Fréttablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
16. október 2001 ÞRIOJUDAGUR
|lögreglufréttir[
Kona hafði samband við lög-
regluna í Reykjavík aðfara-
nótt sunnudagsins og sagði farir
sínar ekki sléttar þar sem hún
var læst inni í veitingaskipinu
Þór í Reykjavíkurhöfn ásamt
fjórum öðrum konum. Reynt var
að hafa samband við umráða-
menn skipsins en gekk erfiðlega.
Lögreglan fór því á staðinn og
var lásasmiður með í ferð. Um
svipað leyti náðist í umráðamann
skipsins og leysti hann konurnar
úr prísundinni.
Lögreglan í Reykjavík stóð ölv-
aðan ferðamann að því að
kasta af sér vatni í blómabeð á
Lækjartorgi. Honum var komið í
gistingu þar sem hann mun vera
þar til að hann heldur heim til sín.
Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogsbæjar:
Tugmilljóna tekjuauki
vegna Smáralindar
SMÁRAUND „Tekjur okkar
Smáralind eru nokkrir
tugir milljóna og það eyk-
ur tekjur bæjars tölu-
vert,“ segir Sigurður
Geirdal, bæjarstjóri
Kópavogsbæjar. „Stærsti
hlutinn eru fasteigna-
skattar, en það er eini
skatturinn sem rennur til
sveitarfélagsins, annað
rennur til ríkisins." Að
sögn Sigurðar er hluti
Smáralindar í tekjuaukn-
ingu sveitarfélagsins dá-
SIGURÐUR
GEIRDAL
Óbein áhrif Smára-
lindar skipta mestu
máli, svo sem aukin
velta fyrirtækjanna í
kring og bætt þjón-
usta við bæjarbúa.
Við það megi bæta, að mik-
ið sé um byggingafram-
kvæmdir í Kópavogsbæ
og það sé einnig tekju-
aukning fyrir sveitarfé-
lagið. „Áætlanir okkar
gera ráð fyrir tekjum af
Smáralind að fullu á
næsta ári. Lítill hluti þeir-
ra kemur, hinsvegar, inn á
þessu ári, þar sem að hús-
ið er fullklárað í lok árs-
ins,“ segir Sigurður. Hann
segir að óbein áhrif af
verslunarmiðstöðinni
skipti mestu máli. Gott sé að fá
aukna og bætta þjónustu fyrir
bæjarbúa. „Smáralind er segull
sem að dregur fólk, í stórum hóp-
um, í Kópavoginn,“ segir Sigurð-
ur. „Það eykur einnig veltuna hjá
fyrirtækjunum í kring.“ ■
| INNLENT
Frystitogarinn Snorri Sturluson
RE-219 fékk á sig brotsjó á
Vestfjörðum í fyrrakvöld. Litlar
skemmdir urðu á tækjum en sjór
hafði komist inn um glugga á brú
bakborðsmegin. Skipið hélt
áfram veiðum um leið og veðri
slotaði en það lá í vari í Isafjarð-
ardjúpi.
—♦—
Maður fannst sofandi milli
tveggja bifreiða á Njálsgötu.
Við nánari eftirgrennslan lög-
reglunnar í Reykjavík kom í ljós
að maðurinn, sem reyndist
franskur ferðamaður, var með
kúlu á höfði. Hann var orðinn
mjög kaldur og var fluttur á
slysadeild til aðhlynningar.
Fyrirtæki í iðnaði:
Ætla að fækka
um 300 starfs-
menn
iðnaður Sveinn Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar-
ins, segir verkefnastaða stærri
fyrirtækja í iðnaði svipuð og í
fyrra nema hjá
fyrirtækjum sem
eru í jarðvinnu. í
nýlegri könnun,
sem SI lét gera
meðal tæplega 90
fyrirtækja á inn-
lendum markaði,
kemur fram að
velta fyrirtækja
hefur aukist um 10% á milli ára,
sem er ekki mikið ef tekið er tillit
til 8,5% verðbólgu.
Sveinn segir aukningu í veltu
fyrirtækja mesta hjá hugbúnaðar-
og tölvufyrirtækjum. Þetta eigi
við stór fyrirtæki en þau smærri
finni fyrir greinilegum samdrætti
þar sem þau þurfi að sækja tekjur
sínar á hlutabréfamarkaðinn í
formi áhættufjármagns.
