Fréttablaðið - 29.10.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.10.2001, Blaðsíða 4
Heimilisblaðið 29. október til 4. nóvember 2001 Borgin kaupir Innréttingahúsið í þágu sögu og menningar AÐALSTRÆTI 10 Borgarráð áformar að gera hinu lágreista Innréttingarhúsi hátt undir höfði eftir að hafa loks eignast það. Borgarráð hefur samþykkt að kaupa húsið við Aðalstræti 10, elsta hús borgarinnar, og mun greiða 42 milljónir fyrir. Það var reist árið 1765 á rústum dúkvefn- aðarstofu sem brann sama ár og er því hluti af gömlu Innréttingunum sem mörkuðu upphaf þéttbýlis í Reykjavík. Borgarráð ætlar að nýta húsið til margvíslegrar menn- ingarlegrar starfsemi sem tengist sögu og staðsetningu þess. Það var lengi talið standa ofan á rústum bæjar Ingólfs Arnarssonar en ný- legur fornleifauppgröftur á horni Túngötu og Aðalstrætis hefur vís- ast breytt hugmyndum manna um það. Þar er talið að bær frá land- námsöld hafi staðið en áformað er að reisa hótel á þeirri lóð. Eins og gefur að skilja er saga Aðalstrætis 10 í fjölbreyttara lagi. í fyrstu var það notað sem klæða- geymsla, en síðar sem íbúð undir- forstjóra Innréttinganna. Geir biskup Vídalín eignaðist húsið árið 1807 og varð það þá þekkt sem Biskupsstofa. Jens Sigurðs- son bjó þar um tíma og tók Jón forseti, bróðir hans, á móti gest- Dúkvefnaðarstofa verður menningarhús. um þar á meðan hann dvaldist hér á landi. Á meðal seinni eigenda eru Danakonungur, Matthías Jo- hannesen faktor og Helgi Zoega, kaupmaður, sem breytti húsinu í sölubúð árið 1889. Árið 1924 eign- uðust Silli og Valdi húsið og ráku þar verslun um áratuga skeið. Frá 1984 hefur kráin Fógetinn meðal annars verið í húsinu.B ANNA KRISTINE MACNÚSDÓTTIR Anna Kristine hreiðrar um sig í sófanum sínum sem hún hafði svo mikið fyrir að eignast. 1 fangi hennar er kötturinn Stjarna Wlai sem átti sautján ára afmæli i sumar. LISTASMlÐ Hann færi ekki á lága verðinu þessi skápur. Fallega útskorinn skápur frá 1850-60 Hann er voldugur þessi belgíski antikskápur enda verðið eftir því. Antiksalinn við Laugaveg 101, þar sem hann fæst segir verðið á honum vera á milli 400-500 þús- und. Hann er úr massívri eik og smíðaður í Belgíu 1850-60. Þessi skápur er sérlega vel með farinn og fallegur. ■ Hætti að reykja til að geta eignast sófasettið Anna Kristine safnaði fyrir settinu í heilt ár. Mér líður hvergi betur heima hjá mér en þegar ég slaka á og hef það notalegt í fallega sófa- settinu mínu. Það er alveg full- www.thco.is BAÐPLOTUR í mikÍL komið að hafa sautján ára læðuna mína í kjöltunni og heyra hana mala um leið og ég strýk henni,“ segir Anna Kristene Magnúsdótt- ir blaðamaður og rithöfundur um sinn uppáhaldsstað í íbúð sinni. Anna býr í gömlu húsi á Ránargöt- unni og fyrir tíu árum var henni gengið framhjá húsgagnaverslun þar sem hún sá sófasett sem hún féll gjörsamlega fyrir. „Því miður vissi ég að mér var ekki gerlegt að kaupa það nema með sértæk- um aðgerðum. Ég lagði heilann í bleyti og komst að því að einn möguleika hefði ég. Eg gat hætt að reykja og lagt fyrir og að ári myndi ég vera búin að safna fyrir því.