Fréttablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 22
H RAÐSOÐIÐ
ÞORVALDUR ÞORLÁKSSON
markaðsstjóri Smáralindar
Fólk skoðaði
og verslaði
HVERNIG hefur opnunarhátíðin
gengið?
Opnunarhátíðin hefur gengið al-
mennt mjög vel. Það komu um 260
þúsund manns þessa fimm daga sem
hátíðin stóð yfir. Við vorum með
mjög öflugt lið í umferðargæslu og
að leiðbeina viðskiptavinum inn á
svæðið. Miðað við allan þennan fjöl-
da þá gekk þetta tiltölulega vel og
við erum mjög sáttir. Við vonum að
viðskiptavinirnir séu sömu skoðunar
og líkað það sem þeir sáu.
HVAÐ
dró að sér mestu athyglina?
Fólk var mikið að koma til að skoða
húsið og það sem það hefur upp á að
bjóða og verslanir sem þarna eru.
Við vorum með talsverða dagskrá,
bæði hljómsveitir og skemmtikrafta,
sem flæddu um húsið.
HVAÐ
máttí betur fara?
Við erum að fara yfir þau mál. Það
er í þessu eins og öllum stórum
verkefnum að einhverjir hlutir
koma upp. Þeir eru bara til að læra
af og hvetja okkur til að gera betur.
Við erum að fara yfir þá hluti og
ábendingar sem við höfum fengið.
VAR
fólk að versla eða bara skoða?
Það var talsvert mikil verslun í hús-
inu og ég heyri á kaupmönnum að
það hafi verið mikið verslað. Að
sjálfsögðu var fólk bæði að koma til
að skoða og einhverjir að versla.
Sumir komu aftur og versluðu þá
eftir að hafa komið og séð það úrval
sem býðst í Smáralind.
HVAÐ
voru margir þegar mest var?
Laugardagurinn var stærstur og
rúmlega 60 þúsund manns sem
komu yfir daginn. Við erum með
fullkomið tölvukerfi sem reyndist
vel og getum séð fjölda viðskipta-
vina sem koma í húsið yfir daginn.
Heildartala fólks þessa hátíðisdaga
okkar var í kringum 256 þúsund. Það
var tiltölulega gott flæði á fólki inn í
húsið og nokkuð jafnt eftir dögum.
Það voru 50 til 60 þúsund á hverjum
degi.
Við erum mjög sáttir og fjöldinn inn
í húsið er meiri en við gerðum ráð
fyrir. Engu að síður gengu hlutirnir
vel og afkastageta bílastæðanna
kom í ljós og er góð. Það skiptir
miklu máli.
Þorvaldur Þorláksson er markaðsstjóri
Smáralindar og hefur unnið að þvf að kynna
starfsemi verslunarmiðstöðvarinnar frá því
hafist var handa við byggingu henna'r, .* •
22
FRETTABLAÐIÐ
16. október 2001 ÞRIÐJUDACUR
Nóbelsverðlaunahafi í efnafræði:
„Ég er alltaf að þefau
san diego. ap „Efnafræði er svo
tengd skynfærunum," segir Barry
Sharpless, nýbakaður Nóbelsverð-
launahafi í efnafræði. Hann hefur
lengi verið með þefskynið á heilan-
um og áhugi hans á efnafræði
vaknaði beinlínis vegna áhugans á
lykt. Hann segist fyrst og fremst
vera að reyna að skilja hvernig
sameindirnar í efnunum hafa áhrif
á fólk.
„Ég er eins konar blætisdýrk-
andi á lykt. Ég er alltaf að þefa,“
segir Sharpless. „Ég bragða ennþá
á mörgum efnanna sem ég bý til.
Það er ekki eðlilegt. En ég þefa af
næstum því öllu, jafnvel þótt það
sé hættulegt."
FRÉTTIR AF FÓLKI
Árið 1980 gerði Sharpless upp-
götvun, sem átti eftir að breyta lífi
hans. Hann tók eftir því að flestar
sameindir eru til í tveimur útgáf-
um, sem eru spegilmyndir hvor
annarrar, líkt og hægri og vinstri
hönd á fólki.
