Fréttablaðið - 31.10.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.10.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTABLAÐIÐ 31. október 2001 MIÐVIKUDACUR SVONA ERUM VIÐ SAMRÆMD VERÐVÍSITALA MATAR- OG DRYKKJARVERÐS A (SLANDI OG ESB Hér má bera saman verðþróun á matar- og drykkjarvörum á Islandi og (löndum Evrópusambandsins á tímabilinu október 1998 til apríl á síðasta ári. | ESB Bf Island Okt. 1998 Apr. 1999 Okt. 1999 Apr. 2000 GIULIANI Rudolph Giuliani, borgarstjóri New York, á blaðamannafundi í ráðhúsi borgarinnar, þegar tilkynnt var um veikindi konunnar. Otti um nýtt miltis- brandstilfelli í New York: 61 árs kona alvar- lega veik new YORK.AP Óttast er að 61 árs gömul kona, sem starfar á sjúkra- húsi í Manhattan í New York, hafi fengið miltisbrandssýkingu í önd- unarveg, en hún liggur alvarlega veik á sjúkrahúsi. Að sögn Rudolph Giuliani, borgarstjóra New York, sýndu fyrstu mælingar að konan hefði sýkst, en hún var lögð inn á sjúkrahús á sunnudag- inn. Vanalega handleikur konan ekki póst á vinnustað sínum, en hún starfar hins vegar skammt frá póstherbergi sjúkrahússins. Reyn- ist konan smituð er hún níunda manneskjan sem greinist með miltisbrand í öndunarvegi í Banda- ríkjunum, og sú fyrsta í New York sem greinist með þetta alvarleg- asta tilfelli miltisbrands. Þegar hafa þrír látist af völdum bakterí- unnar í landinu, auk þess sem fjór- ir hafa fengið miltisbrandssýkingu í gegnum húðina. ■ FER MEÐ BÆN Maðurinn fer með bænir slnar við veginn, sem staðsettur er um 40 kílómetrum frá Kabúl. Liðsmaður Norður- bandalagsins: Biður til Guðs BAGHRAM.AFGANISTAN.AP Liðsmaður Norðurbandalagsins í Afganistan biður bænir sínar á veginum sem tengir saman bæinn Baghram og Kabúl, höfuðborg landsins. Vegur- inn, sem staðsettur er skammt frá vígíinu talibana, hefur verið lok- aður allt frá því átök hófust á milli Norðurbandalagsins og hersveita talibana. ■ 4 Örykjabandalag Islands: Hraðatakmarkandi búnað í bíla ARNPÓR HELGASON Arnþór sagði engar rannsóknir hafa farið fram á tæknibúnaði sem þessum en benti á að þegar væru til staðar svokallaðir „cruise control” hnappar sem gerði mönnum kleift að ákvarða hraða bílsins. Taldi hann nútímatækni hljóta að leyfa slíkan búnað í bifreiðar með litlum tilkostnaði. umferðin í kjölfar mikillar slysa- tíðni sem orðið hefur í umferð- inni undanfarnar vikur hafa menn verið að velta vöngum yfir leiðum til að koma í veg fyrir áframhaldandi umferðaróhöpp. Ein þeirra er að settir verði hraðatakmarkandi búnaður í bif- reiðar sem myndu leiða til þess að ekki yrði keyrt hraðar en leyfi- legur hámarkshraði segði til um. Arnþór Helgason, fram- kvæmdastjóra Öryrkjabandalags íslands, sagði þessa hugmynd hafa komið upp á pallborðið árið 1988 þegar bandalaginu barst bréf frá Hrafni Baldurssyni, raf- eindarvirkja á Stöðvarfirði. Arn- þór sagði bréfið hafa verið tekið fyrir á fundi stjórnar ÖBÍ á sín- um tíma. Samþykkt hefði verið að skrifa öllum tryggingafélög- um landsins og benda þeim á þessa tækni sem ekki einungis myndi fækka umferðarslysum heldur hlyti jafnframt að draga úr tjóni tryggingafélaga. Arnþór sagði tryggingarfélögin ekki hafa sýnt þessu áhuga og borið því við að menn þyrftu að geta aukið hraða í framúrakstri, frels- isskerðingu o.fl. „Eftir þá atburði sem hafa orðið á undanförnum vikum þá er ég persónulega þeirrar skoðunar að þetta geti verið ein leiðin að draga úr skelfilegum slysum sem m.a. stafa af ógætilegum akstri.“ ■ Fjórðungi starfsmanna Samvinnuferða sagt upp Deild sem hefur selt flugmiða í áætlunarflug verður lögð niður. U.þ.b. 20 af 80 starfsmönnum fyrirtækisins verður sagt upp störfum. Landssamband verslunarmanna: Ottast um atvinnu skrifstofufólks verkalýðsmál Á nýafstöðnu þingi Landssambands íslenskra versl- unarmanna kom m.a. fram að fólk hefur miklar áhyggjur af at- vinnuástandinu og þá einkum meðal skrifstofufólks. