Fréttablaðið - 31.10.2001, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 31. okóber 2001
o.ílGA.'.ílAlT'j ' I
FRÉTTABLAÐIÐ n
HVERFISGOTU SIMI 551 9000
Ift KWHLA.'AHITX®1
ITALIAN
FOR BEGINNERS
imS*«FYfS!YRJDaH
www.skifan.is
Sýnd kl. 5.45. 8 og 10.15
IMOULIN ROUGE kl. 5.30, 8.10 og 10.30 [
jlAY AND SILENT BOB kl. 5.50, 8ogl0.10|
(Final FANTÁSY kl. 5.40 Og 10.201
Damon Albarn segir hann og
Liam Gallagher hafa sæst
baksviðs á Q verðlaunahátíðinni á
mánudag. Hann
segir það hafa
verið afar fallegt
augnablik og að
fyrrverandi erki-
fjendurnir hafi
meira að segja
fallist í faðm. Nú
segist Albarn bera
mikla virðingu
fyrir Gallagher og segir hann af-
bragðs söngvara.
Leikarinn Richard Harris, sem
skaust aftur inn á sjónarsviðið
eftir snilldarleik sinn í Gladiator,
segist aldrei ætla
að prufa Viagra
aftur þar sem lyf-
ið virki of vel.
Þessa ákvörðun
tók hann eftir að
hafa ekki getað
rennt upp buxna-
klaufinni eftir að
hafa tekið inn lyf-
ið, en hann átti stefnumót við snót
það sama kvöld. Næst munum við
sjá leikarann í hlutverki hins 150
ára gamla Prófessor Dumbledore í
fyrstu kvikmyndinni um Harry
Potter.
Michael Jackson segist fá mest-
an innblástur út frá því að
klifra tré. Hann segist alltaf klifra
alla leið á toppinn
til þess að horfa í
kringum sig og að
sú tilfinning færi
honum löngun til
þess að semja tón-
list. Þá er bara að
vona að maðurinn
fari sér ekki að
voða einn daginn.
ÞORSKAR Á ÞURRU LANDI
Þó Method Man og Redman passi illa inn í
kennslustofur Harvard skemmta þeir sér
konunglega
Rapparar leika í kvik-
■ mynd:
Grasið lykill
velgengni
kvikmyndir Um þessar mundir er
verið að klára tökur á kvikmynd-
inni How High með röppurunum
Method Man og Redman í aðalhlut-
verkum. Myndin verður frumsýnd
í Bandaríkjunum 26. desember og
er m.a. framleidd af Danny
DeVito. Hún segir frá tveimur
„grasafræðingum“, Silas leiknum
af Method Man og Jamal leiknum
af Redman. Um það leyti sem þeir
taka inntökupróf í háskóla rækta
þeir ógurlegt marijuana, sem verð-
ur þess valdandi að þeir fá toppein-
kunnir á prófunum. Með þessar
einkunnir geta þeir valið úr skól-
um og verður Harvard fyrir val-
inu. Þeim tekst að rölta með
rósemd í gegnum háskólann
fræga, þar til töfragrasið er búið.
Leikstjóri myndarinnar heitir
Jesse Dylan. Hann er verðlaunað-
ur auglýsinga- og tónlistarmynd-
bandagerðarmaður en hefur aldrei
áður leikstýrt mynd í fullri lengd.
Myndin fær R stimpil frá kvik-
myndaeftirlitinu í Bandaríkjunum.
Tónlistin úr henni kemur út 11.
desember. ■
í BÍÓ
Leiðinlegar
turtildúfur
Kvikmyndin „America's
Sweethearts," eða Turtildúf-
ur Ameríku, sem sýnd er í bíó-
húsum borgarinnar um þessar
mundir, er ekki góð mynd. Mað-
ur hefði ætlað að samansafn
fjölmargra Hollywood-stjarna
myndi tryggja áhorfendum alla-
vega þolanlega afþreyingu, en
sú varð ekki raunin. Myndin
fjallar um tvær kvikmynda-
stjörnur í Hollywood (Catherine
Zeta-Jones og John Cusack) sem
nýlega eru hætt ástarsambandi
sínu eftir að hafa leikið saman í
mörgum vinsælum kvikmynd-
um. Reyna á að koma þeim aftur
saman til að kynna nýjustu
mynd þeirra. Ég bjóst við lítilli
sætri ástarsögu með gaman-
sömu ívafi, sem að öllum líkind-
um væri með týpískum
Hollywood-endi, en varð í flest-
um tilfellum fyrir vonbrigðum.
Ástarsagan, á milli Cusack og
Julia Roberts (systur Zeta-Jo-
nes), var slök og neistaflug
hvergi til staðar. Roberts hefði
getað leikið hlutverk sitt blind-
andi' svo kunnuglegt var það og
ÁMERIVA S SWEETHEART:
Leikstjóri: Joe Roth
Handrit: Billy Crystal og Peter Tolan.
Aðalieikarar: Catherine Zeta-Jones, John
Cusack, Julia Roberts, Billy Crvstal, Stanley
Tucci, Christopher Waíken.
um leið ægilega þreytandi. Ég
náði að kreista fram nokkur
bros þegar Billy Crystal birtist á
tjaldinu en annars hitti gaman-
semin engan veginn í mark. i
Týpíski Hollywood-endirinn var i
aftur á móti kyrfilega á sínum
stað mér til mikillar armæðu.