Sveinn segir að fyrirtækin ætli
að fækka hjá sér starfsfólki um
tæp 4%. Frá því í september í
fyrra hafi fyrirtækin fækkað
starfsfólki um 230 manns og sam-
kvæmt könnuninni ætli þau að
fækka um rúmlega 300 starfs-
menn í viðbót. Það eru því veru-
legar þrengingar hjá fyrirtækjum
í iðnaði framundan. ■
|lögreglufréttir[
Leigubifreiðarstjóri kom á lög-
reglustöðina við Hverfisgötu
síðdegis á sunnudag með byssu
sem hann hafði fundið í aftursæti
bifreiðarinnar. Þetta reyndist
vera startbyssa og er hún í
vörslu lögreglunnar.
Sprengjur misstu
marks og hittu íbúðir
Afdrifarík mistök í árásunum á Afganistan.Sprengja féll 1,6 kílómetra
frá skotmarki og sprakk í íbúðahverfi. Bandaríkjamenn harma mann-
fall meðal óbreyttra borgara.
washington. ap Nákvæmnis-
sprengjur og flugskeyti með
flóknum miðunarbúnaði eru ná-
kvæmlega jafn skeikul og menn-
irnir sem búa þau til og forrita
þau. Miðunarstýrð sprengja féll á
Afganistan á laugardaginn var.
—-4— Hún lenti um það
bil 1,6 kílómetra
frá því skotmarki,
sem búið var að
stilla hana á.
Landvarnaráðu-
neyti Bandaríkj-
anna hefur viður-
kennt að röng mið-
unarhnit hafi ver-
ið slegin inn í
gervihnattarkerf-
ið, sem stjórnaði
„Við hörmum það
Bandaríkja-
menn viður-
kenna að átta
hafi látist, en
talibanar segja
að á þriðja
hundrað
óbreyttra
borgara séu
fallnir.
—♦—
sprengjunm.
mannfall sem kann að hafa orðið
meðal óbreyttra borgara," sagði í
yfirlýsingu frá ráðuneytinu.
Sprengjan átti að lenda á þyrlu
á flugvellinum í Kabúl. Þess í
stað lenti hún á íbúðarhverfi í
Kabúl. Fréttir frá Afganistan
hermdu að fjórir hafi látist og
átta slasast. Bandarísk stjórnvöld
sögðust ekki geta staðfest þær
tölur.
„Yfirleitt eru þessar sprengjur
sem við notum mjög nákvæmar,"
sagði Donald H. Rumsfeld, land-
varnaráðherra Bandaríkjanna.
„Nákvæmnin er þó ekki hundrað
prósent."
Bandarísk stjórnvöld hafa lagt
UNDIRBÚIN
Bandarískir hermenn koma flugskeyti fyrir um borð 1 herskipinu USS Carl Vinson.
mikla áherslu á að ekki verði ráð-
ist á borgaraleg skotmörk, enda
gera þeir sér grein fyrir að stuðn-
ingur við árásirnar færi snar-
minnkandi ef mikið mannfall
verður meðal óbreyttra borgara.
Bæði gætu íbúar í araba- og
múslimaríkjum snúist gegn
Bandaríkjunum, og svo gæti
stuðningur almennings í Banda-
ríkjunum við árásirnar minnkað
snarlega ef myndir fara að berast
af mannfalli óbreyttra borgara.
Engu að síður berast æ fleiri
fréttir af mannfalli meðal óbreyt-
tra borgara í árásunum á
Afganistan. Bandaríkjamenn við-
urkenna að átta hafi látist, en tali-
banar segja að á þriðja hundrað
óbreyttra borgara séu fallnir.
Þann áttunda október síðastlið-
inn féll flugskeyti eða sprengja á
byggingu í Kabúl og varð fjórum
starfsmönnum Sameinuðu þjóð-
anna að bana. Byggingin var ekki
langt frá fjarskiptaturni talibana,
og ekki er ólíklegt að hann hafi
verið hið raunverulega skotmark.
Þá segja talibanar að a.m.k. 200
manns hafi látist síðasta miðviku-
dag þegar flugskeyti féllu á þorp-
ið Karam. Hvorki Bandaríkja-
menn né Bretar hafa staðfest
þetta.
