Fréttablaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 22
FORSÆTISRÁÐHERRA VIKUNNAR Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur boðaði óvænt til þingkosninga í vikunni sem lítur nú út fyrir að flokkur hans, Jafnaðarmannaflokkurinn (Socialde- mokratiet), tapi fyrir keppnautunum í hægriflokknum Vinstri (Venstre). 22 FRETTABLAÐIÐ 2. nóvemer 2001 FÖSTUDAGUR Hreyfing á sænska meistaranum: Bergman undirbýr tökur fyrir sænska sjónvarpið kvikmyndir Leikstjórinn Ingmar Bergman er að undirbúa sjón- varpsleikrit, sem hann ætlar að taka upp fyrir Sænska ríkissjón- varpið, SVT, á næsta ári. Berg- man, sem er orðinn 83 ára gamall, skrifaði leikritið Anna fyrir sjón- varpsstöðina. „Við erum í skýjun- um yfir nýja handritinu hans. Við hlökkum til að halda löngu og góðu samstarfi við Bergman áfram,“ segir Daniel Alfredsson, einn yfirmanna stöðvarinnar. Lítið annað var sagt um verk- efnið. Sænskir fjölmiðlar halda því fram að það sé framhald Scener ur ett aktenskap, sex þátta sjónvarpsmynd, sem Bergman gerði úr kvikmynd árið 1973. Ná- vinur Bergmans, Erland Joseph- son, lék á móti Liv Ullman í mynd- inni og hefur sagt að þau tvö muni leika í nýju myndinni. Bergman vill einnig fá leikarana Boerje Ahlstedt og Julia Dufvenius í að- alhlutverkin. Josephson segir tök- ur hefjast í september og að hann hlakki gífurlega til að leika í þessu einkar vel skrifaða stykki. Bergman hefur margoft sagt að hann sé hættur að gera myndir. Samt hefur hann alltaf laumast með reglulegu millibili til að taka nýjar sjónvarpsmyndir, síðast árið 1997. Hann vinnur nú með Josephson í Konunglega sænska LENGI LIFIR I GOMLUM GLÆÐUM Sænski leikstjórinn Ingmar Bergman ætlar að gera sjónvarpsleikrit fyrir SVT á næsta ári. leikhúsinu en Ullman er að sjóða saman handrit að væntanlegri kvikmynd sinni um norska tónlist- armanninn Ole Bull. ■ IFRÉTTIR AF FÓLKII Hinn atkvæðamikli markaðs- maður Einar Bárðarson hef- ur látið að störfum sem markaðs- stjóri vísis.is. „Mér fannst vera kominn tími á mig í starfinu auk þess sem önnur verkefni, sem ég hef verið að sinna með því starfi, kölluðu á meiri tíma,“ segir Einar í fréttatilkynningu sem hann sendi út í vikunni. Einar segist ætla að snúa sér að nokkrum lengri og skemmri verkefnum sem lúti að markaðs- og kynning- armálum í afþreyingariðnaðin- um. Þátturinn Málið á Skjá einum er oft frísklegur og skemmti- legt hversu ólíkar meiningar höf- undar hafa á málum. Þau Kol- brún Bergþórs- dóttir og Andrés Magnússon eru t.d. á öndverðum meiði um hvernig styðja eigi við menningu í land- inu. Kolbrún er á því að ríkið eigi að styrkja menningu. „Við getum einungis grætt á menningu. Hver ætlar til dæmis að sýta þær nokkrar milljónir sem ríkið gaf kvikmyndagerðarmönnum okkar fyrir tveimur árum til að gera myndir sem unnið hafa fleiri markaði en nokkurt verðbréfafyr- irtæki þessara sömu frjáls- hyggjugutta hefur gert? Og ætli sé til sá maður sem syrgir þær krónur sem Halldór Laxness fékk á sínum tíma svo hann gæti ritað Heimsljós og íslandsklukkuna? Og enginn sýtir það fé sem fór í rekstur listaskóla sem útskrifaði Ópera sem eltir mig á röndum Bjarni Thor Kristinsson þekkir vel til Töfraflaut- unnar eftir W. A. Mozart. A föstudags- og laugar- dagskvöld verdur hann sérstakur gestur í Islensku óperunni og syngur hlutverk Sarastrós. Þetta er fjórða hlutverkið sem Bjarni syngur í þremur uppfærslum af óperunni. ópera „Ég hef sungið í um 70 sýn- ingum af Töfraflautunni í f jórum mismunandi hlutverkum. Það má segja að þessi ópera hafi elt mig á röndum í þau ár sem ég hef verið að syngja,“ segir Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari, sem