Fréttablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 14
14 FRETTABLAÐIÐ 16. október 2001 ÞRIÐJUDAGUR KNATTS PYRNA Einn formanna félaganna í Símadeild kannast ekki við stuðningsyíirlýsingu við Eggert: Olga í knattspyrnuheiminum Hvernig leikmaður er Þóra Björg Helgadóttir? „Mikill íþróttamaður með gríðarlega tækni. Hún gefur góðar sendingar, sem er mikilvægt í kvennaboltanum. Hún hefur gaman af því að spila út á völlinn og er tilbúin til að leggja mikið á sig. Þóra er einn af betri markvörðum heimsins, ekki bara að mínu áliti, heldur margra erlendra þjálfara líka. Hún á framtíðina fyrir sér og fær mína hæstu einkunn." | Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari Meistaradeild Evrópu: Spennandi leikir í kvöld knattspyrna Átta leikir eru í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hæst ber líklega leikur Dynamo Kiev og Liverpool en Gerard Houllier, stjóri enska liðsins, gat ekki fylgt sínum mönnum til Kænugarðs vegna veikinda. ■ knattspyrna Knattspyrnusamband Islands sendi frá sér fréttatilkynn- ingu í gær í kjölfar fréttar DV sem birtist á Vísi.is, þar sem fram kom að ónægja hafi ríkt meðal for- manna allra liða í Símadeild karla með störf Eggerts Magnússonar, formanns KSI. Sambandið segir fréttina vera tilbúning og rógburð af verstu gerð og hyggst kæra vís- i.is til siðanefndar Blaðamannafé- lags íslands. í fréttinni var sagt að formenn- irnir hefðu náð samkomulagi um að koma Eggerti frá völdum á næsta ársþingi KSÍ. Þar segir m.a.: „Egg- ert hefur verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu vegna flottræfils- háttar sambandsins á ferðalögum erlendis og hafa menn margir hverjir gagnrýnt hann fyrir að sýna ekki meira aðhald í peningamál- um.“ í fréttatilkynningu KSÍ segir hins vegar að forystumenn félaga í Símadeild karla „lýsi fullum stuðn- ingi við Eggert Magnússon for- mann KSÍ og hans störf fyrir knatt- spyrnusambandið." Athygli vekur að nafn Sveins Andra Sveinssonar, formanns Fram, kemur ekki fram í stuðnings- yfirlýsingunni. í samtali við Frétta- blaðið sagðist Sveinn Andri ekki hafa umboð til að lýsa yfir stuðn- ingi félagsins við Eggert án þess að ræða það við stjórnma. Gunnar Sig- urðsson, formaður ÍA, sagðist hafa skrifað undir yfirlýsinguna en vildi ekki ræða málið frekar. Einn af forystumönnunum sem vitnað var í í fréttatilkynningu KSÍ sagðist geta staðfest að enginn fundur hefði verið haldinn meðal formanna vegna óánægju þeirra með Eggert, sömu sögu hafði Sveinn Andri að segja. Forystumað- urinn, sem vildi ekki láta nafn síns getið, sagðist hins vegar ekki kann- ast við að hafa samþykkt traustsyf- irlýsingu við Eggert, þrátt fyrir að nafn hans væri í fréttatilkynning- unni. Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, EGGERT MAGNÚSSON KSl hyggst kæra til siðanefndar frétt DV á Vísi.is um óánægju innan KSÍ. sagðist vera mjög ánægöur með störf Egg- erts og taldi það ekki alvarlegt þó formaðurinn hefði umbunað stuðn- ingsaðilum sambandsins í ferðinni til Danmerkur. Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, sagði að hann hefði skrifaði undir yfirlýsinguna en að hann hefði ósk- að eftir fundi með KSÍ og öðrum formönnum til að ræða þau mál sem hafa verið í umræðunni síð- ustu daga, þ.e. Kaupmannahafnar- ferðina o.fl. Stefnt er að því að halda fundinn öðru hvoru megin við helgi. ■ WKMMMMMMMMM Stærðfræðingur með markmannshanska Markan ehf. Suðurlandsbraut 46 Sími 588 8600 Landsliðsmarkvörður kvenna í knattspyrnu, Þóra Björg Helgadóttir, hefur vakið mikla athygli í leikjum liðsins að undanförnu. Hún átti stórleik gegn Italíu á dögunum, hreinlega lokaði mark- inu. Fréttablaðið sló á þráðinn til Duke þar sem Þóra nemur stærðfræði og ver mark skólaliðsins. Aukavinna frá 18-22 á kvöldin Viltu vinna á góðum vinnustað, í skemmtilegu starfsumhverfi þar sem góður andi ræður ríkjum? Vegna aukinna verkefna getum við bætt við okkur sölufólki í lengri eða skemmri tíma. Vinnutími frá kl. 18-22 á kvöldin. Mjög góðir tekjumöguleikar. knattspyrna Guðjón Þórðarson, þjálfari íslendingaliðsins Stoke City, hefur brotið odd af oflæti sínu og boðið miðvallarleikmann- inum James O’Connor framleng- ingu á samning sínum og beðið hann um að koma af sölulista. O’Connor, sem datt út úr byrjun- arliðinu í fyrra og er á sölulista að eigin ósk, hefur verið hjarta liðs- ins á miðjunni það sem af er tíma- bilinu og átt hvern stórleikinn á fætur öðrum. Guðjón vill framlengja samn- ing írans unga, en núverandi samningur hans rennur út árið 2003, sem og við son sinn Bjarna og CÍive Clarke. Stjórn Stoke sýn- ir stefnu Guðjóns lítinn skilning og kennir um slæmri fjárhags- stöðu. „James hefur bætt leik sinn og nýtur þess hvernig liðið er að spila sem heild,“ sagði Guðjón. „Hann gerir alla hluti mjög vel. Eina stundina var hann í einu horni vallarins að senda boltann og síðan var hann strax kominn á hinn enda vallarins til að verjast." „Hann veit hvaða álit ég hef á honum og ég vil halda í hann. Hann mun hagnast líkt og liðið ef við komumst upp og ég hef trú á því að við getum það í ár.“ Stoke er sem stendur í fimmta sæti ensku 2. deildarinnar með 22 stig, þremur stigum færri en efstu liðin en á tvo leiki til góða. Liðið sigraði Notts County um helgin og var það fjórði sigur liðs- ins í röð. „Þetta lítur vel út hjá okkur ef við sleppum við meiðsli eða heimskulegar bókanir. Það eru margir mikilvægir leikir framundan og við erum ekki með það stóran leikmannahóp." „Við hefðum átt að vinna leik- JAMES O'CONNOR Wliðvallarleikmaður Stoke City hefur farið mikinn það sem af er tímabilinu. Guðjón Þórðarson, stjóri liðsins, segir liðið geta komist upp i I. deild. ina með stærri mun en eitt mark dugar okkur sem stendur því vörnin hefur verið að spila feyki- lega vel,“ sagði Guðjón að lokum en liðið hefur skorað 15 mörk en aðeins fengið fimm á sig. ■ Allen Simonsen: Hættur með færeyska landsliðið knattspyrna Allen Simonsen, fyrr- um atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmaður Dana, hefur sagt upp störfum sem landsliðsþjálf- ari Færeyja en hann hefur gegnt starfinu s.l. sjö ár. Samningur Simon- sen rennur út þann 30. nóv. n.k. og er vilji hjá færeyska knattspyrnusam- bandinu að fram- lengja hann en Simonsen segist ákveðinn að hætta og hefur lýst því yfir að hann vilji stjórna skoska landsliðinu. „Það væri heiður fyrir mig að fá að stýra landsliði Skota, sem er mikil knattspyrnuþjóð. En ég hef fleiri möguleika í stöðunni, bæði frá félagsliðum og landsliðum." Simonsen var valinn besti leik- maður Evrópu árið 1977 en hann spilaði 56 landsleiki fyrir Dan- mörk og skoraði 21 mark. Hann var atvinnumaður með Barcelona, Borussia Munchen Gladbach og Charlton Athletic. ■ ALLEN SIMONSEN Er hættur sem landsliðsþjálfari Færeyja. Hann vill gjarnan taka við skoska landsliðinu. Guðjón Þórðarson: Biðlar til O'Connors knattspyrna Þóra hefur alls spilað 14 leiki með landsliðinu. „Þetta er frábær hópur. Ég man ekki eftir honum betri. Möguleikar liðsins eru þokkalegir en við erum í sterk- um riðli í undankeppni HM. Við erum komin með fleiri stig núna en við fengum fyrir EM en förum tvisvar út í erfiða leiki á næsta ári. Það væri frábært að ganga vel í þeim og æðislegt að spila á HM 2003 í Kína.