Fréttablaðið - 29.10.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.10.2001, Blaðsíða 18
18 Heimilisblaðið 29. október til 4. nóvember 2001 Fékk stólinn í afamælisgjjöf frá frúnni Hún hefur líklegast talið að ég þyrfti á hvíld að halda „Mig minnir að það hafi verið fyrir tíu árum að ég fékk í afmælisgjöf frá konu minni hægindastól. Það er ekki vafi á að mér líður hvergi bet- ur en einmitt þar þegar ég er heima,“ segir Magnús L. Sveinsson formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. „Stóllinn er staðsettur við sjónvarpið og ég slaka ákaflega vel af í honum þegar ég kem heim á kvöldin." Magnús segist gjarnan setjast í stólinn með blað þegar hann komi heim og eftir kvöldmat setjist hann aftur í stólinn og horfi á fréttir. „Ég er að mestu einn um þennan stól því konan mín lætur fara vel um sig í sófanum. Það er ekki nema þegar lítil dótturdóttir okkar kemur í heimsókn að stólinn góði vermi anná en ég. En það er oftast á dag- inn þegar hún heimsækir ömmu sína að hún vill fá að skríða í „afa- stól“ og horfa á barnaefni í sjón- varpinu." Magnús segir að hægt sé að ganga að sér vísum í stólnum. „Ef ég stend ekki uppá endann, er sof- andi í rúmi mínu eða í eldhúsinu er ég í þessum stól heima við. Hann er líka þannig útbúinn að hægt er að halla honum aftur og ef sjónvarpið er svæfandi þá er ekki verra að taka sér smá kríu í honum." ■ MAGNUS L. SVEINSSON „Það er hægt að ganga að mér vísum í þessum stól þegar ég er heima." Mávagull í nýjum búningi Mávagull heitir þetta blóm og hef- ur verið afar al- gengt. Það er ákaflega lífseigt og hörðustu blómabönum hefur mistekist að koma því fyrir kattarnef. Við höfum jafnan séð það hjá gömlum kon- um þar sem það vefur sig upp um alla veggi. Við fundum það hins vegar í þessari körfu sem er frá Ikea og í henni fær það virkilega að njóta sín. Einföld og ódýr lausn og gefur Mávagullinu þann sess á heimilum fólks sem það sannarlega verðskuldar. ■ INGER STEINSSON Með kettinum, Berki og tíkinni Lísu sem deila með henni rúmi. Þrátt fyrir þröng á þingi er eiginmanninum ekki úthýst. wjz? . ■ 1 * i «■. . . * * f 4 ■ ;> 4 y jí '» í|.: :• . **.. v,.,- ** * 1 v: " « .*- ... - f, ,■ f.' ■ * g I; * * í.. *> . ■ ,t f •■«■■ ■. X Mínar sælustu stundir OKkir fúglar góðir saman Þessir skemmtilegu fuglar virð- ast í fljótu bragði vera par. En þegar betur er að gáð þá kemur í Ijós að þeir eru alls ekki eins enda líkast til framleiddir í sinn hvorri heimsálfunni. Eigandinn rakst á annan í Þýskalndi þegar hann var þar á ferð og löngu seinna hitti hann félaga hans fyr- ir í Hagkaupum. Síðan hafa þeir fengið félagsskap hvors annars og ekki annað að sjá en þeim líki hann vel. ■ eru í ruminu mmu „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá segi ég það satt að hvergi líður mér betur en í rúminu mínu og þar á ég mínar sælustu stundir." svar- ar Inger Steinsson útfararstjóri þegar hún er spurð hvar á sinu heimili hún slaki best á. „Ég er mjög kvöldsvæf og fer iðulega snemma í háttinn á kvöldin og er nánast sofnuð um leið og ég Ieggst á koddann. Stundum lít ég í bók eða blað og ósjaldan sofna ég með það í höndunum. En ég er ekki ein af þeim sem legg mig á daginn; hef alclrei komist upp á lag með það. Ég er líka snemma upp á morgnana og ég sef aldrei fram- eftir.