bregður á leik í hlutverki Sarastrós í Töfraflautunni í ís- lensku óperunni á föstudag og laugardag. Bjarni hefur áður sungið í Töfraflautunni í tveimur ólíkum uppfærslum við Þjóðaróp- eruna í Vín og sungið þar jöfnum höndum hlutverk varðmannsins, prestsins og þularins auk þess að syngja Sarastró sem er stærsta hlutverkið af fjórum, Bjarni mætir því vel æfður til leiks þrátt fyrir að uppfærslan sé á íslensku. „Ég er að vísu að syngja þetta í fyrsta skiptið á íslensku og er búinn að vera að dunda mér við það síðustu daga að læra íslenska textann. Það er oft erfitt að skip- ta þegar maður er búinn að syng- ja hlutverk á einu tungumáli og á að fara að syngja það á öðru. Það er hins vegar ágætis tilbreyting að vera að læra eitthvað á móður- málinu." Bjarni er nýkomin frá Veronu á Ítalíu þar sem hann söng í Hol- lendingnum fljúgandi eftir Ric- hard Wagner og eftir áramót þreytir hann frumraun sína í í HLUTVERKI SARASTRÓS Bjarni Thor Kristinsson syngur hlutverk Sarastrós á tveimur sýningum af Töfraflautunni í Islensku óperunni. Chicago í annarri óperu eftir Wagner, Parsífal. Þá segir Bjarni að í bígerð sé að syngjai í nokkrum Wagner uppfærslum til viðbótar en enn sé fullsnemmt að ljóstra upp um þær. Þótt Wagner virðist í fljótu bragði ráða ríkjum í verkefnavali söngvarans segist Bjarni hafa átt þeirri gæfu að fagna að syngja í óperum eftir ólík tónskáld sem aftur sé holt fyrir röddina. „Wagner og Mozart eru sitt- hvoru megin á litaspjaldinu. Að syngja Wagner gerir aðrar kröfur til þín en að syngja Mozart. Það gerir meiri kröfur til raddarinn- ar. Þegar maður er að syngja Wagner verður maður að passa að öskra ekki úr sér raddböndin all- an tímann og taka létt á söngnum eins og það er kallað. Á sama tíma þegar maður syngur Mozart verður maður stundum að syngja með fyllri röddu en gert er. Það má segja að þetta bæti hvort ann- að upp.“ kristjang@frettabladid.is TILBOÐSDAGAR FERBOX ZENITH HURÐAR 0G HLIÐAR MACRO HEILIR KLEFAR FERBOX ADRIA STURTUHORN MACRO RÚNAÐAR HURÐIR Hert gler segullokun Hurðar stærðir 70-112 cm Tilboð frá kr. 16.834,- Hliðar stærðir 68-90cm Tilboð frá kr. 9.143,- Rúnaðir eða hornopnun 72x92 82x82 82x92 92x92 Rúnaðir Tilboð frá kr. 56.482,- Hornopnun Tilboð frá kr. 45.893,- M. hurð að framan 82x82 92x92 Tilboð frá kr. 48.320,- Hert gler segullokun Stillanleg stærð 70-80cm Tilboð frá kr. 18.774,- 80-90cm Tilboð frá kr. 19.596,- VA TNSVIRKINN ehf. Ármúla 21 - sími 533 2020 Hert gler segullokun 70x90 80x80 80x90 90x90 Tilboð frá kr. 36.755,- Rúnaðir botnar m.svuntu Tilboð frá 15.127,- Einnig tilboð á öðrum klefum og hreinlætis- t.ækjum. menn eins og Erró? Jafnvel Jónas Hallgrímsson þáði almannafé, reyndar til þess að sinna náttúru- rannsóknum, en án þess hefði hann þó kannski aldrei ort kvæði eins og Gunnars- hólma sem varð einmitt til á einni rannsóknarferð á vegum hins op- inbera," sagði hún nýverið. Andrés Magnússon benti hins vegar á það, í þætti þar sem hann lagði út af styrkbeiðni Leik- félags Reykjavíkur, að það væri hættulegt menningu landsmanna að ríki og borg styrktu einhverja ákveðna menningu en ekki aðra. „Það var sennilegast rétt athugað hjá mér að menningin væri í hættu. Ekki vegna þess að Leikfé- lagið fær ekki pening frá hinu op- inbera, heldur vegna þess að Þjóð- leikhúsið og Borgarleikhúsið fá alltof mikla peninga. Þegar önnur menning líður nauð vegna þeirrar menningar, sem ríki og borg þókn- ast að skenkja okkur, þá er menn- ingin öll í hættu. - Það er málið.“ ■ Brutum við af okkur eða hvað? Við erum búin að lifa ó vatni og brauði i rúman klukkutíma!" \ , ^

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.