Fréttablaðið - 31.10.2001, Blaðsíða 14
KNATTSPYRNA
Leikir Islands undir stjórna Atla Eðvaldssonar
frá 31. janúar 2000 til 6. október 2001
Noregur-fsland 0-0 NM
Finnland-ísland 0-1 NM
Færeyjar-ísland 2-3 NM
Ísland-Malta 5-0 VL
Ísland-Svíþjóð 2-1 NM
Ísland-Danmörk 1-2 HM
Tékkland-fsland 4-0 HM
ísland- N-írland 1-0 HM
Pólland-ísland 1-0 VL
Úrugvæ-fsland 2-1 VL
Indland-ísland 0-3 VL
Chile-ísland 2-0 VL
Búlgaría-fsland 2-1 HM
Malta-fsland 1-4 HM
fsland-Malta 3-0 HM
fsland-Búlagaría 1-1 HM
Ísland-Pólland 1-1 VL
fsland-Tékkland 3-1 HM
N-frland-fsland 3-0 HM
Danmörk-ísland 6-0 HM
NM: Norðurlandamót
HM: Undankeppni Heimsmeistarakeppninnar
VL: Vínáttulandsleikur
Sigrar: 9 eða 45%
Jafntefli: 3 eða 15%
Töp: 8 eða 40%
14
a a.\ i.qATT-'í'-'
FRÉTTABLAÐIÐ
31. október 2001 MIÐVIKUDAGUR
Land sliðsþj álfari:
Stefnum alltaf
á lokakeppnina
knattspyrna Atli Eðvaldsson var í
gær endurráðinn þjálfari karla-
landsliðsins í knattspyrnu en hann
hefur gegnt starfinu undanfarin tvö
ár. Hann segist hlakka til að takast á
við komandi verkefni og er ánægð-
ur með árangurinn til þessa. Næsta
stóra verkefni hans er undankeppni
Evrópumóts landsliða í Portúgal
2004 og segir landsliðsþjálfarinn
lokakeppnina markmiðið.
„Við stefndum að því að koma
okkur upp í 3. styrkleikaflokk og við
höfum náð því markmiði. Nú sjáum
við á móti hvaða liðum við lendum
og þá spáum við í hvað eru ásættan-
leg markmið. Það er alltaf stefnan
að reyna við lokakeppnina."
Aðspurður um síðastliðin tvö ár
segir Atli. „Það er margt sem var
gott í þessu til að mynda ungu strák-
arnir sem komu inn, þeir voru að
blómstra. Þegar við lítum á þessi
tvö ár í heild er það gagnrýnin sem
var sár. Hápunktarnir eru hinsveg-
ar sigurinn á Tékkum og Svíum og
að við spiluðum úrslitaleikinn í
Norðurlandamótinu. Það voru góðir
SAMNINGURINN UNDIRRITAÐUR
Eggert Magnússon, formaður KSl og Atli Eðvaldsson undirrita samning til tveggja ára.
sigrar en það voru líka stór áföll.
Slæma gengið var leikurinn á móti
Dönum.“
Atli hefur orðið fyrir mikilli
gagnrýni undanfarið, ekki síst eftir
tapleikina gegn Dönum og N-írum.
Hann segir gagnrýnina hafa átt rétt
á sér eftir tapleiki en ekki fyrir.
„Auðvitað er gagnrýnin erfið og
eftirminnileg. En ef við lítum á
þetta í heild þá var umræðan fyrir
leikina enn erfiðari og það var nán-
ast fyrir hvern einasta leik. Umræð-
an eftir tapleikina átti rétt á sér, en
ekki fyrir leikina og hún svíður
meira.“ ■
knattspyrna í kvöld lýkur fyrstu
umferð Meistaradeildar Evrópu
með átta leikjum. Spennan er
mest í E-riðli, þar sem Celtic,
Porto og Rosenborg berjast um að
komast upp úr riðlinum með
Juventus, sem er með 11 stig í
riðlinum og öruggt áfram.
Porto er með 7 stig og stendur
best að vígi af liðunum þremur.
Celtic er með 6 stig og Rosenborg
4. Til þess að Rosenborg komist
áfram þarf liðið að sigra Porto
með tveimur mörkum og treysta á
að Celtic sigri ekki Juventus.
1 F-riðli eru Barcelona og
Leverkusen örugg áfram. í G-riðli
eru Man. Utd. og Deportivo örugg
áfram og sömu sögu má segja um
Bayern Miinchen og Sparta Prag í
H-riðli. ■
LEIKIR KVÖLPSIHS___________________
Riðill E
Celtic - Juventus
Porto - Rosenborg
Riðill F
Barcelona - Fenerbahfe
Leverkusen - Lyon
Ríðill C
Lille - Man. Utd.