“ Fyrir leiki landsliðsins eru Þóra og Margrét Ólafsdóttir jafnan samferða heim frá Bandaríkjun- Konan og ferillinn NAFN: Þóra Björk Helgadóttir. FÆDD: 5. maí 1981 KNATTSPYRNUFERILL: Spilaði með yngri flokkum Vals í knattspyrnu. -Skipti yfir í Breiðablik og varð m.a. íslandsmeistari með liðinu. -Hefur spilað 14 leiki með landsliði íslands frá 1998. -Spilar með liði Duke University. Handboltaferill: Spilaði hand- bolta með Val. -Skipti yfir í Stjörnuna árið 2000. -Saknar handboltans og spilar alltaf þegar hún kemur heim í frí. SIGURREIFAR SYSTUR Hér eru þær Þóra Björg og systir hennar Ásthildur að fagna glæstum sigri kvennalands- liðsins á Itölum fyrir rúmum mánuði síðan. um. Þar spilar Margrét með Phila- delphia Charge í WUSA deildinni en Þóra er á öðru ári í Duke Uni- versity í Durham í Norður-Kar- ólínufylki í Bandaríkjunum. Þar nemur hún stærðfræði, með við- skiptafræði sem aukafag. Hún spilar með skólaliðinu í fótbolta. Þóra er fyrsti útlendingurinn sem spilar með því. „Mér líkar mjög vel hérna, þetta er frábær staður. Það eru tveir íslendingar í skólanum. Kol- brún Kristjánsdóttir, sem er að læra til doktors í lífefnafræði og Viktor Viktorsson, sem spilar líka fótbolta," segir Þóra. „Það gengur reyndar ekkert sérstaklega vel hjá liðinu mínu núna. Við töpuðum tveimur leikjum um daginn, báð- um í framlengingu. En ef við tök- um okkur á eigum við að komast í úrslit háskólamótsins." Þrjú til fjögur hundruð lið taka þátt í háskólakeppninni. Af þeim komast aðeins 32 í úrslitakeppni. Lið Duke, með Þóru í markinu, komst í úrslitin í fyrra og datt út í annarri umferð. „Stelpurnar hérna eru nokkuð góðar í fótbolta. Munurinn hér og heima er sá að þær koma flestar í skólann gagngert til þess að spila. Þess vegna hlaupa þær á vegg ef þjálfarinn segir þeim að gera það.“ Þóra segist bæði og hafa valið skól- ann vegna fótboltans. Hún hafi getað farið í aðra skóla, sem eru með betra fótboltalið, en valdi Duke vegna gæða námsins. „Hér reyna prófessorarnir að hjálpa sem flestum í náminu, andstætt háskólanum heima. Þó stærð- fræðinámið þar sé einnig gott er hann ríkisrekinn og þess vegna reyna kennararnir að fella sem flesta." Nú þegar tvö og hálft ár eru eftir af náminu í Duke viðurkenn- ir Þóra að hún sé farin að velta þeim möguleika fyrir sér að keppa í bandarísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, WUSA deildinni. „Ég hef nú þegar talað við þjálfara og möguleikinn er fyrir hendi. Njósn- ararnir eru byrjaðir að mæta á leiki hjá okkur. Eftir síðasta há- skólatímabilið velja þeir úr liðun- um, svipað og í NBA. Þó maður verði ekki valin þar er samt mögu- leiki á að komast að.“ Fótbolti er ekki eina íþróttin, sem Þóra stundar. Hún æfði hand- bolta alveg þar til hún fór til Duke. Þegar hún kemur heim í frí notar hún hverja stund til að æfa og spila með liðinu sínu, Stjörnunni. Hún segist sakna handboltans en lætur það ekki aftra sér frá að vera lengur úti. Að hennar sögn eru Bandaríkjamenn svo frá- brugðnir íslendingum að hún skar sig samstundis úr hópnum og hún kom út. „Þeir eru samt ágætir, þeir venjast." halldor@frettabIadid.is Anderlecht - Real Madrid Lokomotiv Moscow - Roma Borussia Dortmund - Boavista Dynamo Kiev - Liverpool Arsenal - Panathinaikos Mallorca - Schalke Galatasaray - Nantes Lazio - PSV Eindhoven

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.