Fréttablaðið - 29.10.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.10.2001, Blaðsíða 8
29. október til 4. nóvember 2001 8_________________________Heimiiisbiaðið Dreginn á eyrunum að ryksugunni „Ég get ekki gert upp á milli brauðristarinnar, ísskápsins og kaffivélarinnar því ég væri væng- brotinn á morgnana og kæmist ekki á fætur ef ég hefði ekki þessi tæki. Ristina nota ég fyrir brauðið mitt kafíivélina til að laga kaffið og ísskápinn til að geyma allt sem ég þarf til að fá góðan morgunverð," segir Hörður Harðarsson fiskeldis- fræðingur og fyrrum landsliðsmað- ur í handknattleik. María kona hans tekur undir að þetta sé hverju orði sannara því önnur heimilistæki þekki hann ekki. „Það er rétt hjá henni því ég kem ekki nálægt neinu öðru. Eg er svo vel kvæntur að ég þarf ekki að vita hvernig hitt virk- ar. Að vísu dregur hún mig stund- um á eyrunum að ryksugunni enda hata ég þann hávaðagrip," segir hann glottandi. Hörður er mikill matmaður og fátt skiptir hann meira máli en fá gott að borða. „Ég ber þó blendnar tilfinningar til ísskápsins því ég á það til að verða afskaplega pirraður út í hann þegar hann er tómur en að sama skapi þykir mér líka undur vænt um hann þegar Mæja mín hefur fyllt hann af mat. Hann segir brauðristina hafa þjónað sér vel og Þykir líka undur vænt um ísskápinn þegar hann er fullur. lengi en kaffimaskínan er frekar nýleg. „Hún var orðin ósköp slök undir það síðasta sú gamla og það var svo langt gengið að gestir okk- ar voru farnir að hóta að koma ekki í heimsókn fyrr en ný kaffikanna yrði keypt. Síðan hefir verið stöð- ugur gestagangur og menn hafa á orði að sjaldan hafi þeir vitað til að þeim tvö þúsund krónum sem kann- an kostaði hafi verið betur varið. 'Ég held svei mér þá að ég geti vel tekið undir þau orð.“ ■ HÖRÐUR HARÐARSSON FISKELDISFRÆÐINGUR Brauðristin tekur öllu fram en ísskápurinn heillar einlægt þegar hann er fullur. Bastkörfur í stofuna eða eldhúsið Þessar skemmtilegu bastkörfur hafa að undanförnu fengist víða og tilvalið að nota hvar sem er; hvort sem er í eldhúsinu eða stofunni. Þær eru þó misjafnar að gæðum og útliti. Þessar eru úr Habitat en í fleiri verslunum er hægt að fá þær í ýmsum stærðum ■ lí VIÐHALD FASTEIGNA ehf. Tökum að okkur alla almenna húsamálun, sandspörtlun, húsaviðgerðir og háþrýstiþvott. -Bjóðum upp á föst verðtilboð eða tímavinnu. -Leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð og snyrtilega urngengni -Fáðu fagmenn í verkið og hafðu samband símar: 8982786 & 8622628 3 ASKO í eldhúsið og þvottahúsið Qjram Kæli- og frystiskápar, frystikistur Heimilisryksugur - Hreint loft fyrir alla ♦ ♦ ♦ Fyrsta flokks vörur Verið velkomin Næg bílastæði Pai|| I II RAFTÆKI HÁTÚNI 6A S: 552 4420 Allt frá brauðristum til blásturofna TURBO Háfar og eldhúsviftur NILFISK I fyrstu geymdi ég skóla- bækurnar mínar í skápnum Er nú eitt helsta stofustáss okkar hjóna Túlíus Vífill Ingvarsson borgar- I fulltrúi var ungur piltur þegar nann fékk óvænt að gjöf forláta skáp. „Þannig vildi til að þegar frú Heba Geirsdóttir ekkja dr. Alexanders Jóhannssonar fyrr- um háskólarektors fór að resk- jast átti hún erfitt með að fara á milli hæða í húsinu sínu við Hringbraut. Hún ákvað þess vegna að leigja út efri hæðina og koma sér fyrir á einni hæð. Fóst- urmóðir mín og Heba voru mikl- ar vinkonur og ég hjálpaði til við að selflytja húsgögn á milli hæða,“ segir Júlíus Vífill þegar hann er spurður hvað hafi verið hans fyrsta húsgagn. „Þau Alex- ander og Heba bjuggu á tveimur hæðum og áttu margt fallegra muna og þar sem skápurinn kom úr fjölskyldu Hebu reikna ég með að henni hafi þótt vænt um skápinn; viljað að sá sem eignað- ist hann kynni að meta hann en þau hjón voru barnlaus. Það kom alveg flatt upp á mig þegar hún sagði að hún vildi að ég eignaðist hann enda langt í það, að mér fannst, að ég færi að búa. Fyrstu árín notaði ég hann undir náms- bækur. Þegar við Svanhildur, konan mín, hófum búskap miklu seinna varð skápurinn að sto- fustássi okkar hjóna." Júlíus Vífill vissi næsta lítið um sögu skápsins þegar hann eignaðist hann nema hvað Heba sagði að Jón Magnússon forsæt- isráðherra hefði átt hann. „Heba hafði notað hann undir stássglös og honum fylgdu fjöldinn allur af litlum miðum sem á stóð með- al annars: glös á fæti, reyklituð glös og svo framvegis. Það bend- ir til að þegar þau Alexander og Heba hafi verið með veislur þá hafi þau notið aðstoðar og viljað að glösunum yrði raðað rétt í skápinn aftur.“ Júlíus segir Hebu hafa verið dóttur Geirs Sæmundssonar vígslubiskups en móðirsystir hennar var Þóra Jónsdóttir, eig- inkona Jóns Magnússonar sem var fyrsti forsætisráðherra ís- lendinga og að það skýri að ein- hverju leyti hvernig skápurinn fer frá Jóni og Sigríði til Hebu . Leiða má að því líkur að Heba hafi erft skápinn eftir móður- systur sína. „Okkur Svanhildi þykir vænt um þennan grip og við notum hann undir okkar hel- sta stáss. Ég býst við að hann sé mjög gamall og sennilega innfluttur frá Danmörku eins og flest hús- gögn þess tíma. Jón Magnússon Bústaðasafn opnað í Kxinglunni bókasöfn Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri, vfgði nýtt úti- bú Borgarbókasafns Beykjavíkur í Kringlunni á laugsfrdag. Fyrir rúmum þremur áraíugum voru uppi áætlanir um að nýtt aðalsafn Borgarbókasafns yrðS byggt á Kringlusvæðinu sem jíá var nefnt hinn nýi miðbær. Um áramótin 1998 komst loks hreyfing á málið en þá komu fram hugmyndir um að byggt yrði við Borgarleikhúsið og hluti þess rýmis yrði nýttur fyrir Borgarbókasafn. Þetta fyrir- komulag býður upp á stórkostlega möguleika á alls kyns samstarfi bókasafnsins, leikhússins og verslana í Kringlunni. Bókasafnið er að hluta í Borgarleikhúsinu og að hluta í tengibyggingu milli Kringlunnar og Borgarleikhúss- ins. Aðalsafn bókasafnsins er í Tryggvagötu, en útibúið í Bú- staðahverfi flytur í Kringluna. Arkitekt byggingarinnar er Guð- mundur Kr. Guðmundsson. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.