Fréttablaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 1
MENNING Hugsjónaeldur brennur í Háskól anum bls 18 FÓLK Opera eltir mig á röndum bls 22 ÚTLÖNP Bróðir Díönu kvœnist bls 23 Hjálpum Afganistan 907 2003 <SuT K!£J HJÁtMUtSTUI Rauði kross fslands FRETTABLAÐIÐ 136. tölublað - 1. árgangur___________ _________________________________________ÞverHolti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500________________________________________________Föstudagurinn 2. nóvember 2001 FÖSTUDAGUR Sérfræðingar í leit að skattaparadís 4.244 til læknis efitir Formaður bæjarráðs Kópavogs yfirgefur fyrir- tæki sitt. ífnahacsmál Vart verður þverfótað fyrir merkum erlendum sérfræð- ingum í efnahagsmálum á ráð- stefnu Hagfræðistofnunar Háskól- ans þar sem f jallað verður um skattasamkeppni og möguleika fs- lands sem alþjóðlegrar f jármála- miðstöðvar í krafti lágra skatta. Ráðstefnan hefst á Hótel Loftleið- um kl. 12 með ávarpi Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra. Þingmenn leika sjálfboðaliða RKLSlysavarnafélagið Landsbjörg og Bandalag íslenskra skáta bjóða alþingismönnum að gerast sjálf- boðaliðar að störfum eftir ímynd- aða neyð í nokkrar mínútur á Aust- urvell kl. 9.45. 35% þjóðarinnar hafa unnið sjálfboðavinnu í þágu mannúðarmáia en siík störf verða umfjölllunarefni ráðstefnu sem hefst á Hótel Loftleiðum kl. 12.45. jVEÐRIÐ j PAC| REYKJAVÍK Suðvestan 15-20 m/s en vestan 10-15 m/s með deginum. Slydduél síðdegis. Hiti 3 til 5 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Isafjorður O 10-15 Slydduél Qo-5 j Akureyri © 10-15 Þurrt QO-5 Egilsstaðir O 10-15 Þurrt Q 0-5 Vestmannaeyjar © 10-15 Slydduél Q '5-5 Nýtt félag, ný tækni stofnfunpur Hin nýja tækni Microsoft, .NET, verður umfjöllun- arefni Gísla Rafns Ólafssonar á fyrirlestri á stofnfundi nýs undirfé- lags IEEE, alþjóðafélags rafmagns- verkfræðinga, í stofu 101 í Lög- bergi kl. 17. Dr. Jón Atli Benedikts- son, formaður IEEE á íslandi, og Þórir Már Einarsson, formaður nýja félagsins flytja einnig ávörp. |KVÖLPIÐ í KVÖLP Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 ofbeldi 1998-2001 Karlmenn 73% fórnarlamba en konur 27%. Ofbeldi gegn konum oftast á heimilum. Karlmenn verða oftast fyrir ofbeldi á skemmtistöðum. Land- spítali vill sinna heimilisofbeldum eins og nauðgunum. ofbelpi Alls leituðu 4244 manns sér aðstoðar vegna líkamlegra áverka á slysa- og bráða- móttöku Landspítala-há- skólasjúkrahúss á árun- um 1998-2000. Þar af voru 73% karlmenn í 3098 til- vika og 27% konur eða 1146. Þetta kemur fram í samantekt sem Brynjólf- ur Mogensen, sviðsstjóri slysa- og bráðamóttöku Landsspítalans-háskóla- sjúkrahúss, gerði nýlega. Skemmtistaðir og heimili eru algengustu staðirnir fyrir ofbeldisverk sem bitna á körlum eða í 68% tilfella en konur verða helst fyrir ofbeldi inni á heimilum. Að sögn BRYNJÓLFUR MOGENSEN Segir heimilisofbeldi vera fyrst og fremst fjölskylduvandamál. Brynjólfs er maki eða sambýlis; maður þá yfirleitt gerandinn. í samantektinni kom fram að ofbeldi var helst framið í frítímum fólks þ.e. um helgar og að meirihluti karla hafi leit- að sér aðstoðar frá mið- nætti og fram undir morgun, meðan konurnar komu jafnar yfir sólar- hringinn. Ungt fólk er í meiri- hluta þeirra sem verða fyrir ofbeldi. Að sögn Brynjólfs hefst ofbeldið að stofni til á aldursbilinu 15-19 ára, en nær hámarki á aldrinum 20-24 ára. Hjá konum er ofbeldi orðið algengt frá 15 ára aldri og fram að fertugu. Flestir sem leituðu til bráða- móttökunnar fóru heim að að- hlynningu lokinni. Af þeim 2% sem þurftu frekari sjúkralegu voru höfuðáverkar algengasta ástæðan. í samantekt Brynjólfs kom fram að helstu líkamlegu áverkarnir voru eftir högg eða í 3778 tilfella. Næst á eftir voru áverkar eftir stungu, fall og í sautján tilfellum voru aðskota- hlutir notaðir. Brynjólfur sagði stjórnendur Landspítalans hafa mikinn áhuga að taka á heimilisofbeldi kvenna á sama hátt og gert sé í nauðgunar- málum eða þegar leitað væri eftir áfallahjálp. kolbrun@frettabladid.is SENDIRÁÐIÐ ORÐIÐ AÐ SAFNI Tuttugu og tvö ár eru liðin frá því róttækir