Fréttablaðið - 29.10.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.10.2001, Blaðsíða 2
Heimilisblaðið 29. október til 4. nóvember 2001 Miðlarar og sölumenn samtímis Margt fólk hér á landi hefur keypt sér tryggingar án þess að hafa kynnt sér þær nægilega vel. Lög um vátryggingamiðlara leggja á þá kröfur sem varla er mannlegt að standa undir, að mati Jóns Magn- ússonar, formanns laganefndar Neytendasamtakanna. „Þeim er gert að vera með hlutlausa ráðgjöf við að meta tryggingaþörf meðan þóknunin til þeirra er undir því komin að þeir geti selt tryggingu. Síðan liggur fyrir að vátrygginga- miðlarar eru með fólk á launum út og suður þar sem, eins og gengur, er misjafn sauður í mörgu fé.“ Jón telur að í mörgum tilvikum vanti nokkuð upp á að fólki séu kynntir mismunandi tryggingamöguleikar. „Það er bara verið að kynna þennan eina möguleika sem viðkomandi söluaðili er með,“ sagði hann og taldi að neytandinn fengi almennt mun takmarkaðri upplýsingar en hann ætti að fá miðað við ákvæði laga um vátryggingastarfsemi. „Vátryggingamiðlarar geta unn- ið ágætis vinnu þegar þeir gegna sínu hlutverki. Þeir geta oft hjálpað bæði fyrirtækjum og einstakling- um að finna hagkvæmustu leiðirn- ar í tryggingum. Því skal ekki gera lítið úr þeirra hlutverki," sagði hann og bætti við að komið hafi fram hjá forstjóra fjármálaeftir- litsins að hann teldi vátrygginga- miðlara góða viðbót inn á íslenskan fjármálamarkað. „Vandamálið er að ákveðinn hluti þeirra hefur meira komið fram í hlutverki sölu- mennskunnar en raunverulegrar vátryggingamiðlunar," sagði hann. Af þeim sökum sagði hann nauð- synlegt að hafa opna umræðu um þessa starfsemi. „Það á alls ekki að líta á það sem einhvern óvinafagn- að, eða slæmt, þótt málin séu rædd og tekið á vandamálunum.“ Jón taldi jafnvel að umræðan gæti orð- ið til að einhverjir miðlarar endur- skoðuðu sína starfsemi og stæðu betur að málum en áður. „Meginat- riðið er að fólk sé upplýst frá A til Ö um gerð þeirra trygginga sem það er að kaupa,“ bætti hann við. „Þessi starfsemi er til og henni er ætlað ákveðið hlutverk annað en að selja einhverjar líftryggingar." ■ JÓN MAGNÚSSON Hann segir að vátryggingamiðlarar geti i mörgum tilvikum hjálpað bæði fyrirtækj- um og einstaklingum að finna hagkvæm- ustu og bestu lausn sinna tryggingamála. Tilvalið fyrir Fréttablaðið Húseigendur í miðbænum rákust á þetta hólf fyrir dagblöð í Þýskalandi. Það er vel merkt og þýskir blaðberar ættu ekki að velkjast í vafa þegar þeir ber út blöðin þar hvar ber að láta þau. Þeir íslensku gætu hins vegar þurft að hugsa sig um. Óneitan- lega er þetta skemmtilegt hólf og eigendurnir sjá mest eftir að hafa ekki keypt sér nýjan póst- kassa sem passaði við en hann fékkst einmitt á sama stað. ■ Freistandi að svara því til að það sé maðurinn minn Mín einlæga löngun um „Þarna hittirðu vel á vondan og freistandi væri að svara því til að mitt uppáhalds „heimilis- tæki“ sé maðurinn minn,“ svarar Ellen Ingvadóttir skjalaþýðandi hlæjandi. „En þetta er erfið spurning og að öllu gamni slepp- tu er ég eins og flestar nútíma- konur ákaflega háð þeim tækj- um sem létta okkur störfin." Hún segir útvarp og sjónvarp vera sér afar miklvæg tæki og það helgist af þeirri veiki sem hún gangi með og kallist fréttafíkn. „Ég læt helst ekki fréttir og fréttatengda þætti fram hjá mér fara og legg tals- vert á mig til að missa ekki af þessar mundir er að eignast nuddtæki í baðkerið mitt. því sem mig fýsir að sjá. Reynd- ar er það svo að það kemur fyrir að fjölmiðlar stjórna lífi mínu að hluta.