Fréttablaðið - 29.10.2001, Blaðsíða 11
29. október til 4. nóvember 2001
11
Heimílisblaðið
Breskur
garðyrkju-
maður
fylgdi
húsinu
Hjónin Sólveig Eggertsdóttir
og Þráinn Bertelsson bjuggu
á Klapparstígnum um tíma. Húsið
keyptu þau 1980 og voru þar í sex
ár.“Þegar við keyptum húsið var
liturinn á því alveg skelfilegur;
líklega má segja að hann hafi
komist næst því að vera nær-
buxnableikur. Það var því ekki hjá
því komist að mála það. Það var
líka mjög gisið og tæpast að það
logaði almennilega á kerti ef eitt-
hvað blés. Á þessum árum lifðu
einhverjir menn á því að sprauta
steinull inn í veggi óþéttra húsa
og lá því beinast við að fá slíka
þjónustu. Það var fínt eftir það,“
segir Þráinn. Sólveig segir þau
ekki hafa ráðist í neinar stórfram-
kvæmdir heldur látið duga að laga
það sem þau gátu gert sjálf. „Við
rifum af gamalt betrek, púsuðum
gólf og settum einfaldar og frum-
stæðar innréttingar í eldhúsið."
Hún segir garðinn hafa verið
ákaflega villtan og þar hafi kerfil-
inn ráðið ríkjum.“Hann var sann-
kallaður Þyrnirósagarður og við
tókum hann allan í gegn.“ Þráinn
bætir við að þau hafi búið við þá
sérstöðu að garðinum fylgdi
breskur gaðyrkjumaður. „Ná-
granni okkar Paul Newton sem
rekur nú Pipar og salt hefur
græna fingur og þar sem garður-
inn hans var ekki nægilega stór
Tæpast að það
logaði almennilega
á kerti ef blés.
fyrir hann, bankaði hann einn góð-
an veðurdag uppá hjá okkur og
spurði hvort hann mætti ekki slá
garðinn. Það var meira en vel-
komið og átti hann ekki síst þátt í
að koma garðinum í almennilegt
horf. Paul er mikill heiðursmaður
og garðurinn hans er til mikillar
fyrirmyndar. Hann hefur líklega
átt erfitt með að horfa á óræktina
hjá okkur. Hann var góður ná-
granni."
Þau Sólveig og Þráinn segjast
hafa kunnað vel við sig í húsinu og
því hafi fylgt góður andi en aldrei
hafi þau orðið vör við neina aðra
íbúa. „Frænka mín sem er mjög
næm hitti hins vegar konu í stig-
anum sem ekki var klædd á nú-
tímavísu en við sáum aldrei neitt.
Þráinn segir að með þessu húsi
hafi þau smitast af þeirri áráttu
að gera upp og búa í gömlum hús-
um. „Nú bý ég í húsi sem byggt
var 1887 og ef fram heldur sem
horfir þá enda ég líklega í rústun-
um Ingólfs sem ekki eru fjarri
mér.“ ■
ÞRÁINN BERTELSSON OG SÓLVEIG EGGERTSDÓTTIR
Þau bjuggu á Klapparstígnum þegar húsið var í því ástandi að ekki logaði á kerti
inni ef bles hraustlega utandyra
Guðrún Theódóra Sigurðardóttir með börnum sínum.
Hún hafði rétt lokið við að gera húsið upp með manni sínum
Zsimon Kuran þegar þau fluttu úr því.
Húsið var sigið
á aðra hliðina
Guðrún Theódóra Sigurðar-
dóttir sellóleikari og Zsymon
Kuran fiðluleikari bjuggu í hús-
inu við Klapparstíg síðari hluta
níunda áratugarins. Þau keyptu
húsið af Þráni Bertelsyni og Sól-
veigu Eggertsdóttur og gerðu
það allt upp. „í byrjun ætluðum
við alls ekki að fara út í allar þær
framkvæmdir sem við sannar-
lega fórum í. Hugsun okkar var
að gera það smátt og smátt upp.
Það sem síðan varð til þess að við
hófum að raska við húsinu var að
það var svo sigið og þar af leið-
andi voru öll gólf skökk. Það er
fyndið að segja frá því að við urð-
um þess sérstaklega áskynja hve
þau hölluðust þegar við borðuð-
um súpu í borðstofunni því þá
rann hún að barmi disksins öðru
megin. Við réðumst því í að skip-
ta alveg um gólf og það vafði upp
á sig. Áður en við vissum af vor-
um við búin að rífa allt út og byg-
gja við húsið.
Guðrún segir þetta hafa verið
mikla vinnu og kostnaðinn meiri
en þau bjuggust við eins og
gjarnan vill verða þegar gömul
hús eiga í hlut. „Útbyggingin sem
snýr frá götunni var tekin undir
eldhús og byggt var „bíslag" eða
forstofa. Við reyndum að vanda
til verksins og gættum þess að
hafa innréttingar og annað sem
við völdum í þeim stíl sem hæfðu
húsinu. Það varð til þess að allt
kostaði þetta meira fyrir vikið.“
Hún segir að loks þegar þau
hafi verið nánast búin með allar
endurbætur hafi þau orðið að
selja. „Það var með hálfgerðum
trega því mér leið alltaf mjög vel
í þessu húsi. Þegar ég kom fyrst
inn í það fann ég fyrir ákaflega
góðum anda sem alltaf fylgdi því.
Garðurinn er einstaklega
Þegar við borðuðum
súpu í borðstofunni
rann hún að
barmi disksins
skemmtilegur og það er ekki oft
sem svona stór garður fylgir húsi
í miðbænum. Trén eru líka reisu-
leg og gömul og njóta sín vel.“
Guðrún telur húsið í góðum
höndum hjá þeim Elsu og Erni
sem keyptu það af þeim. „Það er
skemmtileg tiviljun að sonur
minn sem ekki var fæddur þegar
við fluttum úr húsinu eignaðist
vin í skóla sem reyndist vera
barnabarn þeirra. Það fór því
ekki svo að hann ætti ekki eftir
að koma í þetta hús því þangað
fer hann oft í fylgd vinar síns.“ ■