Fréttablaðið - 29.10.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.10.2001, Blaðsíða 16
Einnig tilboð á öðrum klefum og hreinlætis- tækjum. mig sextán ár að kaupa viftu yfir eldavélina. a hittir þú vel á vondan því Þarna hittir þú vel á vondan því ég er svo lítil tækjakona. Til marks um það þá var mér gefin matvinnsluvél fyrir ári síðan og ég hef ekki enn opnað kassann og skoðað hana,“ segir Elísabet Brekkan dagskrárgerðamaður þegar hún er spurð um sitt uppá- halds heimilistæki. „Eldavél þurfa allir að nota án þess að ég nefni hana sem mitt uppáhald. Og ef ég hugsa til þeirra tækja sem ég síst gæti verið án þá dettur mér í hug uppþvottavélin en minnist þess þá að ég vaska alltaf upp án hennar í sveitinni þannig að tæpast get ég nefnt hana. Brauðrist heimilisins höfum við nýlega fleygt og ekki komið í verk að kaupa nýja og það tók okkur 16 ár að kaupa viftu yfir eldavélina og því er hæpið að maður geti ekki verið án viftu. í elshúsinu er ég með einn elsta örbylgjuofn sem enn er í notkun. Hann er svo gamall að fólk spyr hvað ég sé að gera með sjónvarp á eldhúsborð- inu.“ Elísabet segist aldrei hafa skil- ið þá söfnununaráráttu fólks að viða að sér tækjum sem gera ekki annað en vera fyrir í skápunum. „En einn er sá hlutur setn ég nota mjög mikið og oft og þaáler osta- skerinn. Hann nota ég, við að skera niður kartöflur í gratín og gulrófur auk þess sem ég sker að sjálfsögðu ost með honum. Ég er þakklát Norðmönnum fyrir að finna upp það þarfaþing sem osta- skerinn er en þeir hafa witaskuld hugsað til hefilsins þégar þeir smíðuðu hann. Ætli ég eigi ékki að minnsta kosti þrjá qgtaskera hérna heima og annað eírrs í sum- ’ arbústaðnum" Hún segjst reyna OSTASKERINN CÓÐI Elísabet Brekkan með östaskerann góða sem hún notar til að skera niður kartöflur (gratín. að láta ekki undan þeim þrýstingi markaðsins sem telji henni trú um að hana vanti hitt og þetta. „Ég læt slíkt hafa eins lítil áhrif og mögulegt er og rýk ekki upp til handa og fóta ef mig vantar eitt- hvað. í því sambandi nefni ég brauðrist sem mig vantar en nota bara vöfflujárnið þangað til ég kem því verk að kaupa nýja.“ ■ TILBOÐSDAGAR Allur ófriður úr sögunni Gunnar Helgason leikari flutti ásamt fjölskyldu sinni fyrir ári síðan í nýtt hús. Með húsinu fylgdi uppþvottavél Gunnari og konu hans til mikillar ánægju. „Við höfum ekki svo mikið sem hækkað röddina síðan uppþvotta- vélin kom til sögunnar og nú er alltaf allt í röð og reglu í eldhús- inu. Við hefðum verið löngu búin að fá okkur þennnan þarfa grip ef nægt pláss hefði verið fyrir hendi. Áður var stöðugur ófriður um hver ætti að vaska upp en oftast var það ég sem átti að gera það en kom mér undan því. Mér finnst alveg sjálfsagt að sá sem eldar sleppi við uppvaskið og ég vissi alveg hvenær mér bar að vinna þetta þarfa verk. En ég vildi bara ekki gera það alveg strax. Ætlaði alltaf að gera það aðeins seinna. Núna finnst mér sjálfsagt að gera það um leið og við erum búin að borða. Ég held að við höfum ekki svo mikið sem brýnt röddina síðan við fengum upp- þvottavélina. Gunnar segir að skemmilegast sé að taka úr henni því allt leir- tauið sé svo skínandi hreint og glansandi. „Annars má vart á milli sjá hvort gefur mér meiri ánægju, nýi borinn sem ég fékk í afmælis- gjöf frá tengdapabba eða upp- þvottavélin. Ég varð yfir mig glaður þegar ég fékk bprinn því hann er alvöru gripur. Ég notaði hann í sumar við að gera upp þak- ið hjá mér og eins við að smíða undir heitan pott í garðinum. Konan vill ekkert með borinn hafa og ég fæ að hafa hann alveg einn. Uppvaskið biður aldrei og nú ríkir eilífur friður á heimil- inu.“ ■ Erikur í hvítu og rauðu Erika er blóm haustsins. Blóma- val hefur að undanförnu auglýst þær þrjár saman fyrir innan við þúsund krónur. Þær fara vel á tröppum þessa húss í bastkörf- unni frá Ikea og eru vafalaust ekki færri en 10-15. Skemmtilegt hvernig blandað hefur verið sam- an rauðum og hvítum. ■ HANDKLÆÐAOFNAR HANDLAUGAR HITASTILLITÆKI HVÍTIR 0G KRÓMAÐIR IFÖ-IDO-SPHINX HUGER - MORA - GROHE Handl.tæki frá kr. 6.058 VA TNSV/RK/NN Ármúla 21 - sími 533 2020 GUNNAR HELGASON LEIKARI „Ég vissi að uppvaksið var mitt verk en vandinn var sá að ég mátti ekki vera að því fyrr en eftir smá stund. Sú stund gat verið löng." ERIKUR A TRÖPPUM Þær eru skemmtilegar erikurnar svona margar saman. Þakklát fyrir ostaskerann Á vegg tilboð frá kr: 4.446,- í borði tilboð frá kr: 8.359,- Hæð 76.5 -120 - 181 Breidd 50 og 60 cm Tilboð frá kr. 10.896 EINNARHANDATÆKI NEVE - FELIU- MORA-GROHE WC IFÖ-IDO Baðkör frá kr. 10.973 Sturtubotnar frá kr. 4.385,- Stálvastkar frá kr. 4.777,- WC IFÖ án setu frá kr. 19.752,- WC setur frá kr. 1.527 til 7.563,- WC IDO Gólfstútur með setu Kr. 24.929 Sturtutæki frá kr. 9.206 Baðtæki frá kr. 10.510 Heimilisblaðið 29. október til 4. nóvember 2001 Gott að skipta um föt og fara í eitthvað þægilegt CUÐRUNINGA Henni finnst popp og gos ómissandi þegar hún horfir á góðar bíómyndir. „Ég á mjúkan og góðan leður- sófa sem ég kem mér vel fyrir í. Gott er að skipta um föt og fara í eitthvað þægilegt", segir Guð- rún Inga Grétarsdóttir verslun- arsjóri í Vera Moda, þegar hún er spurð hvað hún geri til að láta fara vel um sig áður en upp- áhalds sjónvarpsefnið hefst. „Popp og gos er ómissandi og þá fyrst er hægt að láta fara vel um sig. Uppáhalds þátturinn minn er „Crime scene in- vestigation“ og er um lögreglu- menn sem fá mál sem aðrir hafa ekki getað leyst. Mér finnst hann fínn og læt fara notalega um mig áður en hann byrjar.“ ■ I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.