Fréttablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 16. okóber 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
17
SNO*»A»l!Aur
Sýnd kl. 6, 8 og 10 vit 278
SWORDFISH
kl. 8 og 10.lT|fli
[TAILOR OG PANAMA kl. 5.45,8ogl0.15|[TA
GVTS & DOGS m/ íslensku tali
HilFa;
KVENLEGT
Sumarlegt röndótt dress hannað af
Soniu Rykiel.
LA\lJOé\ftÁ<$ „ 507«
Sýnd kl 3.40, 5.45, 8 og 10.10 vnr 281
kl.6ogl0Ífm
A.I.
CRAZY BEAUTIFUL kL 6,8og lo||^3
RUGARTS 1N PARIS m/ íslensku tali klTlfSj
G\TS & DOGS m/ íslensku tali
Rússneska tennisstjarnan Anna
Kournikova, sem aldrei hefur
unnið mót en er þrátt fyrir það
eitt þekktasta and-
lit tennisheimsins
af „undarlegum"
ástæðum, verður
hugsanlega ein af
Bond píunum í
næstu mynd um
njósnarann. Hún
er sögð sækjast
eftir hlutverkinu
af miklum áhuga. Kournikova hef-
ur áður birst í bíómynd, en hún
kom stuttlega fyrir í gamanmynd-
inni Me, Myself and Irene.
Poppdúkkan Britney Spears
hefur ákveðið að fresta fram-
komu sinni í spjallþætti Jay Leno
vegna ótta um að
smitast af miltis-
brandi. Ákvörðun-
in var tekin eftir
að þrír starfs-
menn skrifstofu
NBC sjónvarp-
stöðvarinnar í
New York sýktust.
Ákvörðunin þykir
dálítið undarleg í ljósi þess að
söngkonan átti að mæta í mynd-
ver NBC £ Los Angeles, sem er í
um 6000 kílómetra f jarlægð frá
New York.
Plötuumslag væntanlegrar
breiðskífu Bítilsins Paul
McCartney hefur vakið undrun. Á
því sést örvhenta
undrið skvetta ær-
lega úr skinn-
sokknum. Ljós-
myndina tók
McCartney sjálfur
með örmyndavél
sem innbyggð er
inn í Casio úrið
hans. Myndin þyk-
ir gefa titil breiðskífunnar víðari
meiningu, en hún heitir Driving
Rain.
UNDIR GEISLANUM.
Plata ársins?
Ekki hef ég heyrt margar
fagrar sögur um tónleika
Mercury Rev hér á landi, en
þeir hituðu upp fyrir tónleika
Garbage á hinni undarlega skip-
urlögðu FM957 veislu í Laugar-
dalshöll um árið. Ekki var ég á
staðnum, þannig að ég veit
minnst um hvernig sveitin stóð
sig. En eitt veit ég fyrir víst, og
það er að þeir tónar sem fylla
breiðskífur sveitarinnar eru
hreint út sagt stórkostlegir. Plat-
an á undan heitir Deserter’s
Songs, magnað verk sem endaði
ofarlega á nánast öllum árslist-
um tónlistartímaritana árið ‘98.
Nýja platan, All is Dream, tekur
upp þráðinn þar sem skilið var
við hann síðast og færir hann
upp á nýjar hæðir. Þessi tónlist
er afar framandi, hljómar eins
og Neil Young hafi lokað sig inn
í vöruskemmu ásamt hópi til-
raunaglaðra tónlistarmanna,
sem vanalega fást við að skapa
tónlist fyrir listrænar kvik-
MERCURY REV:
All is Dream
myndir, og engin hafi mátt fara
út fyrr en allir væru sáttir. Rödd
söngvara Mercury Rev er nefni-
lega afar keimlík rödd Youngs.
Lagasmíðarnar eru stórkostleg-
ar, útsetningarnar ævintýraleg-
ar og það eru fáar sveitir sem
búa í jafn auðkenndum og fág-
uðum hljóðheim og Mercury
Rev. Hér er hiklaust á ferð ein
af metnaðarfyllri og betri plöt-
um þessa árs. Ef aðrir gera mik-
ið betur en þetta getum við farið
að fagna afar blómlegu tónlist-
arári.
Birgir Örn Steinarsson
SIMI 553 2075
55i • •v.[/DD/|
DJICMöArilMM
LAUCAVEGI 94, SIMI 551 6500
HVERFISCOTU SIMI 551 9000
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
[aTknights TALE kl. 5.30, 8 og 10301
www.skifan.is
—■——■ lll 1 1 — Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10
|RAT RACE kl. 5.40
IWHAT S THE WORST... kl. 8 og 10.10
IHEARTBREAKERS kl. 530, 8 og 1030
IPLANETOF THE APES kl. 530, 8 og 1030
SLAPP MEÐ SKREKKINN
Carrie og vinkonur þurfa ekki að horfast í
augu við ástand New York borgar fyrr en
næsta haust.
Sjónvarpsþættir
í New York:
Forðast að
fjallaum
hryðjuverkin
sjónvarp Áhrif hryðjuverkanna í
World Trade Center eru víðþætt.
