Fréttablaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 2. nóvemer 2001 FÖSTUDACUR FRE T Í ABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Simbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.ís Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðíð ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins (stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAÐSINS | ANTHONY NELESSEN Unnið með hjálp skýringarmynda að skipulagi í samræmi við það sem fólk ósk- ar sér og sínum. Borgin stœkki innávið Hilmar Pór Björnsson skrifar: skipulac Ný umræða um skipu- lagsmál hófst í tengslum við kosn- ingarnar um Reykjavíkurflugvöll og náði held ég málefnalegu há- marki með fyrirlestri bandaríska skipulagsfræðingsins Anthony Nelessen í síðasta mánuði. Nelessen sagði meðal annars að í hvert sinn sem fjölgar í bíla- flota landsmanna um eina einka- bifreið þarf að útvega um 7 ný bif- reiðastæði. Hvert skipti sem einni akrein er bætt við stofnbraut eykst umferðarþunginn. í hvert sinn sem byggð eru mislæg gatna- mót aukast líkur á að byggðin dreifist og að fjarlægð til þjónust- unnar verði meiri. Þegar fjar- lægðin eykst þarf að fjölga bif- reiðunum. Ekki er hægt að gegna erindum í borginni nema með hjálp einkabifreiðar. Einkabif- reiðin er forsenda fyrir búsetu í borginni. Borgin er skipulögð þannig að almenningsvagnakerfið á erfitt uppdráttar og getur ekki staðið undir sér. Þetta eru allt af- leiðingar ákvarðana sem teknar eru í borgarskipulagi. Allir eiga að eiga bíl, einn bíl, og það ætti helst að vera jeppi til þess að geta ekið til fjalla í frítímanum, en einkabíll ætti ekki að vera nauð- synlegur til þess að sinna erindum innan borgarinnar. Kostur við að búa í borg er að þá á allt að vera „við hendina". Því var haldið fram að borgin ætti að stækka inn á við í stað þess að þenjast út upp um allar sveitir. Skipulagshugmyndir þær sem unnið hefur verið eftir eru ekki skynsamlegar. Við á ís- landi erum að gera hluti sem Bandaríkjamenn eru búnir að sjá að eru skipulagsleg mistök. Skipu- lagið er ekki í samræmi við þá þekkingu um skipulagsmál sem er fyrir hendi. Og síðast en ekki síst eru hugmyndir þær sem unnið er eftir ekki þær sem fólk, óskar sér og sínum, sé það spurt meðvitað með hjálp skýringamynda í þrí- vídd. Þetta voru ekki nein smáskila- boð sem bandaríski prófessorinn sendi okkur, sem sóttu fyrirlestur hans. ■ Glópaglaðir í góðœri en klárir í kreppu Iupphafi ráðstefnu Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla ís- lands, sem haldin var á Grand Hotel í fyrradag, rifjaði deildar- forsetinn Ágúst Einarsson það ...♦ upp, að á Kristpín- „Þávarðtil armessu sex dög- hugtakið um áður árið 1415, glópagleði." hefði Hinrik fimmti flutt her- hvöt sína fyrir orrustuna við Asinkurt. „Öldungar gleyma; gleymist allt um síð; og þó man hann, og það með nokkrum vöxt- um, sín afrek daginn þann,“ eins og segir í þýðingu Helga Hálfdan- arsonar á leikriti Shakespeares. Stjórnendur íslenskra fyrir- tækja voru allir miklir snillingar á öldufaldi góðærisins 1998 - 2000. Nú er líklegt að þeir vilji frekar gleyma afrekum sínum þessi ár, enda eru fallin á þau nokkrir refsivextir. Tryggvi Þór Her- bertsson prófessor sagði að á þessum árum