Hann virðist vera skylda í flest- |
um myndum sem koma frá kvik- |
myndaborginni og er hann fyrir
löngu orðinn svo fáránlega j
klisjukenndur og leiðinlegur að
það er sorglegt á að líta.
Freyr Bjarnason
Uppskeruhátíð Q:
Travis með
bestu plötuna
tónust Tónlistartímaritið Q hélt
sína árlegu uppskeruhátíð sem að
jafnaði vekur mikla athygli s.l.
sunnudag. Þar mættu margar af
helstu poppstjörnum heims, ung-
ar sem aldnar. Margir voru til-
nefndir en aðeins fáir útvaldir.
John Lydon, betur þekktur sem
Johnny Rotten, fékk sérstök verð-
laun fyrir innblástur. Lydon fór
fremstur í flokki Sex Pistols þeg-
ar pönkið var uppá sitt besta og
seinna með PIL.
Hinn fjölhæfi Brian Eno fékk
sérstök Q verðlaun en hann hefur
verið einn helsti upptökustjóri
síðari ára. Hann var einnig til-
nefndur til verðlauna fyrir upp-
tökustjórn á All That You Canít
“f1
VERÐLAUN:
Besta smáskífan:
Burn Baby Burn með Ash
Besta breiðskífan:
The Invisible Band með Travis
Besta tónleikasveitin
Manic Street Preachers
Besta myndbandið:
Clint Eastwood með Gorillaz
Það besta í tónlist í dag
Radiohead
Bestu nýliðarnir
Starsailor
Besti upptökustjórinn
Nigel Godrich fyrir Amnesiac
(Radiohead) og The Invisible Band
(Travis)
Lesendaverðlaun Q U2
JOHN LYDON
Er ósáttur við að fólk skuli nota nafnið
Johnny Rotten en hann kallaði sig það
þegar hann söng með Sex Pistols.
Leave Behind með U2 ásamt
Daniel Lanois.
Elvis Costello fékk heið-
ursverðlaun en hann hefur verið
iðinn við kolann síðan að fyrsta
breiðskífan hans, My Aim Is True,
kom út árið 1977.
Kate Bush fékk heiðursverð-
laun fyrir lagasmíðar en hún hef-
ur verið ein vinsælasta söngkona
heims s.l. 20 ár. ■
Mynd án orða
I kvöld verður frumsýnd ný íslensk stuttmynd. Hún heitir Krossgötur
og er fyrsta mynd leikstjórans Sigurðar Kaiser. Myndin er sjónræn ást-
arsaga án orða.
stuttmynd Krossgötur er heiti á
nýrri íslenskri stuttmynd sem
verður frumsýnd í kvöld í Há-
skólabíói. Það er að segja ef hún
nær til landsins í tæka tíð því þeg-
ar Fréttablaðið ræddi við leik-
stjóra myndarinnar, Sigurð
Kaiser, í gær var myndin enn í
Danmörku. „Við náum þessu í
tíma,“ segir Sigurður sallarólegur.
Myndin fjallar um gæslumann
á geðsjúkrahúsi í Reykjavík nú-
tímans og sjúkling hans, sem er
ung kona. Hún er lögð inn á
sjúkrahúsið vegna slæmrar geð-
heilsu sinnar, hefur misst ráð og
vit og lifir í eigin draumaheimi,
fjarri raunveruleikanum. Með
þeim myndast litríkt samband
sem þróast á óvæntan hátt og
verður til þess að líf þeirra begg-
ja breytist svo um munar. Sagan
byggir á samnefndri smásögu eft-
ir Kristmann Guðmundsson frá
árinu 1926.
„Við féllum fyrir sögunni og
ákváðum að færa hana í þetta
form,“ segir Sigurður Kaiser leik-
stjóri myndarinnar sem skrifar
einnig handrit myndarinnar í fé-
lagi við Björn Helgason, sem er
barnabarn Kristmanns. Fjögur ár
eru liðin síðan vinnan við myndina
hófst og hefur hún að sögn Sigurð-
ar þróast rnikið á þessum tíma.
„Við ákváðum til dæmis að hafa
hana án orða en okkur fannst það
miklu meira spennandi. Það
breytti náttúrulega ýmsu fyrir
leikarana en þeim fannst það
mjög skemmtilegt. Þeir fá ekki
mörg tækifæri til að tjá sig
svona.“
Sigurður lauk í vor við nám í
leikmynda- og búningahönnun frá
London School of Speech and
Drama en hann hefur mikið unnið
við leikhús. „Það skilar sér í
myndinni þar sem sjónrænir
þættir skipta mjög miklu máli í
myndinni, einkum eftir að við
hættum við að hafa tal í henni.“
í helstu hlutverkum í kvik-
myndinni eru Egill Ólafsson,
Nanna Kristín Magnúsdóttir,
Hilmir Snær Guðnason, Gunnar
Helgason, Víkingur Kristjánsson,
Gísli Pétur Hinriksson og Lilja
Arnardóttir. Tökur fóru fram
sumarið 2000 nteð nýrri stafrænni
SAMBAND
Egill Ólafsson og Nanna Kristin Magiiús- .....
dóttir í hlutverkum sínum í myndinní:
upptökutækni, en myndin hefur
nú verið yfirfærð á 35mm filmuA
Framleiðandi er Friðrik Þór Frið-'1
riksson, höfundur tónlistar eÉJón
Ólafsson. Myndin var gerð.með
styrkjum úr stutt- og heimiida-
myndasjóði Kvikmyndasjóðs ís,-»
lands og Mehningarsjóði útvárps-4;
stöðva.
sigridur@frettabladid.is
1