Olympiakos - Dep. La Coruna
Riðili H
Feyenoord - Spartak Moskva
Sparta Prag - Bayern Miinchen
Meistaradeild Evrópu:
Rosenborg
áenn
möguleika
LEWIS HAMILTON
Er talið eitt helsta efni í kappakstursheim-
inum I dag. Hann byrjaði að keyra þegar
hann var átta ára og hefur því verið viðrið-
inn kappakstur helming ævi sinnar.
Arne Árhus, norsk-íslenski Base-stökkvarinn, er að klára masterspróf í sjávarútvegsfræðum. Þrír
félagar hans meiddust alvarlega við fallhlífarstökk. Hann segist ætla að finna sér venjulega
vinnu, eitthvað sem hann hefur aldrei gert.
JAÐARSPORT „Þetta er nú ekki alveg
eins spennandi og maður hefði
haldið. Þeir eru að éta síld hérna
en við erum að reyna að taka
myndir af þeim þar sem þeir éta
hvíta hákarla," sagði Arne sem
hafði nýlokið köfun með háhyrn-
ingum, rétt fyrir
utan Lofoten í
Noregi, þegar
Fréttablaðið náði
tali af honum.
Háhyrningar
geta verið mjög
hættulegir og er
dæmi um að þeir
hafi ráðist saman í
hóp á steypireyð,
stærsta dýr jarðar.
Arne viðurkennir
að þetta geti verið
hættulegt.
„Það lítur samt
allt út fyrir að við
höfum komist lifandi úr þessu.“
Hann er að ljúka mastersprófi í
sjávarútvegsfræðum frá Háskól-
anum í Tromsö en lokaverkefni
hans fjallar um sölu á fiski í gegn-
um internetið.
„Ég á eftir að verja ritgerðina
en ég þurfti að fresta því þar sem
ég er að kafa með háhyrningun-
um. Ég er samt alveg búinn, á
kannski tveggja til þriggja daga
vinnu eftir við prófarkalestur og á
síðan eftir að verja ritgerðina.
Hún fjallar um sölu á fiski gegn-
um Netið án þess að kaupandinn
hafi séð vöruna.“
„Ég komst að því að allur fisk-
ur verður seldur á Netinu eftir
fimm til tíu ár en það eru ákveðin
vandamál við kerfið sem þarf að
leysa fyrst. Það eru að vísu ein-
hverjir búnir að leysa þessi
„Félagar mínir
meiddust þeg-
ar þeir hröp-
uðu I fallhlíf-
inni. Einn I
Bandaríkjun-
um, einn á
Ítalíu og einn I
Noregi. Þeir
lifðu þetta af
en þeir munu
aldrei ná full-
um bata."
ÆVINTÝRAMAÐURINN ARNE ARHUS
Komst að því að allur fiskur verður seldur á Netinu eftir fimm til tíu ár og skrifaði um það
mastersritgerð. Hefur haldið áfram að vinna með Steingrími Dúa kvikmyndagerðarmanni
og Matthíasi Bjarnasyni kafara við tökur eftir að Adrenalín fór af skjánum.
vandamál en kerfin eiga eftir að stökk um árabil en segist ætla að
verða miklu betri.“ snúa sér að „venjulegri" vinnu að
Arne hefur kennt fallhlífa- námi loknu.
„Ég ætla að vinna frá átta til
fjögur og það verður mjög spenn-
andi þar sem ég hef aldrei unnið
slíka vinnu. Yfirleitt ferðast ég
meira en fjóra mánuði á ári til að
stökkva og vinna, þannig að þetta
er spennandi og verður gaman að
sjá hvort þetta gangi upp.“
Hann hefur þegar fengið at-
vinnutilboð frá tveimur fyrir-
tækjum sem selja fisk á Netinu en
hann á eftir að kynna sér þau bet-
ur.
„Það fer að sjálfsögðu eftir
hvaða vinnu þeir eru að bjóða mér
og hvaða laun eru í boði.“
Hann segir að lítið sé búið að
vera í gangi hjá sér í jaðarsport-
inu en hefur ferðast víða.
„Ég var í Nýja-Sjálandi að
klifra, stökkva og fljúga í svif-
drekum. En ég verð að viður-
kenna að það hefur ekkert sér-
stakt verið í gangi.“
Arne segir að á síðustu sex
mánuðum hafi þrír félagar hans
slasast við fallhlífarstökk.
„Félagar mínir meiddust þegar
þeir hröpuðu í fallhlífinni. Éinn í
Bandaríkjunum, einn á Ítalíu og
einn í Noregi. Þeir lifðu þetta af
en þeir munu aldrei ná fullum
bata.“
Framundan hjá Arne er að fara
til Mexíkó og stökkva ofan í helli
eða einhverja „holu“ eins og hann
orðar það.