“ Inger býr með manni sínum Ólafi Erni Péturssyni, Cooker spaniel tíkinni Lísu og Siamskett- inum Berki. í sama húsi búa ein- nig þrjú barnabörn hennar sem gjarnan sækja ömmu heim og eru spennt að sofa. „Tíkin og kötturinn eiga sinn fasta næturstað í rúminu hjá okkur en það kárnar gamanið þegar barnabörnin vilja fá að gista. Það er oft þröng á þingi þeg- ar tveir þrír pjakkar eru komnir í rúmið Iíka og ekki hægt að segja að ég sofi mikið þær nætur," segir Inger hlæjandi. Hún segir dreng- ina þó sjaldnast vera alla í einu heldur reyni hún að fá þá til að skiptast á. Inger segir að Börkur sé gamall í hettunni og hafi verið kominn á heimilið áður en Lísa því vilji hann ráða og lúti tíkin því þegjandi og hljóðalaust. „Hann finnur sér stað til fóta og því fær- ir hún sig stundum ofar. Ef ég er ein í rúminu þá leggst hún gjarnan á koddann við hliðina á mér en færir sig þegar húsbóndinn kemur Þar slaka ég á ásamt hundi, ketti og eiginmanni. í rúmið. Þau veltast svo til fóta saman og er samkomulagið til fyr- irmyndar á milli þeirra. Mér finnst ósköp notalegt að hafa þau bæði upp í rúmi og einhver kynni að segja að þetta væri lélegt upp- eldi eða ekki viðeigandi. Ég lít hins vegar ekki svo á það heldur á hver og einn val og ég vil hafa þetta svona enda vafalaust ekki eini hunda eða kattaeigandinn sem hefur þennan háttinn á.“ ■ OFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR Falleg, fullkomin og vöndub ítölsk raftœki á fínu verbi. 2ja ára ábyrgb og fullkomin varahluta- og vibgerbarþjónusta. VERÐ SEM SLÆR ÖLL MET Vib efnum nú til sérstaks kynningarátaks á hinum fallegu og fullkomnu ELBA raftœkjum og bjóöum ALLTAÐ 50% TÍMABUNDINN AFSLÁTT VERÐDÆMÍ: Innbyggingarofnar Helluborb m/4 hellum 4ra hellu keramikborb Helluborb 2raf + 2gas Casborb 4 blúss PAKKATILBOO: ofn + helluborb + vlfta Veggvifta, hvít eba stál frá kr. S. Veggháfar, stál - 23. Einnig keramik grill, barbecue grill og niburfellt i borb, meb 50% afslœtti. frákr. 29.7S0,- (37% afsláttur) 7 7.300,- (S0% afsláttur) 35.870,- (27% afsláttur) 79.990,- (37% afsláttur) 25.930,- (27% afsláttur) - frá kr. 47.830,- 960,- (28% afsláttur) 960,- (23% afsláttur) djúpsteikingarpottar, TAKMARKADAR BIRCDIR - FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR Friform ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500 mánudaga-föstudaga kl. 9-78 OPIÐ laugardaga kl. 70-74 Sjaldgæfúr antikspegill frá 1860-70 Þessi skemmtilegi spegill telst vera antik enda frá 1860-70. Speglar með þessu lagi voru mjög vinsælir á þeim tíma og finnast gjarnan í antikbúðum í London. En þeir eru dýrir því þeim fer fækkandi. Hérlendis koma þeir einn og einn inn í antikverslanirnar úr dánarbúum og verðið er alls ekki hærra en í London.. Verðið á þessum er inn- an við 40.000. og telst það ekki slæmt miðað við að hann myndi aldrei kosta minna 300-400 pund í Bretlandi. ■ GAMALL OG HENTUGUR Hann er komin til ára sinna þessi en fallegur er hann eigi að síður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.