stúdentar í íran réðust inn í sendiráð Bandarikjanna í Teher- an. Rúmlega 50 Bandaríkjamenn voru gíslar í sendiráði í nærri þrettán mánuði. Til minningar um þessa sögulegu atburði hafa Iranir nú opnað safn í sendiráðinu. Þar getur meðal annars að líta hlið við hlið líkan af Frelsistyttunni og myndir af byltingarleiðtoganum Khomeini. Gunnar hættir hjá Klæðningu sveitarstjórnir Minnihluti Kópa- vogslistans í bæjarstjórn Kópa- vogs segir að verktakafyrirtæki Gunnars I. Birgissonar, formanns bæjarráðs og þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vinni nú við bráðabirgðagatnaframkvæmdir í Salahverfi án þess að öðrum verktökum hafi gefist kostur á að gera tilboð í verkið. Sjálfur segist Gunnar vera á leið að draga sig út úr fyrirtæk- inu, Klæðningu ehf., þar sem hann hafi í svo mörg horn að líta. „Það stefnir í það að ég fari að hætta þessu eins og lengi hefur staðið til. Ætli ég verði ekki farinn út úr fyr- irtækinu um áramótin. Ég veit ekki hvað þeir munu þá hafa á mig,“ segir hann. Klæðning vann í fyrra verk fyrir Kópavogskaupstað fyrir rúmar 15 milljónir króna og fyrir rúmar 60 milljónir króna samtals á árunum 1997 til 2000. Um öll verkin nema eitt var samið án út- boðs að því kemur fram í svörum við fyrirspurnum Kópavogslist- ans. Kópavogslistinn segir óeðlilegt að starfsmenn tæknideildar bæj- arins séu í þeirri stöðu að semja við pólitískan yfirmann sinn um verðlagningu einstakra fram- kvæmda. „Það er árviss viðburður að Kópavogslistinn reyni að níða af mér skóinn og æruna og það er eina framlag þeirra til bæjar- málanna. Yfirleitt er það nú þan- nig að Klæðning líður fyrir veru mína í bæjarráði í viðskiptum við Kópavogsbæ," segir Gunnar I. Birgisson, um málflutning Kópavogslistans vegna samskipta fyrirtækisins og bæjarsjóðs. ■ GUNNAR I. BIRGISSON „Ætli ég verði ekki farinn út úr fyrirtæk- inu um áramótin. Ég veit ekki hvað þeir munu þá hafa á mig,. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvaða blöð lesa íbúar höfuðborgar- svæðisins? Meðallestur 18 til 67 ára á virkum dögum samkvæmt könnun PriceWaterhouse- Coopers frá september 2001 77,9' 72,3% <o <o ID -Q c & ,/r% 0 £ S 70.000 eintök 78% fólks les blaðió FJÖLMIÐLAKÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS VAF FRAMKVÆMD DAGANA 17. TIL 28. SEPTEMBER 2001. Handfrjáls búnaður skylda ef sími er notaður við akstur: I flokki með lúxusvöru ÖRYGGISTÆKI „Ríkið er að tolla þessa vöru sem lúxusvöru, því er hér um verulega skattlagningu á öryggisbúnað og aukningu skatt- tekna fyrir ríkissjóð", segir Einar Örn Birgisson, framkvæmda- stjóri Sambands - Samskipta- lausna, um skattlagningu á hand- frjálsum búnaði farsíma. Nú er skyld að nota slíkan búnað ef talað er í GSM-síma undir stýri. Á handfrjálsan búnað sem fluttur er til landsins er lagður 7,5% tollur og 25% vörugjald og segir Einar að þetta hækki vöruverð verulega því auk þessara gjalda leggist álagning söluaðila ofan á inn- kaupsverð með öllum gjöldum. Þannig hafi þetta í för með sér að algengur búnaður sem fyrirtæki hans býður til sölu er þúsund krónum hærra en ella væri vegna þessara gjalda. Tekjuaukningin fyrir ríkissjóð af þessum sökum getur verið veruleg segir Einar enda hefur um helmingur þeirra sem kaupir farsíma einnig keypt sér hand- frjálsan búnað. Þá segir hann að mikið hafi verið að gera í verslun- inni í gærmorgun, daginn sem lög- in tóku gildi, og margir að kaupa sér handfrjálsan búnað til að nota í umferðinni. ■ | FÓLK Hrollvekja í daugahúsi SÍÐA 16 | ÍÞRÓTTIR ■ ' 'i “ ~[þetta helst I Tony Blair hitti í gær Ariel Shai-on og Jasser Arafat og hvatti þá til að stöðva ofbeldi og setjast að friðarsamningum. bls. 2. Atta verða í framboði í prófkjöri Neslistans á Seltjarnarnesi 17. nóvember. Niðurstaða prófkjörs- ins verður bindandi fyrir þrjú efstu sætin. bls. 2.. Coppel breytti öllu SÍÐA 14 Kristján Ragnarsson, formað- ur LÍÚ er andvígur því að rýmkað verði um framsalsheim- ildir á kostnað veiðiskyldu í fisk- veiðistjórnuninni eins og tillögur endurskoðunarnefndar gera ráð fyrir. bls. 12,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.