“ Anna hætti því að reykja, beit- ti sig miklum sjálfsaga og lagði fyrir á hverjum degi. Þegar árið var liðið var sófasettið góða í stof- unni hennar. „Síðan hef ég átt það og mér finnst það alltaf jafn fal- legt enda er það í þeim litum sem best eiga við mig og myndu flokk- ast undir sumar í litgreiningu. Kisan mín er ekki síður ánægð með það og kúrir sig þar á daginn. Þegar ég sest niður stendur hún upp og færir sig í kjöltu mína. Við kveikjum á kertum og spjöllum saman og hún hefur ævinlega margt til málanna að leggja. Hún heitir Stjarna Mai og ég fékk hana fjögurra vikna gamla. Dóttir mín kom þá með hana heim og vildi fá að eiga hana en ég var svo hrædd við ketti að mér leist ekkert á. Vorkun mín var þó hræðslunni yf- irsterkari og eftir smá tíma var hún búin að heilla mig algjörlega. Síðan höfum við verið óaðskiljan- legar.“ Stjarna Mai gerir mikinn mannamun og Anna Kristine seg- ir hana hafa hitt allt það fræga fólk sem heimsótt hafi hana á þessum sautján árum. „En hún er ekki mjög hrifin af frægu fólki, líkar mun betur vel við þá sem eru bara venjulegir og lausir við alla frægð. Best líkar henni við vinkonur mínar sem koma í heim- sókn og þá tekur hún fullan þátt í samræðunum. Hún átti sautján ára afmæli þann 19. júlí í sumar og ég vakti langt fram á nótt kvöldið áður við að baka Pavlova köku fyrir hana. Á afmælisdaginn var mikill gestagangur og fékk hún margt veglegra gjafa.“ Anna segir að í miklum metum hafi ver- ið talsvert af harðfiski, kattaleik- föng og síðast en ekki síst var full- ur kassi af fiski." Hrifin var hún af fiskinum en uppáhalds gjöfin var hins vegar kassinn sem fisk- urinn kom í. Hann er ósköp hvers- dagslegur og margir slíkir kassar hafa komið áður inn á heimilið. Þennan kassa og engan annan valdi hún og sefur í honum flest- um stundum. Anna Kristine segir kisu vera við góða heilsu, helst að hún finni aðeins fyrir gikt. „Ég reyndi að koma ofaní hana töflum sem ég fékk hjá dýralækninum en hún var svo sniðug að hún faldi hana undir tungunni og skyrpti henni síðan út úr sér þegar hún hélt að ég sæi ekki til. En hún stekkur upp í hæstu tré í garðinum og fer létt með það og ekki á henni að sjá hún sé háöldruð. Stjarna Mai er líka mikill að- dáandi sófasettsins og hefur átt það með mér síðan ég fékk það. Við njótum þess að hvíla lúin bein saman í sófanum. Mínar bestu stundir að eru að kúra mig þar og hlusta á hana mala við flöktið af kertljósunum." ■ Samtök um betri byggð gagnrýna aðalskipulagið m Þ.ÞORGRÍMSSON & CO - Ármúla 29/108 Reykjavík / Netfang: thor@thco.is 1Æ! Sfmar: 553-8640 / 568-6100 / Bréfasfmi: 588-8755 Samtök um betri byggð, sem berj- ast fyrir því að Reykjavíkurflug- völlur verði fluttur úr Vatnsmýr- inni, gagnrýna harðlega að í aðal- skipulagi Reykjavíkur 2001-2024 sé gert ráð fyrir flugstarfsemi í Vatnsmýrinni til 2016 og hugsan- lega eftir 2024. „Það er mat Sam- taka um betri byggð að hér sé ekki á ferðinni fagleg og ábyrg skipu- lagshugsun ... heldur flokkspóli- tískt klúður,“ segir í erindi Sam- takanna til Árna Þórs Sigurðsson- ar, formanns skipulags- og bygg- ingarnefndar Reykjavíkur. í bréfi til hans ítreka Samtökin ósk sína um að koma að umræðu um aðal- skipulag Reykjavíkur, sem verið er að vinna nú. Samtökin segja í rökstuðningi sínum fyrir flutningi flugvallarins að hann hafi verið byggður í óþökk Reykvíkinga og sé orsakavaldur þeirrar neikvæðu byggðarþróunar sem nú blasi við. Þau gagnrýna harðlega flugmálayfirvöld sem þau segja hafa sýnt Reykvíkingum yfirgang frá upphafi. Samtökin segja í erindi sínu að mikilvægt sé að Vatnsmýrin verði skipulögð sem heild og í samræmi við aðra borgarhluta og hvetja skipulagsyf- irvöld til að láta af skammsýni. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.