Fréttablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ KJÖRKASSINN ENGN SÁTT Kjósendur á Vlsi.is hafa litla trú á að sátt skap- íst I þjóðfélaginu um niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum. Er niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins grund- völlur sáttar í landinu um fiskveiðistjórnina? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is C3_____________________________11% 89, Spurning dagsins í dag: Verður Eyþór Arnalds borgarstjóraefni sjálfstæðismanna í vor? Farðu inn á vtsi.is og segðu þína skoðun I ____________ RÚV f EFSTALEITI Viðbúnaður var hjá RÚV vegna torkenni- legrar sendingar. Torkennileg sending: Miltisbrands- sending til RÚV? varúðarráðstafanir Torkennilegt umslag sem barst inn á Ríkisút- varp í gær varð til þess að haft var samband við Almannavarnir ríkisins ef vera kynni að bréfið tengdist útsendingum á miltis- brandi sem hafa borist ýmsum fjölmiðlafyrirtækjum. Umslagið barst inn á frétta- stofu útvarps en þar kannaðist enginn við það og var þá hafist handa við að athuga hvort einhver í húsinum ætti von á slíkri send- ingu. Umslagið var í hraðsend- ingu sem hafði borist Ríkisút- varpinu og var opnuð í afgreiðslu RÚV. Utanáskriftin var RÚV, Reykjavík, Iceland og enginn sendandi tilgreindur á umslaginu en við athugun á umbúðum hrað- sendingarinnar kom í ljós að bréf- ið var sent frá Bretlandi. Kári Jónasson, fréttastjóri, sagði að fólk hefði í fyrstu hent gaman að þessu en ákveðið hefði verið að líta málið alvarlegum augum og hefði þar nýst starf öryggisnefnd- ar sem hefði skilað reglum sem kveði m.a. á um að grunsamlegur póstur sé ekki opnaður. Umslaginu hefur verið pakkað inn í plastumbúðir og verður sett í sýklarannsókn í dag. ■ —- Rjúpnaskyttur á Öxarfjarðarheiði: Fimm villtust en fundust LÖGREGLUMÁL Fimm rjúpnaskytt- ur týndust í svartaþoku fyrir austan í gær. Rjúpnaskytta, sem leitað var að á Tunguselsheiði í gærdag, fannst upp úr sjöleytinu í gærkvöldi. Maðurinn ráfaði niður á veg þar sem fyrir voru nokkrar rjúpnaskyttur sem gerðu lögreglu viðvart. Þá var leit hafin í gærkvöldi að fjórum rjúpnaskyttum á Öxarfjarðar- heiði og fundust þær um hálfníu- leytið í gærkvöldi. Að sögn lög- reglunnar á Húsavík héldu björgunarsveitarmenn á Öxa- fjarðarheiði og þaðan á Búrfells- heiði á Laufskálafjallgarði þar sem bíll fjórmenninganna fannst mannlaus. Mennirnir rötuðu sjálfir niður á veg þar sem þeir fundust skömmu síðar. Að sögn lögreglu voru mennirnir vel út- búnir og vel á sig komnir.H Eyþór Arnalds: Ur Islandssíma aftur í borgarmálin? vistaskipti Eyþór Arnalds lætur af störfum sem forstjóri íslands- síma um næstu áramót og hyggst snúa sér aftur að þátttöku í stjórn- málum í Reykjavík. Eyþór ákvað þegar hann tók að sér starf forstjóra Íslandssíma að hætta afskiptum af borgarmálum. Talið er að ákvörðun hans nú sé til marks um að Björn Bjarnason menntamálaráðherra muni ekki gefa kost á sér sem borgarstjóra- efni Sjálfstæðisflokksins við næstu borgarstjórnarkosningar eins og hann hafði gefið til kynna að kæmi til greina. Stjórn Íslandssíma kemur sam- an á fimmtudag og er búist við að stjórnin muni þá senda frá sér yf- irlýsingu til Verðbréfaþings um afsögn Eyþórs enda falla slíkar breytingar undir tilkynninga- skyldar upplýsingar. Ekki náðist í Eyþór í gær og upplýsingafulltrúi fyrirtækisins sagði að ekki yrðu gefnar upplýsingar um málið að svo stöddu. í fréttum Sjónvarps í gær kom fram að rætt væri um að Óskar Magnússon, fyrrverandi forstjóri SNÚIÐ TIL BAKA Dró sig út úr borgarmálum til að helga sig starfi forstjóra (slandssíma. Hagkaupa, myndi taka við starfi forstjóra Íslandssíma en hann vildi ekkert tjá sig um málið þeg- ar Fréttablaðið bar það undir hann. ■ Grunsamleg bréf með hvítu dufti Vekja óhug víða um heiminn. Oftast óhugnanleg prakkarastrik. Dómkirkjunni í Kantaraborg lokað vegna slíks hrekks og flugvelli í Vínarborg. ÓTTI VIÐ MILTISBRAND Þessir neyðarstarfsmenn fjarlægðu grunsamleg bréf frá skrifstofum dagblaðs í Melbourne í Ástralíu í gær. Sams konar atvik áttu sér stað víðar i Ástralíu og annars staðar í heimin- um. Engin miltisbrandshætta reyndist á ferðum. BRUSSEL, PARÍS. BASEL. SIDNEY. KANT- ARABORG. VÍNARBORG. PEKING. NEW YORK. ap Víða um heim hefur kom- ið upp ótti við miltisbrand í kjöl- far þeirra sem sýkst hafa í Banda- ríkjunum. Bréf hafa verið að ber- ast með hvítu dufti, og virðist sem í flestum tilvikum sé um and- styggilega hrekki að ræða. Duftið virðist víðast hvar vera mein- laust. Ríkisstjórn Belgíu er að setja saman lög með harðari refsiá- kvæðum fyrir „spaugara" sem senda bréf í pósti með hvítu dufti og valda ótta við miltisbrandssýk- ingu. Undanfarna daga hafa bank- ar, lyfjafyrirtæki og héraðsstjórn- in í Liege fengið slík bréf. Sum z bréfanna voru með arabísku letri, I en í engu bréfanna reyndist vera § miltisbrandur. í Frakklandi var lögreglan að í rannsaka þrjú tilvik, þar sem grunsamlegt duft hafði borist með pósti. Eitt bréfanna barst í skóla, annað í stjórnvaldsstofnun og hið þriðja í fjármálastofnun. Embættismenn vildu ekkert full- yrða í gær hvort duftið væri hættulegt. „Þetta gæti alveg eins verið kalkduft eins og eiturefni," sagði embættismaður í París. I Sviss fékk starfsmaður við lyfjafyrirtækið Novartis bréf með grunsamlegu dufti, og vitað er um annað sams konar tilvik í Sviss. í Ástralíu var bandarískri ræð- ismannsskrifstofu lokað í gær eft- ir að grunsamlegt duft barst í pósti þangað. Starfsfólk skrifstof- unnar sneri aftur til vinnu sinnar eftir þrjá stundarfjórðunga, en þá hafði komið í ljós að duftið væri hættulaust. Á sunnudaginn var dómkirkj- unni í Kantaraborg á Englandi lokað eftir að hvítt duft fannst í einni af kapellum hennar. Kirkjan var opnuð aftur í gær, en duftið reyndist vera hættulaust. Hluta af flugvallarbyggingu í Vínarborg í Austurríki var lokað á sunnudaginn eftir að hvítt duft fannst þar, en við athugun kom í ljós að ekki var um miltisbrand að ræða. Þá hafa kínversk stjórnvöld skipað svo fyrir að allur hraðpóst- ur frá útlöndum verði settur í sóttkví og rannsakaður. Talsmenn stjórnvalda fullyrða þó að þessar ráðstafanir séu ekki gerðar vegna ótta við miltisbrand. í Bandaríkjunum hafa hins vegar a.m.k. tólf manns sýkst af miltisbrandi frá því 4. október síð- astliðinn. Síðast lést maður af völdum miltisbrands í Bandaríkj- unum árið 1976. ■ Herskáir múslimar í Pakistan: Verkfall til að mótmæla árásum ISLAMABAP.PAKISTAN.AP LeÍðtOgar múslimskra trúarhreyfinga í Pakistan boðuðu í gær til allsherj- arverkfalls til að mótmæla árás- um Bandaríkjanna og Bretlands á Afganistan og komu Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til landsins. Fyrirhugað var að Powell myndi fyrst heimsækja Islamabad, höfuðborg Pakistan, og að hann myndi hitta Mus- harraf, forseta landsins í dag. Ætl- aði Powell að reyna að draga úr þeirri spennu sem skapast hefur í Suður-Ásíu vegna árásanna á Afganistan. I borginni Quetta og í bænum Jacobabad hafði nær öllum búð- um verið lokað vegna verkfalls- ins, en búðir í Karachi, stærstu borg landsins, voru hins vegar margar hverjar opnar. Hreyfing- ar herskárra múslima í Pakistan hafa mótmælt harðlega