Áður en þessi uppgötvun var
gerð höfðu vísindamenn búið til
sameindir, sem notaðar voru til
dæmis í lyf, en ekki gætt þess að
einungis önnur spegilmyndin geg-
ndi hlutverki sínu. Hin var oft á
tíðum hættuleg, líkt og gerðist
með lyfið thalídómíd, sem barns-
hafandi konur tóku á sjöunda ára-
tugnum til þess að draga úr ógleði.
Önnur spegilmynd sameindarinn-
ÁSTRÍÐUFULLUR EFNAFRÆÐINCUR
Brian Sharpless segist vera eins konar blætisdýrkandi á lykt.
ar gerði sitt gagn, en hin olli fæð-
ingargöllum. Uppgötvun Sharpless
varð til þess að vísindamenn gátu
stjórnað því hvor spegilmynd sam-
eindarinnar var framleidd.
Sharpless og starfsfélagar hans
áttuðu sig fljótlega á því hversu
mikilvæg þessi uppgötvun var.
Þeir sem til þekkja segja að lengi
hafa legið í loftinu að hann fengi
Nóbelsverðlaun fyrir, spurningin
væri bara hvenær. ■
Það vakti athygli margra
þegar Árni Johnsen mætti á
landsfund Sjálfstæðisflokks
hversu fáir gáfu
sig á tal við hann
og hversu vina-
fár hann virtist.
Einn þeirra sem
sá þingmanninn
fyrrverandi
ganga í salinn
hafði orð á að nú
væri Snorrabúð
stekkur, en sú var tíðin að um
Árna flykktist fólk. Nú er ekki
annað sjá en hann gangi vinafár.
Stjórnarandstæðingur sem
Fréttablaðið hitti á götu
sagði að ljóst sé
að Davíð Odds-
son hafi með
orðum sínum á
landsfundi Sjálf-
stæðisflokks
skerpt línurnar í
stjórnmálum og
umræðan verði
ekki söm eftir.
Hann sagði að andstæðingar
Sjálfstæðisflokks verði að safna
liði og berjast á svipuðum nót-
um og Davíð virðist reiðubúinn
að gera.
Bók Pálma Jónassonar, um ís-
lenska milljarðamæringa,
var í fréttum í síðustu viku. Þar
voru feðgarnir
Björgólfur og
Björgólfur sagðir
ríkastir allra.
Pálmi taldi upp
eignir þeirra til
að sýna fram á
hversu ríkir þeir
feðgar eru. Eitt
þeirra fyrirtækja
sem Björgólfur eldri á nokkurn
hlut í er Nýja Bókafélagið. Það
er ekki stórt fyrirtæki en var
talið með í veldistalningu feð-
ganna. Það sem er sérstakt er
að bókaforlagið hans Björgólfs
er að gefa út bók um sama efni
og bók Pálma. Það er úttekt á
ríkustu íslendingunum. Það er
Sigurður Már Jónsson, blaða-
maður á Viðskiptablaðinu, sem
skrifar bókina fyri1' Nýja Bóka-
félagið. Það verður gaman að
sjá hvort ríkidæmi feðganna
telst svipað að stærð í þeirra
bók og bók Pálma.
Innan knattspyrnuhreyfing-
arinnar er mikil óánægja með
flotthátt forystumanna Knatt-
spyrnusambandsins. Margir
munu argir sökum þess hvernig
farið er með peninga hreyfing-
arinnar. Ekki
nóg með að farið
sé með fjölda
fólks til að horfa
á leiki í útlönd-
um, heldur þykir
mönnum hitt
verra að óhóf
Eggerts Magnús-
sonar og félaga
virðist nokkuð. Þeir sem standa j
í að reka knattspyrnudeildir í
sjálfboðavinnu og sumir ganga •
svo langt að taka á sig persónu- j
legar ábyrgðir svo starfið gangi |
Ætlar ekki að
leggja árar í bát
Markús Möller sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum á landsfundinum
um helgina. Hann segist þó hvergi nærri vera hættur í pólitík og
er ákveðinn í að láta til sín taka í næstu kosningum til Alþingis,
spurningin er bara á hvaða vettvangi.