hefði orðið til í hag- fræðideildinni hugtakið „glópa- gleði“ um andrúmið í atvinnulíf- inu og á verðbréfamörkuðunum. Nýbakaður doktor í vinnumarkaði á umbrotatímum, Árelía Guð- mundsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, hélt því fram í máli sínu að stjórnendur á íslandi væru klárari í kreppu en í góðæri. Óðaverðbólgan á íslandi eftir síðari heimsstyrjöld útilokaði fag- mennsku við stjórnun. Það var fyrst með þjóðarsáttinni, stöðug- leikanum, EES og ró á vinnumark- Máljnaaaa. Einar Karl Haraldsson hlýddi á prófessora og doktora aðnum í upphafi síðasta áratugar, sem hægt var að koma við fag- legri stjórnun, áætlanagerð og leit að leiðum til þess að nýta vinnuafl og framleiðslutæki á hagkvæm- asta hátt. Svo brá þó við að þegar góðærið komst í topp hættu fyrir- tækin að auka framleiðni sína og þjónustustig þeirra datt niður. Stjórnendur fyrirtækja sofnuðu á verðinum og héldu að velgengnin stafað af snilli þeirra en ekki af hagstæðum skilyrðum. Glópa- gleðin greip um sig - jafnvel á bestu bæjum - og það gleymdist að spyrja hvað starfsfólkið hefði fyrir stafni. Nú eru stjórnendur vaknaðir til kreppunnar og vænt- anlega farnir að bretta upp erm- arnir, enda klárir í kreppu. ■ Við töpum hlutdeild í alþjóð aviðskiptum Alþjóðavæðingin skemmra á veg komin en menn halda. Hlufall útflutnings af þjóðarframleiðslu hefur farið lækkandi segir Ingjaldur Hannibalsson. Ekki hægt að fara langt með fulla vasa af ís- lenskum krónum. alþjóðavæðinc íslendingar hafa verið að tapa markaðshlutdeild í alþjóðaviðskiptum á síðustu ára- tugum. Þetta kom fram í erindi Ingjalds Hannibalssonar prófess- ors á ráðstefnu Viðskipta- og hag- fræðideildar sem haldin var á í vikunni. Alþjóða- væðing íslensks viðskiptalífs er því komin mun skemur en menn gera sér almennt grein fyrir. Þannig er hlut- fall útflutnings vöru- og þjónustu af vergri þjóðar- Grand Hotel —♦— „Heimsvið- skiptin jukust um 60% en útflutningur frá íslandi að- eins um 33%." —♦— framleiðslu um 35% á íslandi og hefur farið heldur lækkandi yfir langt tímabil. Til samanburðar má geta þess að þetta hlutfall er 93% á írlandi, sem vakið hefur athygli fyrir mikla útflutnings- og vel- sældarsókn eftir inngönguna í ESB, og yfir 100% í Singapore og Hong Kong. Á árunum 1990 til 1999 jókst heimsframleiðslan um 20% en verg landsframleiðsla á íslandi hækkaði meira, eða um 23%. Á sama tíma jukust heimsviðskiptin um 60% en út- flutningur frá ís- landi aðeins um 33%. Það þýðir að við höfum verið að tapa markaðs- hlutdeild í al- þjóðaviðskiptum. Þegar litið er til þjónustuút- flutnings sérstak- lega er hið sama upp á teningnum. Þjónustuútflutningur er um þriðj- ungur af gjaldeyristekjum íslend- inga en hann er til samanburðar um 50% í Danmörku. Þetta þýðir INCJALDUR HANNIBALS- SON Beinar fjárfesting- ar útlendinga á Islandi eru tiltölu- lega litlar. ÚTFLUTNINGUR Útflutningur Islendinga byggist enn að miklu leyti á auðlindunum að útflutningur okkar er enn fyrst og fremst byggður á okkar nátt- úruauðlindum, en það er ekki ein- kenni háþróaðra og alþjóða- væddra hagkerfa. Fram á miðjan síðasta áratug voru hömlur á fjárfestingum er- lendis, en með frjálsara viðskipta- kerfi jukust fjárfestingar íslend- inga erlendis