“ En ef litið er til þeirra tækja sem nauðsynleg eru hverju heimili segist Ellen síst af öllu vilja vera án eldavélarinnar. „Hún er mikið þarfaþing og ný- lega eignaðist ég nýja vél sem mér þykir ákaflega vænt um. Hún er með tveimur gashellum og tveimur keramikhellum en eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að elda sælkeramat. Ég dunda stundum við það um helg- ar að útbúa þrí- eða fjórrétta máltíð fyrir þá gesti sem sækja okkur heim eða okkur hjónin og hef mikið yndi af. Fyrir veiklyndan tækjakaup- anda eins og mig þá er oft freist- andi að láta eftir sér að eignast nýja hluti. Það var þannig með brauðvélina sem mig langaði svo mikið í á sínum tíma og ég hlakk- aði heil ósköp til að fá nýbakað ilmandi brauð á hverjum morgni. Það var líka svo í nokkr- ar vikur en síðan endaði sú ágæta vél í geymslunni innan um önnur tæki og tól sem keypt höfðu verið með góðum ésetn- ingi.“ Ellen segist langt í frá vera læknuð af þeirri löngun að eign- ast hluti sem eigi að gera henni lífið ánægjulegra eða léttara. Því sé það hennar einlæga löng- un um þessar mundir að eignast nuddtæki í baðkerið sitt. „Ég á stórt og mikið baðker sem gott er að flatmaga í og ég hef oft hugsað á slíkum stundum að bara ef ég fengi nú vatnsnudd á kroppinn þá væri líðanin full- komin. En ég á ekki von á að það verði í bráð því það kann að reynast erfitt að koma því fyrir í gömlu baðkeri. Þangað til læt ég mig dreyma." ■ HVÍLDARSTAÐUR Það vaeri ekki amalegt að fá sér smá lúr í þessu rúmi. Dúnn sem kemst næst æðadúni að gæðum Allt nema rúmið sjálft er hægt að fá í nýrri verslun við Laugaveginn sem nefnist Dún-og fiður sér- verslun. Sængin er úr 98% alhvít- um dún og er framleidd fyrir verslunina í Evrópu. Þar ér einnig hægt að kaupa lök og sængurfatn- að sem við á auk þess sem dúnn er hreinsaður og þveginn. ■ Nagladekkin hafa ekki yfírburði umferðin I prófi á hemlunarlengd nokkurra dekkja á blautu og þurru malbiki var ekki mikill munur á milli mismunandi tegunda dekkja. „Helst var að lofbóludekk sýndu tilhneigingu til að fara lengra á blautu malbiki," segir Pétur Pét- ursson, sérfræðingur á vegtækni- deild Rannsóknastofnunar bygg- ingariðnaðarins. Hann er höfundur skýrslu um hemlunarvegalengd hjólbarða við ákveðnar aðstæður ásamt Þóri Ingasyni. Þegar bremsað er á þurrum ís þurfa ökutæki á lofbólu- og ný negldum vetrardekkjum minni vegalengd til að nema staðar held- ur en ökutæki á ónegldum dekkj- um eða harðkornadekkjum. Pétur leggur áherslu á að þess- ar mælingar eigi eingöngu við um þær aðstæður sem talað er um í skýrslunni. Ekki sé hægt að yfir- færa þær á aðrar aðstæður. Hann segir niðurstöðurnar staðfesta áð- urfengnar að hemlunarvegalengd lengist mikið með auknum hraða. Einnig fannst honum fróðlegt að ABS bremsukerfi virkaði ekki mun betur en venjulegt hemla- kerfi. í prófununum var þó reynd- ur bílstjóri sem varaðist að læsa bremsunum þegar hann nam stað- ar, sem ekki er alltaf raunin þegar stíga þurfi á bremsuna óvænt í umferðinni. Pétur segir bílstjórann og hraða ökutækis skipta miklu máli, alveg sama á hvernig dekkjum fólk ekur. ■ Hvaða dekk duga best i hálku Hemlunarvegalegnd í metrum á svelli með venjulegu bremsukerfí 40 KW/K 133,00)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.