- an, skoraði 18 stig, tók þrjú frá- köst og stal boltanum tvisvar í sínum öðrum leik með Was- hington Wizards. Um var að ræða æfingaleik gegn Miami Heat á laugardaginn og lék Jordan að- eins í 12 mínútur. Á þeim tíma hitti Jordan úr 7 af 10 skotum, 4 af 4 vítaskotum, fékk dæmda á sig eina villu og tapaði boltanum einu sinni. „Hann kom mér virkilega á óvart í kvöld með kraftmiklum leik,“ sagði Doug Collins, þjálfari Wizards, eftir leikinn. „Hann hef- ur mikið stolt og mig grunar að hann hafi heyrt fólk vera eitt- hvað að hvísla og ákveðið að sýna því að hann væri enn Michael Jordan. Hann var hreint út sagt frábær.“ Jordan lék mest sem skotbak- vörður í leiknum, en einnig sem lítill framherji. Eftir leikinn sagðist Jordan enn eiga nóg inni og að hann hygðist nota þær tvær vikur sem eftir væru af undir- búningstímabilinu vel. Pat Riley, þjálfari Heat, sagði að Jordan hefði leikið mjög vel og að hann myndi líklega láta tvídekka Jord- an þegar liðin mætast aftur. ■ MICHAEL JORDAN Tvær vikur eru eftir af undirbúnings- imabilinu og segist Jordan ætla að nota þann tíma vel. HM í Japan og S-Kóreu: Tryggingar í uppnámi vegna hryðjuverkanna knattspyrna Franska tryggingafyrirtækið AXA telur að forsendur fyrir tryggingasamn- ingnum við Alþjóða- knattspyrnusambandið (FIFA) vegna Heims- meistarakeppninnar í knattspyrnu, sem haldin verður í Japan og S- Kóreu næsta sumar, séu brostnar. Samningurinn hljóðar upp á 83 milljarða króna, en í ljósi breyttrar heimsmyndar í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin, krefst AXA þess nú að FIFA greiði hærri iðgjöld. Tryggingafélagið óttast greinilega að HM í knatt- spyi'nu geti orðið skotmark hryðjuverkaárása og hefur gefið FIFA frest til 11. nóvember til að undirrita nýjan samning. Sepp SEPP BLATTER FIFA hefur frest til 11. nóvember til að undirrita nýjan tryggingasamning. Blatter, forseti FIFA, sagði að fresturinn væri mjög stuttur, en að menn þyrftu greinilega að setj- ast við samningaborðið á ný því engin Heimsmeistarakeppni yrði haldin án trygginga. ■ Enskir knattspyrnumenn: VerkfaU líklegt knattspyrna Allt stefnir í verkfall enskra knattspyrnumanna eftir að samtök þeirra (PFA) höfnuðu nýju tilboði fori’áðamanna Úr- valsdeildarinnar um greiðslur fyrir sjónvarpsútsendingar. PFA vill fá 5% af tekjum vegna sjón- varpsútsendinga eða 25 milljónir pund á ári, en forráðamenn Úr- valsdeildarinnar buðu þeim 30 milljónir fyrir næstu þrjú ár. í vikunni munu enskir knatt- spyrnumenn fá senda atkvæða- seðla, þar sem spurt verður hvort þeir styðji verkfallsaðgerðir. Ef meirihlutinn styður þær má búast við því að engar sjónvarpsútsend- ingar verði frá ensku Úrvalsdeild- ENGIN LAUN Forráðamenn sumra enskra liða hafa lýst því yfir að ef til verkfalls komi muni leik- menn ekki fá greidd laun. inni eftir 2 til 3 vikur. Fori'áða- menn sumra enskra liða eins og t.d. Arsenal og Leeds, hafa lýst því yfir að ef til verkfalls komi muni leikmenn ekki fá greidd laun. ■ Lyfjamisnotkun: Ofmikið koffein í lík- ama Miller frjálsar íþróttir Brons-verðlaunin, sem hin bandaríska Inger Miller, fyrrverandi heimsmeistari í 200 m hlaupi, hlaut á heimsmeistaramót- inu innanhúss árið 1999, hafa verið dæmd af henni, þar sem of mikið magn koffeins mældist í líkama hennar. Upphaflega var Miller dæmd fyrir lyfjamisnotkunina í febrúar sl. en þá áfrýjaði hún dómnum. Eftir að hafa farið yfir málið á ný staðfesti bandaríska frjálsíþrótta- sambandið fyrri dóminn. Miller æfir ásamt Ato Boldon undir stjórn þjálfarins John Smith, en fyrr á þessu ári mældist of mikið magn ephedrine í líkama hans. Hvorki Miller né Boldon voru dæmd í keppnisbann. ■ Ef þú hefur í fórum þínum þrýstijafnara frá PRIMUS með vörunúmerinu 720530 eða 720550 og er framleiddur árið 1993 til 2000 þá viljum við skipta honum út fyrir nýjan. Ath. að þessir þrýstijafnarar eru aðeins notaðir við bláu PRIMUS gaskútana. Komið hefur í Ijós að undir ákveðnum kringumstæðum getur myndast gasleki við þrýstijafnarann. PRIMUS AB vill koma í veg fyrir að möguleg slys hljótist af notkun hans, en ekki hafa hlotist slys af þessum völdum svo vitað sé. Vörunúmerið er prentað ofan á lokann. Árið sem þrýstijafnarinn er framleiddur er prentað undir lokann með stöfunum 93, 94, 95, 96, 97, 98 eða 99. Ef þrýstijafnarinn þinn er með einhverju af þessum númerum, þá vinsamlegst skilaðu honum til GASCO ehf. Vagnhöfða 18, 110 Reykjavík, sími 699 1999, netfang: gasco@islandia.is og þú færð afhentan nýjan jafnara, þér að kostnaðarlausu. Einnig er hægt að senda þrýstijafnarann í pósti og þú færð nýjan sendan um hæl. GRS Vagnhöfða 18 • 110 Reykjavík Sími: 699 1999 www. islandia.is/gasco PRIMUS) á þrýstijöfnurum (Reguiator 720530/720550)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.