stuðningi SAFNAÐ í SJÓÐ Meðlimir Jamiat Ulema-e-lslman-hreyfingarinnar safna peningum í sjóð fyrir heilögu stríði, Jihad, á mótmælendafundi i bænum Peshawar í Pakistan. Þó nokkrir trúarflokkar hafa óskað eftir stuðningi flokksfélaga sinna vegna stríðsins í Afganistan. Pervez Musharraf, forseta lands- gegn hryðjuverkum og árásunum ins, við barátttu Bandaríkjanna þeirra á Afganistan. ■ 16. október 2001 ÞRIÐJUDAGUR Sjúkraliðar: Engar sátta- þreiílngar verkalýðsmál Engar þreifingar virðast eiga sér stað á bak við tjöld- in til að finna lausn á kjaradeilu sjúkraliða og ríkisins. í það minns- ta hefur ríkissáttasemjari ekki séð ástæðu til að endurskoða þá ákvörðun sína að boða ekki til nýs sáttafundar fyrr en n.k. fimmtudag eftir viðræður við deiluaðila í gær. Það þýðir að engar viðræður munu eiga sér stað fyrr en þessari þrigg- ja daga verkfallshrinu er lokið. Síð- asta þriggja daga verkfallslotan hefst svo i síðari hluta mánaðarins hafi ekki samist áður. Ríkið hefur boðið hækkun grunnlauna úr 89 þúsund í 107 þúsund krónur. Sjúkraliðar krefjast 150 þúsunda. ■ Samfylkingin í Hafnarfirði: Liggur á úr- slitum skoð- anakönnunar framboðsmál Alls tóku 429 manns, eða 41% félagsmanna þátt í þrigg- ja daga skoðanakönnun Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði um val á frambjóðendum á lista flokksins vegna kosninga til sveitarstjórna n.k. vor. Hörður Zóphaníasson formaður kjörnefndar segir að úr- slitin í könnuninni verði ekki birt að svo stöddu, enda sé ekki búið að vinna úr niðurstöðum hennar, en kosningu lauk sl. sunnudags- kvöld. Hann segir að áður en skoð- anakönnunin fór fram hefði verið ákveðið að gefa nefndinni og frambjóðendum ráðrúm í tvo sól- arhringa áður en frekari ákvörð- un verður tekin um birtingu úr- slita en könnunin er leiðbeinandi fyrir kjörnefndina um uppstill- ingu á framboðslistann. Hins vegar getur hver og einn af frambjóðendunum sem voru 20, fengið að vita sína niðurstöðu og í gær var eitthvað um að þeir væru byrjaðir að forvitnast um útkomu sína. Stefnt er að því að framboðslistinn verði tilbúinn í lok mánaðarins. Hörður segir að menn hefðu vonast eftir betri þátttöku. Á hinn bóginn virðist sem margir hafi ekki áttað sig á því hvenær könnunin færi fram auk þess sem menn séu ekki al- mennt búnir að setja sig í kosn- ingastellingar. ■ —♦— Enginn samdráttur hjá Ibúðalánasjóði: Afram (jölgar umsóknum fasteignir Boðað samdi'áttarskeið í fasteignaviðskiptum endur- speglast ekki í gögnum íbúðalána- sjóðs „enn sem komið er,“ að því er segir í skýrslu sjóðsins fyrir septembermánuð. Fjöldi umsókna um lán vegna íbúðai'kaupa á þrig- gja mánaða tímabili frá júlí til september var 2.069 á síðasta ári, samaborið við 2.443 nú. Aukning- in á milli ára er rúm 15%. í skýrsl- unni kemur fram nú standi yfir vinna varðandi endurskoðun áætl- ana til hækkunar. „í fyrsta lagi hækkaði hámark lánanna verulega í vor. Einnig er hlutfall lána til notaðs húsnæðis að minnka, en það eru að jafnaði lægri fjárhæðir, og hlutfall lána til nýbygginga að aukast. Við gerðum einfaldlega ekki ráð fyrir að þetta hlutfall myndi breytast svona hratt, þetta er á meðal þess sem hefur haft áhrif,“ segir Hall- ur Magnússon hjá íbúðalánasjóði um ástæður fjölgunar viðskipta og væntanlega hærri heildarfjár- hæðar skuldabréfaskipta á þessu ári miðað við á því síðasta. Ymis- legt bendi þó til þess að útstreymi dragist saman á næstu misserum, til dæmis sú staðreynd að um 15% íslensku þjóðarinnar hefur skipt um húsnæði á sl. tveimur árum til þremur árum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.