Fréttablaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 2. nóvember 2001 FÖSTUDACUR HÁSKÓLABfÓ smfwnK bíó HAGATORCI. SIMI 530 1919 Þar sem aliir salir eru stórir |AMERICAN PIE 2 kL 8,10.15 og 12.151 |BRIDCEnONES'S DIARY S r Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 EVIL WOMAN kl. 3.40,5.50,8 og 10.101 FINAL FANTASY kl. 3.30 [AMERICAS SWEETHEARTS 8 og 10.15 j IpfellJR OC KÖTTURINN- Qg 5.401 kl.4 j Vxýktj /DD/ .UAK sími í.(a fx>0í) - v/ww.srnarabio.\% Ja Oé**“ * kl. 3.50, 5.55, 8 og 10.10 VIT2H kl. 5.45, 8 og 10.20 VIT291 |SKÓLALÍF m/isLtal kL 4 ogTHSH 3000 MILES tO CRACEL- 8 og 1020 |P IPRINŒSS D1AR_ 335,5A5,8 og 1S15 | H [RUCARTS IN PARIS m/ isL tali jOSMOSIS JONES M.6,8ogl0|^t jSHREK m/islM MPI DYRKEYPTUR HREKKUR Leelee Sobieski og vinir hennar hrekkja snargeðveikan vörubílstjóra með stutt- bylgjutalstöð og gjalda það dýru verði. Joy Ride: Hryllingur á þjóðveginum kvikmyndir Leikstjórinn John Dahl er hvað þekktastur fyrir myndina The Last Seduction, þar sem Linda Fiorentino lék eftirminnilegt tál- kvendi. Af öðrum myndum hans má nefna Kill Me Again og Red Rock West. Allar eiga þær það sameiginlegt að flokkast sem neo noir myndir, byggðar á hefð film noir mynda. Dahl hefur þó ekki ein- skorðað sig við þessa kvikmynda- grein. í Joy Ride horfir hann í átt til hrollvekja þar sem fórnarlömb eru á flótta allan tímann. Myndin fjallar um tvo bræður og vinkonu þeirra, sem eru á leið frá Kaliforníu til heimabæjar síns í miðríkjum Bandaríkjanna. Annar bróðirinn (Paul Walker) er hrifinn af stúlkunni (Leelee Sobieski) en eldri bróðir hans (Steve Zahn) er mikill vandræðagemsi. Hann sting- ur upp á því að kaupa stuttbylgju- talstöð fyrir ferðina til að fylgjast með samskiptum vörubílstjóra. Fljótlega fær hann þá frábæru hugmynd að gera at í einum bíl- stjóranum og platar bróður sinn til að leika ímyndaðan kvenmann og mæla sér mót við hann. Umræddur bflstjóri heitir Ryðgaður nagli og er vægast sagt ekki skemmt þegar hann uppgötvar atið. Upphefst þá mikill eltingaleikur þar sem bíl- stjórinn er ávallt einu skrefi á und- an krökkunum. Hann leggur mikið á sig til að hræða og reyna að drepa þau á ógurlegum trukk á eyðileg- um og fáförnum þjóðvegunum Myndin fær prýðisdóma banda- rískra gagnrýnenda. Hún er sýnd í Smárabíó og Regnboganum. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI Harður aðdáandi poppkonungs- ins Michael Jackson hefur skorað á gagnrýnanda að taka veðmáli upp á 7000 pund. Gagn- rýnandinn lýsti Invincible, nýju breiðskífu Jackson, sem „þreyttri, ómerki- legri og í engri snertingu við raunveruleikann". Aðdáandinn vill veðja við gagn- rýnandann um hvort platan nái að selja yfirst 30 milljónir eintaka á 2 árum, nái hún því ekki segist hann ætla að borga manninum umrædda fjárupphæð en aðeins ef gagnrýnandinn sé reiðubúinn að gera slíkt hið sama ef hún nái 30 milljóna markinu. Gagnrýn- andinn hefur ekki enn gefið svar. Rapparinn Snoop Dogg hefur neitað allri sök um að hafa haft eiturlyf undir höndunum en lögreglan stöðvaði og leitaði í rútu hans er rapparinn var á tónleika- ferðalagi um Bandaríkin á dögun- um. Við leitina fundust sex pokar af marijuana og reyndist innihald- ið um 200 grömm. Þyngsta refs- ingin við brotinu er 30 daga fang- elsisvist. Réttarhöldin byrja form- lega 11 desember næstkomandi og er ekki búist við því að Snoop láti sjá sig á staðnum. Annað þeirra tveggja laga sem söngkonan Enya hljóðritaði fyrir fyrstu myndina í Lord Of The Rings þrí- leiknum hefur verið gert fáan- legt til vistunar í gegnum Netið. Hægt er að nálg- ast lagið á www.inscifi.net. Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 19. desember en viku seinna á íslandi, eða annan í jólum. Bandarísk slúðurblöð keppast við það að spá í það hvort Tom Cruise og Penelope Cruz ætli að binda hnútinn fyrir jól eður ei. Sögusagnirnar komust af stað þegar fréttist að parið væri í leit að húsi saman. Einnig hefur spænska leikkonan sagst vera í barnahugleiðingum. ÞJÓNARNIR ÞRÍR Banka upp á einn góðan veðurdag, segjast þekkja til i húsinu og vilja hjálpa til með heimilisstörfin. Hrollvekja í draugahúsi Spánverjinn Alejandro Amenábar þurfti ad gera mjög vinsæla mynd til að þóknast framleiðendum sínum. Hrollvekjan The Others olli þeim ekki vonbrigðum. kvikmynpir Leikstjórinn Alejandro Amenábar vakti mikla athygli í heimalandi sínu, Spáni, þegar hann gerði hrollvekjuna Tesis (í. Ritgerð) með félaga sín- um Mateo Gil árið 1995. Þá höfðu þeir nýlega hætt í kvikmyndaskóla og tóku myndina upp í sama skóla. Á þessum tíma hafði spænsk kvikmyndagerð verið í lægð í nokkurn tíma. Markaðsmenn sáu fljótlega að Amenábar og Gil voru af nýrri kynslóð, sem höfðaði til ungs fólks með meiri áhuga á Hollívúdd en heimalandinu. Árið 1997 gerðu þeir Abre los Ojos (í. Opnaðu augun) með Penélope Cruz í að- alhlutverki. Leikstjórinn Camer- on Crowe endurgerði þá mynd KIDMAN Flytur með bör- nunum slnum i hús, sem er stappfullt af illum öndum. fyrr á árinu sem Vanilla Sky með Cruz og Tom Cru- ise í aðalhlutverkum. Það er hinsvegar fyrsta mynd Gil, hrollvekjan Nadie conoce a nadie (í. Enginn þekkir engann), sem breytir hlutunum. Sú var auglýst í botn að hætti Hollívúddmynda og aflaði gríðarlega tekna á Spáni. Vegna vinsælda hennar settu framleiðendur Amenábar meiri kröfur á að Los Otros, eða The Others, myndi slá í gegn. Því var brugðið á það ráð að fá framleiðslufyrirtæki Tom Cruise til samstarfs, eflaust til þess að tryggja stórstjörnuna Nicole Kidman í aðalhlutverkið. Það gekk eftir og myndin stóð undir væntingum framleiðenda. Amenábar skrifar handrit myndarinnar, sem gerist undir lok síðari heimsstyrjaldar. Helstu sögupersónurnar eru Grace (Kidman) og börnin henn- ar tvö. Þau flytja í.stórt hús und- an ströndum Bretlands í Jersey og bíða þar eftir heimilisföðurn- um, sem er í enska hernum. Börnin tvö eru með sjaldgæfan sjúkdóm, sem gerir það að verk- um að þau þola ekki sólarljós. Mæðginin búa ein í húsinu í nokkurn tíma og heldur móðirin uppi ströngum aga og reglum. Hún ræður þrjá þjóna til að hjál- pa til við heimilisstörfin en fyrri þjónar hurfu sporlaust eina nótt- ina. Nýju þjónarnir eru hinsveg- ar ekki allir þar sem þeir eru séðir, líkt og húsið. Myndin er sýnd í Háskólabíó. halldor@frettabladid.is NABBI 03 03 > 03 «o 8 ö) XL </) C :0 Q Hún er þægileg... NILFISK BACKUUM Gaiðí - þekkinq - þjónusta /ponix Hátúni 6a S 552 4420

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.