„Þetta er hola sem liggur 400
metra beint niður í jörðina og við
ætlum að stökkva niður hana.
Annars er búið að bjóða okkur til
Shanghai að stökkva fram af
byggingum en við eigum eftir að
sjá hvort það verði eitthvað úr
því.“
kristjan@frettabladid.is
„ Vinna frá átta til fjögur
er spennandi kostur<4
Meistaradeild Evrópu:
Lazio sent heim
Lewis Hamilton:
Undrabarn
í kappakstri
KAPPakstur Michael Schumacher,
heimsmeistarinn í Formúlu 1, fer
lofsamlegum orðum um, Lewis
Hamilton, 16 ára gamlan Breta,
sem hefur farið mikinn í
kappaksturskeppnum. Þeir óku
saman um helgina á móti í Kerpen
í Þýskalandi og vakti Hamilton
mikla lukku hjá heimsmeistaran-
um.
„Hann er frábær bílstjóri,
mjög sterkur og aðeins sextán
ára. Ef hann heldur áfram á þess-
ari braut á hann eftir að komast í
Formúlu 1. Það er svolítið sér-
stakt að sjá strák á þessum aldri á
brautinni en hann hefur augljósa
aksturseiginleika." ■
knattspyrna Átta leikir fóru fram
í Meistaradeild Evrópu í gær.
Keppt var í riðlum A, B, C og D.
Fyrir kvöldið var ljóst hvaða lið
komast áfram í 16 liða úrslit úr
riðlum A og C en allt gat gerst í
riðlum B og D. í A riðli voru Real
Madrid og AS Roma komin áfram
en í C riðli Panathinaikos og
Arsenal.
í A riðli átti Lokomotiv
Moskva góðan leik á móti Real
Madrid, sigraði með tveimur
mörkum gegn engu. Roma og
Anderlecht skildu hinsvegar
jöfn, 1-1.
I B riðli þurfti Liverpool jafn-
tefli á móti Dortmund til að
tryggja sig áfram. Því létti mjög
yfir leikmönnum liðsins þegar
Vladimir Smicer skoraði á 15.
mínútu og Steven Wright gerði út
um leikinn fyrir Liverpool á 82.
mínútu, 2-0. Þetta var svekkjandi
fyrir leikmenn Dortmund, því þó
þeir hafi ekki veitt Liverpool
mikla mótstöðu sigraði Dynamo
Kiev Boavista með einu marki
gegn engu. Því hefði jafntefli
nægt Dortmund. En Liverpool og
Boavista halda áfram.
í C riðli tók Schalke svipaðan
pól í hæðina og Lokomotiv
Moskva, átti góðan leik þrátt fyr-
ir að eiga ekki möguleika á
áframhaldi. Schalke sigraði
Arsenal með þremur mörkum
gegn einu. í hinum leik riðilsins
ÞETTA VAR GRÓFT
Ryszard Wojcik dómari sendir Oleg
Luzhny, leikmann Arsenal, beint í sturtu í
Arena AufSchalke í gær. Schalke vann
leikinn 3-1.
sigraði Mallorca Panathinaikos
með einu marki gegn engu en
kemst ekki áfram vegna óhag-
stæðara markahlutfalls en
Arsenal.
í D riðli hélst spennan allt til
leiksloka. Galatasaray vann PSV
MEISTARADEILD: ÚRSLIT OG STAÐA
A RIÐILL_______ B RIÐILL_______
AS Roma-Anderlecht 1-1 Liverpool-Dortmund 2-0
L Moskva-R. Madrid 2-0 D. Kiev-Boavista 1-0
LIÐ L STIG LIÐ L STIG
R. Madrid 6 13 Liverpool 6 12
AS Roma 6 9 Boavista 6 8
L. Moskva 6 7 Dortmund 6 8
Anderlecht 6 3 D. Kiev 6 4
C RIÐILL D RIÐILL
Mallorca-Panathinaik.1-0 Schalke-Arsenal 3-1 LIÐ L STIG Panathinaikos 6 12 Arsenal 6 9 Mallorca 6 9 Schalke 6 6 Galatasaray-PSV 2-0 Nantes-Lazio 1-0 LIÐ L STIG Nantes 6 11 Galatasaray 6 10 PSV 6 7 Lazio 6 6
Eindhoven með tveimur mörkum
gegn einu. Mörkin voru skoruð á
26. og 50. mínútu. Leikur Nantes
og Lazio var hinsvegar jafn lang-
leiðina. Á 72. mínútu náði Nantes
að skora og skildi þannig Lazio
eftir úti í kuldanum með PSV. ■