HELSTU MISTÖK SÍÐASTA
ÁRATUG
12. mars 2001______________
Sex létust og þrír slösuðust þegar
bandarisk herþota fékk fyrirmæli um að
varpa sprengju á Kúveit.
16. febrúar 2001 __
Bandarískar herþotur varpa sprengjum
á skotmörk í nágrenni Bagdad. Um það
bil helmingur sprengjanna missti marks.
13. maí 1999 __________
NATO viðurkennir árás á þorp í Kosovo,
Korisa. Júgóslavar segja 87 manns hafa
látist og meira en 100 slasast.
7. maf 1999
Bandarískar þotur gerðu árás á kín-
verska sendiráðið í Belgrad. Þrír frétta-
menn létust og 20 manns slösuðust.
7. maí 1999____________
Sprengja frá NATO missti marks í
Júgóslavíu. Serbar segja a.m.k. 15
manns hafa látist á markaðstorgi og
sjúkrahúslóð í Nis.
___________1. maí 1999
Flugskeyti frá NATO lenti á langferðabif-
reið á brú fyrir norðan Pristina. 47
manns létust.
28. aprfl 1999
Flugskeyti frá NATO lenti á íbúðarhúsi í
Sofiu, höfuðborg Búlgaríu. Engin meiðsl
urðu á fólki.
14. apríl 1999
NATO varpaði sprengjum á flóttamanna-
lest nálægt Djakovica i Kosovo. 75
manns létust og á þriðja tug særðust.
12. april 1999 -
NATO staðfestir að járnbrautarbrú hafi
orðið fyrir árás og að lest hafi verið ná-
lægt. Júgóslavar segja flugskeyti hafa lent
á lestinni og orðið 17 manns að bana.
Apríl 1994
Tvær barndarískar herþotur skjóta niður
tvær bandariskar þyrlur yfir (rak. 26 létust.
13. febrúar 1991
Meira en 300 létust þegar árás var gerð
á neyðarskýli í Bagdad í Persaflóastríð-
inu.
Janúar1991
Sjö bandarískir hermenn létust þegar
bandarískt flugskeyti lenti á bandarískri
herbifreið í Persaflóastríðinu.
WASHINGTON. AP
Nígeríumenn í haldi grunaðir um fjársvik:
Búsettir hér á landi
um all langt skeið
fjársvik Nígeríumennirnir sem
sæta nú gæsluvarðhaldi vegna
umfangsmikilla fjársvika hafa
verið búsettir hér á landi um all
langt skeið að sögn Jóns H.
Snorrasonar, saksóknara og yfir-
manns efnhagsbrotadeildar Ríkis-
lögreglustjórans, en eins og
Fréttablaðið skýrði frá í gær hef-
ur símafyrirtækinu Tali verið
skylt samkvæmt úrskurði Hæsta-
réttar að afhenda Ríkislögreglu-
stjóra upplýsingar um farsíma-
notkun eins aðilans sem tengist
málinu en tveir eru í haldi grunað-
ir um svikin.
Jón sagði um skipulagða starf-
semi að íæða og næði umfangs
þess til nokkurra landa og marga
koma að málinu. Sagði hann mál
þetta dæmigert fjársvikamál sem
þekkt væri víða um heim og herj-
aði alls staðar. Rúmlega tvær vik-
ur eru síðan málið komst upp og
aðspurður um hvað hafi orðið til
þess sagði Jón ýmsar ástæður lig-
,• .-n_29
GRUNAÐIR UM FJÁRSVIK
Talið er að heildarumfang fjársvikanna
skipti tugum milljóna en brotin hérlendis
nái aðeins til hluta þeirrar upphæðar.
gja þar að baki. Starfseminni
hefði verið þannig háttað að
mennirnir seldu verðlaus eða
verðlitla pappíra til bankastofn-
ana og einkaaðila og einnig hefðu
verið um að ræða innistæðalausar
ávísanir. Jón sagði mennina hafa
komið ágóðanum úr landi í þeim
tilgangi að hylja slóðina. Talið er
að heildarumfang fjársvikanna
skipti tugum milljóna en brotin
hérlendis nái aðeins til hluta
þeirrar upphæðar. ■