Fréttablaðið - 29.10.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.10.2001, Blaðsíða 22
iriMWiMpi 122 Heimilisblaððð 29. október til 4. nóvember 2001 ELDHÚSIÐ ER SAMKOMUSTAÐUR Þrjár kynslóðir deila saman húsi í Kópavogi. Vignir Freyr And- ersen verslunar- stjóri og einn umsjón- armanna Lóttósins á laugardagskvöldum og Halldóra Halldórs- dóttir flugfreyja hafa búið saman í rúm tíu ár og fyrir skemmstu festu þau kaup á húsi á tveimur hæðum við Fífuhjalla í Kópavogi. „Við höfum búið á sama stað frá því við hófum bú- skap og það skemmtilega við það er að við bjuggum í tveimur ólík- um íbúðum í sömu blokkinni," seg- ir Vignir þegar þau eru spurð hvar þau hafi búið áður. „Þar bjó ég fyr- ir með móður minni þegar við Vignir kynntumst. Skömmu síðar festum við kaup á pínulítilli íbúð í kjallara hússins og gerðum hann upp eftir okkar höfði og hófum bú- skap,“ segir Halldóra. Þau segjast haf búið í litlu íbúðinni í nokkur ár og liðið þar vel. „Það var þægilegt að hafa tengdamömmu tveimur hæðum ofar og við gátum alltaf leitað til hennar með alla hluti. Hún gætti Alexöndru fyrir okkur þegar hún fæddist og hefur alla tíð verið okkar innan handar. Þeir hafa stundum strítt mér á því vin- ir mínir að ég búi við konuríki með tengdó í húsinu en því fer fjarri því hún er allra besta tengda- mamma sem hægt er að hugsa sér,“ segir Vignir hlæjandi. Leggjum áherslu á að hver og einn fái að njóta sín Skírnargjafirl med bœn og nafní | / ; \ \ ■ Barónsstíg 59 k 551 3584 Textílkjallarinn Það leynir sér ekki að Vignir segir satt því móðir Halldóru, Elísabet fylgdi þeim í nýja húsið og býr á neðri hæðinni í rúm- góðri íbúð sem þar er með sér inngangi. „Þegar Alexandra stækkaði þá var ljóst að við þyrftum að skipta um hús- næði og í stað þess að við færum úr húsinu skiptum við á íbúð við mömmu. Við gerðum hana alla upp og þannig bjuggum við síðan þar til nú í sumar að við keyptum þetta hús,“ útskýrir Halldóra. Þau Vignir og Halldóra segja nálægðina við Elísabetu alla tíð hafa verið þeim til tekna enda virði þau hvort annað. „Tengda- mamma bankar alltaf og bíður eftir að komið sé til dyra. Það er frekar að við bönkum og göngum síðan inn án þess að bíða eftir svari. En hún er einstaklega tillit- söm og hefur verið okkur hjálpleg með Alexöndru sem á þar sitt ann- að heimili." Elísabet og Halldóra eru báðar flugfreyjur hjá Flugleiðum og El- ísabet hefur gætt Alexöndru þeg- ar Halldóra er að fljúga og er ekki sjálf í vinnu. Nú hefur lítill prins bætst við en þau eignuðust Vigni Frey yngri snemma á þessu ári. „Síðan sá stutti fæddist erum við heimakærari og njótum þess að taka á móti vinum frekar en að við HALLDÓRA í BORÐSTOFUNNI Á HEIMILI MÓÐUR SINNAR. Elísabet erfði þennan skenk eftir föður sinn en hann var verkfræðingur og teiknaði hann og lét smiða skömmu eftir að foreldrar hennar hófu búskap. Fjölskyldumyndunum hefur hún raðað á hann og ekki hægt að segja annað en þær fari þar vel. ÚR (BÚÐ ELSÍSABETAR fbúðin er á neðri hæðinni. inniit séum á flakki." Þau eru sammála um að það sem skipti mestu máli á heimilinu sé að allir finni til ör- yggis og séu ánægðir. „Við leggj- um áherslu á að hvert okkar fái að njóta sín sem einstaklingur en séu ekki of háð hvert öðru. Vignir er mikill golfáhugamaður og spilar með vinum sínum og ég hitti vin- konur mínar. Alexöndru sem er tíu ára reyn- um við ala upp þannig að hún sé sjálfstæð og örugg með sig og ég held að það hafi tekist ágætlega," segir Halldóra. Þau segjast þó telja samveru fjölskyldunnar mjög mikilvæga og á hverju ári fari þau minnst einu sinni saman til útlanda ásamt Elísabetu. „Á veturnar förum við mikið saman á skíði og fyrir jólin skemmtum við okkur við að föndra og búa til eitt- hvað skemmtilegt," SÁ STUTTI HEFUR EINNIG FENGIÐ SITT HERBERGI Ekki er annað að sjá en hann uni glaður við sitt. Halldóra segist vera ákaflega ar. „Ég á ekki von á öðru en sá stut- ánægð með nýja húsið en að vísu sé sitthvað sem þau vilji breyta en það komi bara smátt og smátt. íbúð Elsísabetar er rúmgóð og Haldóra segir ekki veita af því Al- exandra sæki mjög til ömmu sinn- ti verði líka mikill ömmustrákur. Okkur Vigni þykir ákaflega vænt um að vera í svo nánu sambýli með móður minni og ég held að hún sé ekki síður sátt við að búa í nálægð við okkur“ ■ j!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.