Fréttablaðið - 31.10.2001, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 31. október 2001
FRETTABLAÐIÐ
7
Neyðarlínan um ósátta slökkviliðsstjóra:
Bæti samskipti og
upplýsingagjöf
NEYÐARLÍNAN
Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að strax sjáist í stjórnstöðinni hvort SMS skilaboð
skili sér eða ekki. Skili þau sér ekki megi hringja i hver þau númer önnur sem slökkviliðs-
stjórar hafi gefið upp.
brunavarnir Þórhallur Ólafsson,
framkvæmdastjóri Neyðarlínunn-
ar hf., kannast ekki við að boðanir
til slökkviliðsmanna með SMS
hafi misfarist undanfarna mán-
uði, enda hafi Neyðarlínu ekki
borist kvartanir þar að lútandi.
Hann taldi að flestir viðbragðsað-
ilar væru ánægðir með boðkerfið.
Þórhallur segir boðunarkerfið
þannig upp sett að strax megi sjá
hvort viðkomandi slökkviliðsmað-
ur hafi fengið boðin eða ekki. Hafi
þeir ekki fengið boðin, sé haft
samband við þá eftir öðrum leið-
um sé þess óskað. „Þeir verða að
skilgreina sína boðun sjálfir. Ef
fylgja á eftir SMS sendingu með
hringingu, verða þeir að hafa
samband til að skrá þær óskir
inn,“ sagði hann, en bætti jafn-
framt við að vitað væri að fjög-
urra mínútna töf gæti orðið á
skeytasendingum á stöðum með
einn bara GSM-sendi. „En hafi
menn skilgreint hóp sem verður
að fá boðin strax, getum við
brugðist við því.“
Heiðrún Jónsdóttir, forstöðu-
maður upplýsinga- og kynningar-
mála Símans, bendir á að tekið
hafi verið í notkun nýtt og öflugra
boðunarkerfi sem taki við af SMS
kerfinu. Hún segir nýja kerfið,
sem heitir Boði, vera töluvert ör-
uggara því það nær til allra sím-
kerfa, jafnt GSM, NMT og tal-
síma, og hafi verið þróað í sam-
vinnu við þá aðila sem komi til
með að nota það, Neyðarlínu, Al-
mannavarnir og fleiri. Þórhallur
Ólafson segir stefnt að því að taka
Boða í notkun hjá Neyðarlínu um
áramót. ■
Æstur farþegi í Noregi:
Arás með
hamborg-
urum
sakamál Leigubílstjóri í Bergen í
Noregi komst í hann krappan ný-
lega þegar farþegi í bíl hans réðst á
hann með frosnum hamborgurum.
Farþeginn, sem er 19 ára gamall,
neitaði að borga fyrir leigubílinn.
Upphófust slagsmál milli mann-
anna tveggja fyrir utan matvöru-
búð þar sem bíllinn hafði stöðvað,
að því er segir í Aftenposten. Æddi
farþeginn inn í búðina, fór í fryst-
inn og byrjaði að kasta frosnum
mat að leigubílstjóranum. ■
Fjarnám á framhalds- og háskólastigi:
Gríðarleg fjölgun í fjamámi
menntun Vaxandi fjöldi fólks
stundar nú fjarnám gegnum tölv-
ur. Samkvæmt upplýsingum frá
menntamálaráðuneytinu eru 2152
nemendur skráðir í fjarnám á
haustönn 2001, 1051 í framhalds-
skólum og 1101 í háskólum. Árið
áður voru 514 nemendur skráðir til
náms með fjarkennslusniði á
framhaldsskólastigi og 944 á há-
skólastigi. Nemendum í fjarnámi
hefur því fjölgað um 694 á milli ár-
anna eða um rúmlega 47%.
Boðið er upp á fjarnám í 15
skólum, 11 framhaldsskólum og 6
skólum á háskólastigi. Flestir skól-
anna eru í Reykjavík, eða sjö, tveir
skólar bjóða upp á fjarnám á Vest-
urlandi, Suðurlandi og Austurlandi
og einn skóli í öðrum kjördæmum,
utan Vestjarða þar sem enginn
skóli býður fjarnám.
Flestir þeirra sem stunda fjar-
nám eru búsettir í Reykjavík, eða
436. Á eftir koma Norðurland
eystra með 300 nemendur í fjar-
námi og Reykjanes með 298. Afar
mismunandi er hversu mikið nám
hver og einn stundar en um getur
verið að ræða nemendur sem stun-
da aðeins nám í einni námsgrein.
Tveir skólar skera sig úr með
NEMENDUR I FIARNAMI HAUSTIÐ 2001
> tn ■c
N 3
>• ts
V v
Framhalds- cc >
skólar 161 70
Háskólar 275 73
Alls 436 143
9! ai
, 3 3 3
’S <2
V) 0) 0 0 3
> z z <
65 59 224 35
123 60 76 122
188 119 300 157
e 1/1
IB
3 !ST e
<0 >* 0 V)
3 l/l 0 cc ■c UJ §
71 105 35 1051
162 193 17 1101
233 298 52 2152
tilliti til fjölda nemenda í fjarnámi,
Verkmenntaskólinn á Akureyri
með 658 nemendur og Kennarahá-
skóli íslands með 508. Háskólinn á
Akureyri er í þriðja sæti með 258
nemendur í fjarnámi. ■
FLESTIR í VMA
Tveir Akureyrarskólar þjóna flestum nem-
endum I fjarnámi eða 916. Flestir eru í
Verkmenntaskólanum eða 658 en 258
stunda fjarnám I Háskólanum á Akureyri.
Leiðtogi samtaka verka-
lýðsins í Noregi:
Fordæmir
loftárásir á
Afganistan
STRÍÐ GECN HRYÐiUVERKUM Gerd LÍV
Valla, leiðtogi samtaka verkalýðs-
hreyfinga í Noregi hefur fordæmt
loftárásirnar á Afganistan, en auk
hennar hafa þónokkrir meðlimir
Kristna demókrataflokksins for-
dæmt árásirnar og vilja að þeim
verði hætt þegar í stað. Valla sagð-
ist ekki lengur geta stutt árásir sem
valdið hafa dauða fjölmargra
óbreyttra borgara. Auk þess hafa
mörg þekkt andlit úr heimi lista og
menningar í landinu undanfarið
lýst yfir andúð sinni á loftárásun-
um. Kjell Magne Bondevik, forsæt-
isráðherra Noregs og leiðtogi
demókrataflokksins styður hins
vegar loftárásirnar. ■
VELKOMINIEURONICS!
Algengt verð: 8.995,
Philips ferðageisla-
spilari AX2001
Vel hannaður með ESP4, 12
sek. hristiminni og 2 þrepa
auka bassahljóm. Spilar tónlist
af skrifuðum diskum.
Philips
ryksuga
HR6325
Lítil og með-
færileg 1150 W
ryksuga með
stálskafti.
Algengt verð: 9.895,
Algengt verð: 44.995,
Philips heyrnartól
Philips
sjónvarps^
armur VS300
Allt að 17". Hér er armurinn
fyrir sjónvarpið sem þú
keyptir hjá okkur í
||j., síðustu viku. 10 ára
ábyrgð!
jVC DVD spilari XVs2i/522
Stafrænn útgangur. Fjarstýring. Spilar
öll svæði. Þrír DVD diskar f\'lgja.
Svartur eða siifraður.
SMARALIND KÖPAVOGI
EURONICSl^