verulega. Þær voru hins vegar að verulegu leyti fjár- magnaðar með erlendum lánum. Beinar fjárfestingar útlendinga á íslandi eru tiltölulega litlar, því þegar þær eru skoðaðar ofaní kjölinn kemur í ljós að þær eiga rætur sínar að verulegu leyti í eignarhaldsfélögum sem fslend- ingar hafa stofnað erlendis. Ingjaldur Hannibalsson telur ekki miklar líkur á að alþjóðavæð- ing og hlutur íslands í heimsversl- un aukist mikið meðan aðild að Evrópusambandinu og Evrunni fáist ekki einu sinni rædd. Ekki þyrfti annað en hugleiða það hve íslenskur ferðamaður sem stadd- ur er erlendis kæmist langt með fulla vasa af íslenskum krónum, til þess að átta sig á gagnsleysi gjaldmiðilsins. Niðurstaða Ingjalds var sú að íslendingar, sem að sjálfsögðu gerðu margt vel, ættu að hætta að ofmetnast af ímynduðu ágæti og byrja að alþjóðavæðast. í pall- borðsumræðum á ráðstefnunni sagði Baldur Þórhallsson rektor að við værum þátttakendur í Evr- ópusamstarfinu gegnum EES og Schengen, yfir 70% af lögum og reglum Eyrópusambandsins, tækju gildi á íslandi, en samt sem áður nýttu íslendingar ekki þau tækifæri sem byðust í samstarf- inu. Því til sönnunar nefndi hann að í vikunni hefði runnið út um- sóknarfrestur til þess að sækja um styrki til uppbyggingar fjar- náms, sem mjög væri í tísku á ís- landi, en þótt milljónatugir væru í boði frá Evrópusambandinu, hefði aðeins borist ein umsókn. cinarkarl@frettabladid.is ORÐRÉTT Ein stærsta pólitíska ákvörðun sögunnar EVRAN „Hver eru helstu rök með og á móti upptöku evru, ekki síst ef evrusvæðið stækkar? Hinn efnahagslegi ávinningur íslands af upptöku evru yrði væntanlega fyrst og fremst tvíþættur. í fyrsta lagi líkur á lægri vaxtamun gagn- vart útlöndum þar sem með aðild að myntbandalaginu hyrfi vaxta- munur sem tengist gengisáhættu. í öðru lagi lægri viðskiptakostn- aður í viðskiptum við aðila á evru- svæðinu. Hvaða rök mæla á móti upp- töku evru? Aðildarríki mynt- bandalagsins hafa ekki lengur peningalegt sjálfstæði til að mæta sérstökum efnahagslegum áföll- um eða ávinningi, heldur mótar einn Seðlabanki, Seðlabanki Evr- ópu, og framfylgir peningastefnu bandalagsins. Á móti ávinningi ís- lands af myntbandalagsaðild vegna lægri viðskiptakostnaðar og vaxtamunar verður að meta efnahagslegar afleiðingar þess að ekki yrði lengur mögulegt að laga hagkerfið með tiltölulega skjótum hætti að ytri áföllum...“ ..“Ef einhvers konar tenging við evruna á eftir að þykja æski- leg þarf að skoða hvort tenging í einhverju formi sem ekki felur í sér fulla aðild að myntbandalag- inu er möguleg eða nægjanleg, hvort heldur þar um ræðir ein- hliða eða tvíhliða tengingu við evru, myntráð eða notkun evru sem lögeyris. Ef svo reynist ekki mun valið standa á milli þess að leita eftir aðild að Evrópusam- bandinu til þess að geta síðan gerst aðili að myntbandalaginu og hins að standa áfram utan þess með þeim kostum og göllum sem því væru samfara. Val á milli þessara tveggja kosta gæti þá orð- ið einhver stærsta pólitíska ákvörðun íslandssögunnar." Úr vefriti fjármálaráðuneytisins, fjr.is, 1. nóv. 2001 EVRAN UM ÁRAMÓT 12 af 15 aðildarríkjum Evrópusambandsins taka upp evruseðla og evrumynt 1. janúar 2002

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.