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir formaður sambandsins segir að fólk hafi það á tilfinningunni að fyrirtæki hafi sent út umtalsvert magn af uppsagnarbréfum um síðustu mánaðamót. Þá sé mun erfiðara fyrir fólk að fá vinnu en áður. Á sama tíma og þessar blikur séu í atvinnumálum sé vaxandi verð- bólga farin að hafa áhrif á kaup- mátt launafólks samhliða því sem greiðslubyrði almennings eykst vegna verðtryggðra lána. í kjara- málaályktun þingsins er þess krafist að stjórnvöld leiti allra leiða til að ná niður verðbólgu svo komist verði hjá uppsögn samninga í febrúar n.k. Á þinginu var hins vegar ákveðið að bíða með að taka ákvörðun um skipulagsmál sam- bandsins þangað til í byrjun mai á næsta ári en þó mun ekki vera á dagskrá að leggja sambandið nið- ur. Meðal þess sem menn velta fyrir sér í skipulagsmálunum er að fá skrifstofuaðstöðu hjá VR eða annars staðar og breyta sam- uppsagnir Samvinnuferðir-Land- sýn munu segja upp í kringum 20 manns um mánaðamótin vegna ákvörðunar fyrirtækisins um að hætta sölu á farmiðum í áætlun- arflugi til einstaklinga og fyrir- tækja. í dag starfa u.þ.b. 80 manns í rúmlega 70 stöðugildum og fer því nærri að um fjórðungi starfsmanna fyrirtækisins verði sagt upp störfum. „Við erum að leggja af ákveðna deild sem hefur sinnt þjónustu áætlunarfarmiða til einstaklinga og fyrirtækja sem við höfum ver- ið að selja aðallega í umboði Flug- leiða“, segir Guðjón Auðunsson, framkvæmdastjóri Samvinnu- ferða-Landsýnar. Ástæðuna segir Guðjón þá að Flugleiðir hafi verið að lækka umboðslaun til söluaðila sinna og hafi þau fallið úr 9% í 5%, eða nær helming, á rétt rúm- lega ári. Að auki sé ljóst að Flug- leiðir séu í meira mæli að beina viðskiptavinum sínum á Netið með flugmiðakaup fremur en til þeirra sem selja flugmiða í um- boðssölu. „Þetta er hins vegar tiltölulega lítill hluti af okkar starfsemi. Þetta voru um hundrað milljónir af 2,7 milljarða veltu fyrirtækis- ins á síðasta ári. Þetta hefur því lítil áhrif á heildarumsvif hvað veltu varðar en það hafa margir starfsmenn komið að þessari þjónustu. Það sem eftir stendur er skýrari fókus okkar á leigu- flug.“ Framundan er að ákveða hvernig staðið verður að ferðum sem fyrirtækið býður upp á á næsta ári en Guðjón segir að vel geti farið að breytingar verði hjá fyrirtækinu sem mótist af því að menn ætli varfærnislega inn í næsta ár. „Við erum að skoða FÆKKAR UM FJÓRÐUNG Starfsmönnum Samvinnuferða-Landsýnar verður fækkað um fjórðung samhliða því að sölu áætlunarmiða verður hætt. hvernig við ætlum inn í næsta ár og útlitið þar er eitt stórt spurn- ingarmerki út af því hvernig heimurinn er þessa dagana." Hörður Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Úrvals Útsýnar segir að fyrirtækið muni ekki hætta sölu áætlunarmiða þrátt fyrir lækkandi þóknun. Hins veg- ar verði þeirri lækkun mætt með þjónustugjöldum. Hann segir rekstur félagsins í endurskoðun í ljósi aðstæðna en að menn hafi ekki talið ástæðu til uppsagna í einhverjum mæli enda sala í ferð- ir gengið vel. Þó hafi ekki verið ráðið í stað þeirra sem hætta. binni@frettabladid.is Dyravörður í kröppum dansi: Laminn með háhæl- uðum skó INGIBJÖRG R. GUÐMUNDSDÓTTIR Segir að blikur séu á lofti í atvinnumálum bandinu í samráósvettvang eða breyta því í landsfélag svo nokk- uð sé nefnt. ■ lögreglumál Maður var sleginn í andlitið á nektardansstaðnum Þórscafé um klukkan eitt í fyrr- inótt. Flúði sá sem verknaðinn framdi af vettvangi en var hlaup- inn uppi af dyraverði staðarins. Kærastu mannsins sem hlaupið hafði með honum mislíkaði greini- lega afskipti dyravarðarins og gerði sér lítið fyrir og sló hann í andlitið með háhæluðum skó. Um það leyti dreif lögreglu að og handtók parið sem fékk að gista fangageymslu lögreglunnar. Dyravörðurinn var fluttur á slysadeild með skurð á enni. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.