Einn hópur sem stendur frammi
fyrir því að taka á afleiðingum
þeirra eru höfundar fjölmargra
sjónvarpsþátta, sem gerast í New
York.
„Þetta hafði áhrif á alla Banda-
ríkjamenn. Listamenn eiga eftir að
leita að leiðum til að tjá sorg sína
og missi,“ segir Bryce Zabel,
stjórnarformaður Academy of Tel-
evision Arts and Sciences. „Þeir
listamenn, sem hafa sjónvarps-
skjáinn sem striga til að mála á,
eiga eftir að reyna að finna rétta
liti til að fjalla um það sem gerð-
ist.“
En ekki strax. Flestir ætla að
bíða og meta stöðuna áður en þeir
reyna að finna svörin við spurning-
um sem vöknuðu eftir hryðjuverk-
in. T.d. segja framleiðendur Spin
City, sem gerist á skrifstofu borg-
arstjóra New York, ekki mögulegt
fyrir þáttinn að fjalla um þetta mál
á almennilegan hátt. Svipaða sögu
er að segja um Sex and the City,
þar sem nálægð New York er mjög
áþreifanleg. Nýjasta þáttaröðin,
sem fer í loftið í janúar, var tekin
upp í ágúst og ætla höfundarnir
ekki að fjalla um ástandið fyrr en í
næstu röð.
Þó enginn vilji fjalla um áhrif
hryðjuverkanna hafa sumir neyðst
til að breyta atriðum eftir þau. í
einu atriða Friends var Chandler,
sem var á leið í brúðkaupsferð með
Monicu, tekinn afsíðis af flugvall-
arstarfsmönnum. Þeir grunuðu
hann um að hafa sprengju með-
ferðis. Búið er að klippa það burt
og láta brandara um misheppnaða
tilraun til að komast á fyrsta far-
rými í staðinn. í Sopranos var
klippt út úr byrjunaratriðinu þar
sem Tony keyrir og lítur á Tvíbura-
turnana í baksýnisspeglinum.
Allir höfundar virðast sammála
um það að sneyða framhjá umfjöll-
unarefninu. „Mér finnst það skylda
okkar sem Bandaríkjamenn að fjal-
la ekki um ástandið," segir höfund-
ur Will og Grace. „Við eigum að
skapa fólki afdrep til að flýja raun-
veruleikann, ekki að spegla hann.
Fáránlegustu þættir ganga best
þegar þjóðin er í uppnámi. Það
sannaðist £ V£etnamstr£ðinu.“ ■
ORKUDRYKKIR
Bláa orkusvínid
Ekki er langt s£ðan orku-
sprengjan sprakk í höndun-
um á íslenskum mennta- og há-
skólafólki. Hvar sem maður
kom voru orkudrykkir á borð-
um og rauðeygðir stúdentar ör-
væntingafullir yfir skruddun-
um. Árangurinn var jafn góður
og hann hefði orðið og nú er svo
komið að fólk nýtur þessara
drykkja af stakri ró enda oftast
bragðgóðir.
Bláa orkusvmið hefur nú
bæst i flóru orkudrykkja. Ef
þessi drykkur hefði ekki þetta
nafn, Blue pig, hefði ég aldrei
snert á honum - hvað þá skrifað
um hann. Á umbúðunum sést
svin, sem við þekkjum venju-
lega í kyrrstöðu sem bleikur
sparigris á Bónusskjaldamerk-
inu, á harðahlaupum, blátt á lit.
Og ekki er aðeins svínið blátt
heldur drykkurinn líka!
Drykkurinn sjálfur er bragð-
góður þótt sykurmolarnir séu
ORKUDRYKKURINN BLUE PIG__________
Orkudrykkurinn BÍue Pig, InnfÍytjandi er
Þórshamar ehf, fæst í öllum verslunum
10-11 og Nýkaupum.
örugglega ekki fáir. Ekki fór ég
á harðahlaup eftir drykkjuna þó
orkan hefði verið i lágmarki en
mér finnst dós af svíni sniðugri
lausn á milli mála en einhver
óhollusta í næstu sjoppu. Því
get ég mælt með bláa orkusvín-
inu.
Björgvin Guðmundsson
UNGVERSK HEILMYND
Maður heldur á heilmynd af kvenmannshaus á blaðamannafundi í Búdapest á dögunum.
Fyrirtækið HoloMedia var að kynna nýja tækni sína, sem varpar þrívfðum myndum á þann
hátt að hægt er að sjá þær fullkomlega án sérstakra gleraugna. Fyrirtækið sagði hægt
vera að varpa kvikmynd í fullri lengd með tækninni.
NY TIMBURVERSLUN
í GUFUNESI
Timbur, steinull', þakjárn, panill,
vatnsklæðning, pallaefni, listar
grindarefni, saumur, og múrboltar.
Sími 577 1770
Fax 557 3994
Erum á svæði
Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi.
MEISTARAEFNI
BYGGINGAVÖRUR