STJórnmál „Ég var ekki að ganga
úr Sjálfstæðisflokki Jóns Þor-
lákssonar, Ólafs Thors, Bjarna
Benediktssonar eða Geirs Hall-
grímssonar en ég er steinhættur í
Sjálfstæðisflokki Davíðs Odds-
sonar,“ segir
+ Markús Möller
„Ég sagði mig hagfræðingur í
úr vist hjá Seðlabankanum
Davíð Odds- sem sagði sig úr
syni vegna Sjálfstæðis-
þess að ég flokknum á
ætla að slást landsfundi hans
áfram en ekki um helgina.
vegna þess að Markús segir
ég sé að legg- ekki úr vegi að
jaáraríbát." rifja upp mark-
+ miðin sem Sjálf-
stæðismenn
settu sér í öndverðu en í stofnyf-
irlýsingu flokksins segir að
markmið hans sé: „Að vinna að
því og undirbúa það að ísland
taki að fullu öll sín mál í sínar
eigin hendur og gæði landsins til
afnota fyrir landsmenn eina jafn-
skjótt og 25 ára samningstímabil
sambandslaganna er á enda,“ og:
„Að vinna í innanlandsmálum að
víðsýnni og þjóðlegri umbóta-
stefnu á grundvelli einstaklings-
frelsis og atvinnufrelsis með
hagsmuni allra stétta fyrir aug-
um.“
„Þetta er enn mín stefnuskrá,"
segir Markús en hans skoðun er
sú að á landsfundinum hafi for-
maðurinn fengið ótvírætt umboð
til að fylgja fram stefnu sem
byggð sé á þröngsýni og sérhags-
munum og gangi þvert gegn at-
vinnufrelsi og hagsmunum al-
Á SIC SJÁLFUR
Markús Möller endaði úrsagnarræðu sína á að þakka fyrir samveruna og lýsa því yfir að
nú ætti hann sig sjálfur.
mennings í landinu.
„Ég sagði mig úr vist hjá Dav-
íð Oddssyni vegna þess að ég
ætla að slást áfram en ekki vegna
þess að ég sé að leggja árar í bát,“
segir Markús en að svo stöddu
hefur hann ekki hugmynd um á
hvaða vettvapgi hann muni láta
til sín taka. ,,Ég er algerlega tvær
persónur. Ég er friðsöm skrif-
stofublók og svo er ég svona
„háadrenalíngæi11 sem fer í ham
og verður voðalega reiður," segir
Markús Möller sem ætlar að
verða sýnilegur í komandi kosn-
ingabaráttu til Alþingis. „Ég ætla
fram drengilega og stóryrðalaust
en ég ætla að taka upp í mig um
málefni og min málefni verða að
vinna í innanlandsmálum að víð-
sýnni og þjóðlegri umbótastefnu
á grundvelli einstaklingsfrelsis
og atvinnufrelsis með hagsmuni
allra stétta fyrir augum og ekki
að ná gæðum landsins til afnota
fyrir landsmenn eina, heldur fyr-
ir landsmenn alla.“
steinunn@frettabladid.is
þykir helst til langt gengið þeg-
ar háum fjárhæðum er sólundað
í flotthátt í erlendum borgum.
Meira um KSÍ. Rök forystu-
manna sambandsins um að
verið sé að gera gott fyrir hel-
stu stuðningsfyrirtækin hafa
orðið til að herða enn á gagn-
rýninni. En þannig er að fót-
boltafélögunum þykir ekki gott
að KSÍ hafi gert samning við öll
stærstu fyrirtæki landsins í
nafni fótboltans. Þar með var
skrúfað fyrir möguleika félag-
anna til að sækja á sömu mið.
Nú er svo komið að KSÍ vill
byggja glæsihús fyrir umfram
peninga á meðan félögin sem
mynda sambandið berjast
harðri baráttu til að halda starfi
sínu gangandi.vFullyrt að mikið
fjör verði á næsta þingi KSÍ
vegna fjármála og sérstaklega
meðferð peninga.